Landsfundarógeð

Það er erfitt að viðhafa önnur orð um þennan blessaða landsfund Sjálfstæðisflokksins en segir í fyrirsögn þessarar greinar.

Þótt fjöldi manna hafi að því er virðist unnið mikið starf í aðdraganda fundarins og margt af því sjálfsagt býsna gott, samanber gagnrýnina frá Geitaskarðskappanum í Endurreisnarnefndinni, þá virðist það samt sem þessir landsfundir endi alltaf í einhverskonar eðlislægum hroka og jafnvel mannfyrirlitningu eða þá slepjulegri sjálfsvorkunn.

Orðfæri margra forsvarsmanna flokksins í gær um Evrópumálin og hvernig t.d. Kristján Þór Júlíusson talaði um að "gefa þjóðinni tækifæri" til að kjósa um ESB aðild lýsir manni og flokki sem telja sig hátt hafinn yfir almenning og greinilegt að þarna fer mjög takmarkaður skilningur á hverjir eiga að ráða í lýðræðisríki.

Eins var fádæma ræða Davíðs Oddsonar í dag og allt að því sjúklegar lýsingar hans á sjálfum sér og öðru samferðarfólki og verkum þess skýr vísbending um að þar fer maður sem er ekki alveg með sjálfan sig á hreinu. Viðbrögð fundargesta eru svo náttúrulega kapítuli út af fyrir sig og þó erfitt sé að alhæfa má gera ráð fyrir að fjölda þeirra finnist ekkert athugavert við framgöngu Davíðs. Og flestir hlógu dátt.

Fyrir mér er þetta sem einhverskonar samkoma firringar. Laugardagssíðdegi í Gaukshreiðrinu í boði þess spillta forarpytts sem áratuga samkrull peninga og stjórnmála hefur getið af sér og gert þjóðina nær gjaldþrota.

Við hljótum að frábiðja okkur þetta. Við þurfum ekki né viljum stefnu þessa fólks, né hugarfar þess.

Við þurfum ekki að fá nein tækifæri gefins frá KÞJ eða Sjálfstæðisflokknum. Við búum til okkar tækifæri sjálf. Við einfaldlega tökum af honum, og skrýtnum félögum hans, völdin í næstu kosningum.

Við erum Borgarahreyfingin - þjóðin á þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Fyrirsögnin segir í raun allt sem segja þarf en ég hefði heldur ekki vilja missa af því sem þú skrifar undir þessum titli. Ég þurfti virkilega á þeirri geðhreinsun að halda sem skrif þínu veittu mér. Takk fyrir mig

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.3.2009 kl. 01:06

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað ert þú að tala um landsfundarógeð og trakterar svo grandalausa lesendur með svona bloggógeði? Það er viðbjóður að væna fólk um geðveiki og bendir til þess eins að þú sért ekki sjálfur með öllum mjalla. Það er löngu þörf á nýjum stjórnmálahreyfingum og það er sorglegt að þegar loksins það gerist skuli það vera fólk eins og þú sem tranar sér fram.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 07:54

3 Smámynd: Þór Saari

Sæll Baldur. Hvet þig til að hlusta á ræðu hans aftur og kynna þér stjórnmálaferil hans. Ef þú skilur ekki hvað ég á við eftir það spurðu þá fleiri.

Þór Saari, 29.3.2009 kl. 09:08

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég skildi alveg hvað þú átt við. Ég hlustaði á þig í sjónvarpinu og hélt þá að þú værir vænn og viti borinn maður en nú sé ég að mér hefur skjátlast. Ég bið hér með afsökunar á þeim mistökum.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 10:21

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Þór, þetta er mjög raunsönn lýsing hjá þér því miður. Þá er svo komið að maður er byrjaður að skammast sín fyrir að vera Íslendingur.

Atli Hermannsson., 29.3.2009 kl. 11:00

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er alveg kappnóg fyrir þig, Atli, að skammast þín fyrir sjálfan þig.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 11:02

7 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Er fullkomlega sammála ykkur þór og Atla. Bý sjálfur í Danmörku og vissi að þetta myndi falla að lokum. Sá að margar rangar gjörðir sjálfstæðismanna myndu að lokum leiða til falls. Bjóst við fallinu fyrr og við minna falli. Lengi er þó hægt að lengja í hengingarólinni. Það leiðir svo hinnsvegar til stærra falls.

Hörður Valdimarsson, 29.3.2009 kl. 13:39

8 Smámynd: Garún

Kæri Baldur...Hvaða heift er í þér....er ekki komin tími til að líta á stjórnmál sem stjórnmál en ekki einhvern fótboltaleik þar sem maður er stöðugt hollur sínu liði.  Ég skammast mín fyrir alla færslur sem ég skrifa og öll komment!  Sérstaklega þegar kemur að pólitík eða stjórnmálum já eða peningamálum og kreppu.  Það eru komnir cirka 4 mánuðir síðan ég hætti að skilja nokkuð sem sagt er í tengslum við áðurnefnd atriði og hefur mér bara fundist ég heimsk og vitlaus.  Ekki skildi ég ræðu Davíðs, ekki skil ég neinn sem heldur ræður.  Langar bara að fólk mæti í vinnuna sína og vinni sama í hvaða flokki það er!  Það verða allir að leggjast á eitt, þetta er of líkt fótboltakeppni eða einhverjum baráttuleik fyrir minn smekk!  En ég skammast mín líka núna!  Og ég ætla að skammast mín í allan dag.

Garún, 29.3.2009 kl. 14:07

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér fannst það litla sem ég heyði úr ræðu Davíðs vera svo fáránlegt að mér datt helst í hug bókin The Confederacy of the Dunces eftir John Kennedy Toole.  Myndum við einhvern tímann heyra Alan Greenspan lýsa eftir manni sínum af þeim hroka og Davíð gerði.  Og heyra auvirðulegan hlátur fundargesta, þegar réttar hefði verið að kalla á lækninn.  Hafi Davíð ætlað að fara út með stæl, þá gerði hann það.  Orð hans verða hans svanasöngur.

En er landsfundur Sjálfstæðisflokksins virkilega orðin slík skrípasamkunda, að menn skemmta sér yfir orðum veiks manns?

Marinó G. Njálsson, 29.3.2009 kl. 14:22

10 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Skil bara ekki afhverju má ekki kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Landsfundir og sú foringja/flokksdýrkun sem á sér stað þar er ekkert nema ógeð. Landsfundir sýna þá ljótu hlið íslenskra stjórnmála sem við köllum í daglegu tali flokkapólitík og fulltrúalýðræði. Barn síns tíma og beint og óbeint ástæðan fyrir hruninu hér.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 29.3.2009 kl. 14:29

11 identicon

Heill og sæll; Þór, líka sem þið önnur, hver geyma hans síðu, og brúka !

Þór !

Um leið, og ég þakka þér; ágæta samantekt, á þessu standi, sem Sjálfstæðisflokkur nefnist, vil ég bjóða þig velkominn, í spjallvinahóp minn.  

Einnig; eru hér, ágætir punktar, frá spjallvinkonum mínum, þeim Rakel og Jónínu Sólborgu, meðal annarra.

Baldur Hermannsson ! Er nú ekki tímabært; hver ég hygg þig, tiltölulega glöggan og skilvísan, til orðræðu allrar, að þú hættir að bera blak, af Valhallar ókindum þeim, hverjar komið hafa okkur, í þá ógnar stöðu, sem við blasir, ágæti drengur.

Og ei er; stórmannlegt, að hnýta í Þór síðuhafa, sem þú gerir - óverðskuldað.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:47

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir snotra kveðju, Óskar Helgi úr Árnesþingi. Ég hnýtti í síðuhafann af gefnu tilefni - mér fellur ekki þegar menn viðhafa dylgjur um andlega heilsu annarra. Slíkt er kallað rógur og vel mættu Sunnlendingar minnast rógbera sinna til forna og hverju þeir komu til leiðar.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 16:51

13 identicon

Þór Saari.

Mér finnst þér ekki sæma að vera svona orðljótur.

Það skemmir málstað þinn og Borgarahreyfingarinnar að rægja andstæðing sinn á jafn ómálefnalegan hátt og þú ert hér vís að.

Á landsfundinn mættu meira en 2000 manns sem allir vilja vel og eru að verja tíma sínum til þess að finna veg til að feta næstu misserin.  

Þú mátt ekki vanvirða það og dylgja um geðhelsu fólks sem er á annarri skoðun en þú.

Það er ljótt og þú átt að skammast þín.

 Ég geri ekki ráð fyrir að Borgarahreyfingin hafi breiða rödd með fólk eins og þig innanborðs ef þú ert dæmigerður fulltrúi hennar

Hafsteinn Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 17:27

14 Smámynd: Sylvía

Þór lýsir þessu vel.

Sylvía , 29.3.2009 kl. 17:28

15 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er svolítið að velta fyrir mér hvað þeir, sem eru að hnýta í Þór, vilja í raun koma á framfæri. Vilja þeir meina að Davíð hafi slíkan rétt á því að hnýta í annað fólk að það megi engum finnast neitt um það nema eitthvað jákvætt?????

Ég meina af hverju má Davíð hnýta í fólk ef Þór má það ekki? Af hverju gerir Þór lítið úr sjálfum sér með því að hnýta utan í Davíð fyrir skítkastið sem sá síðanefndi viðhafði út í stóran hóp af fólki? Hvernig gerir Þór lítið úr sjálfum sér með að hafa skoðun á Davíð fyrir þetta en Davíð heldur virðingu sinni þrátt fyrir sína stórskotahríð?

Kannski aðallega af hverju má Þór ekki hafa neikvæða skoðun á Davíð fyrir að ata mannorð annarra auri? Hvernig lítillækkar hann sjálfan sig með því að gagnrýna það sem blasir við öllu skynsömu fólki að ræða Davíðs og viðbrögð meginþorra fundarmanna var fullkomin lágkúra? Í rauninni svo absúrd allt saman að atvikið minnir frekar á atriði úr svartri kómedíumynd en raunveruleikanum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.3.2009 kl. 17:52

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað ertu nú að bulla Rakel? Davíð ataði engan mann auri, hann gagnrýndi réttilega þennan fáránlega snepil Endurreisnar-nefndarinnar enda full ástæða til; hann sagði brandara um norska strákinn í Seðlabankanum sem engan þurfti að særa; Þór hinsvegar vegur gróflega að Davíð með rakalausum dylgjum og það er sko ekki í gamni sagt heldur fúlustu alvöru. Hvers konar óbermi eru þeir eiginlega, þessir slánar í Borgarahreyfingunni? Er þeim ekkert heilagt?

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 17:57

17 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Baldur, ég held að þú sést með „valda heyrn“ sem þýðir það að þú heyrir bara það sem þú vilt heyra. Ég dreg þessa ályktun af því sem þú hefur náð út úr orðum Davíðs. Han vó líka að miklu fleirum en endurreisnarnefndinni og núverandi seðlabankastjóra.

Þú ert sennilega líka með „valda sjón“ og „valinn skilning“ miðað við málflutning þinn hér. Hvernig getur t.d. Þór verið að „vega gróflega“ að Davíð á meðan það sem Davíð segir um alla þá sem hann vegur að er bara réttmæt gagnrýni eða meinlaus húmor???

Það er kannski takmörkun mín að nenna ekki að eyða tíma mínum og orku í það að eiga í miklum orðaskiptum við fólk sem heyrir bara og sér það sem það vill sjá. Ég ætla samt að freista þess að benda þér á færslu Friðriks Þórs þar sem hann vísar í skýrslu Endurreisnarnefndar sem Davíð sat í sjálfur árið 1987. Þar kemur fram að það sem Davíð gagnrýndir núverandi endurreisnarnefnd fyrir er nokkurn vegin samhljóða því sem hann setti fram sjálfur í „sneplinum“ sem var gefin út fyrir 12 árum.

Hjá Davíð hafa alltaf gillt ákveðnar leikreglur sem eru eitthvað á þá leið að hann má allt en hinir bara það sem hann leggur blessun sína yfir. Ert þú að leggja blessun þína yfir slíkar leikreglur eða hvað? Vilt þú búa í samfélagi þar sem samfélaginu er stýrt af þannig leiðtogum?

Ég er ekki að banna þér að tjá þig. Ég er að gagnrýna hvernig þú tekur því að Þór segi skoðun sína á sinni eigin síðu. Ég er ekki síst að gagnrýna mótsögnina sem kemur fram í því hvernig þú dæmir síðueigandaannars vegar og Davíð hins vegar.

                                                                                                  Yfir og út.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.3.2009 kl. 18:27

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Rakel mín fyrir að banna mér ekki að tjá mig

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 18:29

19 Smámynd: kop

Hver er þessi Davið?

Hvað ert þú að rífa kjaft Baldur, ég kíkti á þína síðu og rak fljótlega augun í að þú ert þar með skítkast og kallar meðal annars einhvern landráðamann. Svo vert þú ekki að gagnrýna aðra, farðu og hjálpaðu félögum þínum í Sjálfstæðisflokknum að grafa sig upp úr skítnum. Þeir hamast við að moka en sökkva bara dýpra í eigin skít.

kop, 29.3.2009 kl. 18:40

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Samkvæmt skoðanakönnun eru þeir á góðri leið að moka sig upp úr skítnum. Vonandi náum við 30% en ég geri mér ekki vonir um meira úr því sem komið er. Það var þó flott að fá Bjarna Ben sem formann, hann laðar æskuna til flokksins.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 18:49

21 Smámynd: kop

Íslensk æska er nú skynsamari en svo, að hún láti þennan Bjarna slá ryki í augun á sér.

kop, 29.3.2009 kl. 18:57

22 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þeir sem hér tala og segja Davíð sjúkan dæma sig sjálfir.  Verst finnst mér að Marinó G. skuli taka undir þennan málflutning.  Og í raun er það sorglegt að sjá alla viðhlæjendur andstæðinga Sjálfstæðisflokksins segja að okkar mesti stjórmálamaður seinni tíma skuli vera geðveikur.

Þetta lýsir því miður afskaplega litlum og veikum sálum.

Sigurður Sigurðsson, 29.3.2009 kl. 19:03

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

SISI, það er mála sannast að þeir sem fara með slíkar dylgjur eru ekki sjálfir heilir á geði. Mér leiðist að segja þetta, en svona er þetta. Þar eru eyru sæmst er uxu, sögðu forfeður okkar.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 19:13

24 identicon

Af hverju dæma menn sig sjálfir ef menn efast um geðheilsu Davíðs? Hegðun hans gefur fullt tilefni til þess. Eru menn sagðir dæma sig sjálfir ef þeir hafa uppi efasemdir um geðheilsu Nixons? Ég hef ekki tekið eftir því.

Jón (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:36

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það var hægt að efast um margt í fari Nixons en ég hef aldrei heyrt þess getið að geðheilsa hans hafi verið þar á meðal. Raunar er það svo að hér á Íslandi hefur aðeins einn stjórnmálamaður greinst með heilabilun á seinni árum og hann er ekki í Sjálfstæðisflokknum.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 19:46

26 Smámynd: Garún

Hvað er að því að vera geðveikur!! Eru það ekki fordómar að halda slíku fram!  Ég er geðveik!  En ég á góða að og þegar ég fæ bulluna og gremjuna er ég með góða vini, góða fjölskyldu og góðan sponsor sem hjálpa mér að vinna úr mínum málum í staðinn fyrir að standa í pontu óáreitt og hlusta á hundruðir manna klappa eins og vitleysingar að vitleysunni úr mér og hlæja og horfa á veldúkað borðið skömmustulega.  Hann Davíð er snillingur, hann er geðveikur hann er mannlegur hann er töff og hann er glataður.  Alveg sama, EXIT er gamalt og flott leikhús orð og á vel við þegar ég hugsa um Davíð.  Guð geymi hann og ég vona að honum líði alltaf vel.  En nú er nóg komið að "álfum í hól", stjórnmálamönnum á varamannabekk, endurreisnarplagg (what ever that means) og skítkasti á báða bóga.   Bara fá atvinnumenn í ráðherrastöður, fólk sem er menntað í einhverju öðru en stjórnmálum.  Hef alltaf þótt það skrítið að það sé hægt að mennta sig í stjórnmálum.  Vil endilega bara fá vinnandi fólk sem vinnur vinnuna sína og ef það gerir það ekki þá er það rekið.  Ekki kosið og segir afsér....bara ráðið og rekið.  Stjórnmál er úrelt ástand og við erum öll komin með leið á því...sorry.  Ég skammast mín fyrir þessa færslu.  Hér kemur glögglega í ljós að ég veit ekkert um hvað ég er að tala og ég hef ekkert vit á einu né neinu og ég viðurkenni það.  Og plís, ég ætla að poppa í kvöld svo ekki kenna mér neitt sem hefur ekki náðst að kenna mér nú þegar.  

Garún, 29.3.2009 kl. 19:57

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Garún, þú ert lang flottust. Mundu að láta salt út á poppið. Drekkurðu ekki kók með?

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 20:02

28 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður, mér þykir leitt að valda þér vonbrigðum, en mér finnst maður sem notar samlíkingu við Krist og Óðinn máli sínu til framdráttar vera kominn langt út á ystu nöf.  Þessi ræða sýndi í mínum huga að manninum var ekki sjálfrátt og honum veitti ekki af því að læknir skoðaði hann.  Ég kalla það veikan mann sem sér bara flísina í augum náungans en ekki bjálkann í eigin augum.

Ég hef aldrei tekið þátt í þeirri umræðu að Davíð væri einn persónulega ábyrgur fyrir því fylleríi sem endaði með hruni bankakerfisins.  Ég hef alltaf talað um Seðlabankann og ríkisstjórn, en ekki einstaklinga.  Ég meira að segja tekið upp hanskann fyrir hann og beðið fólk um að persónugera umræðuna ekki í Davíð Oddssyni.  Það sem ég hef heyrt úr ræðu hans í gær var aftur þannig að ég get ekki orða bundist og efast um heilsu hans.  Hann talaði eins og menntskælingur í ræðukeppni framhaldsskólanna.  Enn og einu sinni nýtti hann EKKI tækifærið til að skýra út hvað gerðist heldur henda skítabombum.  Og lýðurinn hyllti hann sem kóng á eftir!  Ég skammaðist mín fyrir að vera Íslendingum eftir að hafa hlustað á þessi brot og hef ekki löngun til að heyra restina.  Ég vona innilega sjálfstæðismanna vegna að þeir átti sig á þeirri vitleysu sem þeir gerðu með því að hlæja að bröndurum hans.  Þetta var ekki uppstandari að skemmta heldur fyrrverandi seðlabankastjóri og forsætisráðherra með meiru að halda pólitíska ræðu.  Hann stóð þarna eins og maður sem var búinn að glata sjálfsvirðingu sinni.  Hann á virkilega bágt.

Marinó G. Njálsson, 29.3.2009 kl. 20:57

29 identicon

Íslenskur lýtalæknir var staddur á ráðstefnu erlendis með kollegum sínum. Eftir langa og stranga dagskrá ráðstefnunnar héldu ráðstefnugestir á öldurhús og gerðu sér glaðan dag. Eftir því sem líða fór á kvöldið og nóttina þynntist hópurinn og lokst sátu einungis þeir þaulsetnustu eftir. Þegar þeir höfðu ekkert meira að tala um fóru þeir að segja hetjusögur af þeim afrekum sem þeir höfðu unnið á skurðborðinu.

Einn Bretinn sagði sögu af því að hann ásamt teymi sínu hafi tekið á móti sjúklingi sem missti hendina í prentsmiðju. Á sjúklinginn græddu þeir nýjan handlegg, lófa og fingur og eftir að hann kom til starfa aftur varð hann svo góður og öflugur verkmaður að hann vann á við 4 og því fóru þrír á atvinnuleysisskrá sem áður störfuðu hjá fyrirtækinu.

Rússnenskum lækni fannst ekki mikið til þess koma og sagði frá manni sem lent hafði inní kjarnaofni. Þeir fengu ekkert annað en hárið inná skurðborðið til sín, græddu á það höfuð, búk og útlimi. Þessi maður varð svo góður verkmaður þegar hann snéri aftur til starfa að hægt var að segja upp heilli vakt í kjarnorkuverinu, 9 manns fóru á atvinnuleysisskrá.

Íslenski læknirinn sagði iss við þessari sögu. "Ég var einu sinni staddur niðrí Austurstræti og fann rosalega vonda prumpulykt. Ég veiddi hana í poka og brunaði með hana uppá Borgarspítala og skellti henni á skurðborðið. Við græddum á þetta búk, höfuð, útlimi og enduðum með að setja krullur ofaná þetta allt saman.

Úr þessu varð Davíð Oddsson og hann er á góðri leið með að setja alla þjóðina á atvinnuleysisskrá".

Jón (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:04

30 Smámynd: Þór Saari

Ég leyfi mér að benda á að fyrstu rannsóknir sýna að nokkrir gesta minna eru í raun ekki til heldur eru alter egó draugsins Savoklesiusar en Savoklesius þessi var uppi á sautjándu öld einhvers staðar í Persíu. Hann er þekktur fyrir að flagga íslenskum nöfnum í tíma og ótíma og aðhyllast óheflað orðfæri og köpuryrði sem sæma ekki virðulegum blogg síðum en eiga sér frekar skjól á landsfundum stjórnmálaflokka.

Því vísa ég ykkur Baldur, Hafsteinn og SISI sem eruð öll einn og sami draugurinn út héðan og til vistar í því húsi hvers innviðir þjóna ykkur betur.

Farið vel.

Þór Saari, 29.3.2009 kl. 23:02

31 identicon

Frábær rök hjá Rakel hér að ofan. Pælið í því sumir af þessum mönnum sem eru með ,,vald heyrn" og ,,vald sjón" eru svo ruglaðir af þessum veikindum sínum að maður er alveg krossbit á því hvernig þeir sjá hlutina. Ég var um daginn búinn að fá rafvirkja til að hjálpa mér smávegins með rafmagn í húsinu hjá mér, en ég þurfti að hringja þrisvar í hann til að minna hann á að koma. Svo loksins sagðist hann ætla koma daginn eftir (þessi rafvirki var handviss um að ég væri Sjálfstæðismaður) svo ræddum við í símann um pólitík og ég sagði að við yrðum hvort sem okkur líkaði eða ekki, að ganga í ESB þar sem við værum með ónýtan gjaldmiðil. Ég vissi ekki hvert hann ætlaði, hann gekk af göflunum í símanum. Það var eins og við manninn mælt, hann sveik mig, kom aldrei bara af því ég er ekki á sömu skoðun og hann. alveg ótrúlegt, enda börðu hvítliðar á öðru fólki, öðrum Íslendingum þegar ísland gekk í Nato. Allt vegna pólitískrar réttsýnar og ofurtrúar á einhvern foringja. Í mínum augum er svona fólk ekkert annað en aumingjar og undirlægjur hugmynda sem ganga ekki einu sinni út á það að gera þeim lífið léttara, heldur út á einhverja sérhagsmuni stærri samtaka í þjóðfélaginu. Heilalausir hálfvitar, 2000 manns saman komnir til að hlíða á hroka og yfirlæti, svo hlóg þetta lið og tók undir ógeðið.

Valsól (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 14:31

32 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Rakel greinir málið með ágætum. Skoðun á bloggi þessara einstaklinga, Baldurs og SISI skýrir ágætlega af hverju svona er komið fyrir landinu okkar. Tíma okkar og orku er betur varið í annað en munnhöggvast við þessa undirtegund Homo Islandicus.

Arinbjörn Kúld, 2.4.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband