Landsfundur Borgarahreyfingarinnar

Framundan er landsfundur Borgarahreyfingarinnar þar sem við komum saman til að leggja línurnar að áframhaldandi starfi, kjósum m.a. nýja stjórn og tökum afstöðu til hvernig við viljum hafa Borgarahreyfinguna.

Þetta eru mikilvæg mál og blikur eru á lofti um hvort hreyfingin komi ósködduð út úr landsfundinum vegna ágreinings sem uppi hefur verið um valdsvið ákveðinna eininga hreyfingarinnar.  Sú orrahríð sem gengið hefur yfir að undanförnu er hins vegar að hluta til tilkomin vegna þess þokukennda skipulags sem hreyfingin hefur starfað eftir og ekki hefur unnist tími til að koma lagi á.

Hópur fólks þ.á.m. þingmenn hreyfingarinnar hafa lagt fram tillögur að samþykktum fyrir hreyfinguna sem að okkar mati gera hana að því virka grasrótarafli sem lagt var af stað með í upphafi (sjá neðst).  Þar eru engin völd handa neinum og fámenn fimm manna stjórn hefur fyrst og fremst það hlutverk að fylgjast með að framkvæmdastjóri starfi eftir nákvæmri starfslýsingu sem miðar að því að samræma krafta allra þeirra sem koma að hreyfingunni.  Markmiðin eru algerlega skýr, að koma málefnum fyrirliggjandi stefnuskrár í framkvæmd og svo leggja sig niður og hætta störfum þegar því takmarki er náð eða sýnt er að það náist ekki.  Hreyfingin verður og algerlega opin og mun virka sem stuðningsapparat fyrir allar grasrótarhreyfingar á Íslandi og aðstoða þær við að koma málum sínum á framfæri.  Þingmennirnir munu vinna stefnumálunum fylgi inni á Alþingi og funda reglulega með grasrótinni á opnum fundum.  Mjög ákveðnir fyrirvarar eru við sumar greinar samþykktana sem gera það að verkum að ekki er hægt að breyta tilgangi hreyfingarinnar né hefta lýðræðislega ákvarðanatöku.  Einnig er ítarlega gerð grein fyrir með hvaða hætti á að verja þeim fjármunum sem hreyfingin fær.

Þessar tillögur að samþykktum, ef þær verða samþykktar, munu búa til hreyfingu sem er í anda þess sem við vildum alla tíð en vegna reynslu- og tímaskorts höfum ekki getað klárað fyrr.  Þær eru líka í anda þess sem fjöldi félagsmanna og grasrótarhópa sem stóðu að hreyfingunni frá upphafi hafa kallað eftir.  Þær eru hins vegar ekki flokkssamþykktir og í augum sumra sem starfað hafa í hefbundnu félagsstarfi lengi virka þær "ómögulegar".  Endimörk þess mögulega eru hins vegar ekki alltaf ljós og þó að flokkakerfi og flokkslög hafi gert fjórflokknum kleift að hanga saman í áratugi þá er ekki þar með sagt að það hafi verið til góðs fyrir lýðræðið, hvorki innan flokkana né í samfélaginu.  

Spurt var: Hva! Valdalaus stjórn, til hvers?  Svörin eru: Til hvers er stjórn?  Þarf að stjórna?  Hverju þarf að stjórna, og af hverju?  Þegar þessum spurningum var svarað urðu þessar tillögur til.

Spurt var: Engin félagaskrá, af hverju?  Svörin eru:  Félagaskrá er stjórntæki. Þarf stjórntæki?  Ef hópur fólks vill taka yfir hreyfinguna þá eru varnaglar við mögulegar athafnir þeirra í samþykktunum.  En ef þeir varnaglar halda ekki?  Þá bara stofnum við nýja hreyfingu á morgun og reynum aftur.

Annar hópur fólks innan hreyfingarinnar hefur einnig unnið að tillögum að lögum fyrir hreyfinguna sem lagðar verða fram á fundinum.  Þessar tillögur eru vandaðar og vel unnar og standa sem slíkar alveg fyrir sínu.  Þær eru hinsvegar í anda fjórflokkana og gera Borgarahreyfinguna að því sem hún átti aldrei að vera, að tiltölulega hefðbundnum stjórnmálaflokki með sterkri stjórn sem STJÓRNAR.  Sú stefnuskrá sem lagt var af stað með í upphafi er orðin aukaatriði og tekinn er inn fjöldi annarra málefna sem aldrei var sammæli um né ætlunin að sinna.  Markmiðin eru þar með orðin það óljós að hugmyndin um skyndiframboð í takmarkaðan tíma með fá málefni er að engu orðin.  Þótt margt sé gott og sumt mjög gott þá er heildin ekki góð.  Þessar tillögur snúast um völd, valdheimildir, valdboð, refsingar, brottvikningu, hljóðritanir og það að stofna stjórnmálaflokk með stjórnmálamönnum, enn einn flokkinn.  Er virkilega þörf á því?  Ég bara spyr.   Mitt svar er alla vega nei.

Við náðum stórkostlegum árangri í kosningunum í vor einmitt vegna þess að við vorum öðruvísi.  Við tókum kjarkmiklar en mikilvægar ákvarðanir í miðri kosningabáráttunni.  Ein sú mikilvægasta var að hætta að nota allt titlatog og "formaður", "varaformaður" og "ritari" hættu að vera til nema til að uppfylla lög um félagaskráningu.  Við það breyttist dýnamíkin í baráttunni, allir réðu og við upplifðum fítonskraft allra sem komst strax í framkvæmd vegna þess að það þurfti ekki lengur að bíða eftir formanni sem þó ötull væri var kannski lasinn, eða ekki kominn, eða á Akureyri, eða að kaupa brauð.

Við gerðum líka mistök, en það fylgir og vonandi höfum við lært af þeim.  Það flokkakerfi og sú leiðtogadýrkun sem við búum við þarf að verða arfur fortíðar því það á ekki heima í alvöru lýðræðisríki.  Hugsið ykkur bara allt tjónið sem botnlaus leiðtogadýrkun á t.d. Davíð Oddsyni, Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hefur valdið, bæði vegna óskoraðs valds þeirra en einnig vegna þess tómarúms og stjórnleysis sem skapaðist við skyndilegt brotthvarf þeirra.

Þessu höfnum við.  Við höfnum því ákveðið og við höfnum því stolt.  Þetta er úrelt kerfi  sem komið er að fótum fram og verður að breytast.  Flokksagi, flokkshollusta, leiðtogar. NEI TAKK.  Þetta eru afsakanir og skjól.  Skjól fyrir baktjaldamakk.  Skjól fyrir mistök.  Skjól fyrir þá sem hafa ekki þor til að taka persónulega afstöðu og standa með henni.

Róttæk skynsemi þarf að vera leiðarljósið.  Lýðræði, ekkert kjaftæði, þarf að vera reglan.  Hreyfing, ekki flokkur, þarf að vera formið.  Hvernig sem fer á laugardaginn þá megum við samt öll vera stolt.  Við höfum náð langt.  Vaxtarverkirnir verða e.t.v. áfram erfiðir og kannski til skaða.  En það verður þá bara tímabundið.  Við viljum aukið lýðræði og þangað stefnum við.  Hvort það verður öll sem eitt eða undir fleiri en einum hatti skiptir vissulega máli.  Við erum hins vegar komin til að vera, öll.  Og það er málið.

Samþykktir

Borgarahreyfingarinnar 

Félagið heitir Borgarahreyfingin og er starfsvæði þess Ísland. Heimili Borgarahreyfingarinnar og varnarþing er í Reykjavík.

Borgarahreyfingin skal lúta lögum nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Öll fjármál hreyfingarinnar skulu vera opinber og aðgengileg almenningi.

Markmið

1.  Markmið Borgarahreyfingarinnar er að koma málefnum fyrirliggjandi stefnuskráar sinnar í framkvæmd og hún skal leggja sig niður og hætta störfum þegar markmiðunum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verði ekki náð.  Þessari grein má einungis breyta með einróma samþykki landsfundar.

2.  Aukamarkmið hreyfingarinnar er að hjálpa grasrótarhreyfingum á Íslandi að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

3.  Hreyfingin býður fram til alþingiskosninga til að ná fram markmiðum sínum.

Skipulag

Framkvæmdastjóri

1.  Þegar fjárráð leyfa skal hreyfingin ráða framkvæmdastjóra. Verksvið hans verður:

  • að starfa með grasrótarhreyfingum á Íslandi og hjálpa þeim að koma boðskap sínum á framfæri:
    • við þingmenn Borgarahreyfingarinnar.
    • við þingmenn annarra stjórnmálaafla.
    • við aðra grasrótarhópa.
    • við stofnanir og fyrirtæki eftir því sem þurfa þykir.
    • við almenning í gegnum fjölmiðla og rafræna miðla.
  • að auðvelda grasrótarhópum starfsemi sína með því að útvega fundaraðstöðu og annað sem þarf og er á færi hreyfingarinnar auk þess að miðla reynslu annarra hópa
  • að halda utan um hópa sem vilja starfa fyrir hreyfinguna á einn eða annan hátt
  • að sjá um fjármál hreyfingarinnar, bæði uppgjör og áætlanir
  • að skipuleggja atburði sem tengjast stefnumálum hreyfingarinnar s.s:
    • auglýsa eftir framboðum á vegum hreyfingarinnar til nýrra alþingiskosninga ef þurfa þykir.
    • skipuleggja árlegan opinn landsfund hreyfingarinnar.
    • aðrir atburðir.

2.  Framkvæmdastjóri skal ráðinn á faglegum forsendum ofannefndrar verksviðslýsingar af einni af þremur stærstu ráðningarstofum landsins hverju sinni er best býður í verkið. Önnur ráðningastofa eða fagaðili skal meta störf framkvæmdastjóra á hálfs árs fresti eða þegar stjórn hreyfingarinnar óskar sérstaklega eftir því.

3.  Framkvæmdastjóri hefur yfirsýn yfir hópa sem starfa undir nafni hreyfingarinnar og skal halda opnum samskiptaleiðum við þá, þ.m.t. póstlista.

4.  Ekki skal haldið sérstaklega utan um félagaskrá Borgarahreyfingarinnar.

5.  Framkvæmdastjóri hefur ekki atkvæðisrétt í neinu máli sem kosið er um á vegum hreyfingarinnar og skal ekki hafa frumkvæði að stofnun hópa innan hennar. Framkvæmdastjóri skal einnig leitast við að vera hlutlaus í öllum málum.

6.  Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegu starfi og fjármálum hreyfingarinnar og er talsmaður hennar.

Stjórn

1.  Stjórn hreyfingarinnar skal mynduð af fjórum aðalmönnum auk fjögurra varamanna. Aðalmenn og varamenn sitja í tvö ár í senn. Tveir nýir aðalmenn og tveir nýir varamenn skulu kosnir í stjórn ár hvert. Stjórnarmenn skiptast á að bera titlana formaður, ritari og gjaldkeri, þrjá mánuði hver.

Á fyrsta kjörtímabili stjórnar skulu fjórir aðalmenn og fjórir varamenn kosnir, en þeir tveir aðalstjórnarmanna með fæst atkvæði á bak við sig skulu víkja að ári liðnu og varamenn taka þeirra stað.

Þingmenn og fyrstu varaþingmenn skulu ekki taka þátt í kjöri til stjórnar.  Nú nær stjórnarmaður kjöri til þingmensku þá skal varamaður taka sæti hans.

Að auki skal stjórnin skipuð einum úr þingmannahópi hreyfingarinnar sem skal skipta inn jafnt innan hvers árs milli þingmanna eftir stafrófsröð.  Þingmaður er alltaf almennur stjórnarmaður en ekki ritari, gjaldkeri eða formaður.

2.  Stjórnin skal hittast minnst einu sinni í mánuði, einungis til að meta störf framkvæmdastjóra og, ef tilefni er til, óska eftir mati á störfum hans af óháðum, faglegum aðila, sem ekki skal vera ráðningarfyrirtækið sem réði hann upphaflega. Ef matsaðilinn metur framkvæmdastjórann óhæfan til að starfa áfram skal honum sagt upp og nýr framkvæmdastjóri ráðinn í hans stað á sama hátt og áður er getið.

3.  Stjórnin skal leitast við eftir fremsta megni að vera sammála í niðurstöðum sínum.  Náist ekki samstaða um mál skal því frestað til næsta stjórnarfundar. Ef ekki næst samstaða á þriðja fundi skal nefndin greiða atkvæði um ágreiningsmálið.

4.  Stjórn skal bera ábyrgð á fjárreiðum Borgarahreyfingarinnar, skuldbindingum hennar og fullnustu þeirra. Ekki skal fela öðrum en framkvæmdastjóra ábyrgð á fjárreiðum eða rekstri hreyfingarinnar.

6.  Til að ákvarðanir stjórnarfundar séu lögmætar skulu að lágmarki 3/5 hluti stjórnar sitja fundinn. Fundargerðir stjórnarfunda, þar með talið fundir stjórnar og þinghóps, skal birta á Netinu strax að fundi loknum og athugasemdir við þær skulu vera opinberar.

7.  Stjórnin skal gæta trúnaðar gagnvart hreyfingunni í störfum sínum.

8.  Stjórnarmönnum er heimilt að gegna stjórnarsetu í mesta lagi tvö ár samfellt, með tveggja ára hléi þar á eftir.  Enginn skal sitja í stjórn lengur en samtals fjögur ár.  Stjórnarseta skal vera launalaust sjálfboðastarf án nokkurra fríðinda.  Ferðakostnaður stjórnarmanna utan höfuðborgarsvæðisins skal greiddur af hreyfingunni.

Nefndir

1.  Landsfundarnefnd er eina fasta nefnd hreyfingarinnar. Öllum er heimilt að taka þátt í henni.  Landsfundarnefnd skal vinna með framkvæmdastjóra að skipulagningu landsfundar.

2.  Aðrir sem vilja starfa að þeim málefnum hreyfingarinnar sem koma fram í stefnuskrá eða aðstoða við innra starf eða málefnavinnu geta myndað hópa innan hennar og skulu njóta stuðnings framkvæmdastjóra við störf sín.

3.  Hópar, eða meðlimir hópa tengdir hreyfingunni eru ekki talsmenn hennar, en er það eitt skylt að upplýsa framkvæmdastjóra um framgang hópanna eftir bestu getu og geta óskað eftir aðstoð hans ef með þarf.

Landsfundur

1.  Landsfund skal halda einu sinni á ári. Þar skal kosið um hvort hreyfingin verði lögð niður, og nægja tveir þriðju hlutar atkvæða til þess. Að öðru leyti setur framkvæmdastjóri dagskrána í samstarfi við landsfundarnefnd hreyfingarinnar.

2.  Landsfundur skal haldinn í september ár hvert. Landsfundur er löglegur ef til hans er sannanlega boðað með sex vikna fyrirvara. Í landsfundarboði skal koma fram dagskrá fundar og breytingartillögur á samþykktum þessum sem leggja á fyrir fundinn.  Framkvæmdastjóri skal boða til landsfundar.

Landsfundur hefur æðsta vald í öllum málum Borgarahreyfingarinnar.  Allir kjörgengir Íslendingar hafa á landsfundi Borgarahreyfingarinnar auk seturéttar, málfrelsi, tillögurétt og kosningarétt.

Þessari grein má einungis breyta með einróma samþykki landsfundar.

3.  Landsfund skal boða með tilkynningu á vefsíðu hreyfingarinnar, með tölvupósti á alla skráða netfangalista á vegum hreyfingarinnar og með auglýsingu í að minnsta kosti einum útbreiddum prentmiðli.

4.  Stjórn Borgarhreyfingarinnar er kosin á landsfundi.

5.  Landsfundur samþykkir fundarsköp og skal landsfundi og öðrum fundum Borgararhreyfingarinnar stjórnað í samræmi við þau.

6.  Dagskrá landsfundar skal vera:

1. Kosning fundarstjóra

2. Skýrsla stjórnar

3. Breytingar á samþykktum

4. Stjórnarkjör

5. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar

6. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga

7. Önnur mál

7.  Til aukalandsfundar skal boða óski tveir af fimm stjórnarmönnum þess, eða 7% af fjölda þeirra er greiddu hreyfingunni atkvæði í undanfarandi alþingiskosningum. Aukalandsfundur er löglegur ef til hans er sannanlega boðað með tveggja vikna fyrirvara.

Reglur um aukalandsfund eru samhljóða reglum um landsfund nema óheimilt er á aukalandsfundi að breyta lögum þessum. Dagskrá landsfundar tekur breytingum eftir því til hvers hann er boðaður. Sé aukalandsfundur boðaður vegna vantrauststillögu á stjórn skal skipta út liðnum "Stjórnarkjör" fyrir liðinn "Vantrauststillaga á stjórn."

Sé vantrauststillagan samþykkt skal haldinn aukalandsfundur að sex vikum liðnum til að kjósa nýja stjórn.

8.  Á landsfundi skulu kjörnir tveir fulltrúar í stjórn og tveir til vara til tveggja ára í senn.

Hver kjósandi skal skrifa nöfn fjögurra eða færri frambjóðenda til stjórnar á kjörseðil. Atkvæði skulu talin fyrir opnum tjöldum. Þeir tveir sem hljóta flest atkvæði skulu teljast rétt kjörnir í stjórn. Næstu tveir að atkvæðavægi taka sæti í varastjórn. Allir kosningabærir landsmenn geta gefið kost á sér til setu í stjórn.

Þinghópur

1.  Hlutverk þingmanna er að vinna að stefnumálum Borgarahreyfingarinnar á Alþingi.

2.  Í öllum málum skulu þingmenn vera í tengslum við þau grasrótaröfl sem hafa með viðkomandi málaflokk að gera.  Þingmenn skulu boða til opins fundar a.m.k. einu sinni í mánuði.  Slíkir fundir skulu einnig haldnir utan höfuðborgarsvæðisins þegar hægt er.

Starfsfólk

1.  Framkvæmdastjóri skal ráðinn til að sjá um daglegan rekstur hreyfingarinnar auk annarra verkefna sbr. starfslýsingu. Framkvæmdastjóri getur ráðið starfsmenn í samráði við stjórn. Allir trúnaðarmenn hreyfingarinnar (stjórn og framkvæmdastjóri) skulu gera grein fyrir tengslum sínum við fólk sem þiggur greiðslu frá hreyfingunni fyrir störf í hennar þágu.

2. Stjórn Borgarahreyfingarinnar skal semja við framkvæmdastjóra um laun sem skulu þó eigi vera hærri en þrefaldur lægsti taxti ríkisstarfsmanna.

3.  Framkvæmdarstjóri skal semja við annað starfsfólk um laun sem skulu þó eigi vera lægri en eins og hálffaldur lægsti taxti ríkisstarfsmanna og ekki hærri en þrefaldur sami taxti.

Alþingiskosningar

1.  Hlutverk frambjóðenda til alþingiskosninga er að koma stefnumálum hreyfingarinnar á framfæri samkvæmt gildandi lögum um kosningar.

2.  Kosningastjóri skal ráðinn á sama hátt og framkvæmdastjóri og eigi síðar en þremur mánuðum fyrir alþingiskosningar. Stjórnin semur við kosningastjóra um laun sem skulu þó eigi vera hærri en þrefaldur lægsti taxti ríkisstarfsmanna.

3.  Allir kjörgengir íslendingar geta gefið kost á sér á framboðslista í hvaða kjördæmi sem er. Framboðsfrestur rennur út átta vikum áður en skila þarf framboðslistum til kjörstjórna. Þegar framboðsfrestur rennur út skal kosningastjóri kanna í hvaða kjördæmi og sæti frambjóðendur vilja bjóða sig fram og gera drög að framboðslista eftir þeirra óskum.  Þessari grein má einungis breyta með einróma samþykki landsfundar.

Eigi síðar en sjö vikum fyrir kosningar skal kosningastjóri boða til fundar sem ákveður endanlega uppröðun framboðslistana.  Í fundarboði skal koma fram dagskrá fundar og drög að framboðslistum. Á fundinn skal boða alla á skráðum netfangalistum á vegum hreyfingarinnar og skal hann auglýstur á vef hreyfingarinnar.  Allir kjörgengir Íslendingar hafa þar auk seturéttar, málfrelsi, tillögurétt og kosningarétt.

Við ákvörðun á uppröðun framboðslista skal fundurinn starfa í anda jafnræðis hvað varðar kyn, aldur og búsetu. Ef alþingiskosningar bera brátt að má kosningastjóri í samráði við stjórn hliðra til tímamörkum eins og nauðsyn krefur.

Þessari grein má einungis breyta með einróma samþykki landsfundar.

4.  Dagskrá félagsfundar sem ákveður framboðslista skal vera:

1. Kosning fundarstjóra

2. Kynning á drögum framboðslista

3. Umræður um uppröðun framboðslista

4. Breytingar á framboðslistum

5. Kosning um framboðslista

Fjárreiður

1.  Borgarahreyfinguna má ekki skuldsetja með lántökum.  Þó má taka skammtímalán ef algerlega er tryggt að tekjur hreyfingarinnar geti staðið undir því.

2.  Framkvæmdastjóri Borgarahreyfingarinnar skal gera fjárhagsáætlun um nauðsynleg fjárútlát og fjárskuldbindingar hreyfingarinnar á komandi almanaksári og bera undir stjórn. Tekið skal sérstaklega fram að óheimilt er að nota fé hreyfingarinnar í nokkurs konar munað eða fríðindi.

3.  Bókhald Borgarahreyfingarinnar skal vera opið öllum og sýna hverjir styrkja hreyfinguna. Öllu fé Borgarahreyfingarinnar skal sannanlega varið í samræmi við tilgang hennar.

4.  Þriðjungur af tekjum hreyfingarinnar á hverju ári skal settur í kosningasjóð.

5.  Þeir sem fara með fjárreiður hreyfingarinnar skulu ávallt leita tilboða sem víðast.  Öll fjárútlát og fjárskuldbindingar, umfram upphæð sem miðast við mánaðalega húsaleigu hreyfingarinnar, þurfa undirskrift framkvæmdastjóra og gjaldkera.

Félagsslit

1.  Þegar tilgangi Borgarahreyfingarinnar er náð eða augljóst er að honum verði ekki náð mun hreyfingin hætta starfsemi og hún lögð niður.  Þessari grein má einungis breyta með einróma samþykki landsfundar.

2.  Ákvörðun um slit Borgarahreyfingarinnar verður tekin á landsfundi með atkvæðum a.m.k. 2/3 hluta fundarmanna. Við slit hreyfingarinnar skal skila afgangsfé til þeirra sem lögðu fram fé tólf mánuði fyrir slit hennar í hlutfalli við framlög þeirra.  Þessari grein má einungis breyta með einróma samþykki landsfundar.  Kosningasjóður skal allur fara til ríkissjóðs.

Lagabreytingar

1.  Samþykktum Borgarahreyfingarinnar má aðeins breyta á landsfundi.

Breytingartillaga telst samþykkt ef hún hlýtur 2/3 greiddra atkvæða á landsfundi nema annað sé tekið fram í samþykktum þessum.

2.  Allar tillögur til breytinga á lögum þessum skulu sendar til stjórnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir boðun landsfundar. Allir kjörgengir Íslendingar geta lagt fram breytingartillögur á samþykktum þessum.  Stjórn skal sannanlega birta breytingartillögurnar á vefsíðu hreyfingarinnar og með skeyti á alla á skráðum netfangalistum á vegum hreyfingarinnar eigi síðar en sex vikum fyrir þann landsfund sem þær skulu teknar fyrir á.

--------------------------------------------------------------------


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Saari

Ágætu gestir.

Að gefnu tilefni langar mig að biðja um málefnalegar ábendingar og andsvör en ekki persónuleg rifrildi milli gesta.  Hvað mig varðar þá verð ég til svara á landsfundinum á laugardaginn.

Þór Saari, 10.9.2009 kl. 21:06

2 identicon

Já, þingmennirnir ætla að mæta !

Því miður mæti ég ekki, þið þremingar urðuð til þess að ég mun ekki láta ljúga að mér aftur !

Kveðja 

JR.

Fyrrverandi kjósandi Borgarahreyfingarinnar.

JR (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 21:23

3 identicon

JR ekki gefast upp. Stundum fara hlutirnir ekki alveg eins og maður vonar en það er óásættanlegt þegar fólk gefst upp á einhverju sem það hefur trúað á.

Það er enn von

Jóhann (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 22:27

4 identicon

Þetta eru skynsamlegar tillögur og í anda þess sem ég taldi að lagt hefði verið upp með:

"Markmiðin eru algerlega skýr, að koma málefnum fyrirliggjandi stefnuskrár í framkvæmd og svo leggja sig niður og hætta störfum þegar því takmarki er náð eða sýnt er að það náist ekki. Hreyfingin verður og algerlega opin og mun virka sem stuðningsapparat fyrir allar grasrótarhreyfingar á Íslandi og aðstoða þær við að koma málum sínum á framfæri. Þingmennirnir munu vinna stefnumálunum fylgi inni á Alþingi og funda reglulega með grasrótinni á opnum fundum." 

Skáletraði það sem ég hef efasemdir um í klausunni hér að ofan. 

Lýsi líka efasemdum um að halda ekki félagaskrá, en stuðningi við að þingmenn haldi uppi betra sambandi við hreyfinguna á félagsfundum en sýndi sig eftir kosningarnar í vor.

Það sem gerist um helgina mun skera úr um hvort Borgarahreyfingin eigi sér veika viðreisnarvon eða geispar golunni endanlega. Stefnuskrármálin eru samt jafngild og áður. Vonandi verður barist fyrir þeim um allt samfélagið. 

P. S.

Tek fram að ég tilheyri ekki nokkrum "armi" innan hreyfingarinnar né hef minnsta áhuga á að sitja í stjórn. Áhugi minn á BH hefur reyndar dofnað mjög. En ekki stefnumálunum. Þau eru lífsspursmál fyrir fólkið í landinu.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 22:47

5 identicon

Þetta:

"Hreyfingin verður og algerlega opin og mun virka sem stuðningsapparat fyrir allar grasrótarhreyfingar á Íslandi og aðstoða þær við að koma málum sínum á framfæri."

gæti verið svona:

"Borgarahreyfingin er öllum opin og styður allar grasrótarhreyfingar á Íslandi sem vilja vinna að stefnumálum hreyfingarinnar."

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 22:55

6 Smámynd: Margrét Tryggvadóttir

Hjörtur, ég hvet þig til að leggja fram breytingartillögu um þetta. Ég er sammála þér - þetta er til bóta.

Margrét Tryggvadóttir, 10.9.2009 kl. 23:22

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Á bágt með að skilja hversvegna þið viljið hafa einræðisherra í stíl landsliðseinvalds yfir því sem þið annars kallið grasrótarhreyfingu. Þetta einvalda framkvæmdastjóra-valdskerfi er mjög skrítið.

„Stjórnin skal hittast minnst einu sinni í mánuði, einungis til að meta störf framkvæmdastjóra“

Þessi setning er t.d. undarlegasta setning í lögum félags eða hreyfingar sem ég get ímyndað mér að ég eigi eftir að sjá.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.9.2009 kl. 01:05

8 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég las í gegnum þessar tillögur að samþykktum sem óvænt pompuðu inn á heimasíðu hreyfingarinnar í gær. Við þær hef ég ýmislegt að athuga, ekki síst það að látið er í veðri vaka að þetta séu "grasrótartillögur" og hinar tillögurnar sem hópur fólks úr grasrótinni hefur unnið að í allt sumar séu í anda fjórflokkanna. Það er nokkuð einkennilegt að hugsa sér að grasrótin sé farin að skrifa með fjórflokkakerfið í huga á meðan að þingmennirnir skrifi með grasrótina í huga. En kannski er ég ekki eins fullur af "róttækri skynsemi" og fráhverfur "titlatogi" eins og ég hélt!

Ég ætla ekki að skrifa langa færslu um það sem mér finnst skrýtið við þessar samþykktir en nefni nokkur atriði samt:

  1. Samkvæmt Markmiðum nr. 1 þarf einróma samþykki landsfundar til að breyta stefnuskrá. Það er með öðrum orðum ekki hægt að breyta stefnuskránni sem nú þegar hefur verið deilt um oftar en ég kæri mig um að rifja upp. Hvað nú ef eitthvað svakalegt gerist meðal þjóðarinnar, þá gæti Borgarahreyfingin ekki lagað stefnuskrá sína að breyttum aðstæðum!
  2. Það á alveg eftir að taka umræðuna um það hvort að BH á erindi í sveitastjórnarmál. Þar grasserar víða spilling sem fær Alþingi til að líta út eins og englakór. Samkvæmt þessum samþykktum getur BH ekki boðið fram til sveitastjórnar nema að hver einasti gestur á landsfundi sé því samþykkur. Og úr því að hreyfingin á að vera algörlega opin og laus við félagaskrá þá þyrfti ekki nema einn einasta Framsóknarmann á fundinum til að koma í veg fyrir að BH byði fram! Vonandi mæta þeir ekki með vini sína frá austurlöndum fjær og leggja hreyfinguna niður!
  3. Framkvæmdastjórinn á greinilega að vera allt í öllu en þó með skoðanir á engu. Þið leggið til að fyrirtæki út í bæ sjái alfarið um að finna framkvæmdastjóra við hæfi og að annað fyrirtæki út í bæ meti frammistöðu hans á 6 mánaða fresti. Það er samt greinilega ekki nóg því að stjórnin virðist fyrst og fremst eiga að einbeita sér að því að fylgjast með störfum þessa framkvæmdastjóra og væntanlega gera athugasemdir ef hann stendur sig illa. Ef stjórnin kemur sér ekki saman um frammistöðu (grey) framkvæmdastjórans má hún ekki álykta um það heldur verður hún að hittast þrisvar sinnum til að reyna að komast að einróma niðurstöðu! Vonandi verður framkvæmdastjórinn ekki búinn að stinga af úr landi með kosningasjóðinn á meðan því að stjórnin er væntanlega ábyrg! Pant ekki vera í þessari stjórn.
  4. Það eru 8 greinar um kosningu og starf stjórnarinnar (sem á aðallega að fylgjast með framkvæmdastjóranum) en 2 um þinghópinn. Það kann vel að vera að þinghópurinn eigi ekki að vera settur undir ægivald hreyfingarinnar, stjórnar eða framkvæmdastjóra en í sannleika sagt finnst mér full ástæða til að setja einhverjar reglur um þann hóp annað en að hann skuli boða til fundar 1 sinni í hverjum mánuði. T.d. var á sínum tíma talað um að varaþingmenn kæmu með markvissum hætti að undirbúningi frumvarpa en það var löngu áður en einhverjir sögðu: "...það er ekki svo að maður komi í manns stað". Eru það ef til vill aðrar samþykktir í öðru félagi?
  5. Svo að lokum þá sakna ég þess að sjá engan hámarkstíma fyrir setu á Alþingi eins og oft var talað um. Ekki það að ég ætli ykkur að fara út í slímsetur eins og sumir hafa stundað ótæpilega en það var nú einu sinni svo að allir sem komu að stofnun Borgarahreyfingarinnar störfuðu við það á jafningjagrundvelli og margir (þ.á.m. ég) litu svo á að það væri stefnumálin sem skiptu mestu máli.

Ég læt þetta duga í bili og bíð góða nótt.

Sigurður Hrellir, 11.9.2009 kl. 01:39

9 identicon

Hámarkstíma á Alþingi !!!! Hreyfinginn á að vera stofnuð til að leggja sig niður ! og mitt mat um að ef ekki hefur náðst árangur við að kljúfa Fjórflokkinn eftir td 4 ár er að breyta þarf um aðferð ! við höfum tíma en ekki endalausan tíma ! mín skoðun er að ef "framsókn" gerir áhlaup ....... so be it !  og Hreyfinginn var (hélt ég) stofnuð sem andstaða við ríkandi stjórnkerfi, vegna þess að við höfðum fengið NÓG ! og viljum ákveðnar kerfisbreitingar ! og þar á enginn landsmaður að vera undanskilinn því framsóknarmenn eru velkomnir :-)

 Með Sveitastjórnir er mín skoðun NEI þetta er ÞJÓÐIN Á ÞING apparat sem skal leggjast niður að sem skemmstum tíma liðnum ! og hinar mörgu og mismunnandi sveitastjórnir er annar handleggur ! sem myndi gera verkefnið endalaust !

 VIÐ erum í vegferð með að markmiði að ganga milli bols og höfuðs á fjórflokknum sem mun vissulega smita sig niður í allar sveita og "reykmetaðar" stjórnir ! og fyrir mig er Draumurinn að sjá Alþingiskosninngar innan árs með Stjórnarskrár kosninngu samhliða þar sem meðal annars PERSÓNUKJÖR ÞVERT Á FLOKKA er lögbundið ! en ekki svona missnotkun á nafni persónukjörs sem frumvarpsskrípið sem liggur fyrir þingi er ! þar sem nafnið Persónukjör er dregið niður í svaðið með að "persónukjósa" á SÍNUM LISTA !!!! (kallast frekar lögbundið prófkjör) en á ekkert skilt við persónukjör !

 EN ÞAÐ ER EITT sem mér finnst vanta tilfinnanlega í allar tillögur, en það er SIÐAREGLUR til handa samtökunnum og þinghóp ! það BER að gera og vanda mjög vel til, engu hlíft og engu hygglað og útkoman eiga að vera SIÐAREGLUR sem hægt er að COPY-PASTE yfir á aðra aðila sem tilfinnanlega vantar siðareglur sem miða útfrá ALMANNAHEILL, heiðarleika, mannréttindum og öðrum grunn gildum okkar mannanna !

 EN já stjórn á að vera hálfgert "öldunga-ráð" en ekki STÝRIHÓPUR nokkura aðila ! og framkvæmdastjóri á að sjá um allmennan rekstur óhlutdrægt ! en eftirlit með því áríðandi starfi á að vera mjög virkt !

 EN það er allavegna eitt á hreinu en það er að þar sem fólk með skoðanir kemur saman ! ÞAR GNEISTAR ! en fólk verður að kunna að höndla að hitta aðra ELD-MÓÐA og ræða sig frá ágreininngsmálum á vitrænann og faglegan hátt !

Grétar Eir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 08:00

10 identicon

Eru kosningarnar bara fyrir þá sem að búa á höfuðborgarsvæðinu? Verður hægt að kjósa á netinu?

Valdís Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 08:25

11 identicon

Valdís JÁ netkosninng verður, hér er copy paste : Fyrirkomulag stjórnarkjörs er á þann veg að frambjóðendur til stjórnar geta
boðið sig fram allt fram að stjórnarkjöri. Allir félagar í
Borgarahreyfingunni sem skráðir eru í hreyfinguna fyrir miðnætti að kvöldi
fimmtudagsins 10. september 2009, eru kjörgengir sem frambjóðendur sem og
hafa þeir atkvæðisrétt á landsfundinum.

Fyrir þá sem ekki hafa tök á því að mæta á landsfundinn, verður hægt að
taka þátt í stjórnarkosningunni í gegnum netkosningu. Sendur verður út kóði
í hlekk á föstudeginum, sem að verður virkur á laugardeginum um leið og
stjórnarkjör hefst.
Við viljum þó sterklega hvetja alla félaga hreyfingarinnar til þess að mæta
og setja mark sitt á landsfundinn. Því fleiri sem mæta, því lýðræðislegri
verður fundurinn okkar.

Nánari upplýsingar um landsfundinn má finna á heimasíðunni okkar
http://xo.is
Einnig er hægt að hringja á skrifstofuna í síma 511-1944

Grétar Eir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 08:38

12 identicon

Takk fyrir þetta Grétar  sá þetta ekki hehehe

Valdís Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 09:07

13 Smámynd: Þór Saari

Vegna athugasemda Sigga Hr. og m.t.t. þess að hann hefur verið með okkur frá upphafi og lagt hönd á plóginn við flest það sem viðkemur hreyfingunni langar mig að benda á eftirfarandi:

1. og 2.  Þegar lagt var af stað með Borgarahreyfinguna í upphafi var sæst á fyrirliggjandi stefnuskrá og hreyfinginn kosin út á hana en ekki út á einhverja hugsanlega aðra stefnuskrá.  Það voru að sjálfsögðu alltaf með okkur margir sem vildu stofna stjórnmálaflokk og verða stjórnmálamenn að atvinnu en það náðist ekki samstaða um það.  Ég held að fullt af því fólki sem hefur verið að vinna með okkur eigi fullt erindi í hefðbundið stjórmálastarf og myndi fagna því ef svo yrði, en það er ekki hlutverk Borgarhreyfingarinnar að vera sá vettvangur.  "Eitthvað svakalegt" hefur þegar gerst, þess vegna erum við þar sem við erum í dag.  Það sama á við um sveitarstjórnarmál, "þjóðin á þing" segir í undirtitli hreyfingarinnar, ekki þjóðin í sveitastjórnir, þó svo að fullt af okkar fólki yrði án efa til mikils gagns þar.  Þess vegna eru settir þessir fyrirvarar í samþykktirnar, til að halda í upprunann en ekki gera hreyfinguna að enn einum flokknum.

3. Starf framkvæmdastjórans er fyrst og fremst samræmingar og skipulagslegs eðlis en ekki stjórnunarlegs.  Hvað varðar áherslu á sammæli stjórnar þá er eitt af því sem kom okkur svo langt í kosningabaráttunni að við reyndum til hins ítrasta að leysa öll okkar mál sameiginlega (með "consensus") og m.a. þess vegna hélst hópurinn saman í gegnum það allt.  Atkvæðagreiðslur voru alger undantekning.  Þótt sumir hafi misst þolinmæðina og hætt vegna þeirra tafa þá er ég sannfærður um að allt hefði sundrast ef einfaldur meirihluti hefði ráðið í öllum málum.  Ræturnar eru í Samstöðu - bandalagi grasrótarhópa sem er, eða alla vega var, regnhlífin sem við öll skipuðum okkur undir en þar voru fjölmargir hópar sem hefðu einfaldlega farið ef allir hefðu ekki fengið aðkoma að borðinu.  Þetta er einfaldlega öðruvísi aðferð og þó hún taki meiri tíma þá skilar hún betri niðurstöðu þegar upp er staðið.  Menn mega svo sem gefa sér það fyrirfram að hugsanlega verði framkvæmdastjórinn þjófur og stingi af með sjóðinn úr landi en hann gæti líka verið mjög snjall og góður fyrir hreyfinguna og eigum við ekki að gefa okkur að að reynt verði að ráða slíkan mann frekar en hitt.

4. "Í öllum málum skulu þingmenn vera í tengslum við þau grasrótaröfl sem hafa með viðkomandi málaflokk að gera."  Segir í 2. grein um þinghópinn.  Þetta er einfaldlega í anda þessara samþykkta að enginn sé með vald yfir öðrum heldur sé leitast við að vinna málin saman með sem flestum og með markvissum hætti í stað þess að reglusetja starfsemina.  Í því tilfelli sem varaþingmaður kom ínn fyrir mig í sumar flutti hann einmitt eina af aðalræðunum við framlagningu frumvarpsins okkar um þjóðaratkvæðagreiðslur.  Varaþingmaður getur hins vegar illa sett sig inn í öll þau mál sem fyrir liggja hverju sinni, enda er það fullt starf frá upphafi hvers þings, og meira en það í okkar tilfelli sem erum svo fá.  Fundurinn sem ég átti með þér og fleirum fyrir um 2 vikum vegna persónukjörsins var held ég einnig ágætt dæmi um hvernig hægt er að vinna.  Á ný loknu sumarþingi var það hins vegar tímaskorturinn sem háði okkur mikið, og svo auðvitað reynsluleysi.

5. Í stefnuskránni er beinlínis sagt að þingmenn gegni embætti í mesta lagi í atta ár eða tvö kjörtímabil (gr. 8, kafli 2).  Í markmiðum samþykktana er beinlínis kveðið á um að fylgja beri fyrirliggjandi stefnuskrá.

Þór Saari, 11.9.2009 kl. 09:44

14 identicon

Er það ekki lýsandi fyrir skítkastið og vantraustið sem er að kljúfa hreyfinguna þegar Sigurður Hr. segir "Vonandi mæta þeir ekki með vini sína frá austurlöndum fjær og leggja hreyfinguna niður!"

Ég vona svo sannarlega að allir íslenskir ríkisborgarar séu velkomnir í Borgarahreyfinguna, hvort sem þeir séu danskir að uppruna eða komnir lengra að.

Jóhann Ágúst Hansen (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 10:53

15 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

"Þegar lagt var af stað með Borgarahreyfinguna í upphafi var sæst á fyrirliggjandi stefnuskrá og hreyfinginn kosin út á hana en ekki út á einhverja hugsanlega aðra stefnuskrá".

Gott og vel Þór. Er ekki hugsanlegt að þeir sem kusu okkur vildu gjarnan sjá kraftmikið fólk inn á þingi sem hefur að leiðarljósi slagorðin "fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla" ? 

Þú lítur svo á að þetta sé ekkert vandamál, það sé bara hægt að stofna nýja hreyfingu þegar búið verður að leggja Borgarahreyfinguna niður. Þú veist það sjálfur Þór að það er ekki hlaupið að því. Við ákveðum ekki sí svona að gera það. Það var líka "consensus" um stefnumálin, og var þar tekið það sem Lýðveldisbyltingin og Samstaða stóðu að. Ekki gleyma því að það voru aðrir sem stóðu að þessu en Samstaða og Lýðveldisbyltingin, sem ákváðu að gefa þessu tækifæri. Þjóðin sýndi okkur traust og ég er ekkert viss um að allir hafi kosið um "að leggja sig niður".

Tillögur ykkar, jafnt og þær tillögur sem grasrótin samdi með Jóni Þór í sumar, innihalda báðar góða punkta. Er ekki hægt að koma sér saman um að taka það sem flestir geta sætt sig við ? Sumt er af og frá að hægt sé að samþykkja, ég, og hér tala ég fyrir mig sem stóð í því ásamt öðrum að gera þetta framkvæmanlegt, kæri mig ekki um að hver sem er, sem hefur kannski engan áhuga á hreyfingunni, geti komið og kosið um að hún sé lögð niður.

Ekki gleyma fólkinu sem kaus okkur. Ég er nokkuð viss um að þegar við erum búin að koma á skipulagi sem virkar (já ég tel það mögulegt), þá verði hægt að vera stoltur af því að hafa gefið og gefa okkur í framtíðinni atkvæði. 

Lilja Skaftadóttir, 11.9.2009 kl. 11:24

16 Smámynd: Sigurður Hrellir

Jóhann, þú ert alveg örugglega að misskilja það sem ég átti við. Í aðdraganda kosninganna barst okkur nokkuð áreiðanlegar fregnir af því að Framsóknarflokkurinn væri með konu frá Filippseyjum á sínum vegum við að smala fólki til að kjósa flokkinn gegn greiðslu. Ég var hvorki að gefa í skyn að þingmennirnir okkar væru með erlenda ríkisborgara á sínum snærum né að gera lítið úr innflytjendum. Sjálfur er ég giftur konu frá Spáni og þekki ágætlega þá mismunun sem fólk af erlendum uppruna þarf að lifa við hér. Ég held að þú ættir jafnvel að líta þér nær og skoða það sem sumir í þínum 14 manna samþykktahóp hafa látið hafa eftir sér í bloggheimum um fólk af erlendum uppruna.

Sigurður Hrellir, 11.9.2009 kl. 11:28

17 identicon

Sæll Siggi, ég er á því að tími sé komin til þess að þessar umræður verði færðar upp á æðra plan og upp úr skítnum.

Varaþingmaðurinn Jón Kr. líkir þingmönnum XO við hunda ekki fyrir löngu síðan og lýsir því um leið á sinni eigin bloggsíðu hvað hann hlakki til að taka sæti á þingi. Þessi maður er nú í framboði til stjórnar XO þar sem hann ætlar sér að halda uppteknum hætti. 

Talandi um niðrandi ummæli þessara 14 þá tek ég undir það að neikvæð ummæli um fólk af erlendu bergi sem og alhæfingarstíl aka fólk frá "austurlöndum" í gríni, er ekki sæmandi og tel ég það lágmarksvirðingu fyrir samfélaginu sem þeir sem eru viðriðnir pólitík eiga að sýna kjósendum sínum. En ég legg þá líka til að þú alhæfir ekki heldur tilgreinir þá sem eiga meintan hlut að máli.

Aldrei, hef ég fellt slík ummæli.

En þarna fóru ekki ýkja harkaleg ummæli og vonandi hugsar viðkomandi sinn gang. Þetta er hins vegar til marks um þær aðferðir sem beitt hefur verið innan Borgarahreyfingarinnar á undanförnum vikum.

Ég er ánægður með tillögurnar og þótt ég hafi séð því fleigt, þar á meðal af Herberti, fyrrverandi formanni ekki satt, að ég sé ekki félagsmaður í Borgarhreyfingunni, eins og það sé stórkostlegt atriði. Sóst var eftir minni aðkomu að þessum málum og veitti ég ráðgjöf og lagði ég til dæmis ríka áherslu á að varaþingmenn sætu ekki í stjórn, bara svo þú vitir að ég fylgdi þeirri tillögu eftir af hörku innan hópsins áður en menn væna sitjandi þingmenn.

Ég er aftur á móti fyrrverandi félagsmaður en sagði mig úr hreyfingunni þegar ég horfði upp á vinnubrögð ykkar stjórnarmanna. Ég er líka ýmislegt fleira en að vera ekki meðlimur í XO, ég hef átt þátt í að reisa eina af bestu háskólastofnunum Suðurameríku, eftir kröftum mínum var einnig leitað til þess og sóttist ég ekkert eftir því af fyrrabragði.

En í þessu tilfelli virðist ekki sama hvaðan gott kemur, það er í lagi enda bjóst ég svo sem alveg við því. Ég er heldur ekki að fara að ganga aftur í Hreyfinguna og en síður hygg ég á frama innan ykkar raða. Hugleiddu það.

Hvort að hreyfingin lifir af laugardaginn skiptir mig engu máli Siggi, er ekki í henni og er ekki bundin henni neinum tryggðarböndum. Ég vona aftur á móti að sú niðurstaða verði ofan á sem að sem flest ykkar eru sátt við, ykkar sjálfra vegna.

Mínar áhyggjur einskorðast við það að alþingi og þeir þingmenn sem eru þjóðkjörnir til sinna starfa þar innandyra sem utan, fái vinnufrið fyrir álíka truflunum í gegnum um fjölmiðla og stjórn hreyfingarinnar ásamt áhangendum hefur haldið uppi.

Ef að menn geta séð að sér, gott og vel, ef ekki þá heldur það ekki fyrir mér vöku enda alvarlegri mál á ferðinni á vettvangi þjóðmála heldur en unglingaveiki Borgarahreyfingarinnar.

talk to the hand.

sandkassi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 12:27

18 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Áður en þið missið ykkur alveg í þessum ummælum hans Sigga langar mig að benda ykkur á að maður sem skrifar upp á tillögur ykkar hefur bloggað í gegnum tíðina á mjög harðan máta um innflytjendur. Við skulum reyna að sleppa því að grýta mikið úr því glerhúsinu

Þór Saari segir:
"Vegna athugasemda Sigga Hr. og m.t.t. þess að hann hefur verið með okkur frá upphafi og lagt hönd á plóginn við flest það sem viðkemur hreyfingunni langar mig að benda á eftirfarandi..."

Flest okkar úr þessum "illræmda" 12 manna hópi hafa verið með frá upphafi og alveg lagt okkar að mörkum til þess að Borgarhreyfingin yrði að veruleika og kæmi m.a Þór Saari á þing
Þannig að vonandi eigum við öll vís svör frá Þór Saari ef okkur langar að beina til hans spurningum..... rétt eins og allir kjósendur hreyfingarinnar.

Heiða B. Heiðars, 11.9.2009 kl. 13:40

19 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Yfirlýsing frá varaþingmanninum Jóni Kr. Arnarsyni um þingmenn og hunda:

Ég hef aldrei líkt þingmönnum Borgarahreyfingarinnar við hunda.

Kannski á þó Waage við það sem ég sagði í gamni eitt sinn við hann er hann auglýsti hunda hér á blogginu.  Þar benti ég honum á að hundarnir gætu heitið Þór og Birgitta og var hugsunin sú að það hefur tíðkast lengi í öllum samfélögum að ef fólk hefur mætur á einhverju húsdýri, skipi, götu, sveitabæ eða hverju sem er að skýra þau eftir pólitískum leiðtogum eða átrúnaðargoðum ýmiskonar og þá oftar en ekki í virðingarskyni.  En það felur hvorki í sér að ég hafi líki þingmönnunum við hunda og enn síður þessum hundunum við þingmenn.

Sem dæmi þá er mágur minn mikill aðdáandi Lennons og Yoko og hefur í virðingarskyni notað þau nöfn meðal annars á hunda.

Gríninu var sem sagt beint gegn Gunnari Waage og leiðtogadýrkun hans en hvorki af þingmönnum né hundum.  Hafi hins vegar viðkomandi þingmenn tekið þetta til sín af einhverjum orsökum er það mér bæði ljúft og skylt að biðjast forláts.  Vona að Gunnar færi hundum þessum gott bein með kveðju frá mér og samskonar afsökunarbeiðni.

Jón Kristófer Arnarson, 11.9.2009 kl. 14:06

20 identicon

Það má vera að í þinni sveit tíðkist aðrir eins útúrsnúningar og tækifærismennska Jón Kristófer Arnarsson, varaþingmaður. Þó hugsa ég að sveitungar þínir hafi fyrir löngu síðan myndað sér sömu skoðun á þér og ég hef gert.

Ég kann ekki við þennan málflutning, fremur en annað sem ég hef lesið eftir þig og ítreka það sem ég hef sagt við þig áður, að þú ættir að kannast við þinn vitjunartíma og segja þig frá varaþingmannssæti. 

Þetta er einfaldlega ekki boðlegt.

sandkassi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 14:53

21 identicon

Heiða, þarftu ekki bara að koma þessum upplýsingum til Reynis Trausta? Mér skilst að þú sért með beina chatlínu.

sandkassi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 14:55

22 identicon

já, það er ekki alltaf sopið kálið, he he.

sandkassi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:36

23 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Hvurslags eiginlega dónaskapur er þetta eilíflega Gunnar Waage?  Þú vænir mig sínkt og heilagt um dónaskap og skítkast í garð þingmanna, eitthvað sem ekki á við nein rök að styðjast en heldur uppi linnulausum árásum á mína persónu.  Ég segi nú bara eins gott að þú ert ekki í Borgarahreyfingunni.  Nóg eru nú víst átökin samt.

Þetta varaþingmanns embætti sem þú talar endalaust um er ákkúrat ekkert embætti.  Breytir engu annað en það að ég kem sennilega ekki til með að geta boðið mig í stjórn.  Þingmenn hafa sérstaklega talað um að það sé mjög óæskilegt að varaþingmenn taki sæti og ég á ekki von á að það komi nokkurn tíman upp að ég þurfi að gera upp við mig eða aðra hvort ég þurfi að segja mig frá slíkum verkum.  Kannski að það rugli þig að í stjórnmálaflokkum hafa stundum varaþingmenn einhverjar skyldur í félagsstarfinu en svo er ekki eða hefur ekki verið hingað til í Borgarahreyfingunni.

Ég hef sagt það áður og get sagt það enn að ég tel að þingmenn njóti ekki trausts eftir það sem á undan er gengið og því þættu þau þrjú að segja af sér.  Einnig hef ég tekið skýrt fram að ef svo ólíklega vildi til að þau öxluðu ábyrgð á ástandinu í hreyfingunni, fylgishruninu og hvernig þau hafa fyrirgert trausti og segðu af sér þingmennsku, þá er ekki þar með sagt að ég tæki sæti.  Ef ég nýt jafn lítils traust og þau þá kæri ég mig ekki um að sitja nær umboðslaus á þingi.  Þingmenn áttu jú að vera fulltrúar hreyfingarinnar, kjósenda og þjóðarinnar.

Jón Kristófer Arnarson, 11.9.2009 kl. 15:47

24 identicon

Dónaskapur, ó ég er er rétt að byrja væni minn. Ég kallaði ekki varaþingmennskuna "embætti", það gerðir þú þó og geri ég því fyllilega ráð fyrir því að þar fari þinn skilningur á því "embætti" hlutverki.

Höfum það á hreinu.

Varðandi fylgistap þá eru það kólfar eins og þú sem framkallið það með því að skilja ekki munin á eðlilegri framgöngu á opinberum vettvangi annars vegar og lýðskrumi hins vegar.

Þetta í ofanálag við reynsluleysi og einlægan vilja til að láta ljós þitt skína á kostnað grafalvarlegra málefna, er vægast sagt hryllileg blanda.

Nú ýtreka ég það en einu sinni að þú kannist við þinn vitjunartíma og saman getið þið Heiða haldist í hendur, sungið vögguvísur og dælt fréttaskotum innan úr Borgarahreyfingu í DV.

Er þetta nógu dónalegt fyrir þig varaþingmaður?

sandkassi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:59

25 identicon

því get ég allavegna LOFAÐ en það er að hundaeigandinn "með húmorinn" þar að segja "eftiráhúmorinn" er EKKI að kynna það réttlæti eða sjálfstæði sem ég styð ! eða eins og "vara" hundurinn sagði þegar ég spurði hvort þarna færi lokaður 12 manna klúbbur sem legði meiri áherslu á að kynna sitt "kosninngabandalag" fremur öðrum frambjóðendum ! "jú þú ert velkominn bara ef þú SKRIFAR uppá "plagg" !!!!!!!!!!! hvurslags FLOKKS-njörfunnar vinnubrögð eru það ? ég er einstaklingur sem vinn undir eigin samvisku ! og mitt athvæði er hvergi tryggt fyrr en í kjörklefa ! vissulega hef ég skoðanir á hvað er rétt og rangt EN mun aldrei sverja að ég starfi gegn eigin samvisku !

NEI TAKK gömlu fjórflokks hugsandi aðilar !!!! OPNIÐ YKKAR AUGU ÞIÐ ERUÐ BARA SETNINNG Í SÖGUBÓK !

Grétar Eir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 17:19

26 identicon

og eina staðfesta dæmið um "smölun" sem ég hef fengið ! er jú sannarlega á vegum PABBA þíns Jón ! hans GUNNARS "leikara" ! en mín vegna má fólk vera óheiðarlegt eða siðferðislega brenglað ! EN ég hef engan áhuga á að styðja eða starfa með "svoleiðis" fólki ! 

Grétar Eir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 17:22

27 identicon

og Jón talar um að þú hafir kallað Birgittu og Þór HUNDA í "gríni" en klinkir svo út með þessu GULLKORNI eins og heimskum manni er einum lagið

" Hafi hins vegar viðkomandi þingmenn tekið þetta til sín af einhverjum orsökum er það mér bæði ljúft og skylt að biðjast forláts.  Vona að Gunnar færi hundum þessum gott bein með kveðju frá mér og samskonar afsökunarbeiðni."

ég spyr er mig ekki að dreyma þegar svona þennkjandi kettlingar starfa innan Hreyfingarinnar ?

Grétar Eir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 17:27

28 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

"Ég hef sagt það áður og get sagt það enn að ég tel að þingmenn njóti ekki trausts eftir það sem á undan er gengið og því þættu þau þrjú að segja af sér. "

Jón Kr. -  þið sjálfstæðu 12 sem bjóðið ykkur fram saman vegna sameiginlegra skoðana að eigin sögn. Eruð þið þá öll sammála um það og munuð væntanlega vinna að - að þinglokkurinn (þau þrjú) segji af sér?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.9.2009 kl. 17:28

29 identicon

og vissulega er mjööööööööööööööög sorglegt ef annars mikið af ágætum einstaklingum hafa láttið gleppjast af svona málfluttninngi eins og Jón "vara" Kristófer básúnar ! það eru margir mætir einstaklingarí 12 manna klíkunni ! ég bara skil ekki hvernig er hægt að taka þátt í FLOKKSVÆÐINGU Hreyfingarinnar !

Grétar Eir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 17:32

30 identicon

sennilega eru þau það Lísa ;) svona Miðstýrð samtök með STJÓRN-VALD ! Stjórn sem ætlar sér að vera gagnrínis laus JÁ-klúbbur ! furðuleg hugmyndafræði þegar maður hugsar um hvað það var sem maður hefur fórnað mörgum mörgum mörgum vikum í að berjast gegn ! sem er þetta fulltrúalýðræði sem hér sittur í skjóli MIÐSTÝRÐRA flokka ! þar sem spillinginn er alltaf velkominn þar sem "flokkurinn" verndar "sig og sína" !

NEI ég kýs einstaklinga og ætlast til að þeir einstklingar starfi af heilinndum að almannaheill með samvisku sína að vopni !

Grétar Eir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 18:01

31 identicon

Jón Kr. hefur sýnt það og sannað svo ekki verður um villst að hann er tilbúin að vega að trúverðugleika hreyfingarinnar bara til að komast sjálfur í að.

Hér er frábær kosningaræða frá Jóni Kr. frá 15.8.2009;

"Ég geri mér fulla grein fyrir því að sumum kann að þykja það óeðlilegt að ég tjái mig beint út með þessum hætti og túlka það á þann hátt að ég sé að vonast eftir þægilegu sæti á þingi.  Það ætti þó flestum að vera ljóst að það verður erfitt að koma inn á þing undir þessu andrúmslofti og varla drauma staða nokkurs manns.  Ég vildi engu að síður að mín afstaða kæmi fram í þessu máli.  Ekki síst vegna þeirra hörðu viðbragða sem meirihluti fundarmanna á stjórnarfundi í gær hafa fengið við sinni ályktun.  Þetta fólk er að gera sitt besta til að bjarga hreyfingunni og á heiður skilið.

Ef til þess kemur að ég taki þingsæti mun ég eftir fremsta mengi reyna að starfa í sátt og samlyndi við alla sem koma að málefnum hreyfingarinnar og leitast eftir samstarfi við þá þingmenn sem þá kunna að vera í þingmannahópi hreyfingarinnar.  Þar er Þráinn Bertelsson ekki undanskilinn þó hann hafi nú sagt sig formlega úr þinghópnum.  Þá mun ég leitast við sem bestu samstarfi við alla félaga Borgarahreyfingarinnar og kjósendur.  Verkefnin framundan eru mikilvæg á þingi en einnig er það risa verkefni fyrir höndum að byggja upp innra starf Borgarahreyfingarinnar að nýju og endurheimta trúverðugleikann sem óumdeilanlega hefur glatast."

sandkassi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 18:36

32 identicon

vandamálið er bara að kosningar fóru fram í apríl, hvað er þá kosningaræða að gera í ágúst. Bíddu nú við, á ég að taka þessu fólki alvarlega?

Eða hvað, kannski gaffallinn hafi hrokkið ofan í þau Heiðu og Jón Kr.?

Þvílíkir jókarar. Bið að heilsa Reyni Traustasyni:).   

sandkassi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 19:09

33 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jæja góðir hálsar, ég mæli eindregið með því að við öndum öll með nefinu og tökum höndum saman um að halda góðan landsfund á morgun.

Vangaveltur Sigga hér að ofan eru settar fram á yfirvegaðan máta og Þórs líka.

Fólkið sem hér á erfiðast með sig sýnist mér vera Lísa og Gunnar, sem hvorugt eru í hreyfingunni. Er ekki málið að láta hér staðar numið? Tökum "slaginn" bara síðar ef enn er einhver baráttuandi eftir í blóðinu þá.

Baldvin Jónsson, 11.9.2009 kl. 19:52

34 identicon

Ég á ekkert erfitt hér Baldvin, það eru aðrir og ekki gleyma því að hér er fjallað um þjóðkjörna fulltrúa á alþingi. Þetta er því ekkert innanhússmál hreyfingarinnar.

En þeir sem beita slíkum barráttuaðferðum eins og Jón og Heiða gera eru að pissa í skóinn sinn.

Ekki mitt vandamál, ég borða svona fugla í morgunmat.

bkv 

sandkassi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 20:02

35 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Púff hvað þessi umræða er á lágu plani. Hvar er kurteisin, umburðalyndið og hvar er virðingin gagnvart náunganum?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 11.9.2009 kl. 20:15

36 Smámynd: Heiða B. Heiðars

orðið "klappstýra" fær alveg glænýja merkingu :)

Heiða B. Heiðars, 11.9.2009 kl. 20:20

37 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Við skulum vona, að þingmenn hreyfingarinnar, fari ekki annað - en krafan, um hollustueyð, sínist mér, einmitt geta framkallað slíkt "Bæ - Bæ".

Þ.e. ekkert í lögum, hefðum eða sögu Alþingis, eða Íslands, sem kemur í veg fyrir, að þau einfaldlega, stofni eigin þingflokk og síðan hreyfingu.

Það væri ekki í fyrsta sinn, er nýr flokkur klofnar.

Vandi hreyfingarinnar, er að án þingmanna, minnka mjög verulega möguleikar hennar, til að hafa áhrif. Án þingflokks, minnkar einnig aðgangur hennar að fjármagni, vart hægt að sjá t.d. að hún geti haft nokkra launaða starfsmenn. Þó svo, peningar séu ekki allt, þá er þægilegra að hafa þá en ekki.

Þ.e. því nokkuð stórt atriði, að ná samkomulagi milli þingflokks og grasrótar.

Ég hugsa, að krafa um hollustueið, sé ekki skynsamleg, nema þ.sé einmitt tilgangurinn, að hafa enga þingmenn.

Má vera, að hreyfingin, án þingmanna, geti aflað sér þeirra í næstu kosningum, en þá þarf hún að búa við það, á meðan að hafa einungis aðgang að framlagi einstaklinga - hvort sem um vinnuframlag er að ræða eða fjárframlög. Persónulega, myndi ég halda, að án þingmanna lognist hún af fyrir næstu kosningar.

En, að sjálfsögðu, ef þau stofna aðra hreyfingu, með svipuð yfirlíst markmið, þá dreifast kraftarnir, og um leið verður það enn erfiðara, fyrir þ.s. eftir er af Borgarahreyfingunni, að ná til fólks. Með það fjármagn, sem þingflokkar fá lögum samkvæmt, þá fá þau einnig mikið forskot um aðgang að fjölmiðlum og öðru því sem þarf til að halda stefnumálum á lofti.

-----------------------------

Það eina skynsamlega, virðist mér, að þeir sem unnu sigur á laugardaginn, nái samkomulagi við þingmennina, því annars er hætta á að sá sigur verði æði Pyrrosarlegur.

Eins og ég hef áður sagt, er staða þingmanna gríðarlega sterk, skv. ísl. lögum og hefðum, sem skírir hvers vegna, þingflokkar verða oftast nær, mjög ráðandi.

Augljóslega, þurfa þingmenn að vera viljugir, til að slá af á móti.

--------------------------------

Ein hugsanleg aðferð, gæti verið, að láta almenna netkosningu á meðal fylgismanna, skera úr, þegar alvarleg deila um tiltekna ákvörðun þingmanns eða þingmanna, kemur upp.

Þannig, að ef stjórn metur að þingmenn eða þingmaður gangi á svið við stefnu hreyfingar, þá sé hægt að leisa þann ágreining, með slíkri kosningu.

Sú aðferð, ætti að uppfiylla allar hugsanlegar kröfur um sanngirni, o.s.frv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband