Heimilin

Eins og flestir íslendingar nema kannski ríkisstjórnin vita þá er vandi heimilanna meiri en svo að við verði ráðið með smáskammtalækningum.  Hagsmunasamtök heimilanna hafa boðað til samstöðufundar á Austurvelli á laugardaginn klukkan 15:00.  Sjá meðfylgjandi fréttatilkynningu.

SAMSTÖÐUFUNDUR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA

Í ljósi þess neyðarástands sem ríkir á Íslandi boða Hagsmunasamtök heimilanna til samstöðufundar á Austurvelli laugardaginn 23.5.2009 kl. 15.00

Við teljum að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til séu því miður hvergi nærri fullnægjandi. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins munu 28.500 fjölskyldur á Íslandi (um 30%), skulda meira en þær eiga í árslok 2009. Árið 2007 var um að ræða 7.500 fjölskyldur. Þetta er 380% aukning.

Umrædd neikvæð eiginfjárstaða er fyrst og fremst til komin vegna höfuðstólshækkana gengis- og verðtryggðra lána. Lánin hafa rokið upp úr öllu valdi í kjölfar verðbólguskotsins sem orsakaðist af gengishruni krónunnar. Við höfnum því alfarið að almenningur verði látinn sæta ábyrgð á efnahagshruninu með þessum hætti.

Hagsmunasamtök heimilanna vilja:

* Að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum

* Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda verði jöfnuð

* Afnema verðtryggingu

* Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði

* Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

Ræðumenn:

Bjarki Steingrímsson, varaformaður V.R.; Guðrún Dadda Ásmundardóttir, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna; Ólafur Garðarsson, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna og Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarstjórnarfulltrúi

Hljómsveitin EGÓ kemur fram

TÖKUM STÖÐU MEÐ HEIMILUNUM

www.heimilin.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Gott að halda mótmælum áfram og veita nýrri ríkisstjórn aðhald. Ég veit samt ekki alveg hvað Bubbi er að gera þarna.

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 21.5.2009 kl. 12:04

2 identicon

Væri þá ekki lag að beita sér innan þingsins með ofangreind mál í stað þess að eyða púðrinu á torgum.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 14:23

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er dapurlegt ef þið nýju þingmenn Borgarahreyfingarinnar, sem mest hafið æpt af fyrirlitningu um "fjórflokkinn" ætlið að renna beinustu leið í gamla far þess margumrædda"flokks", leggjast í skotgrafir og gagnrýna og gagnrýna án þess þó að segja nokkuð. Ég er einn af þeim sem hef nýtt mér þá möguleika sem Ríkisstjórnin hefur skapað til að létta mína greiðslubyrði. Ég ásaka þig, og aðra sem hæst láta að ekkert sé gert til hjálpar heimilum í landinu, um að hafa ekki nennt eða beinlínis ekki viljað kynna sér þau fjölmörgu úrræði sem fáanleg eru til hjálpar. Hins vegar verður þeim sem höguðu sér alveg eins og vitleysingar í sápubólunni miklu ekki bjargað. Það þarf ekki kreppu til að koma venjulegu heimili á hausinn með því að kaupa allt of stórt hús og 2 bíla, allt á 100% lánum. Hvers vegna á almenningur að blæða fyrir slíkan mannskap? Þess vegna er flöt eftirgjöf af skuldum án tillits til forsendna eins og þú og Framsóknarmenn predikið tóm bölvuð vitleysa. Þeir sem hafa hagað sér skynsamlega eiga að fá alla þá hjálp sem er svo sannarlega í boði en hinir verða að súpa seyðið af gjörðum sínum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Þór Saari

Kæru Björn, Gylfi og Sigurður.Bendi ykkur á að fylgjast með umræðum á þinginu, þá sjáið þið að Borgarahreyfingin er einmitt að ræða þessi mikilvægu mál.  Við ráðum hins vegar ekki dagskrá þingsins (ennþá) en látum í okkur heyra við hvert tækifæri.  Hvað varðar að "eyða púðrinu á torgum" þá er enginn okkar þingmanna meðal frummælenda á fundinum á laugardag og þó svo væri þá er ekkert þinghald þann dag þannig að það væri ekki verið að eyða neinu púðri annars staðar.  Þess utan er ég einfaldlega að vekja frekari athygli á málefnum heimilanna með því að birta þessa tilkynningu.Bið ykkur að vera málefnalegir í gagnrýninni hér eftir en ekki svona ofurviðkvæmir.

Þór Saari, 21.5.2009 kl. 16:03

5 Smámynd: Njörður Helgason

Sjáðu: http://nhelgason.blog.is/blog/nhelgason/entry/880571/

Njörður Helgason, 21.5.2009 kl. 16:53

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þór, þó að þér sé andmælt eða gerðar athugasemdir við þinn málflutning þá er það ekki það sama og maður sé ofurviðkvæmur eins og þú kýst að nefna það. Þú biður menn að vara málefnalega og það ætla ég svo sannarlega að reyna að vera, en hvað um þig?. Þú svarar því engu þegar ég efast um að þú sért búinn að setja þig inn hvað þá skoða vandlega þær leiðir sem Ríkisstjórnin hefur skapað fyrir heimili í vanda. Þess vegna er það mitt einlæga ráð til þín; kynntu þér málin áður en þú ferð að gagnrýna.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 17:55

7 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Bendi áhugasömum á þessa færslu Marinós G. Njálssonar, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Hvað felst í aðgerðum/ greiðsluvandaúrræðum? - 29 atriði skoðuð

http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/873902/

Þórður Björn Sigurðsson, 21.5.2009 kl. 18:36

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég verð að leggja orð í belg um orðræðu Sigurðar Grétars. hann talar um að fólk hafi keypt sér of stór hús. þar vil ég staldra við.

eflaust eru margir sem teljast vera í of stórum húsum. sem forræðislaus faðir flokkast ég líklega sem slíkur. samkvæmt hinu opinbera hef ég ekki börn á framfæri. þó á ég tvö börn og greiði með þeim tvöfalt meðlag, sem gera 90 þúsund krónur á mánuði. kannski ég sé að framfæra móður þeirra, fyrst ég teljist ekki hafa börn á framfæri?

þegar ég keypti mína íbúð, haustið 2007, gat ég ekki hugsað mér annað en að þau hefði sín eigin herbergi. enda orðin unglingar. þess vegna kom ekki annað til greina en að kaupa 4ra herbergja íbúð, sem ´samkvæmt öllum opinberum tölum ég bý einn í. allt of stórt hús, að mati Sigurðar.

í upphafi (nóvember 2007) átti ég 5 milljónir í íbúðinni og skuldaði 16,5. í dag á ég ekkert. skuldin komin í tæpar 20 milljónir og verðgildi íbúðarinnar komið undir það.

ég hef aldrei og undirstrika aldrei, heyrt þingmenn tala fyrir hönd fólksins fyrr en fjórmenningar Borgarahreyfingarinnar hófu upp raust sína.

jújú, einhverjir aðrir hafa gefið sig út fyrir að vera talsmenn alþýðunnar, en meira í orði en á borði. í fyrsta sinn í mörg ár eygi ég von á að eitthvað vitrænt muni gerast innan veggja þinhússins.

Brjánn Guðjónsson, 21.5.2009 kl. 19:07

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það gæti komið að gagni að ríkisstjórnin segði hvað hún ætlaði að gera og hvernig. Í stað þess að tala um það hvað hún hyggist gera og "með hvaða hætti."

Ert þú ekki kominn í "hátta" hátíðleikann Þór? Það tekur víst enginn mark á því sem pólitíkus segir nema hann segi það með -sínum hætti!

Þetta andskotans kansellíbjálfa málfar hlýtur að vera kennt í siðanefnd Alþingis.

Árni Gunnarsson, 21.5.2009 kl. 20:25

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fáránleki hátt- og hæstvirtra krystallast í því að í ráðherraliðinu getur verið fólk utan úr bæ. rétt eins og Gulfi og Ragna. sem ráðherrar eru það væntanlega hæstvirt, meðan Þór og aðrið óbreyttir þingmenn eru háttvirtir.

embættismenn, ráðnir utan úr bæ, eru sumsé hærra virtir en þjóðkjörnir fulltrúar?

Brjánn Guðjónsson, 21.5.2009 kl. 20:46

11 identicon

Sæll Þór,

Og hvað er Borgarahreyfingin að hugsa um að gera í málunum? Er þetta lið í Borgarahreyfingunni fólk sem er að spá í að gera eitthvað í málunum, gagnvart heimilum og fyrirtækjum, eða er þetta bara fólk, sem er orðið ánægt og sátt með stöðuna, með sínar 800.000 kr á mánuði, eyðandi tíma sínum á Alþingi í að spjalla um bindi, skyrtur og "kaffihúsatjatt" í þeim dúr? Eða ætlar þetta fólk að láta sér það varða , hvernig "Skjaldborgar-stjórnin" svokallaða, er að fara með fyrirtæki og heimili landsins?  Maður heyrir mjög lítið frá ykkur, "Byltingarfólkinu" aðallega eitthvað blogg. Eruð þið bara orðin södd?  KV Magnús

Magnús Guðmarsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 21:26

12 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Kom on öll, gefum nýjum þingmönnum Borgararhreyfingarinnar tækifæri til að sanna sig. Örfáir dagar á þingi eru liðnir og þau hafa svo sannarlega látið í sér heyra. Halda sambandi við fólkið í landinu með því að starfa með og taka undir kröfur grasrótarinnar t.d. Hagsmunasamtaka heimilana. Sjáið þið þingmenn annara flokka/hreyfinga gera hið sama?

Arinbjörn Kúld, 21.5.2009 kl. 21:43

13 identicon

"Hins vegar verður þeim sem höguðu sér alveg eins og vitleysingar í sápubólunni miklu ekki bjargað."

Og

  "Þeir sem hafa hagað sér skynsamlega eiga að fá alla þá hjálp sem er svo sannarlega í boði en hinir verða að súpa seyðið af gjörðum sínum."

Kæri Sigurður Grétar.  Málið er að þeim sem ekki eyddu eins og vitleysingar er að blæða og þurfa að sætta sig við óréttlátt tap EF þeir eru ekki nánast komnir í gjaldþrot.  Og málið er líka að margir sem eyddu eins og bölvaðir vitleysingar eru AKKÚRAT OFT að fá hjálp ef þeir eru nógu bölvanlega illa staddir.  Og þar liggur hundurinn grafinn.  ÞAR LIGGUR ÓRÉTTLÆTIÐ.

Almennur borgari (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 01:03

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég undrast það hversu illa fólki gengur að skilja að þið eruð bara 4 frá Borgarahreyfingunni á þingi.  Ég hef fulla trú á ykkur öllum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.5.2009 kl. 01:05

15 identicon

Og gerðu það, Sigurður Grétar, geturðu hætt að æpa um fólk sem eyddi eins og vitleysingar og að þeir fái ekki hjálp.  Þeir fá kannski mesta hjálp.  Vísa í ofanvert kl. 01:03.

Almennur borgari (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 01:08

16 Smámynd: ThoR-E

Mér þykir þessi gagnrýni á Þór, sem og hina þingmenn Borgarahreifingarinnar vera óréttmæt.

Ég hef fulla trú á því að þessir 4 þingmenn muni berjast fyrir hagsmunum fólksins af fullum heilindum, nema kannski einn þeirra, enda sá hugsar kannski meira um "nýtt líf"(sitt) frekar en "nýtt Ísland" ... smá orðaleikur þarna... er ennþá orðlaus yfir því að sá ætli að halda "heiðurs"Laununum sínum ofan á þingfararkaupið.

Haldið áfram að vinna að ykkar hugsjónum Þór, ég hef 100% trú á ykkur!

ThoR-E, 22.5.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband