Smá viðtal

Mér var boðið í viðtal á þeirri smáskrítnu sjónvarpsstöð INNTV sem Ingvi Hrafn á og rekur.  Þar á bæ næst að halda úti ýmis konar viðtalsþáttum sem margir hverjir, að forminu til allavega, ættu frekar heima á RÚV.  Hvað um það ég ræddi við Tryggva Þór Herbertsson í þætti hans Tryggvi Þór á Alþingi, en TÞH er sem kunnugt er þingmaður og yfirpönkari Sjálfsæðisflokksins, fyrrum prófessor og fjármálabraskari á heimsmælikvarða og fyrrum einkaráðgjafi ríkisstjórnar Geirs Haarde, þess sem bað guð að hjálpa sér en þó ekki fyrr en eftir að Tryggvi Þór var farinn.

Viðtalið er tæpur halftími og er hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Smáskrýtið viðtal líka en vissulega hlusturnarvert samt.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2010 kl. 01:45

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Já það er rétt hjá þér viðtalið var smáskríð af þinni hálfu

Óðinn Þórisson, 21.2.2010 kl. 13:12

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þetta. Tryggvi skoðar heiminn fyrir utan niðurgröfnu, rótgrónu, ævafornu og úreltu aðferðar-fræði stjórnmála.

Gott viðtal og vonandi er Tryggvi Þór ekki of gamall, spilltur og þröngsýnn til að geta lært nýrri og farsælli leiðir í stjórnmálum.

Hann er nú dálíð stessaður yfir að þjóðin eigi að fara að skipta sér af því hvernig þjóðar-auðnum og þjóðmálunum vegnar, enda á hann hagsmuna að gæta fyrir sjálfan sig og situr á alþingi Íslendinga til að hagræða eigin málum fyrst og fremst og af mikilli stjórnmála-heimsspeki .

Eitt sinn var sagt að ungur nemur og gamall temur! Sem betur fer virðist hann nú hlusta, og gamall nemur og ungur temur. Þetta virkar á báða vegu ef góður vilji er fyrir hendi. Gott mál Þór Saari. m.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.2.2010 kl. 14:35

4 identicon

Smáskrítin sjónvarpsstöð ræðir við smáskrítinn stjórnmálamann!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 17:07

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Til að taka af allan vafa fannst mér smáskrýtilegheitin aðallega tengjast spyrjandanum. Viðmælandinn reyndi að bera sig hetjulega og að mínu mati komst hann nokkuð vel frá viðtalinu. Það er þó ekki loku fyrir það skotið að smáskrýtileg umgjörðin hafi haft einhver áhrif á frammistöðu hans samt

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2010 kl. 17:47

6 Smámynd: Þór Saari

INNTV er stofnun sem er send til jarðar af einhverjum geimverum og er mannað hugsjónafólki og hugsjónageimverum.  Stúdíóið hjá þeim á heima á Íslenska fjölmiðlasafninu sem verður stofnað í apríl þegar formleg útför ALLRA íslenskra fjölmiðla hefur farið fram.  Talað er um að safnið verði á Drangsnesi á Ströndum, opið frá 14:30 til 15:00 1. apríl ár hvert.  Fjárlagnefnd mun víst styrkja verkefnið með skattfé sem kemur frá gangsteraveri Björgólfs Thor og Samfylkingarinnar.

Þór Saari, 21.2.2010 kl. 19:02

7 identicon

Ætli að Fréttablaðið sleppi ekki við útförina, þeir Ari og Jón eru búnir að sjá til þess með því að veita þeim feðgum Haga á silfurfati sem styrkir blaðið með 80 miljóna framlagi á ári.

Burt séð frá öllum smáskringilegheitum, þá finnst mér þú vera sá minnst skrítni  af öllum þeim skrítnu karakterum sem hafast við á Austurvelli.

Þetta er víst smá skringileg tilraun til að hrósa þér. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband