Áhugaleysi Alþingis og fjölmiðla á RÚV

Fyrsta verk Alþingis eftir jólahlé var að kjósa nýja stjórn Ríkisútvarpsins. Hér var að venju kosið um pólitíska meirhlutastjórn og sem tiltölulega nýjum þingmanni fannst mér mjög undarlegt að ekki fór fram nein umræða um stöðu og hlutverk þessar annarar af tveimur mikilvægustu menningarstofnunum þjóðarinnar.  Ekki orð um hugmyndir og stefnu nýrrar stjórnar eða yfirhöfuð um hvers vegna stjórnin þarf að vera pólitísk. Þetta er að vísu launaður bitlingur og það fréttist síðar að framsóknarmanninn hefði vantað vinnu, um hina veit ég ekki.

Mér fannst þetta óásættanlegt og mótmælti því og uppskar alveg dauðaþögn í salnum. Enginn annar þingmaður hafi áhuga á málinu. Enn ein sönnun þess að núverandi þing mun ekki breyta neinu. Við sendum tilkynningu á fjölmiðla um málið en þar var alveg sama dauðaþögnin. Er kirkjugarðurinn Ísland staðreynd?

Athugasemd mína má svo sjá  hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Já þögnin er hávær. Sennilega er ágreiningur milli flokka og ákveðið að setja málið í bið. En RÚV er ekkert einkamál alþingismanna. Þjóðin á að ráða örlögum þess.  Ég vil til dæmis að RÚV, Þjóðleikhúsið og Simfóníuhljómsveitin verði sameinuð undir eitt fagráð sem væri ekki pólitískt skipað. Markmiðið væri að búa til minna batterí sem færði menninguna til fólksins.  Athuga þarf með að selja Rás 2 og kannski einhverjar af stoðdeildum RÚV, til dæmis markaðsdeildina. Leggja á meiri áherslu á að fela sjálfstæðum framleiðendum þáttagerð en RÚV ætti bara að vera í dreifingunni. Bendi á nýlega bloggfærslu Sigurgeirs Orra kvikmyndagerðarmanns þar sem hann veltir upp nokkrum athyglisverðum hlutum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.2.2010 kl. 19:42

2 identicon

Þór , fólkið sem fór inn á  alþingi fyrir Borgarahreyfinguna gaf fyrirheit og það var hlustað á það sem það sagði !

Síðan fékk þetta fólk launaumslagið sitt frá alþingi, þá gerbreyttist allt og þetta sama fólk hætti að vera fólkið sem var kosið á alþingi fyrir Borgarahreyfinguna !  Frá sama tíma var hætt að hlusta hvað þetta fólk hafði að segja og fjölmiðlar hafa engan áhuga á þessu fólki !

Hefur þú Þór nokkra hugmynd hvers vegna þetta er svona ?

JR (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 22:18

3 identicon

Er ekki fólk bara heimskara hér en annarstadar. Íslendingar eru heimskir. Heimskir en stoltir. Gersamlega innistæðulaust stolt

Á vel burstuðum skóm (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 14:17

4 identicon

 Þverpólitísk spilling  er það ekki þeirra eina speki og hinn djúpi mettnaður , pólitíska samfæring fyrir þjóð sína , þessara veiku sála er þarna eru saman komnar ?  hver þarna á þingi þorir og vill vera manneskja og vinna fyrir þjóð sína , þjóna en ekki ráð-herastt? þarf að þinglýsa kosningaloforðum/stefniskrá flokkana og í tímaröð ? eða er þetta aðhalsleisi á öllum sviðum að ganga upp ? í ljósi sögunar og gerð manneskjunar . Gangi þé vel Þór að halda í mennskuna , það kemur margt mjö gott frá þér

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband