6.6.2009 | 18:54
ICESAVE
Um 635 milljarðar var upphæðin sem jafnaðarmenn Íslands í Samfylkingunni og Vinstri Grænum bættu við skuldaklafa landsmanna í nótt.
Á miðvikudaginn fékk hæstvirtur Vinstri Grænn Steingrímur J. Sigfússon (SJS) þessa fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090603T133450&end=20090603T133710&horfa=1
Í framhaldinu fékk Mogginn pata af málinu og gerði því skil:
http://www.mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/
Í gær morgun (kl.10:53) fékk hæstvirtur forsætisráðherra þjóðarinnar og Samfylkingarkonan Jóhanna Sigurðardóttir þessa fyrirspurn frá mér:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090605T105258&horfa=1
Lesendur geta svo velt því fyrir sér hvort hér sé verið að segja Alþingi satt því klukkan 11:00 var öllum þingflokkum kynnt sú staða að undirskrift stæði fyrir dyrum og að einhverju leiti hvert innihald þeirra samninga væri, að þetta væri algjört trúnaðarmál og mætti alls ekki ræða utan þessa fundar. Á sama tíma var forsætisráðherrann sjálf í fréttum að segja frá innihaldi samningsins, sem við áttum að þegja yfir, og lýsti honum fjálglega og á algerlega óábyrgan máta. Ennþá hefur ekki fengist vitneskja um hverjar þessar eignir eru sem eiga að koma á móti þessum 635 milljörðum nema að um sé að ræða "traust lánasöfn" en það veit hver maður sem eitthvað hefur fylgst með fjármálaástandi heimsins þessi dægrin að fyrirbæri eins og traust lánasafn er ekki til. Því er það óábyrgt með öllu af hálfu forsætisráðherra að halda þessu fram og er hér í gangi framhald af blekkingarleik fyrri ríkisstjórnar Samfylkingarinnar sem þá var undir forystu Sjálfstæðisflokksins.
Á þingfundi eftir hádegi var mikið reynt til að fálið málið tekið fyrir þannig að þingið gæti tekið afstöðu til málsins og þjóðin fengið að vita hvað væri að fara að gerast en ríkisstjórnin og sendisveinn hennar, í hlutverki forseta Alþingis valtaði yfir þjóðþingið og sagði NEI. Slíkar eru leikreglur lýðræðisins á Íslandi þegar valdhöfunum liggur mikið við. Þingmenn, utan þingamanna Samfylkingar og VG sem sáust ekki nema í mýflugu mynd (kjarkmikið fólk þar) reyndi að fá málið tekið upp og notuðu kvörtunarleið sem heitir "fundarstjórn forseta" en þar getur hver þingmaður lagt fram tillögu í tvisvar sinnum eina mínútu. Hér er hluti af þeim orðaskiptum sem áttu sér stað af hálfu þingmanna Borgarahreyfingarinnar. Öll umræðan er svo tengd neðst á síðunni.
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090605T133909&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090605T140449&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090605T140627&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090605T141126&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090605T142126&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090605T160226&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090605T161911&horfa=1
Í nokkur skipti meðan á þessu stóð fékk ég meldingar, símtöl og SMS að fólk væri á leiðinni niður á Austurvöll til mótmæla og í nokkur skipti leit ég vongóður út um gluggann, en engin kom.
Á endanum hélt forseti þingsins fund með formönnum þingflokkana og SJS þar sem reynt var til hins ítrasta að fá málið tekið inn í þingið á þeim forsendum að forsetinn væri forseti alls þingsins en ekki bara ríkisstjórnarinnar, eins og hún reyndar hét að vera í upphafi starfsins í haust. En hún brást og kaus að vera þjónn framkvæmdavaldsins. Þingið hélt áfram andófi fram eftir degi og á endanum boðaði forseti að fundur væri að hefjast í utanríkismálanenfnd, sleit þingfundi og sendi þingið heim. Í lok dagsins náðum við BB, SDG og ég svo aðeins í fréttir og Kastljósið:
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4467256/2009/06/05/1/
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431400/2009/06/05/0/
Nú heitir valdaparið Jóhanna og Steingrímur í stað Ingibjargar og Geirs en meðulin, aðferðirnar og virðingin fyrir sannleikanum er sú sama. Að segja landsmönnum blákalt að það sé hið besta mál að ekki þurfi að borga af þessu fyrstu sjö árin án þess að minnast á að á þeim tíma mun skuldin safna sennilega 300 milljörðum til viðbótar í vöxtum er einnig partur af sömu sannleiksást Samfylkingar og VG.
Hér hefur ríkisstjórnin rekið rýting í bak þjóðarinnar og bundið hana á skuldaklafa sem hún sjálf á engan þátt í að búa til. Á sama tíma er ekki verið að gera neitt til að hafa upp á öllu því fé sem ICESAVE hetjurnar komu undan og Eva Joly hefur ekki einu sinni fengið skrifstofu en þarf að sinna öllum sínum verkum úr hótelherbergi. Aldrei, aldrei hefði ég trúað þessu upp á Vinstri Græna en svo bregðast víst krosstré, og það algjörlega. Þörfin fyrir völd er vísast til það mikil að framtíðarkynslóðum heillar þjóðar skal fórnað á því altari SJS og JH. Aðgöngumiðinn að ESB er kominn í höfn og hann er dýr og hér er víst einnig verið að þjóna AGS hverra lán fást víst ekki heldur nema með þessari skuldbindingu.
Það er spurning hvort nokkur þjóð í veraldarsögunni hafi leikið sjálfa sig eins grátt og sú íslenska en sú barnalega trú að JH væri að einhverju leiti heilög og eingöngu til góðra verka er nú heldur betur orðin dýrkeypt. Það má þó segja þjóðinni (og mér) til varnar að slík athöfn sem þau hafa framið með þessari skudbindingu var fjarri, órafjarri, öllum hugmyndum mínum um þau.
Hér erum við komin með ríkisstjórn sem hefur valdið þjóð og samfélagi ómældum skaða, skaða sem mun segja til sín næstu áratugi þegar samfélagið Ísland molnar í sundur fyrir framan augu okkar. Þegar er þegar byrjað að höggva í grunnskólana, svo koma framhalds- og háskólarnir í haust og aldraðir og sjúkir mun deyja í auknum mæli. Vegakerfið mun drabbast niður og auka slysatíðni, orku- og fjarskiptanetin munu einnig gefa sig og mengun og óþrifnaður mun aukast.
Það sem er þó verst, alverst, er að samfélagssáttmálinn, sáttmálinn sem gerir Íslendingum kleift að búa að mestu í sátt og samlyndi í einhverju friðsamasta ríki heims, mun rofna og hér munu glæpir og önnur óöld stóraukast í kjölfar þeirrar fátæktar sem nú stefnir í.
Til hamingju Samfylkingarfólk og Vinstri Græn.
Hér eru svo linkar á alla umræðuna um fundarstjórn þingsins:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090605T133053&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090605T154613&horfa=1
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.6.2009 kl. 01:11 | Facebook
Athugasemdir
"Hér erum við komin með ríkisstjórn sem hefur valdið þjóð og samfélagið ómældum skaða, skaða sem mun segja til sín næstu áratugi þegar samfélagið Ísland molnar í sundur fyrir framan augu okkar. Þegar er þegar byrjað að höggva í grunnskólana, svo koma framhalds- og háskólarnir í haust og aldraðir og sjúkir mun deyja í auknum mæli. Vegakerfið mun drabbast niður og auka slysatíðni, orku- og fjarskiptanetin munu einnig gefa sig og mengun og óþrifnaður mun aukast.
Það sem er þó verst, alverst, er að samfélagssáttmálinn, sáttmálinn sem gerir Íslendingum kleift að búa að mestu í sátt og samlyndi í einhverju friðsamasta ríki heims, mun rofna og hér munu glæpir og önnur óöld stóraukast í kjölfar þeirrar fátæktar sem nú stefnir í."
Hef sjálf reynt að fá fólk til að skilja að samningurinn er upphafið að endalokum íslenskrar þjóðar og íslenskrar menningar eins og við höfum þekkt hvoru tveggja.
En landráðin hafa ekki enn náð í gegn, þótt Bretar séu byrjaðir að fagna.
Segi ekki meira að sinni en hugsa þeim þegjandi þörfina og hvet Jóhönnu til að horfast í augu við að hún er í starfi sem hún ræður ekki við. Reyndar hefði ég getað sagt henni það áður en hún féllst á að ganga erinda Ingibjargar Sólrúnar og Evrópusambandsins í ríkisstjórn.
Helga (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 19:19
"Hér erum við komin með ríkisstjórn sem hefur valdið þjóð og samfélagið ómældum skaða, skaða sem mun segja til sín næstu áratugi þegar samfélagið Ísland molnar í sundur fyrir framan augu okkar. Þegar er þegar byrjað að höggva í grunnskólana, svo koma framhalds- og háskólarnir í haust og aldraðir og sjúkir mun deyja í auknum mæli. Vegakerfið mun drabbast niður og auka slysatíðni, orku- og fjarskiptanetin munu einnig gefa sig og mengun og óþrifnaður mun aukast."
Hélstu að allt yrði hérna óbreytt? Koma með tillögur Þór en ekki falla í far þess sem alltaf of lengi hefur viðgengist í íslenskum stjórnmálum. Hvað hefðir þú viljað gera ef dæmið hefði verið öfugt. Þ.e. ef tjónið hefði verið íslenskra innistæðueiganda?
Séra Jón (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 19:36
Þór .
Þú varst í Kastljósi í gærkvöldi með Álfjeiði Ingadóttir úr VG.
Þar sagði hún að búið væri að ákveða hvernig þessi mál ættu að afgreiða, eina sem þessi stjórnvöld gætu gert væri að ljúka verkinu.
Hvernig væri að þú spyrðir sjálfstæðismenn hvernig þeir hefðu afgreitt þetta mál og hvers vegna þeir gerðu það ?
JR (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 19:53
Rosalega er ég ánægð með þig Þór! Óskandi að það væri hægt að fjölfalda góð eintök því við þurfum sannleikselskandi réttlætissinna eins og þig á þing.
Mikið þykir mér leitt að enginn hafi mætt á Austurvöll en líklegasta skýringin er að vlakyrjurnar þrjár: Heiða, Katrín og Cilla eru ýmist fyrir vestan eða tímabundið utan landssteinanna. Vissi reyndar af þeirri fjórðu uppi á þingpöllum að hlusta, það kemur fram á blogginu hennar, en við verðum að sjálfsögðu að þjappa okkur saman ef viðætlum okkur að ná fram einhverju réttlæti!
Gæti verið að fólk sé orðið of reitt til að standa bara og hrópa: VANHÆF RÍKISSTJÓRN og slá taktinn á dósarlok eða annað úr eldhússkápunum sem glymur í
Það treysti sér þess vegna ekki af stað því hvað svo???????????
Það verður samt sorglegt að lesa það í sögubókum framtíðarinnar að enginn hafi staðið mótmælavaktina þegar um Icesave-málið var fjallað í gær ... 5. maí þegar grunnurinn var lagður að því að Ísland yrði nýlenda Breta í síðasta lagi eftir sjö ár
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.6.2009 kl. 21:02
Er ekki einhver villa í þessu hjá þér Þór... áttu VG einhverja sök á því að setja okkur í þessar skuldir ? Mér finnast svona skrifa bara högg undir beltisstað og ekki vandaður málflutningur.
Brattur, 6.6.2009 kl. 22:17
Bara svo það sé á hreinu þá er mér full kunnugt um að það voru Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sem klúðruðu málunum eftir teikningu sem Framsókn átti stóran hluta í. Það er hins vegar aum afsökun að kenna Framsók og Sjöllum um þessa undirskrift þó þetta sé vissulega þeirra klúður. Vissulega þarf að taka til hendinni og þrífa upp eftir 18 ára óreiðustjórn en vandamálið er að Jóhanna og Steingrímur eru ekki að þrífa heldur einfaldlega að sóða enn meira út. Það líður ekki vika að ekki sé verið að gera vandamálin verri frekar en hitt og þau virðast ekki koma auga á það og þiggja ekki ráð þó þeim standi til boða aðstoð frá færasta fólki í heimi. Það bíða í röðum heimsfrægir sérfræðingar á öllum þeim sviðum sem íslendingar þurfa á að halda en stjórnvöld hrista bara hausinn, föst í sínum sér-íslensku aðstæðum. Eina ferðina enn.
Þór Saari, 6.6.2009 kl. 23:04
AUGLJÓS VANÞEKKING HJÁ ÞÓR SAARI,MEÐ ÞAÐ AÐ HÉR SKULI SKRIFA ÞENNAN SAMNING Á SAMFYLKINGUNA OG V G.ÞAÐ VORU SJÁLFSTÆÐISMENN OG FRAMSÓKNARMAFÍAN,SEM BERA ÁBYRGÐ Á ÞESSUM GJÖRNINGI.ÞÓR,ER BJARNI BEN FARIN AÐ STRJÚKA ÞÉR UM BAKIÐ'?
Númi (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:18
Hefðir þú ekki greitt Icesave skuldina ? Hefðum við komist hjá því ? Mér hefur fundist stjórnarandstæðan heldur slöpp og bara verið að rífa niður en ekki byggja upp... ekki hef ég heyrt eitt orð af viti frá henni um það hvernig taka hefði átt á þessu Icesave máli...
Brattur, 6.6.2009 kl. 23:27
Allt sem Þór segir hér að ofan er svo nákvæmlega það sem þetta landráðsfólk úr VG og S er að gera þjóðinni. Steingrímur er svo valdasjúkur að hann selur þjóðina fyrir stólinn sem mokar í hann launum. Sá maður er búinn að svíkja og ljúga öllu sem hann stóð fyrir. Virðingin sem þessi maður hefur er akkúrat engin. Hann er aumasta mannvera sem stigið hefur í pontu á Alþingi.
Það þarf ekkert að hafa mörg orð um Jöhönnu, það er ekkert í hausnum á þeirri manneskju nema loft og þrír stafir sem dingla inní höfðinu, ESB.
Einar (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:44
Sæll Þór.
Ætlar Borgararhreyfingin að beita sér fyrir því að IceSave samningurinn verði borinn undir þjóðaratkvæði? Mér skilst að hér sé um að ræða allt að 12 m.kr. ábyrgð á mann þannig að málið er mér skylt.
Kv, TH
TH (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 00:07
Að láta sér detta í hug að skrifa undir þetta. ég á ekki orð
Mesti sorgardagur í seinni tíma sögu þjóðarinnar
Ég vona að ég vakni upp af martröðinni
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 7.6.2009 kl. 00:09
Þór ! þú ert frábær
Gylfi Björgvinsson, 7.6.2009 kl. 00:18
Ég er nú bara námsmaður erlendis og eftir daginn í dag sé ég ekki framtíð í því að koma aftur til íslands nema í sumarfrí næstu áratugina. Ekki ætla ég að flytja heim til að borga þetta.. Vona allra vegna að þetta verði ekki að veruleika.
Baldur (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 00:27
Það er hughreystandi að heyra Þór Saari að einhver er ennþá með jarðsamband á Alþingi Íslendinga. Það er merkilegt að ennþá eru stjórnmálamenn eða áhangendur þeirra, sbr. hér í bloggheimi, að rífast um hver eða hverjir beri mestu sökina í málinu o.s.frv. Alvarleiki málsins er svo mikill að við höfum ekki efni á öðru en að snúa bökum saman Íslendingar og finna raunhæfa leið út úr þessum ógöngum sem við eru sameiginlega komin í. Flokkadrættir eiga að heyra sögunni til og fólkið á að taka ráðin af ,,flokkshestunum".
,,Versalasamningur" Svavars Gestssonar og ríkisstjórnarinnar er ekki raunhæf leið - einfaldlega vegna þess að hún er ófær. Hún er ófær vegna þess að þjóðin getur ekki staðið undir henni og samningurinn mun leiða til þess að þjóðinni mun blæða út hægt og rólega á næsta áratug eða svo. Þess vegna vona ég að Alþingi felli þennan samning og skipi nýja samninganefnd sem geri samningsaðilum okkar grein fyrir alvarleika málsins. Þeir verða einfaldlega að slá af kröfum ef þeir vilja fá eitthvað til baka. Svo einfalt er það. Sjá einnig blogg mitt áðan. Ég vona svo að fólk láti í sér heyra því þögn er sama og samþykki.
Jón Baldur Lorange, 7.6.2009 kl. 00:41
Þið gerið ekkert annað en horfa fram hjá staðreyndum og afvegaleiða fólk og það telst loddaraskapur af verstu sort.
Þetta lán var gjaldfellt af bretum í október og þeir heimtuðu staðgreiðslu. Nú er búið að semja um afborganir og búið er að reikna út eignir bankans upp í skuldina.
Þú heldur því að þjóðinni að þær eignir séu ekki til og hefur það eftir einhverjum "háttsettum" hjá OECD sem þú hefur ekki enn nafngreint og ekki komið með neitt annað en fullyrðingar.
Málflutnigu þinn er tómt skrum.
Svo væri fínt að nefna fólk fullu nafni svo menn átti sig á því hvern þú ert að atryrða. Eða viltu sjálfur vera kallaður ÞSí ræðu og riti. Það gæti gerst að enginn vissi við hvern væri átt og það væri bagalet.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 01:23
Hver er staða fyrrum eigenda og æðstu stjórnenda einkafyrirtækisins Landsbankans eftir að hann varð gjaldþrota? Munu þeir áfram geta rekið önnur fyrirtæki sín eins og ekkert hafi í skorist, á meðan skattgreiðendur eru látnir taka á sig skuldbindingar af gjaldþroti Landsbankans? Hvernig er með Davíð og Halldór sem framkvæmdu einkavæðingu ríkisbankanna á glæpsamlegan hátt, stendur til að láta þá axla einhverja ábyrgð?
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 01:32
Jón Frímann #3 bendir réttilega á að ábyrgðina á þessum risa-skuldapakka bera sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur. Því má bæta við að viðskiptaráðherra samfylkingarinnar BGS leyfði (bannaði ekki) opnun útibús í Hollandi EFTIR að ljóst var að stórhætta stafaði af samskonar reikningum í Bretlandi. Hverra hagsmuna var samfylkingin að gæta?
Annað í athugasemd Jóns Frímanns sýnist mér byggt á misskilningi þar sem mér virðist færsla þín snúast eingöngu um lokaafgreiðslu málsins. Ég verð að vera sammála þér um það að þessi lokaafgreiðsla málsins er slæm. Þó svo við viðurkennum okkar ábyrgð (höfum sennilega ekki aðra kosti) þá trúi ég því að önnur og sanngjarnari lausn hljóti að hafa verið til.
sigurvin (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 01:44
Þakka þér Þór fyrir frábæra frammistöðu í baráttunni gegn Icesave. Það er alveg sama hvernig á það er litið frammistaða Ríkisstjórnarinnar er undarleg! Með hverjum stendur hún eiginlega?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.6.2009 kl. 02:01
MÓTMÆLI á morgunn (7 júni) KL15:00 á austurvelli!!!
mótmælum þessum ICESALVE samnigi!!
Biggi Hans (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 02:50
Þið fjögur standið ykkur mjög vel á þinginu. Ég vona að vinnubrögðum þingsins verði breytt, og maður sjái ekki auða stóla á meðan ræður fara fram.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.6.2009 kl. 03:09
Það á ekki að skrifa undir neina samninga, fyrr en þeir andskotar sem að þessu ICESAVE stóðu hafa verði gerðir upp og allir þeir millijarðar sem þeir hafa stolið, og liggja í skattaparadísum víðsvegar um heimin, fasteigir og annað sem þeir kunna eiga í verðmætum sé komið í ríkissjóð til greiðslu á þessum glæp sem framin hefur verið á þjóðinni.
Það sem mig furðar mest er, hversvegna þessir aðilar ganga lausir og geta haldið áfram viðskiptum eins og ekkert hafi í skorist, á meðan sá sem stelur blóðmörskepp til að seðja hungur sitt, er settur inn á meðan á ransókn stendur ?
Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 07:13
Það er sorglega komið fyrir landi og þjóð. Ekki fer milli mála hér að nú er heilög Jóhanna farinn að ljúga blákalt upp í opið geð þjóðarinnar. Það hlýtur að vera aðdáendum hennar mikil vonbrigði. Heiðarleika sínum er hún að sturta í klósett sögunnar á einu bretti. Hún losar sig við vandamálið með langri frestun, enda á hún engra hagsmuna að gæta. Hún verður á feitum eftirlaunum.
Kjósendur Samfylkingarinnar mega skammast sín fyrir að hafa kosið flokk sem getur ekki beðið eftir því að stjórna alls ekki þessu landi, heldur færa fullveldi okkar til Brussel. Það er virkt og alvarlegt landráðastarf í gangi og það er eins gott að fólk hafi vit á því að bylta þessu rugli með öllum ráðum áður en það er um seinann. Við erum u.þ.b. að fá endanlegt efnahagshrun í hausinn og það er ekki hægt að una þessari niðurstöðu.
Með hækkun áfengis, tóbaks og bensíngjalds voru tekin af mér a.m.k. einn mánaðarlaun á ári og með þessu síðasta var bætt við 4-5 milljóna króna skuldaklafa á biðreikningi handa mér. Það er fullkomlega rangt að almenningi sé refsað svona umsvifalaust á meðan enginn auðmannana (og sumir af fyrri valdhöfum þessa lands) hafa verið settir á bak við lás og slá.
Þór Saari á þakkir skilið fyrir sitt framlag í þinginu, þótt trúlega megi það sín lítils nema til að vera frækorn frekari afskipta okkar hinna á málinu.
Haukur Nikulásson, 7.6.2009 kl. 09:30
Sæll Þór.Það er okkur holl lesning að lesa hvaða (mögulegar) afleiðingar ICESAVE reikningarnir geta haft (ég veit ekki hvort það standi steinn fyrir steini í fullyrðingum að eignir Landsbankans muni dekka þennan kostnað eða ekki).En hver er hin lausnin og hvað felur hún í sér? Að mínu mati er þetta mál svo flókið að ég næ ekki að fylgja því hvaða kostir eru í stöðunni. Eins og ég skil þetta eru kostirnir tveir: borga = slæmt, ekki borga = slæmt. Spurningin er nánast, hvor kosturinn er "minna verri"? Er einhver sem getur tekið þessar upplýsingar saman og sett þær í mannamál? Hinn almenni íslendingur veit ekki hverjir kostirnir eru (og/eða skilur þá ekki) og þar af leiðandi er reiðin, örvæntingin og ósættið meira! Þetta þarfnast útskýringar!Svo langaði mig til að bend á að það skiptir kannski engu máli hvaða ríkisstjórn tók við völdum eftir kreppu, mér sýnist sem svo að allar ákvarðanir séu slæmar ákvarðanir!! Hefði þetta eitthvað verið betra með gömlu ríkisstjórnina? Ísland skuldar! Það þarf að borga! Hvar á að sækja peninginn? Sem leiðir að næstu hugleiðingu: Er verið að vinna í því að breyta lögunum svo saga geti ekki endurtekið sig? Hefði ekki verið ráð að hafa einhvers konar lagabálk þar sem kæmi fram að ef bankarnir fara í svona ævintýri eins og Landsbankinn gerði, þá verði þeir að standa og falla með slíkum ævintýrum, eða er slíkur lagabálkur til, er hægt að ná í eitthvða af þeim fúlgum sem hinir háttsettu bankamenn stungu í vasann sinn á góðæristímabilinu til að borga ævintýrið? Og að lokum, er einhver sem man þetta: Var það þannig að Landsbankinn "vissi" hvert stefndi (hrun) áður en ICESAVE var stofnað og ICESAVE átti að bjarga bankanum??? Hvar er "skýrslan sem var stungið undir stól?" eða eru allir búnir að gleyma því? Gæti verið að ef það hefði verið til lagabálkur sem drægi stjórnendur og eigindur bankanna til ábyrgðar, hefði Landsbankinn kannski ekki stofnað þessa reikninga? Ef svo er, er þá ekki stofnun ICESAVE reikninganna enn ósvífnari? Hver eru lögin, eða eru engin lög um þetta?
Hanna (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 10:32
Jahérna hér.
Jón Frímann bendir á það að " að var stofnað til Icesave undir stjórn sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins"
Svo best ég veit neyddi enginn hina einkavæddu banka til þessa, og glufan sem gerði þetta allt kleift varð til í gegnum EES. Það er svo annað mál og sorglegra að ekki hafi verið á þetta reynt fyrir fjölþjóðlegum dómstólum, því að það skýtur vissulega skökku við að banki í einkaeign geti virkilega veðsett ríkisborgara heillar þjóðar einfaldlega á tæknilegum mismun á útibúi og dótturfyrirtæki.
Og sorglegast af öllu er kannski það að kyngja þessu bara sisvona og hengja sig á þá þrætuna að það sé þessum eða hinum að kenna.
Jón Logi (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 11:25
Einhvern veginn gerði ég ekki ráð fyrir að stjórnmálamenn hafi komið nálægt því að Landsbankinn hafi skellt sér í ICESAVE ævintýrið, ég hélt að hér hefðu ráðamenn Landsbankans verið að sigla skútunni! Glufuna fundu hinir útsjónarsömu bankamenn skildist mér (mér finndist enn verra ef stjórnmálamenn voru með fingurnar í þessu...).
Svo ég vitni nú í þig Jón Logi "það skýtur vissulega skökku við að banki í einkaeign geti virkilega veðsett ríkisborgara heillar þjóðar einfaldlega á tæknilegum mismun á útibúi og dótturfyrirtæki."
Mér finnst fólk vera svo upptekið af því að kenna ríkisstjórnunum um hvernig fyrir okkur er komið að það týnist bókstaflega öll umræða að þetta hafi gerst...... hvernig væri að ná í skottið á liðinu sem sigldi þessari skútu (Landsbankaskútunni!). Ég get ekki betur séð en að raunverulega ástæðan fyrir því að svona illa er komið fyrri íslendingum sé vegna hegðunar þeirrar áhafnar!!!
...það er svo annar kafli í bókinni hvernig stjórnmálamenn hafa reynt að koma sér út úr þessu
...og enn annar kafli hvernig á að fyrirbyggja að svona gerist í framtíðinni !
Hanna (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 11:54
Í gegnum 18 ár lögðu íhaldið og framsókn línurnar með helmingaskiptum og vinarvæðingu ásamt bankasölu sem fram fór á sama hátt, þeirra er svaðið og engra annara þó hvorugur vilji kannast við króann og reyna að sverja hann upp á aðra.
Samfylkingin og VG hafa það erfið hlutverk að hreinsa til í svaðinu og eru að gera það vel,þrátt fyrir að drullumallaranir ausi auri sínum,það þarf að taka á málunum og til þess hefu núverandi mitt traust,þó ég verði sennilega ekki alltaf samála gerðum þeirra,og mér finnst þessi pólitík sem fyrrverandi stjórnarherrar reka í gegnum allt sitt batteri og stofnanir bera vott um algjört sinnuleysi og virðingarleysi gagnvart þeim sem koma til með að bera birðarnar og herða sultarólar svo hægt verði fyrir börnin okkar að bera höfuðið hátt og finna til stolts á því að vera Íslendingur.
En er það misminni hjá mér að fyrstu 7 árin verði lánin vaxta og afborgunarlaus,og að vaxtastigið nú sé 2% lægra en það sem Herra Geir ættlaði að bjðoða okkur upp á
Sigurlaugur Þorsteinsson, 7.6.2009 kl. 12:22
Hanna;
Já og við skulum fara að skoða raunverulega hvað gerist ef við samþykkjum og hvað gerist ef við samþykkjum ekki?
Báðir kostir leiða af sér verri kreppu á Íslandi en okkar kynslóð hefur kynnst.
Munurinn er samt mikill. Ef við samþykkjum, þá erum við A) að láta stórþjóðir kúga okkur til hlýðni B) Afhenda stórþjóðum erlendis hvern einasta eyri sem þessi þjóð getur þénað næstu hundrað árin eða svo C) Afhenda þeim auðlindir okkar, orku, fiskimið og jarðnæði (sem er orðið ein af dýrmætustu eignum í Evrópu í dag á silfurfati.
Af hverju segi ég það? Vegna þess að við munum ekki getað borgað þessar skuldir og þess vegna munu stórþjóðirnar fara fram á að við stöndum við undirritaðan samning og afhendum þeim auðlindir okkar eina á fætur annarri.
Svona hefur IMF unnið í ÖLLUM þeim löndum sem þeir hafa starfað. Engin undantekning. Ég endurtek.. ENGIN
Þegar þetta gerist þá mun auðvitað allur hagnaður okkar og hugsanleg framleiðsla af jarðnæði og orku vera flutt erlendis eða nýtt fyrir erlent stórfyrirtæki.
Þá erum við komin í svipuð spor og við vorum undir Dönum á sínum tíma þegar kotbændur voru farnir að leggja sér skósólana til munns.
Nú mun fólk segja að þetta væri óhemju svartsýni og bölmóður en ég bið fólk um að hugsa þetta dæmi aðeins út til enda og koma fótunum niður á jörðina. Það er í gangi hérna ákveðin "naivismi". Við höldum virkilega að það myndi nú engin viljandi ræna af okkur auðlindum... Heimsveldi urðu ekki heimsveldi út af engu, kæra fólk. Við Íslendingar erum kotbændur sem skiljum greinilega ekki alþjóðlega pólitíska refskák.
Við erum að láta taka okkur svo aftan frá (með leyfi) að það nær ekki nokkurri átt.
Ég og margir fleiru værum glöð að taka slaginn með núverandi ríkisstjórn ef hún myndi berja í borðið og segja NEI! við borgum ekki Óréttlátar kröfur sem lagðar eru á þjóðina. Allt umfram 1% af landsframleiðslu er óréttlát krafa.
Bretar munu sjá til þess að við fáum lítil verðmæti fyrir eignir Landsbankans. Vegna þess að þeir vilja ekki að við munum geta borgað. Þeir vilja fá auðlindirnar. Af hverju tilheyra langflestar skattaparadísirnar beint undir breska konungsveldið? Það er engin... alls engin tilviljun. Af hverju förum við ekki fram á það við Breta að þeir ræði við drottningu sína og fái þessa peninga heim aftur?
Við eigum ekki að vera hrædd við það að verða "einangruð" Við verðum það ekki. Við auðvitað yrðum útfryst til þess að byrja með. En almenningur í hinum vestrænu löndum myndi aldrei sætta sig við það til lengdar að lítil þjóð yrði kúguð til lengdar. Við lifum í upplýstu vestrænu samfélagi og við eigum marga sterka að erlendis. Bæði þekkta fræðimenn sem og aðra.
Við eigum nóg af fæði hér á landi svo fæðuöryggið yrði aldrei ógnað. Við fáum alltaf einhvern gjaldeyri inn til landsins, þó ekki nema bara vegna álvera og ferðaiðnaðar. Við munum alltaf geta bjargað okkur með þá lágmarksolíu og lyf sem við þyrftum á að halda. Og þetta stæði stutt yfir. Miklu styttra en að selja landið í eilífa ánauð alheims auðvaldsins.
Við getum þetta ef við stöndum saman. Verum hugrökk. Verum sterk.
Björg F (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 13:03
Ef svikararnir í meirihlutanum fara með þetta í gegnum þingið þá er eins gott að forsetinn stoppi málið og setji í þjóðaratkvæði. Ef ekki þá getur þetta lið bara farið heim til sín. Það er ekkert lýðveldi eftir til að stjórna.
Viðar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 13:07
Landráðaflokkar Íslands eru V-Grænir og Samfylking. Haltu baráttunni áfram Þór þú ert eini maðurinn með viti inn á Alþingi í dag.
Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 13:18
Góðan dag....
Getur einhver hér sagt mér hversu stór hluti af þessum 50 milljörðum sem safnast hefur saman á bók Landsbankans í Bretlandi séu afborganir á útlánum bankans?
Einnig hef ég verið að velta fyrir mér hvers vegna fjármagnstekjuskattur var ekki hækkaður á undan neyslusköttum sem fara beint út í verðbólguna. Skil svo sem að ríkið neyðist til að hækka skatta að einhverju leyti en finnst það vera gert í rangri röð. Er það ríkisstjórnin sem ræður ferðinni eða ósýnilegir fjármagnseigendur?
Andri B. (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 13:23
Sæl Björg og takk fyrir svörin (og þið hin líka).Ég vona samt innilega að þú hafir rangt fyrir þér (nú er ég ekki að segja að þú hafir rangt fyrir þér, heldur er ég að segja að ég voni að þú hafir rangt fyrir þér). Þá langar mig til að spyja hvernig þú (eða aðrir) sérð fyrir þér lausn á þessu máli? Þá er ég ekki að meina bara að neita, heldur koma með aðra lausn. Það er sama hvernig á málið er litið, það verður að leysa málið og því miður finnst mér fólk afskaplega duglegt við að neita (sem mér finnst vel skiljanlegt) en á sama tíma vanta allar hugmyndir um hvernig það á að leysa málið. Semsagt, Björg hefur lagt fram rök fyrir því af hverju við ættum ekki að borga (hvort rökin séu rétt er hægt að rökræða). Gefum okkur að rökin séu góð og gild, hvernig eigum við að leysa vandann? Hvernig er með hinar spurningarnar sem ég setti fram (ummæli 24)?
Hanna (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 13:37
Hanna, ég get ekki svarað spurningum þínum, hef ekki þekkingu til þess. En ég vek enn og aftur athygli á greinunum sem Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við HÍ og Lárus Blöndal, hdl., skrifuðu í Morgunblaðið í vetur, svo og einnig á það sem Björg Thorarensen, lagaprófessor við HÍ, hefur sagt. Almenningur getur knúið RÚV til að taka við þau ítarlegt viðtal: ekki 10 mínútna Kastljósviðtal, heldur ítarlegt og upplýsandi klukkutímalangt viðtal.
Almenningur á ekki að leika "vitringa" í þessu máli og giska á lausnir eða þræta um leiðir, heldur á núna að leita til sérfræðinga, og ég nefni þau þrjú hér að ofan. Gefum ekki eftir að fréttamenn RÚV haldi áfram að lesa fréttatilkynningar frá fyrirtækjum og stjórnvöldum, heldur krefjumst þess að þeir vinni vinnuna sína og taki ítarlegt og upplýsandi viðtal við lagasérfræðinga um hvaða leiðir eru í stöðunni.
Til Bjargar, innleggið þitt er mjög gott og svo sorglega satt. Þótt margir séu reiðir þá eru enn margir sem enn stinga hausnum í sandinn.
Helga (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 15:05
Nákvæmlega rétt hjá Helgu!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.6.2009 kl. 15:08
Helga:
Ég verð að segja að mér fannst þetta bókstaflega frábært svar !!! Það væri ráð að almenningur þrýsti meira á fjölmiðlafólk að taka viðtiöl við þá sem til málanna þekkja! Það er kannski þangað sem almenningur þyrfti að beina kröftum sínum! Mótmæla fyrir framan RÚV í staðin fyrir alþingishúsið! Það eru fjölmargar spurningar sem ekki hafa fengist nein svör við (eða einhver loðin svör).
Þá vildi ég óska að fréttmenn tækju ekki hringskýringum sem góðum og gildum útskýrinum (því eðli hringskýringa er að þær skýra ekki neitt), heldur forðuðust þær eins og heitan eldinn, en því miður er allt of mikið af slíkum skýrinum tekið einhverjum raunverulegum skýringum (enda ekki nema eðlilegt að fólk taki þessum skýringum sem góðum og gildum rökum þegar þeim er ekki bent á að um hringskýringu sé að ræða).
Hanna (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 15:17
Takk stelpur, Rakel og Hanna!
Er þá ekki bara málið að við og allir hinir skellum okkur í að beina kröfum okkur að RÚV sem hefur lagaskyldur gagnvart okkur?
Hugmyndin um mótmæli fyrir utan höfuðstöðvar RÚV er góð.
Helga (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 15:25
Þetta er mikill lestur Þór. En þrátt fyrir lengdina get ég tekið undir með nafna þegar hann spyr þig einfaldlega (og þú hefur ekki svarað) : Hvað hefðir þú gert í staðinn? Það kemur ekki fram hjá Borgarahreyfingunni með sína hvíta fortíð.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 16:07
Það sem ekki kemur fram í umræðunni er : Hvernig verður við aðra kröfuhafa Landsbankans? Með þessum samningi (ef alþingi samþykkir) þá er búið að ráðstafa öllum eignum Landsbankans upp í ICESAVE skuldir í Bretlandi og Hollandi, og það meira að segja, að ef ekki fæst viðundandi verð fyrir eigninar, þá er Íslenska ríkið með ábyrgð fyrir mismuninum.
Þessi samningur er fordæmi fyrir aðra kröfuhafa bankana um endurkröfur (fordæmi og jafnræðisregla). Með þessum samingi er komið mögulegt fordæmi, sem hinir erlendu kröfuhafar Íslensku bankana geta nýtt sér í komandi samningum. Gefið okkur ríkisábyrgð með 5% vöxtum og byrjið að borga þegar þið getið. Við skulum lánaykkur til 50 ára.
Nei. Það á ekki að skrifa undir þennan samning við Bretana og Hollendinga. Íslensk stjórnvöld eiga að reikna út hversu mikið hin Íslenska þjóð getur sett til hliðar til greiðslu þessara skulda á næstu 10 árum. Þessi tala má ekki fara uppfyrir 1% af landsframleiðslu. Þessa tölu þarf að leggja fyrir kröfuhafa og semja við þá á þeirri tölu. Á sama tíma á að láta á það reyna að koma þessu máli til dómstóla í Evrópu. Ef dómur fellur okkur í hag þá lækkar endurgreiðslan, ef ekki þá stendur samningurinn.
Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 16:45
með hverjum deginum líður mér betur með þá ákvörðun sem ég tók, með hvernig ég beitti atkvæði mínu. hefði viljað sjá ykkur fleiri á þinginu. ekki veitir af.
nú er um við að tala um einhverja 630 milljarða eða svo. upplýsingastreymið hefur ekki verið meira en svo ég veit ekki töluna nákvæmlega. hef líka heyrt 640 og 650 milljarða.
svo er talað um 5,5% vexti og engar afborganir fyrstu sjö árin. það þýðir að eftir sjö ár hafa vextir lagst á höfuðstól árlega. eftir sjö ár mun því höfuðstóllinn standa í tæpum 950 milljörðum og bara vextirnir fyrsta afborgunarárið munu því verða um 50 milljarðar.
þetta er tóm bilun.
þegar upp er staðið mun þjóðin líklega ekki borga undir 2000 milljörðum, þegar allt er talið
Brjánn Guðjónsson, 7.6.2009 kl. 16:59
Björg, þú segir "Við auðvitað yrðum útfryst til þess að byrja með. En almenningur í hinum vestrænu löndum myndi aldrei sætta sig við það til lengdar að lítil þjóð yrði kúguð til lengdar."
Hefuru þá heyrt um land sem heitir Kúba? bara svo ég taki nett dæmi fyrir þig.
Magnús (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 17:08
Og hvernig hefðir þú nú leyst þetta eða þið sem skammist yfir þessu IceSave samkomulagi?
Eins og það séu margir valmöguleikur í þessari ömurlegri stöðu.
Rökstyðja takk.
Það er svo voðalega gott að geta verið í hlutverki röflaranna og þurfa ekki að taka neina ábyrgð á einu eða neinu.
Kolbrún Baldursdóttir, 7.6.2009 kl. 18:58
Gjaldmiðlar, einkunnabók um stöðu hagkerfa
Verðmæti gjaldmiðla, er mæling á trausti markaðarins á viðkomandi hagkerfi, fall verðmætis ber því vott um fallandi traust á því hagkerfi. Þannig, að spurningin sem menn þurfa að svara er: "FER STAÐA EFNAHAGSMÁLA VERSNANDI"? Ef svarið er 'já' - er hægt en stöðugt fall krónunnar, undanfarnar vikur, fullkomlega útskýrt.
Sannleikur þessa, er einfalt að sjá. Gengi krónunnar, er að mörgu leiti sambærilegt, við gengi hlutabréfa fyrirtækis. Þegar því vegnar vel, styrkist gengi hlutanna og því meir sem velgengnin eykst. Þegar á móti blæs, lækkar gengið, o.s.frv.
Áhrif samninga um Icesave á gengi krónunnar
Eins og sagt er frá samkomulagi um Icesave munu Íslendingar hafa veitt samþykki sitt með formlegum hætti því að taka á sig 650 milljarða skuld, til 7 ára, gegn 5% vöxtum, 35 milljarða vaxtagjöldum - þangað til sala eigna getur farið fram, til að borga þetta lán niður. Augljósi punkturinn, er sá að með þessum gerningi, mun Ísland hafa aukið skuldir sýnar, um þessa tölu. Þetta er þ.s. markaðurinn, mun sjá. Hvað kemur á móti, eftir 'X' ár, er óvisst, þannig að markaðurinn getur ekki lagt verð á það í dag. Til viðbótar þessu, auka vaxtagjöldin halla ríkissjóðs, einmitt á viðkvæmasta tímabilinu þegar hápunktur kreppunnar er að ganga yfir - það hlýtur að vega enn frekar gegn stöðu ríkissjóðs, og auka niðurskurðarþörf enn frekar. Afleiðingin, hlýtur að hafa verið og verða, frekari fall krónunnar, þ.s. aukinn skuldabyrði og vaxtabyrði, af erlendum lánum, getur ekki annað en hafa lækkað stöðumat markaðarins á íslenska hagkerfinu, enn frekar.
Bankakreppan
Þegar þessi grein er skrifuð, er enn ekki búið að ganga frá uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna. Því er ekki vitað; hvert eigið fé nýju bankanna er, né á hvaða verði ríkið mun taka yfir lán sem hvíla á íslenskum fyrirtækjum - til að styrkja eigin fjár stöðu nýju bankanna. Á meðan, liggja ekki fyrir, hverjar afskriftir erlendu kröfuhafanna, verða akkúrat. Þetta ástand veldur því, að nýju bankarnir eru nær fullkomlega lamaðir, hvað nýjar lánveitingar varðar. Lánafyrirgreiðsla, er lífsblóð fyrirtækja hagkerfisins. En bankarnir, geta ekki veitt ný lán, nema að mjög takmörkuðu leiti og þá gegn ofurkjörum, vegna þess að stjórnendur bankanna vita ekki hvað eigið fé viðskiptabankanna verður. Þannig, er eðlilegt, við slíkt ástand, að stjórnendur bankanna haldi að sér höndum.
Bankakreppan, rekakkeri á hagkerfið
Afleiðingar viðvarandi bankakreppu, eru þær að hagkerfinu er hægt og örugglega, að blæða út. Nær alger skortur á lánafyrirgreiðslu, þíðir að fyrirtæki, eru hægt en örugglega að ganga á eigið fé. Einungis fyrirtæki í útflutningi, fá einhverja smá fyrirgreiðslu,,,og þau búa einnig við það forskot, að hafa tekjur í erlendri minnt. Innlend þjónustu fyrirtæki, eru á hinn bóginn, algerlega uppi við vegg. Einungis er spurning um tíma, á meðan bankakreppan viðhelst, að fjöldi fyrirtækja sem eru að mestu háð innlendri starfsemi verði uppiskroppa með lausafé. Afleiðing þess, verður stöðvun rekstrar - og líklega gjaldþrot mikils fjölda þeirra. Ljóst er af þessu, að ekki er undarlegt að krónan falli.
Afleiðingar hás vaxtastigs
Vextir, hafa mikið verið í umræðunni, skiljanlega. Það hentar einnig stjórnvöldum, að tala um vexti, því þá geta þau bent á Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn - annars vegar - og á Seðlabankann - hins vegar. Smá "diversion" sem sagt. Að mínu mati, er bankakreppan enn stærra vandamál, en vextirnir. Tal um bankakreppu, beinir sjónum að stjórnvöldum, þess vegna tala þau frekar um vexti og benda á aðra sökudólga. Hátt vaxtastig, hefur samverkandi áhrif, með bankakreppunni, í því að láta atvinnulífinu blæða jafnt og þétt út. Áhrifin, eru augljóslega þau, að vextirnir eru jafnt og þétt, að lækka mat markaðarins á gengi hagkerfisins. MEÐ ÖÐRUM ORÐUM, HÁTT VAXTASTIG, ÝTIR GENGI KRÓNUNNAR NIÐUR.
Áhrif á heimilin
Vart þarf að taka fram, að heimilin líða einnig fyrir 'BANKAKREPPUNA' og 'OFURVEXTINA.' Einnig veldur eðlilegt gengisfall krónunnar, við núverandi skilyrði, þeim frekari vanda - vegna þess, að gengisfallið hækkar almennt verðlag, sem veldur frekari hækkun gengistryggðra lána, og sem einnig veldur hækkun erlendra lána í íslenskum krónum. Allt leggst þetta saman, og ef ástand lagast ekki verulega fljótlega, má búast við raun-gjaldþrotum mjög mikils fjölda heimila landsmanna - ekki seinna, en þegar hausta tekur, laufin fara að brunka og síðan að falla. Haustið, getur orðið - mjög, mjög kalt!!
Þjóðargjaldþrot?
Ef hrun hagkerfisins, er ekki stöðvað í tæka tíð, til að koma í veg fyrir "ANNAÐ HRUN," mun ríkissjóður standa frammi fyrir mjög verulegri hættu á að komast í greiðsluþrot - hið minnsta hvað erlend lán varðar. Klárlega, veldur frekara hagkerfis hrun, einnig tekju hruni hjá ríkissjóði, ofan á það tekjuhrun, sem þegar er orðið vegna framkomins efnahags hruns. Á sama tíma aukast skuldbyndingar, vegna stöðugrar aukningar skulda, vaxtagjalda og viðvarandi aukningar atvinnuleysis. Þetta er ekki "EF SPURNING". Þeir sem stjórna landinu, verða að átta sig á því, að gjaldrot er ekki órar einhverra vitleysinga, heldur graf-arlvarleg, og raunveruleg, hætta.
Einar Björn Bjarnason, 7.6.2009 kl. 19:10
http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/892231/
MÓTMÆLI Á MORGUN!!!
Kolbrún, Gísli og aðrir hér sem leita lausna. Ég get ekki talað fyrir Þór Sarri eða aðra, en fyrir mér er svarið augljóst.
Númer eitt þarf að fá úr því skorið hvort að okkur sannarlega beri að greiða þetta. ÞAÐ HEFUR ENN EKKI VERIÐ GERT.
Númer tvö þarf að semja þá um málið þannig að þjóðin geti mögulega með einhverjum ráðum staðið við slíkt samkomulag án þess að það þýði endalok verlferðarkerfis á Íslandi í áratugi.
Baldvin Jónsson, 7.6.2009 kl. 20:37
Mikið sé ég eftir því að hafa kosið borgarahreifinguna en ekki vinnstri græna eins og ég ætaði.
Það var ekkert annað í stöðunni en að semja um þessar skuldir og finnst mér ótrúlega ómálefnalegt að halda því fram að núverandi stjórn sé að sóða meira út. Mér finnst þetta fáranlegur málfluttningur og tek undir með kolbrúnu Baldurs hér að ofan að það skorti rök. Þau rök þín sem þú sagðir í kastljósi meika bara ekki sens að við förum á fund breta og segjum.... "Hei við bara getum ekki borgað þessar skuldir .. þið verðið að hjálpa okkur." Þeir hefðu einfaldlega ekki tekið það í mál og það er löngu orðið ljóst að við hefðum tapað þessu máli fyrir rétti.".
GO BACK TO AFRIKA ....
Brynjar Jóhannsson, 7.6.2009 kl. 21:48
Þór ég sé ekki eftir að hafa kosið þig, svakalega stendur þú þig vel!
Fyrir þá sendisveina Samfylkingar sem biðja hér Þór Saarí um tillögur um hvaða aðra leið eigi að fara en að ganga að þessum samningum, Þá hefur Þór Saarí bent ítrekað á þær leiðir. Þetta er aftur á móti aðferð þeirra til útúrsnúnings.
Hér hafa ráðherrar með fulltyngi erlendra aðila farið á bak við þjóð sína og er það einfaldlega ekki ásættanlegt.
Það er rangt að það sé orðið of seint að gera neitt annað í málinu og fólk sem heldur slíku fram gengur ekki til verks af heilindum. Þetta eru Nauðungarsamningar sem kröfuhafar hafa fengið í gegn með þvingunum, hótunum, valdníðslu og hryðjuverkalögum á saklausa þjóð.
Það verður því engin sátt um afgreiðslu málsins með þessum hætti heldur verður þetta eins og að hella bensíni á eld. Hér mun ríkja ófriður á götum úti.
Það virðist sem núverandi stjórnarliðar séu veruleikafirrtir. Í allan vetur sem leið, var tifað á endurbótum, þjóðin öskraði á að fá málin upp á borð, gagnsæi og endalok ráðherravalds,,,,spillingar og launhelgunar.
Ekkert hefur breyst - kosningar eru afstaðnar.
Forsætisráðherra heldur því fram að einhver álit segi henni hið gagnstæða við álit Forseta Lagadeildar HÍ og flestra annarra sem farið hafa yfir málið hér og í Bretlandi fyrir okkar hönd.
Nauðungarsamningar eru riftanlegir. Fellið Nauðungarsamningana!
sandkassi (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 00:24
Alþingi og þjóðina þarf að upplýsa
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 8.6.2009 kl. 01:29
Utanríkismálaráðuneyti, Bankamálaráðuneytiog Viðskiptamálaráðuneyti eiga aldrei að vera í höndum höndum aðila sem taka hagsmuni stærsta mótaðilans ES:EU, fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Þau mistök eru greinilega að endurtaka sig.
Setja skuldahalanna eða drekanna á hausinn. Taka lán á nýjum grunni fram í tímann. Skera niður bankakerfið einhæfir útflutningsvegir þurfa ekki flókið bankakerfi. Smækka fyrirtæki þannig að meðalgreindir Íslendingar geti ráðið við að reka þau eða geti borið ábyrgð á þeim.
Sjávarútvegurinn er hann ekki eign: Tryggingafélaga, Olíufélaga, banka og lífeyrissjóða ásamt nokkrum afkomendum sem fá að fylgja með?
Júlíus Björnsson, 8.6.2009 kl. 01:37
Júlíus við mætum þarna kl. 3 á morgun. Ég get ekki horft upp á þessa menn ljúka þessu máli á þennan hátt.
Nú hefur það gerst að ráðherrar hafa tekið sér vald hins alsjáandi og ákveðið að afgreiða þetta mál í reykfylltu bakherbergi. Þinginu er ekki treystandi að þeirra mati, almenningi er ekki treystandi að þeirra mati, sérfræðingum er ekki treystandi að þeirra mati.
Einungis þeir sjálfir, nánar tiltekið Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra, vita hver lausnin raunverulega er og engum er treystandi til að sjá málið í réttu ljósi.
Nú stefnir í voða og með fullri virðingu fyrir annars ágætum störfum þessa fólks og eflaust einlægum vilja, þá eru þau bæði tvö með hirð sína í eftirdragi komin út fyrir þann heim sem þau þekkja. Þetta er ekki litla sæta Ísland, stórasta land í heimi heldur hákarlskjaftur með vígtennur.
Hér hefur myndast gjá milli þings og þjóðar.
Eigðu þakkir Þór Saarí - ég mæti.
sandkassi (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 04:10
Sæll Þór
Þú stendur þig vel og hefur allan minn stuðning.
Ragnar Þór Ingólfsson, 8.6.2009 kl. 10:28
Hlustið hér....
...ekki ráðast á fólkið sem "mokar flórinn"?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 11:26
Jón Logi
Allt var gert kleift í gegnum EES og þökk honum Jóni Baldvin Hannibalssyni, já þessum manni sem virtist eiga orðið Morgunblaðið í dag og skrifar stanslaust um ESB. rétt eins og hann væri á launum hjá Bilderberg Group, Club of Rome og/eða fyrir sjálfa ESB- central Bank elítuna.
Maður er nú hættur að kaupa allar þessar lygar frá ESB sinnum, en þeir (ESB sinnar) ættu endilega að lesa bókina "Rotten Heart of Europe" eða bókina The Great Deception the secret history of the European Union eftir hann Christoper Booker og Richard North og þá kannski hætta ESB sinnar þessum lyga áróðri fyrir ESB og sjá hversu ólyðræðislegt þetta Evrópusamband er í raun og veru.
Nú ég á ekki vona á því að öll hin ESB ríkin fái að kjósa um Lissabonn-sáttmálann (eða gömlu ESB- stjórnaskrána) En eins og þú veist þá er ESB bara þekkt fyrir að vera eitthvað ólyðræðislegt bákn og mun hafna öllum hinum aðildarríkjunum um lýðræðislega atkvæða greiðslu, ekki satt? Nú og auðvita vilja ESB sinnar hér reyna halda uppi þessari sömu ólýðræðislegu aðferðafræði og passa sig á að minnast ekki á galla EES er varðar Icesave og þeir vilja ekki leita til dómstóla, en þeir (ESB sinnar) banna allt sem hefur að gera með lýðræðislegar aðgerðir
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 13:30
Stundum er bara betra að bíta í tunguna á sér.
Þú færð ekki mitt atkvæði aftur. Það er spurning hvort þið viljið ekki bara skella Steingrími á krossinn af því hann er svo andskoti líkur honum Jesú Krist.
Einar (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:38
ES: er 9% af heiminum: Samansafn þrælahaldara og lénsherra að fornu fari og fellur gengi hennar hraðfluga, fyrrverandi nýlendur gráta þurrum tárum. ES mun einangrast og við nýlendan forna eignum að velja okkur vini og samherja við hæfi.
Það að hafna : Syndir feðranna koma niður á börnum. Refsingu almennings fyrir syndir glæpamanna. Er til fyrirmyndar og styrkir stöðu Íslands og vekur aðdáun í alþjóðasamfélaginu: Það er alla vega hjá 91% heimsbyggðarinnar.
200.000 tonn af þorski er 625 kg. á hvern Íslending. [ársvextirnir?]
Hvað kostar það Íslendinga mörg störf að flytja 80% inn frá ES.
Það er ekki sama hvernig er samið.
Júlíus Björnsson, 9.6.2009 kl. 15:04
Jón Frímann
Við þurfum ekki að kaupa þennan hræðsluáróður þinn. En afhverju eru allir þessir ESB sinnar og allt þetta Samfylkingarlið svona miklir aumingjar, eða afhverju þorir þetta fólk ekki að fara með þetta mál í gegnum dómsstóla, eða gegn þessum ESB þjóðunum Bretlandi og Hollandi, síðan hvenær þurfa menn að vera svona miklir aumingjar, að þeir þori ekki leita réttar síns í Þessu ICESAVE- máli?
Já ég veit það er alltaf þetta sama rugl aftur og aftur ESB þetta og ESB hitt og/eða annars komust við ekki inn í ESB osfrv eða ESB ESB OG ESB. ég hef heyrt þetta allt áður bæði fyrir kosningar, eða er hryðjuverkalögin voru sett í Bretlandi gegn okkur og/eða þegar Samfylkingin í ríkisstjórn gerði nákvæmlega ekkert til þess að hægt væri að fara í mál gegn Bretum, en nú á að reyna allt til að telja okkur trú um að það sé ekki hægt að gera neitt, ekki satt?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 00:41
Samkvæmt mínum heimildum er staða hjá almenningi í Svíþjóð svona. Tíðni kransæða stíflu fer vaxandi.
Almennur óttu um starfsmissi veldur meðalmanninum streitu, streituhormónin gera æða veggina hrufótta og þar kemur grunnur fyrir fitu til að festast.
Svíar á sínum tíma urðu fyrir því að Seðlabanki ES mælt með þeim við stærstu einkavinavæddu Banka ES [með ríkisábyrgð]. Athugið að ES mun öll vera orðin einkavinavædd. Gömlu óarðbæru ríkisfyrirtækin skuldsetjast svo fjármálastofnunum ES sig gegnum verðbréfa höll, hluti hagnaðar rennur í Seðlabanka[kerfi ES] . Verð bréfa fer t.d. eftir samningum við ríkisstjórnir.
Gæða lánsfé streymdi í Sænska fjármálakerfið sem velti svo gæðum út í Sænska samfélagið af gömlum vana. Svo urðu Lánadrottnar allt í einu varir um sig: Svíar höfðu óvart fengið alltof mikið lánað.
Þá þrengdust lánalínur svo að Sænska Lánakerfið þrengdi að Sænska samfélaginu af gömlu banka vana.
Þá kom ES til hjálpar og innlimaði Svía. Nú vinna Svíar þjónustustörf.
Júlíus Björnsson, 10.6.2009 kl. 02:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.