Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.8.2009 | 23:09
Þinghúsbréf 17
Þingið kom saman í dag eftir tveggja vikna hlé sem var notað til nefndarfunda. Þinginu er haldið í gíslingu og fær ekki sumarfrí (né starfsfólk þingsins) vegna ICESAVE, þessa helsta hugðarefnis ríksistjórnarinnar nú þegar ESB er búið. Vandi heimilanna og fyrirtækjanna skiptir ekki máli þar á bæ frekar en fyrri daginn.
Hvað um það, í dag afgreiddum við m.a. frumvarp um meðhöndlun úrgangs (mál nr. 4) og um eiturefni og hættuleg efni (mál nr. 3), hmmm........
Svo var kosið í stjórn Seðlabankans, landskjörstjórn, yfirkjörstjórnir og nefnd um erlenda fjárfestingu. Við fengum einn (eina) í nefnd um erlenda fjárfestingu, Björku Sigurgeirsdóttur frá Egilsstöðum sem var á lista í NA kjördæmi. Einn aðalmann í yfirkjörstjórn SV kjördæmis, Hörð Ingvaldsson sem var umboðsmaður okkar á kosninganótt og á lista í kjördæminu, einn varamann í yfirkjörstjórn í Reykjavík suður, Grétar Einarsson (held ég) sem var umboðsmaður okkar þar á kosninganótt. Þessi tvö kjördæmi voru þau sem stöðvuðu framboðið á sínum tíma þannig þetta er að einhverju leiti sigur þar. Við hins vegar mótmæltum þessum kosningum öllum í þinginu í dag, þ.á.m. í Seðlabankann og landskjörstjórn en þar fegnum við engan. Við áttum að fá mann (Þráinn) í Þingvallanefnd en hann hafnaði því. Í Seðalbankann voru svo að sjálfsögðu valdir traustir flokksdindlar eða afdankaðir pólitíkusar, enn einu sinni, Isss......
Við krefjumst að hver flokkur fái a.m.k. einn í hverja yfirkjörstjórn hvers kjördæmis og að ný framboð fái einnig að koma að borðinu og sama á við um landskjörstjórn. Það er hins vegar ekki mikill áhugi á því hjá fjórflokknum sem skammtaði sjálfum sér þessi völd, völd sem má misnota til að stöðva framboð eins og reynt var við okkur. Isss.....
Það hrikalega er að þingmönnum virðist vera alveg nákvæmlega sama og þrátt fyrir 23 nýja þingmenn á þingi, fyrir utan okkur, eru þeir allir steyptir í sama fjórflokka mótið. Jæja, þetta var dagur úrgangs, eiturefna og taps fyrir lýðræðið á hinu háa Alþingi okkar. Kannski skánar þetta einhvern tímann.
Sjá hér athugasemdir okkar við kosninguna:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090811T140342&end=20090811T140608&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090811T140806&end=20090811T140950&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090811T140952&end=20090811T141134&horfa=1
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
7.8.2009 | 00:10
Félagsfundurinn
Rétt er að árétta það að svo það sé á hreinu að þá óskuðum við þrír þingmenn hreyfingarinnar eftir að félagsfundinum yrði frestað um viku þar sem vitað væri að ekkert okkar gæti mætt en öll höfðum áhuga á að koma. Samkvæmt póstum sem ég fékk í gærkvöld virtist það verða niðurstaðan en svo í morgun hafði einhver skipt um skoðun og það upp hófust átök innan stjórnarinnar hvort ætti að halda fundinn eður ei. Hann var svo greinilega haldinn og hefur vonandi verið einhverjum til gagns, en málefninu og hreyfingunni gagnaðist hann ekki.
Ég leyfi mér svo að birta bréf Margrétar til félagsfundarins en ég tek undir hvert orð sem hún segir.
Kæru félagar,
Í hádeginu í dag vorum við sem skipum þinghóp Borgarahreyfingarinnar boðuð á félagsfund nú í kvöld til að ræða klofning þinghópsins. Ég hef reynt að hafa það sem forgangsatriði að sækja félagsfundi Borgarahreyfingarinnar þótt ég hafi ekki komist á þá alla.
Það sem hér á hins vegar að ræða eru yfirlýsingar Þráins Bertelssonar í fjölmiðlum um að hann vilji ekki tala við okkur hin sem skipum þinghópinn með honum. Ég get engan veginn tekið að mér að svara fyrir hann og hans yfirlýsingar, hann verður að sjá um það sjálfur. Því tók ég þá ákvörðun að koma ekki á fundinn í kvöld, auk þess sem ég er ósátt við þann stutta fyrirvara sem ég fékk.
Ég get hins vegar greint frá minni hlið málsins. Forsöguna þekkja flestir en Þráinn var og er ósáttur við gjörning okkar við ESB atkvæðagreiðsluna. Það er hins vegar ekki rétt að við höfum ráðist í þá aðgerð án samráðs við hann. Við ræddum við hann áður en við létum til skarar skríða og hann gerði okkur ljóst að hann vildi ekki taka þátt í þessu og hélt ég að hann skyldi fullkomnlega á hverju afstaða okkar byggðist og virti ákvörðun okkar.
Samskiptin við hann þá daga sem hasarinn stóð yfir og fram yfir atkvæðagreiðsluna voru öll eins og best verður á kosið. Þráinn fór svo í útvarpsviðtal eftir atkvæðagreiðsluna þar sem hann sagðist ekki vita hvort hann hyggðist starfa með hinum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar áfram en ætlaði að taka sér frest fram yfir helgi til að melta það.
Mér fannst meira en sjálfsagt að gefa honum þann tíma. Sá tími hefur dregist á langinn.
Þráinn Bertelsson hefur verið boðaður á alla þinghópsfundi okkar síðan atkvæðagreiðslan fór fram en ekki mætt á einn einasta. Hann svaraði fundarboði á þann fyrsta, á mánudaginn 20. júlí, að hann myndi ekki mæta á þinghópsfundi en önnur svör hafa alla vega ekki borist mér. Við höfum ítrekað beðið um fundi með honum, sum okkar hafa hringt en aðrir sent bréf. Hann hefur aðeins einu sinni talað við okkur öll þrjú saman síðan þetta var en það var í matsal þar sem við báðum hann að ræða við okkur þingmáls sem kemur til kasta allsherjarnefndar en þar neitaði hann að ræða málið við okkur og var stuttur í spuna.
Mér þykir afar vænt um Þráinn og þætti miður ef hann sæi sér ekki fært að starfa með okkur. Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfa mig en að mínu mati er Þráinn meira en velkominn í samstarfið á nýjan leik. Þá þykir mér miður að lesa umræðuna og þá útreið sem hann fær t.d. á Eyjunni í dag og ég vona að félagar í hreyfingunni hafi ekki tekið þátt í þeim ærumeiðingum.
Verst þykir mér þó að þetta ósætti skuli taka frá okkur tíma og orku þegar svo margt annað skiptir svo miklu meira máli. Nú vofir Icesave yfir okkur og öllu máli skiptir að koma því máli í einhvern farveg sem við getum lifað við sem þjóð. Þótt málið sé enn ekki til lykta leitt þá held ég að það dyljist engum að þar hafi Borgarahreyfingin, þingmenn sem grasrót, þegar unnið þrekvirki þótt deila megi um sumar aðferðirnar.
Við skulum ekki gleyma því að þessum glæsilega samningi átti að lauma í gegnum þingið án þess að þingmenn fengju færi á að kynna sér hann og meiri hluti þingheims var sáttur við það vinnulag á þeim tíma.
Margrét Tryggvadóttir
Með baráttu kveðju.
Þór Saari
1.8.2009 | 16:03
ICESAVE, Eva Joly og íslendingar
Kæru félagar.
Berið saman greinar Evu Joly og Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu í dag laugardag. Berið svo saman Evu Joly og Kolbrúnu Bergþórsdóttur.
Ef þið þorið, berið svo einnig saman ríkisstjórnina okkar og umheiminn.
Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.8.2009 kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
24.7.2009 | 00:44
Þinghúsbréf 16, áframhald á ICESAVE
Þetta hefur verið einkennileg vika. Eftirhreyturnar af viðsnúningi okkar í ESB atkvæðagreiðslunni náðu fram að helgi og rúlluðu svo áfram í hinni furðulegu leyniskjalaumræðu. Þar var um einhvern reginmisskilning að ræða af hálfu stjórnarnmanns í Borgarahreyfingunni sem gerði það að verkum að fullt af fólki fór í framhaldinu að tjá sig um leyniskjöl sem enginn vissi hver voru.
Einu leyniskjölin í ICESAVE málinu sem ég veit um eru í leynimöppu fjármálaráðherra á þriðju hæðinni í s.k. "Skandalhúsi" við Austurvöll sem m.a. hýsir nefndasvið Alþingis. Þau skjöl snúa að engu leiti að þjóðaröryggi eða öðrum öryggishagsmunum en eru þess eðlis ef þau kæmu fyrir augu almennings myndi traust hans á ríkisstjórninni og stjórnsýlsunni sennilega endanlega hverfa, og er það eina sennilega ástæðan fyrir leyndinni sem hvílir yfir þeim. Ragnar H. Hall vitnaði í eitt þeirra út í Háskóla í dag, en í gærdag komu hann og fjórir aðrir lögmenn fyrir Fjárlaganefnd Alþingis vegna ICESAVE málsins og fóru m.a. yfir eitt leyniskjalanna, s.k. uppgjörssamning eða "Settlement Agreement" sem þeir allir voru sammála um að væri eitthvert hið verst plagg sem fyrir augu þeirra hefði borið.
Margt sem ég hef séð tengt þessu ICESAVE máli veldur því samningurinn sjálfur nánast bliknar við samanaburðinn. Eitt af því gerðist í gær þegar ICESAVE málið var tekið út úr Efnahags- og skattanefnd eða "rifið" út úr nefndinni eins og sagt er, en formaður nefndarinnar vildi að málið yrði afgreitt. Efnislegri umfjöllun um málið var hvergi nærri lokið og ekkert samkomulag enn um nefndarálit, ekki einu sinni stjórnarmegin þar sem Lilja Mósesdóttir var ekki sátt við málsmeðferðina. Til þess að þurfa ekki að greiða atkvæði gegn félögum sínum í VG kallaði hún inn varamann sem sagði hiklaust "já" við einu flóknasta og erfiðasta máli sem þingið hefur séð, þrátt fyrir að hafa ekki setið einn einasta nefndarfund. Sama var uppi hjá Samfylkingunni en þar greiddi Þórunn Sveinbjarnardóttir málinu samþykki á sömu forsendum og varafulltrúi VG. Þórunn kom inn fyrir Magnús Orra Schram hvers fjarvera er enn óútskýrð en vitað er að hann er ekki hrifin af ICESAVE og spurning hvort hann hafi haft geð í sér til að veita því brautargengi. Þriðji fjarverandi nefndarmaðurinn var svo Birkir Jón Jónsson úr Framsóknarflokknum sem varð þrítugur í gær og því með bestu afsökunina.
Í kjölfar nefndarfundarins hófst svo heljarinnar fjölmiðlaherferð gegn Lilju Mósesdóttir þar sem rökkum Samfylkingar í fjölmiðlastétt var att á hana allan dagin. Þess má geta að hún hefur einnig legið undir ámæli frá þingmönnum Samfylkingar í allt sumar og setið undir árásum frá samþingmönnum í VG vegna afstöðu sinnar í ICESAVE, en þess má geta að hún er með doktorsgráðu í hagfræði og er því betur sett en flestir til að leggja mat á þann klafa sem ICESAVE er. Árásirnar héldu svo áfram í dag í fjölmiðlum og af hálfu einstakra þingmanna Samfylkingar. Í dag keyrði hins vegar um þverbak og ég beinlínis sá hrikta rækilega í stjórnarsamstarfinu. Lilja er hugsjónamanneskja, hugrökk og samvisku sinni trú og eltir ekki villuljós pólitísks metnaðar eða vinsælda.
Oft hefur verið talað um tök hinna og þessara stjórnmálaflokka á fjölmiðlum og Mogginn og Bláskjár oft nefnd sem augljósustu dæmin. Sem þingmaður hef ég hins vegar tekið eftir hvernig rakkar stjórnmálaflokka eða "skrímsladeildir" eins og þetta fólk er stundum kallað, taka sig skipulega saman í pólitískum tilgangi og gera atlögu að meintum andstæðingum í pólitík. Birgitta okkar lenti í þessu heila helgi eftir kúvendingu hennar í ESB málinu sem og Borgarahreyfingin viku síðar. Netmiðlar og blogg hreinlega loga af heilagri vandlætinu og æla sem óðir væru. Kvikindi þessi skríða líka oft inn sem athugasemdir á bloggsíður viðkomandi. Lýðræðisleg umræða segja sumir, og jú, víst má það vera að sumt af þessu sé heiðarlega gert, en alls ekki allt.
Annað ljótt mál skaut aftur upp kollinum þegar Birgitta minntist á eineltið sem margir þingmenn VG urðu fyrir í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um ESB í síðustu viku. Þá voru einstaka þingmenn sem vitað var að ætluðu að segja nei eða sitja hjá teknir í "viðtal" hjá Jóhönnu sem sat í hliðarsal og sendi hún sendi Björgvin G. ítrekað inn í þingsal eftir villuráfandi VG liðum. Þegar Birgitta var langt komin í athugasemd sinni og þingmönnum ljóst hvað hún var að tala um upphófust mikil frammíköll frá þingkonum Samfylkingar og þá sérstaklega Ólínu Þorvarðardóttur en hún og fleiri höfðu uppi háðsglósur og hlátur um athugasemd Birgittu. Þetta er hins vegar grafalvarlegt mál og alls ekki sæmandi þjóðþingi landsins og það er sennilega óþægilegt fyrir stjórnarmeirihlutann að sjálft Alþingi þurfi hugsanlega á Olewus áætlun að halda. Sjá hér:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090723T110320&horfa=1
Ánægjulegu fréttirnar voru hins vegar þær að Fjárlaganefnd sem er svokölluð "aðal"nefndin í ICESAVE umfjölluninni, ákvað að fá utanaðkomandi álit á gögnum og umsögnum Seðlabankans og Fjármálaráðuneytisins og fékk Hagfræðistofnun Háskólans til að gera úttekt á málinu. Sem kunnugt er hafa bæði Seðlabankinn og ráðuneytið sett fram mjög misvísandi gögn í málinu og hafa tölur þeirra verið harðlega gagnrýndar, m.a. af Kára Sigurðssyni í Morgunblaðinu í dag. Ég á einnig sæti í Fjárlaganefnd og hef því getað fylgst vel með ICESAVE í tveimur af þremur nefndum þingsins sem hafa haft málið til umfjöllunar. Umfjöllunin í Fjárlaganefnd tók stakkaskiptum í faglega átt þegar menn áttuðu sig á alvarleikanum í efnahagshlið málsins og að alls ekki væri við hæfi að vinna málið á þeim flokkspólitískum nótum sem það stundum virtist rata í.
Nefndin hefur unnið mikla vinnu og safnað gríðarlegum upplýsingum og hver svo sem niðurstaða nefndarinnar verður, þá er orðið dagljóst að ef ekki er hægt að samþykkja ICESAVE samninginn óbreyttan, þá verða til staðar rök fyrir því sem hvorki Bretar né Hollendingar geta hafnað. Hagfræðistofnun mun svo skila skýrslu sinni strax eftir verslunarmannahelgina en nefndirnar vinna í málinu á meðan og fyrirhugað er að klára ICESAVE málið í þeirri viku. Kærkomið frí, sérstaklega hjá starfsfólki þingsins sem vinnur nánast ómanneskjulega vinnu en er þó alltaf hlýtt og gott í viðmóti, frábært fólk. Þetta verður líka kærkomið frí eftir langa törn sem hjá okkur Borgarahreyfingarfólki hófst á fundi í Reykjavíkurakademíunni október. Ekki hvarflaði að mér þá að það skref sem þar var tekið yrði að ferðalagi sem endaði hér, nærri tíu mánuðum síðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (84)
17.7.2009 | 00:32
ESB málið
Kúvending þriggja þingmanna Borgarahreyfingarinnar í afstöðunni til ESB hefur eðlilega verið mikið í fréttum og sitt sýnist hverjum. Á eftir fara skýringar mínar sem ég setti fram í lokaræðunni um ESB á þinginu í dag sem talsmaður þinghóps Borgarahreyfingarinnar. Þetta var ekki ákvörðun sem var tekin í skyndingu og þetta var ekki ákvörðun sem var auðveld enda leiddi hún okkur inn í pólitískt landslag sem við höfðum öll verið sammála um að fara aldrei inn á.
Í þessu tiltekna tilviki töldum við okkur geta náð fram ákveðnum áherslum í s.k. ICESAVE máli en ICESAVE samningarnir og samþykkt þeirra er sennilega eitthvert það versta sem gæti gerst fyrir þjóðina. Til þess að annað hvort stöðva eða breyta umfjöllun ríkisstjórnarflokkana um ICESAVE samningana töldum við rétt að leggja allt undir sem hægt var, þar á meðal stuðning okkar við ESB aðildarumsóknina. Loforð okkar við ríkisstjórnina um stuðning við ESB málið var að vísu gefið áður en okkur varð ljóst að aðgöngumiðinn að ESB var samþykkt ICESAVE samningana, en hvað um það, loforð var það engu að síður.
Þetta mál hefur skaðað orðspor Borgarahreyfingarinnar og orðspor Þráins Bertelssonar sem er mjög miður, hann hefur staðið við sitt og virt okkar afstöðu þó hann sé alls ekki sammála henni. Eins hefur þetta skaðað orðspor okkar þriggja, Birgittu, Margrétar og mín en hvað mig varðar þá stóð ég einfaldlega frammi fyrir því að orðspor mitt í stórmáli sem þessu skipti einfaldlega minna máli en hugsanlega betri niðurstaða með ICESAVE málið. Svona staða gerir það að verkum að menn hugsa sig um tvisvar hvað varðar framhaldið, ekki af því að málið tapaðist enda var sannfæring okkar fyrir því sterk og samviskan hrein, heldur frekar af því að svona stjórnmálum ætluðum við aldrei að taka þátt í. Maður getur svo sem reynt að telja sér trú um að þetta muni nú ekki gerast aftur, að svona mál séu sjaldgæf. Vonandi verður það svo. En helgin verður umhugsunartími.
Hvað um það, ICESAVE er næst á dagskrá og úr því að ekki tókst að þoka því frá með strategíu þá er bara að bretta upp ermarnar og kljást við það beint.
Hér er lokaræðan mín um ESB málið og þar reyni ég að skýra hvað gerðist. Eins eru hér atkvæðaskýringar Birgittu og Margrétar. Þar fyrir neðan er svo skrifaða útgáfan.
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090716T110241&horfa=1Hér gera svo Margrét og Birgitta grein fyrir atkvæðum sínum:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090716T122329&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090716T123804&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090716T133701&horfa=1
Borgarahreyfingin - þjóðin á þing
Þór Saari
Ræða vegna umsóknar um aðild að ESB 16. júlí 2009
Virðulegi forseti.
Alþingismenn munu innan skamms greiða því atkvæði hvort og þá með hvaða hætti umsókn um aðild að ESB verður að veruleika.
Þótt ekki sé kveðið á um stefnu Borgarahreyfingarinnar í þessu máli í stefnuskrá hennar hefur það verið óformleg og yfirlýst stefna hreyfingarinnar að eina leiðin til að fá úr því skorið hvort aðild að ESB er góður valkostur, sé að þjóðin greiði um það atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningur um aðild liggur fyrir.
Því miður er lífið ekki alltaf einfalt og nú hefur hluti af þinghópi Borgarahreyfingarinnar ákveðið að samþykkja tillögu þá er frammi liggur um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e. að þjóðin skeri fyrst úr um það hvort hún vilji hefja aðildarviðræður og síðan, ef svo vill til að samið verði um aðild verði þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn sjálfan. Ef sú tillaga fellur munu sömu þingmenn greiða atkvæði gegn aðild að ESB.
Hér er um að ræða stefnubreytingu og brot á loforði þinghóps BH við ríkistjórnarflokkana um að styðja þingsályktunartillögu um aðildaraumsókn að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Af hálfu ríkisstjónarflokkana hefur verið staðið að fullu við samkomulagið og meira en það því BH fékk inn umtalsverðar viðbætur á óskum sínum inn í nefndarálit utanríkismálanenfdar. Vil ég taka það fram að ég met mikils það samstarf og þann skilning sem sjónarmið okkar fengu í nefndarálitinu. Eins tel ég að hæstvirtur utanríkisráðherra hafi haldið vel á þessu máli og af sanngirni.
Stefnubreyting þessi er því alfarið ákvörðun BH og að stórum hluta að undirlagi mínu og tek ég fulla ábyrgð á því. Mér persónulega þykir þetta leitt, mjög leitt.
Ég mun nú gera nánari grein fyrir þessari stefnubreytingu.
Alþingi hefur nú fjallað um ESB aðildarumsókn í um sex vikur og um ICESAVE málið í þremur nefndum í a.m.k. tvær vikur. Á þessum tíma hafa komið fram upplýsingar sem gerðu það að verkum að sumir þingmenn BH hafa oft verið agndofa, að ekki sé minnst á vinnulagið sem hefur verið viðhaft, en eins og kunnugt er var gassagangurinn á síðustu metrunum í meðferð ESB málsins hjá utanríkismálanefnd til þess að upp úr sauð og að ekki gátu allir stuðningsmenn málsins skrifað undir nefndar álitið.
Efasemdir fulltrúa BH í nefndinni urðu á endanum það miklar að hún lýsti því yfir að hún gæti ekki stutt málið. Fyrir henni var þetta grundvallar samviskuspurning sem hún varð að svara samkvæmt því.
Hvað varðar breytingu á afstöðu minni og háttvirts þingmanns Margrétar Tryggvadóttur þá tekur sú breyting mið af því sem komið hefur fram við ICESAVE málið og þann málatilbúnað sem verið hefur hér á þinginu í kring um það.
Frá upphafi hefur sú hugmynd að skuldum Landsbankans eða réttara sagt eigenda hans, sé velt yfir á almenning í landinu sem stofnaði ekki til þessara skulda, verið mér og fjölmörgum öðrum þvert um geð. Hvorki ég né aðrir íslendingar eiga að greiða skuldir annarra, í þessu tilfelli skuldir Björgólfsfeðga. Í meðförum þingnefnda, en svo vill til að ég á sæti bæði í efnahags- og skattanenfd og fjárlaganefnd, hefur svo komið í ljós að öll umgjörð málsins er stórlega gölluð og að það er í raun algerlega óásættanlegt frá öllum sjónarhornum séð.
Það er einnig tenging þessa ICESAVE samnings og aðildarumsóknarinnar að ESB sem og framganga framkvæmdavaldsins í þessu ICESAVE máli sem gerir það að verkum að hluta BH hefur snúist hugur en skýrt hefur komið fram þótt óformlegt sé að aðgöngumiðinn að ESB er samþykkt ICESAVE samingsins, þar sem bæði Bretar og Hollendingar hafa hótað því að beita sér gegn aðild Íslands verði ICESVE ekki samþykkt.
Saminganefndin, sem virðist ekki beint hafa verið vel skipuð kom heim með einhvern þann versta samning sem um getur í sögunni, hér er ábyrgð hæstvirts fjármálaráðherra mikil, það mikil að ég tel fulla ástæðu fyrir hann að athuga stöðu sína.
Eftir undirskrift samningsins tók það tvær vikur fyrir þing og þjóð að fá að sjá samninginn, samning sem skuldesetur þjóðina um hugsanlega meira en 700 milljarða króna, skuld sem sama þjóð stofnaði ekki einu sinni til.
Nánast öll gögn, lögfræðileg sem töluleg gefa til kynna að ICESAVE samningurinn sé óaðgengilegur og þar hefur fjármálaráðuneytið gengið fram með mjög einkennilegar hagvaxtarspár sem virðast í raun ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum en samkvæmt grófri úttekt á sumum þeirra forsenda sem gefnar eru í tölulegum álitum um málið virðist sem menn hafi einfaldlega reiknað sig til ásættanlegrar niðurstöðu. Eins hafa gögn og heimsóknir Seðlabankans vakið upp fleiri spurningar en þær hafa svarað. Umgjörð funda fjárlaganenfdar hefur heldur ekki verið til þess fallin að ræða þessi mál af þeirri nákvæmni sem þarf.
Rétt er að geta þess að formenn beggja nefndana sem ég á sæti í hafa verið til fyrirmyndar og hafa háttvirtir þingmenn Guðbjartur Hanneson og Helgi Hjörvar staðið sig vel í flóknu máli og verið sanngjarnir, þó ýmislegt smálegt hefði mátt betur fara.
Eins hefur sá hræðslu áróður sem verið hefur í gangi vegna ICESAVE af hálfu sumra ráðherra verið ömurlegur, Kúba norðursins, Norður Kórea, alger einangrun, Parísar klúbburinn. Það er einskis látið ófreistað við að ná fram ósanngjarnasta máli lýðveldistímans og ég leyfi mér að spyrja hvers konar fólk er eiginlega hér á bak við. Hvað varðar Parísar klúbbinn svo kallaða og hræðslu áróðurinn gegn honum þá vil ég bara benda þingmönnum á síðasta bréfið í leynimöppu fjármálaráðherra sem liggur út á nefndarsviði en það bréf segir allt sem þarf varðandi stöðu Íslands með tilliti til þess klúbbs. Því miður mun fjármálaráðherra halda því leyndu fyrir almenningi, þeir skulu bara borga.
Við teljum að ICESAVE málið sé eitthvert það eitraðast mál sem Alþingi hefur nokkru sinni séð og muni að óbreyttu valda þjóðinni óbætanalegu tjóni vegna þeirrar skuldastöðu sem hún kemst í. Engu verður eirt þegar kemur að skuldadögunum. Lífeyrissjóðirnir fara, það er þegar gert ráð fyrir þeim sem eign í tölfræðinni þegar kemur að eigum þjóðarbúsins svo kröfuhafar geti nú séð hvað er til. Auðlindirnar fara næst, fyrst með Landsvirkjun sem er komið í rusl-flokk matsfyrirtækja og mun inna tíðar ekki eiga fyrir afborgunum. Ekki verða til fjármunir í samgöngukerfið, menntakerfið, heilbrigðiskerfið né velferðarkerfið og landið verður á endanum einhvers konar nýlendu-útvörður Evrópusambandsins í norður Atlantshafi og þjóðin leiguliðar í eigin landi.
Hæstvirtir ráðherra Jóhanna Sigurðarsótir og Steingrímur J. Sigfússon verða þá hins vegar komin á eftirlaun, með Davíð.
Okkur virðist því sem ríkisstjórnin og stjórnarþingmenn sjáist ekki lengur fyrir í áherslum sínum og teljum að sú forgangsröðun að hafa þing í allt sumar vegna þessara tveggja mála sem ekki gera neitt til að greiða úr þeim mikla vanda sem steðjar að heimilum og fyrirtækjum í landinu, sé einfaldlega kolröng. Spurning er hvort ekki sé komin tími fyrir þjóðstjórn í landinu.
Vegna þessa alls ákváðum við að spyrna við fótum og reyna að ná athygli ríkisstjórnar um þetta alvarlega mál sem fjármálaráðherra er svo hugleikið, og breyta meðferð ríkisstjórnarinnar á því.
Tillögur okkar í ICESVE málinu eru þrjár:
Að málinu verði frestað til haustsins og þá tekið upp að nýju. Þannig gæfist tími gefist að gaumgæfa það betur og hugleiða jafnframt betur aðra möguleika í stöðunni, en komið hefur skýrt fram að þeir eru til.
Að þingið skipi nýja nefnd, ICESAVE nefnd með sérfræðingum þingsins, en þess má geta að þegar eru í Efnahags- og skattanefnd fjórir hagfræðingar, allir úr sitt hvorum flokknum, sem hefði það hlutverk að fara yfir málið faglega til haustsins m.t.t. skuldaþols þjóðarbúsins og fleira.
Að skýrt verði kveðið á um hvenær og með hvaða hætti eignir þeirra sem stofnuðu til ICESAVE skuldbindinganna verði frystar og hvernig reynt verður að ná til þeirra.
Þetta eru allt eðilegar og réttmætar ástæður og viðsemjendur okkar yrðu einfaldlega að virða þær.
Þessar tillögur voru kynntar hæstvirtum ráðherrum Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni í gærkvöldi og var þeim hafnað.
Ósætti hjá þingi, innan þingflokka og hjá þjóðinni í báðum þessum málum er og verður hugsanlega jafn erftii og jafn langvarandi og herstöðvarmálið. Hægt er að gera betur. Við getum gert betur. Því beini ég því til hæstvirts forseta að atkvæðagreiðslunni sem framundan er verði frestað og þingmenn reyni að ná freaki sátt í þessum málum.
Ríkisstjórn Íslands er á einhverri vegferð sem mun ekki leiða til góðs. Hún hefði getað gert vel an kaus að gera það ekki. Ef afstaða BH í ESB málinu verður til þess að þessi ríkisstjórn hugsi ráð sitt þá erum við, með því að setja stein í götu ESB aðildarviðræðna, að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.
Góðar stundir.
12.7.2009 | 23:56
Þinghúsbréf 15 - ESB
Þingvikan hefur verið mjög sérstök, fyrstu þrír dagarnir fóru í nefndarfundi í Efnahags- og skattanefnd og Fjárlaganefnd frá morgni og fram á kvöld þar sem ICESAVE málið var á dagskrá. ICESAVE málið er mjög umfangsmikið og þarfnast sérstakrar bloggfærslu þó í stuttu máli megi segja að nánast allar upplýsingar sem fram hafa komið um það sýna að það er algerlega óásættanlegt.
ESB málið var svo á dagskrá í Utanríkismálanefnd sem lagði mikið kapp á að klára nefndarálitið, svo mikið kapp að ekki náðist samstaða um það og meira að segja fulltrúi VG í nefndinni samþykkti það ekki nema með fyrirvara. Fulltrúi Borgarahreyfingarinnar hún Birgitta var beðin að vera með á álitinu án þess að hafa fengið tíma til að lesa það. Hún hafnaði því að sjálfsögðu og samþykkti það með fyrirvara. Mér finnst sjálfum alveg með ólíkindum að nefnd sem hefur fundað í sex vikur um málið og fengið til sín fjölda gesta skuli ekki gefa sér tíma til að setjast niður, þó ekki væri nema hluta úr degi og fara kyrfilega yfir nefndarálitið í sameiningu. Það eru ekki einungis góð og sjálfsögð vinnubrögð heldur er það sjálfsögð sanngirni og virðing við alla nefndarmenn. Þess má þó geta að nefndarmenn bera allir formanni Utanríkismálanefndar Árna Þór Sigurðssyni mjög vel söguna og segja að hann hafi leitt starfið af vandvirkni og sanngirni.
Borgarahreyfingin hafði sett fram þrjú skilyrði fyrir stuðningi við málið, öll sem varða lýðræðislega og vandaða afgreiðslu málsins og hlut þau öll framgang í nefndarálitinu. Þar er mikilvægust afstaða okkar til þjóðaratkvæðagreiðslunnar og þar fengum við nánast orðrétt tekinn inn textann úr frumvarpi okkar um þjóðaratkvæðagreiðslur sem er til umfjöllunar í Allsherjarnefnd. Í þessu sambandi var samstarfið við Samfylkinguna og VG mjög gott þó vissulega hefði það e.t.v. mátt vera með minni gassagangi en raun varð á vegna asa þeirra við að koma álitinu út úr nefndinni fyrir einhvern ákveðin tíma.
ESB málið var svo tekið á dagskrá eftir hádegishlé og var umræða til miðnættis og hélt svo áfram á laugardag. Gefið var leyfi fyrir tvöföldum ræðutíma þannig að viðbúið er að umræðan haldi áfram á mánudag og jafnvel þriðjudag. Ég og Birgitta settum okkur á mælendaskrá, Birgitta fyrst vegna stöðu hennar sem formanns þinghópsins en svo skiptum við um slott þannig að ég náði að tala síðdegis í gær, þó nánast óundirbúið væri vegna tímaskorts. Ég fékk tvö s.k. andsvör frá Björgvini G. Sigurðsyni og Pétri H. Blöndal sem var með all einkennilegan málflutning en afstaða hans til Borgarhreyfingarinnar er oft furðuleg og er eins og hann skilji bara alls ekki hvers vegna við erum á þingi. En hvað um það, hér er ræðan og andsvörin.
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090710T155655&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090710T160446&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090710T160701&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090710T160902&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090710T161107&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090710T161310&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090710T161526&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090710T161526&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090710T161621&horfa=1
Athyglisvert verður svo að sjá atganginn við atkvæðagreiðsluna þegar höfð er í huga framganga Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns VG og hugrekki hans. Heill þér Ásmundur Einar aftur.
Á laugardag flutti svo Birgitta sína ræðu sem vakið hefur talsverða athygli þar sem hún er komin í samviskuþröng vegna ESB málsins.
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090711T133348&end=20090711T150219&horfa=1
Vissulega gerir þetta frekar lítið úr samkomulagi Borgarahreyfingarinnar við ríkisstjórnarflokkana um að veita málinu framgang þótt þrjú okkar muni vissulega gera það. Afstaða Birgittu, eða réttara sagt afstöðuleysi því hún segist enn ekki ákveðin í að segja nei, vekur hins vegar upp þá grundvallar spurningu um að breyta gegn samvisku sinni. Það má deila um hvort áhyggjur hennar af aðildarumsóknarferlinu séu réttmætar, en engu að síður eru þetta hennar áhyggjur og þær þarf að virða. Eins og ég minntist á hér í fyrri færslunni þar sem ég vitnaði í Keynes:
"Þegar ég hef rangt fyrir mér þá skipti ég um skoðun. Hvað gerir þú?"
Hún fer vel yfir þess angist sína á blogg síðunni sinni og ættu áhugasamir að kynna sér henar hlið.
http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/entry/912137/
http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/entry/912388/
Persónulega tel ég hins vegar að allt tal um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn sé einfaldlega aðferð til að drepa málinu á dreif. Rifist yrði endalaust um orðalag slíkrar spurningar og hugsanlega skilyrði eða kvaðir sem þyrftu að fylgja umsókninni og málið næði sennilega aldrei á enda. Eina leiðin til að fá vitræna niðurstöðu í hugsanlega aðild að ESB er fyrir almenning að skoða gerðan aðildar samning og reyna að meta hvort hann sé til góðs fyrir þjóðina. Ef rétt er á málum haldið þá verður það afgreitt í sátt allrar þjóðarinnar, hvernig sem fer. Ég mun því styðja þingsályktunar tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn.
11.7.2009 | 12:06
Kúgun á þingmönnum, Ásmundur Einar Daðason
Sú fáheyrða staða kom upp á þingi í gær að einn þingmaður, Ásmundur Einar Daðason úr VG fór í ræðustól eftir að hafa gert athugasemd við fundarstjórn forseta og lýsti því yfir að hann hefði verið kúgaður til þess að taka nafn sitt af þingsályktunartillögu með nokkrum þingmönnum úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki um tvöfalda atkvæðagreiðslu um ESB málið, þ.e. fyrst um aðildarviðræður og svo að þeim loknum (ef samþykkt) um aðildina. Skilaboðin sem hann fékk voru að af hans völdum yrðu stjórnarslit sem væru honum að kenna og undir slíku stendur enginn einn þingmaður. Hér var þess krafist af þingmanni að hann segði sig frá þingmáli sem hann studdi af eigin sannfæringu undir hótun um hrikalegar afleiðingar fyrir hann og hans flokk. Hér er að sjálfsögðu ekki um neitt nýtt að ræða heldur einfaldlega í fyrsta skipti sem þingmaður hefur kjark til að fara í ræðustól Alþingis og segi frá því. Mættu allir þingmenn taka Ásmund Einar til fyrirmyndar.
Í framhaldinu varð framhald á umræðunni um fundarstjórn forseta þar sem ég lagði til að í svo veigamiklum málum yrði athugað með að viðhafa leynilegar athvæðagreiðslur um svo viðkvæm átakamál. Leynileg atkvæðagreiðsla er þó í raun skref aftur á bak í þingstörfum en þetta er e.t.v. spurning um að finna leið út úr þessum vanda sem skapast þegar þingmenn eru nánast barðir til hlýðni við mál sem þeim ekki líkar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist og það eru fleiri innan VG sem eru í sömu stöðu og Ásmundur Einar. Við sem erum ný á þingi erum oft hreinlega forviða á vinnubrögðunum sem þar eru í gangi og á Ásmundur heiður skilið fyrir að hafa kjark til þess að vekja máls á þessu. Leynileg atkvæðagreiðsla er að sjálfsögðu afleit aðferð og í eðli sínu ólýðræðisleg en það er þá spurning hvort er skárra sem leið til að fá þó einhvers konar lýðræðislega niðurstöðu. Annars vegar með frjálsri atkvæðagreiðslu sem yrði leynileg tímabundið, eða hins vegar með kúgaðri atkvæðagreiðslu sem er ekki alvöru lýðræðisleg niðurstaða. Þá má hugsa sér að leynd af atkvæðagreiðslunni yrði létt eftir einhvern ákveðin tíma, t.d. við lok hvers þinghlés í janúar og september, svo eitthvað sé nefnt.
Eitt er víst að þingræðið er veikt og það þarf að skera það niður úr þeirri snöru sem það hefur hangið í allt of lengi og það þarf að auðvelda þingmönnum, sérstaklega stjórnarmegin hverju sinni, að vera trúir sinni sannfæringu.
Hér er svo hin stórmerkilega yfirlýsing Ásmundar Einars og innlegg mitt og okkar fólks, Margrétar og Birgittu. Öll umræðan undir þessum lið er þó einnig áhugaverð.
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090710T114111&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090710T115929&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090710T121214&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090710T121420&horfa=1
Fyrr um morguninn hafði umræðan hafist undir liðnum um stjórn þingsins og þar gagnrýndi ég enn einu sinni vinnubrögðin sem viðhöfð eru á Alþingi og tæpti einmitt á þessari kúgun og því að þingmenn þurfa að fá að skipta um skoðum ef þeim finnst þeir hafi rangt fyrir sér.
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090710T105647&horfa=1
"Þegar ég hef rangt fyrir mér þá skipti ég um skoðun. Hvað gerir þú?" sagði hagfræðingurinn John Maynard Keynes eitt sinn við einhvern viðmælenda sinn. Þetta mættu þingmenn og fleiri hafa til hliðsjónar.
Svo er von á annarri færslu um ESB málið sem verið hefur unnið í alla vikuna.
6.7.2009 | 22:22
Út vil ek, 10 fjölskyldur á dag, ICESAVE, ríkisstjórn, hagstjórn.
Áhugaverð frétt á RÚV um að 1.000 búslóðir hafi verið fluttar til útlanda fyrstu fimm mánuði ársins. Það gera um 10 búslóðir (sama sem 10 fjölskyldur) á dag hvern virkan dag vikunnar. Einnig fluttu 1.000 manns (íslenskir ríkisborgarar) til útlanda fyrstu 3 mánuði ársins. Það gera 17 manns á dag hvern virkan daga vikunnar. Íslendingar eru að greiða ríkisstjórninni atkvæði með fótunum eins og sagt er. Vonandi verður þetta fólk talið með í næstu vinsældarkönnun stjórnmálanna. Eins hafa 1.300 "innflytjendur" til draumalandsins yfirgefið skerið á sama tíma. Það gera um 22 á dag hvern virkan daga vikunnar. Til hamingju Samfylking og VG fyrir að gera ekkert til að glæða vonir almennings. Til hamingju Sjálfstæðisflokkur fyrir að eiga lang mesta sök á.
Þessa dagana erum við á stanslausum nefndarfundum vegna ICESAVE og það sem er áhugaverðast hér er að það er einbeittur vilji ríkisstjórnarflokkana að keyra málið í gegn með hraði og einskis er látið ófreistað. Stanslaus hræðsluáróður og óheilindi SJS og Jóhönnu í ICESAVE málinu verður dapurleg eftirskrift einhverrar verstu ríkisstjórnar sem land þetta hefur þurft að þola. Ríkisstjórn sem hefði svo vel getað gert miklu betur þrátt fyrir gríðarlegan vanda, hefur komið illa fram við almenning og er nú við það að staðfesta þrálátan orðróm um að vinstri-stjórnir eru óstjórnir.
Aukning í búslóðaflutningum
Tæplega þúsund búslóðir voru fluttar frá landinu fyrstu 5 mánuði ársins en það er rúmum þriðjungi meira en á sama tíma í fyrra. Flestar búslóðirnar fara til Noregs. Mun færri flytja til landsins en áður.
Hjá skipafyrirtækjunum tveimur sem bjóða upp á búslóðaflutninga kemur í ljós að mikil aukning hefur verið á slíkri þjónustu fyrstu 5 mánuði ársins. Eimskip hefur siglt með 30% fleiri búslóðir á þessum tíma samanborið við í fyrra eða alls um 750 búslóðir.
Ólafur Hand, markaðstjóri hjá Eimskip, segir að í maí mánuði hafi fjöldi búslóðaflutninga verið mestur. Flestar búslóðirnar sem Eimskip flutti fóru til Noregs, síðan fylgja Danmörk og Svíþjóð þar á eftir. Ólafur segir um 40% samdrátt vera í búslóðaflutningum til landsins.
Svipaða sögu er að segja hjá Samskipum, þar hefur aukningin þó verið öllu meiri á fyrstu 5 mánuðunum samanborið við í fyrra, eða um 50%. Anna Guðný Aradóttir, markaðsstjóri Samskipa, segir fyrirtækið hafa flutt um 200 búslóðir á þessum tíma og flestar þeirra hafi farið til Noregs. Hjá Samskipum hefur orðið um 20% samdráttur í búslóðaflutningum til landsins.
Fyrstu 3 mánuði ársins fluttu rúmlega 2300 hundruð manns brott af landinu. Í þeim hópi eru 1000 íslenskir ríkisborgarar. Ekki fengust upplýsingar hjá Hagstofunni um fjölda brottfluttra Íslendinga eftir 1. apríl.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
27.6.2009 | 10:12
Bandormur Jóhönnu og Steingríms
Hef verið að fylgjast með umræðunni á þinginu hér hinum megin frá á jarðkúlunni okkar. Ef ríkisstjórnin og þingmenn hennar eru einhvers konar þverskurður af mannkyninu, sem vel má hugsa sér, þá er rétt að rifja upp úrskurð geimveranna sem lentu á Snæfellsjökli hér um árið um mennina og sem m.v. þingumræðuna virðist hárréttur: "Ehemm...."
Nú hefur ríkisstjórnin og þingmenn hennar búið til bandorm sem virkar sem slíkur í eiginlegri merkingu og mun éta að innan innviði samfélagsins og þá fyrst sem minnst mega sín. Eitthvað sem hefði mátt búast við úr frjálshyggju armi Sjálfstæðisflokksins en ekki frá þingmönnum VG og jafnvel ekki Jóhönnu. Þessu hafa samt þingmenn VG og Samfylkingar greitt atkvæði og margir gegn betri vitund og samvisku. Þingið hefur að því leitinu ekkert breyst. Það saman stendur af fremur kjarklausum eiginhagsmunaseggjum sem fyrst og fremst hugsa um eigin völd og áhrif heldur en hag almennings. Það er dapurlegt að vita til þess hvernig þingmenn láta kúga sig, sumir í VG til hlýðni við Steingrím, allir í VG til hlýðni við Samfylkingu og Samfylkingin eins og hún leggur sig til hlýðni við Jóhönnu. Jóhanna eltir svo embættismennina í faðm IMF og Evrópusambandsins og á meðan verða auðlindir seldar úr landi og VG stingur höfðinu í sandinn hafandi brotið nánast allar samþykktir hreyfingarinnar. Aldraðir, öryrkjar, ESB, og nú síðast með hinni s.k. þjóðarsátt þá fuku umhverfismálin í faðm ALCAN og Norðuráls.
Að venju virðast þingmenn Borgarahreyfingarinnar þeir einu sem standa upp úr í umræðum á þinginu, sem er að stærstum hluta alveg jafn firrt og það var þann 20. janúar síðastliðinn.
Hér er svo innlegg Brigittu, Margrétar og Þráins frá í gær um frumvarpið sem bitnar mest á öldruðum og öryrkjum.
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090626T190551&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090626T191152&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090626T191530&horfa=1
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.6.2009 kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
22.6.2009 | 23:28
Þjóðaratkvæðagreiðslur, 1. umræða
Í dag fluttu þingmenn Borgarahreyfingarinnar fyrsta frumvarp hreyfingarinnar og mál sem er í raun hluti af kjarna stefnuskrárinnar, þ.e. lýðræðisumbætur.
Birgitta flutti frumvarpið þar sem ég var komin í leyfi og á leið til útlanda. Hún og samflokksmenn okkar fluttu og fjölluðu um málið með miklum sóma. Þó var dapurlegt að sjá hversu lítill áhugi var á málinu og fyrir utan Arndísi Soffíu Sigurðardóttur frá VG voru það einungis þingmenn Sjálfstæðisflokks sem tóku þátt í umræðunum. Hinir voru ekki einu sinni í salnum, nema í mýflugumynd. Nú fer málið til umfjöllunar í Allsherjarnefnd. En hvað um það, hér er umræðan, öll eins og hún leggur sig. Til hamingju félagar.
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090622T185033&horfa=1
og hér er frumvarpið
http://www.althingi.is/altext/137/s/0149.html
Fylgist með. Lifi lýðræðið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)