Þinghúsbréf 16, áframhald á ICESAVE

Þetta hefur verið einkennileg vika.  Eftirhreyturnar af viðsnúningi okkar í ESB atkvæðagreiðslunni náðu fram að helgi og rúlluðu svo áfram í hinni furðulegu leyniskjalaumræðu.  Þar var um einhvern reginmisskilning að ræða af hálfu stjórnarnmanns í Borgarahreyfingunni sem gerði það að verkum að fullt af fólki fór í framhaldinu að tjá sig um leyniskjöl sem enginn vissi hver voru.

Einu leyniskjölin í ICESAVE málinu sem ég veit um eru í leynimöppu fjármálaráðherra á þriðju hæðinni í s.k. "Skandalhúsi" við Austurvöll sem m.a. hýsir nefndasvið Alþingis.  Þau skjöl snúa að engu leiti að þjóðaröryggi eða öðrum öryggishagsmunum en eru  þess eðlis ef þau kæmu fyrir augu almennings myndi traust hans á ríkisstjórninni og stjórnsýlsunni sennilega endanlega hverfa, og er það eina sennilega ástæðan fyrir leyndinni sem hvílir yfir þeim.  Ragnar H. Hall vitnaði í eitt þeirra út í Háskóla í dag, en í gærdag komu hann og fjórir aðrir lögmenn fyrir Fjárlaganefnd Alþingis vegna ICESAVE málsins og fóru m.a. yfir eitt leyniskjalanna, s.k. uppgjörssamning eða "Settlement Agreement" sem þeir allir voru sammála um að væri eitthvert hið verst plagg sem fyrir augu þeirra hefði borið.

Margt sem ég hef séð tengt þessu ICESAVE máli veldur því samningurinn sjálfur nánast bliknar við samanaburðinn.  Eitt af því gerðist í gær þegar ICESAVE málið var tekið út úr Efnahags- og skattanefnd eða "rifið" út úr nefndinni eins og sagt er, en formaður nefndarinnar vildi að málið yrði afgreitt.  Efnislegri  umfjöllun um málið var hvergi nærri lokið og ekkert samkomulag enn um nefndarálit, ekki einu sinni stjórnarmegin þar sem Lilja Mósesdóttir var ekki sátt við málsmeðferðina.  Til þess að þurfa ekki að greiða atkvæði gegn félögum sínum í VG kallaði hún inn varamann sem sagði hiklaust "já" við einu flóknasta og erfiðasta máli sem þingið hefur séð, þrátt fyrir að hafa ekki setið einn einasta nefndarfund.  Sama var uppi hjá Samfylkingunni en þar greiddi Þórunn Sveinbjarnardóttir málinu samþykki á sömu forsendum og varafulltrúi VG.  Þórunn kom inn fyrir Magnús Orra Schram hvers fjarvera er enn óútskýrð en vitað er að hann er ekki hrifin af ICESAVE og spurning hvort hann hafi haft geð í sér til að veita því brautargengi.  Þriðji fjarverandi nefndarmaðurinn var svo Birkir Jón Jónsson úr Framsóknarflokknum sem varð þrítugur í gær og því með bestu afsökunina.

Í kjölfar nefndarfundarins hófst svo heljarinnar fjölmiðlaherferð gegn Lilju Mósesdóttir þar sem rökkum Samfylkingar í fjölmiðlastétt var att á hana allan dagin.  Þess má geta að hún hefur einnig legið undir ámæli frá þingmönnum Samfylkingar í allt sumar og setið undir árásum frá samþingmönnum í VG vegna afstöðu sinnar í ICESAVE, en þess má geta að hún er með doktorsgráðu í hagfræði og er því betur sett en flestir til að leggja mat á þann klafa sem ICESAVE er.  Árásirnar héldu svo áfram í dag í fjölmiðlum og af hálfu einstakra þingmanna Samfylkingar.  Í dag keyrði hins vegar um þverbak og ég beinlínis sá hrikta rækilega í stjórnarsamstarfinu.  Lilja er hugsjónamanneskja, hugrökk og samvisku sinni trú og eltir ekki villuljós pólitísks metnaðar eða vinsælda.

Oft hefur verið talað um tök hinna og þessara stjórnmálaflokka á fjölmiðlum og Mogginn og Bláskjár oft nefnd sem augljósustu dæmin.  Sem þingmaður hef ég hins vegar tekið eftir hvernig rakkar stjórnmálaflokka eða "skrímsladeildir" eins og þetta fólk er stundum kallað, taka sig skipulega saman í pólitískum tilgangi og gera atlögu að meintum andstæðingum í pólitík.  Birgitta okkar lenti í þessu heila helgi eftir kúvendingu hennar í ESB málinu sem og Borgarahreyfingin viku síðar.  Netmiðlar og blogg hreinlega loga af heilagri vandlætinu og æla sem óðir væru.  Kvikindi þessi skríða líka oft inn sem athugasemdir á bloggsíður viðkomandi.  Lýðræðisleg umræða segja sumir, og jú, víst má það vera að sumt af þessu sé heiðarlega gert, en alls ekki allt.

Annað ljótt mál skaut aftur upp kollinum þegar Birgitta minntist á eineltið sem margir þingmenn VG urðu fyrir í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um ESB í síðustu viku.  Þá voru einstaka þingmenn sem vitað var að ætluðu að segja nei eða sitja hjá teknir í "viðtal" hjá Jóhönnu sem sat í hliðarsal og sendi hún sendi Björgvin G. ítrekað inn í þingsal eftir villuráfandi VG liðum.  Þegar Birgitta var langt komin í athugasemd sinni og þingmönnum ljóst hvað hún var að tala um upphófust mikil frammíköll frá þingkonum Samfylkingar og þá sérstaklega Ólínu Þorvarðardóttur en hún og fleiri höfðu uppi háðsglósur og hlátur um athugasemd Birgittu.  Þetta er hins vegar grafalvarlegt mál og alls ekki sæmandi þjóðþingi landsins og það er sennilega óþægilegt fyrir stjórnarmeirihlutann að sjálft Alþingi þurfi hugsanlega á Olewus áætlun að halda.  Sjá hér:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090723T110320&horfa=1

Ánægjulegu fréttirnar voru hins vegar þær að Fjárlaganefnd sem er svokölluð "aðal"nefndin í ICESAVE umfjölluninni, ákvað að fá utanaðkomandi álit á gögnum og umsögnum Seðlabankans og Fjármálaráðuneytisins og fékk Hagfræðistofnun Háskólans til að gera úttekt á málinu.  Sem kunnugt er hafa bæði Seðlabankinn og ráðuneytið sett fram mjög misvísandi gögn í málinu og hafa tölur þeirra verið harðlega gagnrýndar, m.a. af Kára Sigurðssyni í Morgunblaðinu í dag.  Ég á einnig sæti í Fjárlaganefnd og hef því getað fylgst vel með ICESAVE í tveimur af þremur nefndum þingsins sem hafa haft málið til umfjöllunar.  Umfjöllunin í Fjárlaganefnd tók stakkaskiptum í faglega átt þegar menn áttuðu sig á alvarleikanum í efnahagshlið málsins og að alls ekki væri við hæfi að vinna málið á þeim flokkspólitískum nótum sem það stundum virtist rata í.

Nefndin hefur unnið mikla vinnu og safnað gríðarlegum upplýsingum og hver svo sem niðurstaða nefndarinnar verður, þá er orðið dagljóst að ef ekki er hægt að samþykkja ICESAVE samninginn óbreyttan, þá verða til staðar rök fyrir því sem hvorki Bretar né Hollendingar geta hafnað.  Hagfræðistofnun mun svo skila skýrslu sinni strax eftir verslunarmannahelgina en nefndirnar vinna í málinu á meðan og fyrirhugað er að klára ICESAVE málið í þeirri viku.  Kærkomið frí, sérstaklega hjá starfsfólki þingsins sem vinnur nánast ómanneskjulega vinnu en er þó alltaf hlýtt og gott í viðmóti, frábært fólk.  Þetta verður líka kærkomið frí eftir langa törn sem hjá okkur Borgarahreyfingarfólki hófst á fundi í Reykjavíkurakademíunni október.  Ekki hvarflaði að mér þá að það skref sem þar var tekið yrði að ferðalagi sem endaði hér, nærri tíu mánuðum síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þór, við verðum að fá að sjá þessi skjöl, þjóðin á heimtingu á því. Ef þau eru eins ljót og þú segir þá er það beinlínis skylda ykkar í þingflokki Borgararhreyfingarinnar að upplýsa þjóðina um innihald þeirra svo þjóðin geti sagt álit sitt á þeim og dregið þá til ábyrgðar sem þau sömdu - hverjir sem þeir eru.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.7.2009 kl. 01:11

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ef þessi skjöl eru ennþá merkt trúnaðarmál, getur enginn upplýst þau nema að lenda í alvarlegum vandræðum, jafnvel hljóta fangelsisdóm fyrir.  Hvernig á venjulegt fjölskyldufólk að taka þannig áhættu?  Ég skil ekki Arinbjörn og Skorrdal að heimta brot á trúnaði.  En kannski má fá trúnaði hnekkt einhvernveginn?  Lagalega til dæmis? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.7.2009 kl. 01:29

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alltaf fróðlegt að lesa þín þinghúsbréf, Þór, og takk fyrir þetta!

En þegar þú segir: "Einu leyniskjölin í ICESAVE-málinu sem ég veit um eru í leynimöppu fjármálaráðherra á þriðju hæðinni í s.k. "Skandalhúsi" við Austurvöll ...", þá verð ég nú að minna á Mishcon de Reya-lögfræðiálitið (sem Mogginn birti, ekki ríkisstjórnin), sem og álitið frá belgísku lögfræðistofunni, að ógleymdum sjálfum Icesave-samningnum, sem þessi leyndarhjúps-frekjustjórn okkar ætlaði ekki einu sinni að birta þingmönnum okkar! – og sagði að plaggið yrði að vera trúnaðarskjal að kröfu viðsemjenda okkar ... sem reyndist svo enn ein lygin, því að Hollendingar birtu það greiðlega á netinu!

Jón Valur Jensson, 24.7.2009 kl. 01:59

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sannarlega fróðlegur og trúverðugur pistill.

Takk

Sigurður Þórðarson, 24.7.2009 kl. 06:08

5 identicon

það er ekki hægt að ætlast til þess að íslenska þjóðin samþykki möglunarlaust bara að greiða og greiða fyrir afglöp útrásarvíkingana og eindæma lánleysi íslenskra stjórnvalda fyrr og síðar - og fá ekki einusinni allt upp á borðið ! hélt að talað var um að snúa hverjum steini við ! það virðist ekki ætla að ganga eftir !

vestarr lúðvíksson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 09:39

6 identicon

Þeir ætluðu ekki að leyfa neinum að sjá samninginn. Ég heyrði frá því að afrit af samingnum hefði í skjóli nætur verið hent inn um 2 lúgur: hjá Indefence-manni og RÚV. Fyrst þá fór eitthvað að gerast. Þarna hefur örugglega einhverjum embættismanni ofboðið leyndin og látið vaða. Þetta var mikil hetja og vonandi merki um breytta tíma í þessari spilltu stjórnsýslu sem við búum við.

Rósa (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 09:50

7 identicon

Þakka pistla. Mikilvægt er að halda fólki upplýstu, en slíkt á alltaf þátt í að skapa trúnað. Samfylkingin og skímsladeild þeirra mun eflaust halda áfram að hamra á "viðsnúningi" ykkar í ESB málinu, en svo lengi sem menn koma hreint fram og eru þess megnugir að gera grein fyrir skoðunum sínum þá er ekkert að óttast. Þeir einu sem fordæma þetta eru þeir sem eru fastir í gömlum hugsunarhætti og eiga erfitt með að komast upp úr flokkspóitískum hjólförum. En nóg um þetta. Langaði að varpa hér fram spurningum varðandi Íslensku samninganefndina: Er rétt að hún hafi einungis hist tvisvar sinnum til að undirbúa viðræðurnar við Bretana? Er rétt að nefndin hafi bara einu sinni fundað með Bretunum og á þeim fundi hafi hún sett fram sjónarmið sín og Bretarnir umsvifalaust gengið að þeim? Hver var svo kostnaðurinn við íslensku samninganefndina? Gaman væri að fá umræðu og svör við þessu annað hvort hér eða á opinberum vettvangi.

Grútur (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 09:53

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

xV+xO+xD+xB=Ný ríkisstjórn
Það þarf STRAX að koma Samfylkingunni frá völdum. ESB áráttan og viljinn til að saxa niður íslenska hagsmuni gerir xS að meynvarpi sem þarf að koma frá völdum.
Ég hvet þingmenn (aðra en xS) til að vinna að þessu brýna landhreinsunarverkefni strax. Aðrar umbætur geta ekki haft forgang fram yfir þetta.

Haraldur Baldursson, 24.7.2009 kl. 10:12

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Borgarahreyfingin heldur svo mörgu fram að hálfa væri nóg. Trúverðugleikinn er fokinn út um gluggann og hann kemur ekki með 10.000 orða vaðli um órökstuddar fullyrðingar um eitthvað sem enginn fær að sjá.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.7.2009 kl. 10:56

10 Smámynd: Rauða Ljónið

 Þakka fróðleikinn mér fannst forseti þinga ekki skilja það sem fellds í einelti nema það að hún telji það sjálf sagðan hlut þegar hennar flokkur á hlut að máli og er gerandinn.

Olweusarætlunin erlendis
Áætlunin byggir á áralöngum viðamiklum rannsóknum á einelti í Svíþjóð og Noregi. Á bak við hana stendur hópur sérfræðinga undir stjórn Dan Olweus sálfræðings og prófessors við háskólann í Bergen. Áætlunin hefur verið prófuð við marga skóla, m.a. í Bandaríkjunum þar sem hún var valin ein af tíu bestu úr hópi 400 slíkra áætlana. Í landsátaki gegn afbrotum unglingaí Noregi árið 2005 var áætlunin valin virkasta forvörnin í skólum landsins og þeir studdir í að innleiða hana.

Olweusaráætlunin á Íslandi
Á Íslandi eru margir skólar þátttakendur í Olweusaráætluninni, þ.á.m. Austurbæjarskóli frá árinu 2002. Menntamálaráðuneytið, Samband sveitarfélaga, Kennaraháskólinn og Kennarasamband Íslands standa að verkefninu á Íslandi. Framkvæmdastóri þess er Þorlákur Helgason félagsfræðingur. Nánari upplýsingar er að finna á www.olweus.is

Olweusaráætlunin í Austurbæjarskóla
Aðgerðaáætlunin er í rauninni kerfi sem innleitt var í skólann á tímabilinu nóvember 2002 til maí 2004. Innleiðingin fólst í endurmenntun og virkri þátttöku allra starfsmanna skólans. Tvær viðamiklar kannanir voru lagðar fyrir nemendur í 4. – 10. bekk á tímabilinu til að kortleggja einelti í skólanum. Sú fyrri var lögð fyrir í nóvember 2002 og sú seinni var lögð fyrir í desember 2003. Dregið hafði úr einelti í um þriðjung á tímabilinu úr 9,9% í 6,6%. Þriðja eineltiskönnunin var lögð fyrir í nóvember 2005 og mældist einelti þá um 8% að meðaltali í 4.-10. bekk. Fjórða könnunin var lögð fyrir í desember 2006 og mældist einelti þá 9%. Megininntak áætlunarinnar er fræðsla. Allir starfsmenn skólans fá fræðslu um það ,hvað einelti er, hvernig unnt er að vinna gegn því og hvernig skuli bregðast við því þegar það á sér stað.Starfsmenn fá einnig handbók sem vinna skal eftir. Samfara fræðslunni fer fram stöðug endurskoðun á félagslegu umhverfi í skólanum. Meginstoðir kerfisins eru bekkjarreglur, bekkjarfundir, stöðug fræðsla og opin umræða. Verkefnisstjóri, stýrihópur undir stjórn skólastjóra og eineltisteymi halda utan um verkefnið. Niðurstaðan á að verða skólaumhverfi sem einkennist af: 

hlýju og hlutdeild fullorðinna

* virku eftirliti fullorðinna í skólanum og á skólalóðinni

* föstum römmum vegna óviðunandi atferlis

* viðurlögum vegna óviðunandi atferlis

• virkri hlutdeild nemenda með t.d. föstum bekkjarfundum

Veturinn 2008-2009 er ætlunin að auka enn fræðslu til nemenda og vinna markvisst að því að efla Olweusarverkefnið í Austurbæjarskóla. Ljóst er skv. árlegum eineltiskönnunum að einelti hefur heldur verið að aukastí aftur í skólanum sl. 2 ár. Það er því full ástæða til að hvetja foreldra og starfsmenn skólans til að halda vöku sinni og fylgja eftir því góða starfi sem verið er að vinna með Olweusaráætluninni gegn einelti í skólanum.

Kv.Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 24.7.2009 kl. 11:00

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Framhald af fyrra innleggi mínu: Einnig kom fram fyrir 2–3 dögum minnisblað (memorandum of understanding) Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) og sambærilegrar stofnunar í Bretlandi, frá 2006 eða 2007, þar sem sá sameiginlegri skilningur þeirra kom fram, að TIF – en EKKI íslenzka ríkið né ríkissjóð – sé skuldbundinn fyrir lágmarktryggingum innistæðueigenda í Bretlandi. Loksins nú er verið að birta þetta (sbr. góð innlegg Höskuldar Þórhallssonar um það mál í Stöð 2 og Sjónvarpinu og í gærmorgun í Útvarpi Sögu), en þetta er í fullkomnu samræmi við álit Ríkisendurskoðunar. Það kemur m.a. berum orðum fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2007, þar sem segir orðrétt á bls. 9 (leturbr. jvj):

  • "Fella ætti Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta úr D-hluta ríkissjóðs. Sjóðurinn getur með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans." Og á bls. 57 í sama riti stendur: "Ríkisendurskoðun hefur áður lagt til að ríkisreikningsnefnd taki til skoðunar hvort fella beri Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta úr D-hluta ríkisreiknings. Að mati stofnunarinnar eru ekki lagalegar forsendur fyrir birtingu sjóðsins í ríkisreikningi enda getur hann með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans."
  • "Leiðrétti" nokkur maður þessi opinberu ummæli, þegar þau voru birt? Nei. Og hvers vegna ekki? Vegna þess að þau eru sönn, en hitt lygi, sem nú er haldið að okkur sem "sannindum" og sem "skuldbindingum okkar", saklausrar þjóðarinnar!

Jón Valur Jensson, 24.7.2009 kl. 11:32

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Síðasta klausan í þessu frá mér er vitaskuld ekki úr skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Jón Valur Jensson, 24.7.2009 kl. 11:33

13 identicon

Takk fyrir fræðandi og upplýsandi pistil enn eina ferðina.!

Og haltu áfram því góða starfi sem að þú, Birgitta og Margrét standið fyrir á alþingi.
Það er hugsanlegt að einhvern tíman í framtíðinni komi til með að tíðkast siðleg og eðlileg vinnubrögð þegar fleiri fólk með siðgæðisvitund eins og þið verður komið á alþingi.

En ástandið er óneitanlega dapurt þessa stundina og skýrir líklega hversvegna sé svona illa fyrir okkur komið.

Takk enn og aftur Þór!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 11:42

14 identicon

 Takk fyrir þetta þór. Almenningi skortir akkúrat að fá þessa innsýn inn í störf Alþingis.

 Ég held að Icesafe sanni það frekar en önnur mál á Alþingi, algjöra nauðsyn þess að aðskilja löggjafavaldið og framkvæmdavaldið (Ríkisstjórnina) Þetta á ekkert skylt við lýðræði sem hefur farið fram á Alþingi undanfarið. Það að stjórnarflokkarnir handstýri þingmönnum í að kjósa samkvæmt vilja flokkana.

Þetta eru nákvæmlega sömu vinnubrögð og Davíð og fleiri voru gagnrýndir fyrir.

Það þarf að fara að forgangsraða rétt hér. Upp með stjórnlagaþing strax, Lög um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur, persónukosningar. Aðskilnað löggjafa og framkvæmdavalds. Enga ráðherra að handstýra hvaða lög eru samþykkt hér. Flokkavaldið burt! Fjórflokkavaldaklíkan var það sem kom okkur í þetta bull.

Á Alþingi á að vera kosið fólk ekki flokkar. Til að semja lög fyrir fólkið í landinu ekki flokkana. Ráðherrarnir sem eiga svo að framfylgja þeim, eiga þar hvergi að koma nærri.

 Sem dæmi  um stjórnleysið:

 Fyrrv. Viðskipta og bankamála Ráðherra(yfirmaður fjármálaeftirlits) Björgvin G. Ásamt öðrum fyrrverandi og núverandi ráðherrum,  sem bera jafnvel glæpsamlega ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið, ætla að taka ákvörðun á Alþingi hvort þjóðin eigi að greiða Ícesafe! Þeirra eigin klúður. Nei takk segi ég, þetta lið er vanhæft.

Þjóðar atkvæðagreiðslu strax. Og þjóðina á þing.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 12:38

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þór, takk fyrir góðan pistil.

Magnús Sigurðsson, 24.7.2009 kl. 13:31

16 Smámynd: Benedikta E

Sæll Þór.

Takk fyrir pistlana þína og takk fyrir störf þín í þinginu.

Svo vil ég taka undir tillögu Haraldar - Samfylkinguna STRAX frá völdum hún er landi og þjóð stór hættuleg.

Ný ríkisstjórn verði mynduð af = x VG + x O + x D + x B

Með baráttu kveðju.

Benedikta E, 24.7.2009 kl. 13:52

17 Smámynd: Þór Saari

Sælinú, Skorrdal o.fl.

Brot á trúnaði varðar allt að 16 ára fangelsi þannig að mun líklegra er að fjölmiðlar og almenningur nái að upplýsa um málið gegnum upplýsingalögin heldur en að þingmenn brjóti trúnað.  Ég hef beitt mér fyrir þannig opinni stjórnsýslu að ÖLL gögn allra mál verði upp á borðinu nema þau er varða þjóðaröryggi eða annað því um líkt.  Slíkt hefur enn sem komið er ekki verið vinsælt en við munum halda áfram að pjakkast í málinu. 

Þór Saari, 24.7.2009 kl. 14:38

18 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bara svo það sé á hreinu Þór þá er fjölmiðlum vandi á höndum hvað upplýsingalögin og Icesave varðar. Skjöl sem háð eru leynd og varða milliríkjasamskipti falla undir undanþáguákvæði upplýsingalaga. Ég hygg að fjölmiðlar dragi þá eðlilegu ályktun að ósk um gögnin með vísan til upplýsingalaga muni fá synjun að að úrskurðarnefnd um upplýsingamáli myndi staðfesta þá synjun. Það mætti og ætti sjálfsagt að reyna, en þessi niðurstaða blasir því miður við. Ég hygg að miklu heldur sé fjölmiðlanna að reyna að kreista fram "leka". Og ég er í rauninni hissa á því að enginn hafi "lekið" þótt einhverjar klásúlur kunni að kveða á um fangelsun þess sem lekur.

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.7.2009 kl. 15:51

19 identicon

Það segir svo ekki lítið um þingmenn SF, að þeir skulu hafa allir verið með Ice-save. Enginn æmt eða skræmt. - Furðulegt ekki satt? og dæmi um einelti af hæstu gráðu, að engin þingmaður hafi staðið í lappirnar í þessu máli.

Guðmundur Guðmundssson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 17:04

20 identicon

Djöfulsins ofbeldi er þessi jóhanna að stunda!!!!!  maður verður bara reiður við að lesa þetta... konan er einræðisherra og engin segir neitt !!!!!!!!!

nafnlaus (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 18:20

21 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Þór,

í fyrsta lagi vil ég þakka þér fyrir góða pistla úr þinginu. Ég er mjög þakklátur fyrir þá vinnu sem þið hjá XO framkvæmið á Alþingi.

Leyndin yfir IceSave og fleiri málum er óþolandi. Þetta skapraunar mjög mörgu fólki. Að sjálfsögðu á allt að vera upp á borðinu. Vinna ykkar veldur því að það verður augljósara hvernig Íslendingar verða "lóðsaðir rétta leið".

Norræni fjárfestingabankinn ætlar ekki að lána okkur nema við samþykkjum IceSave. AGS afgreiðir ekki næstu skref í okkar málum nema vottorð komi um lánveitingu frá Norðurlöndunum. Norðurlöndin munu ekki gefa það vottorð nema við samþykkjum IceSave. Því mun AGS ekki gera neitt fyrir okkur fyrr en við samþykkjum IceSave. Þá skuldum við svo mikið að auðvelt verður að semja við okkur um inngöngu í ESB án þess að við séum að gera eitthvað stórmál úr sjávarútveginum okkar. Ég held að Steingrími hafi verið gerð grein fyrir þessu í upphafi og því hafi hann gefist upp.

Hvað hægt er að gera í stöðunni veit ég ekki. Mikill þrýstingu er á miðstýringu í heiminum í dag. ESB, NAFTA, sameiginlegir gjaldmiðlar. Hugmyndir um einn seðlabanka yfir öllum heiminum o. sv. fr. Hvað verður um Ísland í þessu ferli veit ég ekki.

Hætt er við að skuldsetning þjóðarinnar valdi 50% lækkun launa hjá öllum, 50% minnkun í heilbrigðis og menntamálum. Landspítalinn hefur sparað og sparað allt þetta ár. Endalausar hagræðingar, styttingar á vaktalínum o. sv. fr. Þrátt fyrir það er hann hálfum milljarði í mínus núna um mitt ár. Stefnir í milljarð mínus um áramótin. Ef 150 milljarða sparnaðurinn á að nást á næstu árum þá hefur fólk ekki upplifað neitt ennþá.

Væri þakklátur ef þú fyndir einhverja lausn á þessu, fyrir utan heimstyrjöld.

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.7.2009 kl. 20:30

22 identicon

Ólína Þorvarðardóttir hefur aldrei kunnað mannasiði og ætti ekki að sitja á alþingi

dódó (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 20:40

23 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Þór Gunnlaugsson,

dream on, það er ekki hægt að spóla til baka. Ástæðan er ást Samfylkingarinnar á ESB. Þau myndu aldrei sætta sig við hugmynd þína.

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.7.2009 kl. 22:25

24 identicon

Þegar einn talar við einn þá er það vart einelti. Einelti er jafnan fólgið í því að margir leggjast á einn oft fyrir tilstuðlans eins foringja, þannig að þegar Þór rægir Jóhönnu opinberlega og etur úlfunum á Steingrím þá er það einelti.

Fátt er eins ómerklilegt eins og að fylgajst með Borgarhreyfingunni standa nú álengdar með óþokkunum sem ollu hruninu og gera hróp að þeim sem myndast við að laga til og byggja upp - það er einelti, að nota hvert tækifæri til að auðmýkja opinberlega og ausa fyrir allra augum skít í Jóhönnu og Steingrím, - það er einelti. - En að einn tali við einn þó það sé á göngum Alþingis til að fá einn og einn á sitt band - það er ekki einelti.

Gunnar (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 23:48

25 identicon

Er þið nokkuð enn að drepa því á dreif Þór að þið brugðust loforðum ykkar og stefnu og ætluðuð að koma fram með skýringu í þessari viku? - Eruð þið nú ekki bara komin í verstu gerðir reyksprengjufeluleikja? Fela ykkar skömm með reyk og með því að ráðast á aðra?

Gunnar (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 23:57

26 identicon

Rétt hjá Gunnari. Flestir skólakrakkar kunna núna að gera greinamun á einelti (veðvarandi eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi) og atburði sem kemur fyrir enstöku sinu (t.d. stridni, eða t.d alþingsmaður(kona) sem reynir að þvingja mál í gegnum alþingi). When will they ever learn...

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 00:03

27 Smámynd: Þór Saari

Sælir, #27, #28 og #29.

Það er nú einmitt málið, þetta var ekki einstakur atburður.

Þór Saari, 25.7.2009 kl. 01:32

28 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þór og aðrir lesendur þessarar síðu. Það varðar 16 ára fangelsi og í sumum tilfellum æfilöngu fangelsi að vega alvarlega að efnahagslegum undirstöðum þjóðarinnar eða hafa upp hverja þá tilburði sem gætu stefnt þeim í hættu. Hvað gerðist mánuðina og árin fyrir hrun? Hvað gerðist í hruninu og hvað er að gerast í dag? Er ekki verið að leggja undirstöður samfélagsins endanlega í rúst með nauðasamningnum um icesave.

Því þykja mér þau rök um leynd hvað varðar þessa samninga léttvæg og ómarktæk í ljósi þess að ÖLL þjóðin er aðili máls og aðili máls á skýlausan rétt á ÖLLUM upplýsingum um mál hans. Bendi ykkur einnig á að tugþúsundir ófæddra íslendinga eru nú þegar aðilar málsins og okkur ber einfaldlega skylda til að upplýsa um alla þætti málsins, hversu léttvægir sem þeir kunna að vera.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.7.2009 kl. 03:24

29 identicon

Sæll Þór

Rétt er það, að það liggur 16 ára fangelsi við trúnaðarbresti, hinsvegar þá verður maður að líta til þess hversu mikilu máli þessi gögn skipta sem innlegg í þjóðfélagsumræðunni. Hæstiréttur hefur slegið því föstu að gögn, sem varða trúnað á milli tveggja aðila, fellur undir friðhelgi einkalífsins en þegar gögnin varða mikilvægt innlegg í þjóðfélagsumræðuna þá trompar það nánast alltaf friðhelgi einkalífsins. Þú vísar til þess að það varðar 16 ára fangelsi að brjóta trúnað. Býst við því að þú ert að vísa til landráðskaflan þ.e. 91. gr. hgl. "Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum." Mikilvægt er að líta til þess skilyrðis sem sett er fram í þessu ákvæði, "óviðkomandi menn" þetta er huglægt mat, er þetta Íslensku þjóðinni óviðkomandi? Stefna þessar upplýsingar okkar fjárhagslegu hagsmunum gagnvart útlöndum í hættu? Engar aðrar hömlur er gegn því að segja frá þessu. Ég er ekki búin að finna nein lög sem heimila trúnaðarskjöl sérstaklega. Þó er að sjá upptalningu á þeim gögnum sem eru undanþegin upplýsingaskyldu skv. upplýsingalögunum. En engar refsiheimildir eru þar til staðar. Mjög furðulegt, öll þessi leynd. Það hefur aldrei reynt á þetta ákvæði í almennu hegningarlögunum, a.m.k. ekki sem ég man eftir að hafa heyrt um.

Ú.G. (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 04:23

30 Smámynd: Billi bilaði

Takk Þór, fyrir, að venju, góðan pistil.

Billi bilaði, 25.7.2009 kl. 08:41

31 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Takk fyrir þessi þinghúsbréf þín Þór. þetta er orðið skyldulesning hjá mér. 

Ég tók saman fyrir nokkru mína sýn á þetta Icesave mál og rót vandans, ég veit að þú ert vel með á þessu , en ég tel að allir hafi gott af að  renna yfir þetta til að skerpa á stóru myndinni.

Um  innistæðutryggingar

Guðmundur Jónsson, 25.7.2009 kl. 11:15

32 identicon

       AÐGÁT SKAL HÖFÐ Í NÆRVERU SÁLAR! 

Eru þingmenn eina stétt landsins sem er undanþegin ákvæðum vinnuverndalaganna?

        Hver vinnustaður á að haf á að skipa Öryggistrúnaðarnefnd og skal kjósa sér öryggistrúnaðarmann. Einnig skal hver vinnustaður koma á fót Eineltisteymi sem vinnur gegn einelti, bolun og kynferðisáreiti(ofbeldi).  Samkvæmt því sem segir í Vinnuverndarlögum nr. 46/1980. Eineltislöggjöfinni 1000/2004 og reglugerð 200 nr. 920/2006.

Getum við gert kröfu um að grunnskólabörn sýni hvort öðru fyrirmyndahegðun ef fólk innan stjórnsýslunnar t.d á alþingi, sýnir ekki hvort öðru virðingu, skilning, umburðarlyndi og kærleika! -Eftir höfðinu dansa limirnir

Stillum siðferðiskompásinn! - Lyftum mennskunni í æðra veldi!

AFHVERJU: Alþjóðavinnumálastofnunin hefur vakið máls á vandamálum er tengjast einelti sem og öðru ofbeldi á vinnustöðum.  Í félagssáttmála Evrópu, 2.mgr. 26gr., er kveðið á um rétt fólks til mannlegarar reisnar í starfi.  Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað sem lög nr. 46/l980 kveða á um og taka til aðbúnaðs, hollustuhátta og öryggis á vinnustöðum með síðari tíma lagabreytingu frá því í desember 2004 og ákvæðum um reglugerð 200 nr. 920/6 og evrópusaminga um aðgerðir við einelti við vinnu (ETUCH) (UNICE/UEAPME/CEEP),ættu að koma í veg fyrir hryðjuverk af þessu tagi.  Þrátt fyrir lög, reglugerðir og verkferlisslýsingar er staðan oft sú, að þolandi sem leggur fram kæru um einelti, er ekki tekin trúanlegur og er látinn njóta vafans, líkt og hefur átt sér stað hjá þolendum sifjaspella og nauðgana, í gegnum tíðina á Íslandi.  Þessu hefur einnig verið líkt við það, að ef ráðist væri á starfsmann í söluturni og hann settur í gíslingu, á meðan ofbeldismaðurinn er látinn ganga laus. Það skyldi hver maður hugsa sig um tvisvar áður en hann sinnir borgaralegri skyldu sinni og lætur vita um einelti og hvers konar ofbeldi á vinnustað, því það vísar hver á annan, þekkingarleysi og fordómar eru með eindæmum og aðgerðarleysið oft algjört, þrátt fyrir skýr lög, reglugerðir og vísindalegar rannsóknir.
 
ÍSLENSK RANNSÓKN SÝNIR AÐ GERENDUR EINELTIS ERU Í 71 % TILFELLA  YFIRMENN EÐA MILLISTJÓRNENDUR. (Sjá meðfylgjandi blaðagrein)  Þessir sömu yfirmenn ráða jafnvel til sín vinnustaðasálfræðinga, sem eru á launaskrá gerenda, sem aftur telja sig eiga skýrslur með niðurstöðum og meðhöndla þær að eigin geðþótta án vitundar og samráðs þolenda.  Þetta er með öllu óþolandi siðleysi og spilling sem ráða þarf bót á.  Komi vinnustaðasálfræðingar að málum þurfa þeir að fá borgun hjá óháðum aðila t.d vinnueftirlitinu eða viðkomandi stéttarfélagi. Einnig hafa verið gerðar erlendar rannsóknir um áhrif eineltis á líðan fólks og starfsgetu, t.d á vegum European Foundation for the Improvement of Living and Working Conditions. Einnig sýna íslenskar rannsóknir fram á að allt að 21% starfsmanna á vinnustöðum hafa orðið fyrir einelti og ofbeldi að ýmsum toga.

 

HVAÐ ER EINELTI:  Einelti á vinnustað er skilgreint sem tíðar og neikvæðar athafnir sem beitt er af einum einstaklingi eða fleiri, gegn vinnufélaga sem á erfitt með að verja sig.  Þessar athafnir valda þeim einstaklingi sem fyrir þeim verður mikilli vanlíðan og grafa undan sjálfstrausti hans.  Það eru margar aðferðir sem gerendur nota til að gera þolendum lífið óbærilegt; rógburður t.d slúður, illt umtal og sögusagnir sem beitt er til að grafa undan mannorði þolanda, rangar ásakanir um frammistöðu í starfi, stöðug og óréttlát gagnrýni, niðurlæging í viðurvist annarra, særandi ummæli og nafnaköll, beinar munnlegar eða líkamlegar hótanir, aukið vinnuálag, niðrandi skírskotun til aldurs, kyns eða litarháttar, persónulegar móðganir, háð, árásargirni, stöðugar breytingar á vinnuaðferðum eða vinnutíma, skemmdarverk, tafir í vinnu, útilokun frá veislum, fundum eða ferðum og jafnvel kynferðisleg áreitni.  HVERS VEGNA: Einelti getur átt sér stað á hvaða vinnustað sem er, einnig þar sem vinnuaðstæður eru taldar til fyrirmyndar.  Þó eru ýmsir þættir sem geta stuðlað að einelti á vinnustað, t.d. þegar samkeppni meðal starfsmanna er mikil, ótti er við uppsagnir, öfund ríkir meðal starfsmanna, stöðuhækkanir eru á kostnað annarrra, skortur er á þjálfun starfsmanna, lítil virðing er borin fyrir öðrum og skoðunum þeirra, vinnuaðstæður eru slæmar eða henta illa, breytingar eru gerðar á skipulagi, vinnuálag er of mikið, markmiðin of háleit, stjórnun ómarkviss eða í formi valdbeitingar og upplýsingaflæði lélegt.

  AFLEIÐINGARNAR: Afleiðingar eineltis valda áfallastreituskaða hjá þolandanum.  Hann getur t.d. upplifað kvíða, skapsveiflur, ótta, biturð, örvæntingu, hefndarþorsta, minnimáttarkennd, öryggisleysi, andúð á vinnu, skerta sjálfsbjargarviðleitni, hjálparleysi, þunglyndi, þráhyggju, minnkað sjálfsálit, rýrt traust til náungans, félagslega einangrun, minnkandi vinnuafköst, þverrandi trú á framtíðina, höfnunartilfinningu, sjálfsmorðshugleiðingar, svefnleysi og streitutengda sjúkdóma s.s. höfuðverk, vöðvabólgu o.m.fl.  Það er ekki einungis sá sem verður fyrir eineltinu sem skaðast.  Fjölskylda þolanda er hið ósýnilega fórnarlamb eineltis þar sem álagið á hana eykst.  Í 14% til 20% tilfella má rekja sjálfsmorð til til þess að viðkomandi var fórnarlamb eineltis.  

Athygli á þessum grafalvarlegumálum hefur verið vakin hjá ýmsum sveitarstjórnarmönnum, t.d í Reykjavík og forvígismönnum stéttarfélaga, við jákvæðar undirtektir og einnig hjá starfsfólki innan geðheilbrigðisstétta, þjóðkirkjunnar, félagsþjónustunnar og víðar.

  Komi upp einelti, valdníðsla og hvers konar áreiti meðal karla og kvenna í menntastofn-nunum landsins, vantar tilfinnanlega að tekið sé faglega á málum. Við vekjum jafnframt

athygli á því, að meðan ekki er tekið föstum tökum á þessum málaflokki og fullorðið fólk innan skólastofnanna er ekki meðvitað um eigin hegðun, verður einelti meðal nemenda í skólastofum landsins.

Til frekari upplýsinga bendi ég á eftirfarandi aðila:- Vinnueftirlit ríkisins vinnueftirlit@ver.is  -Jafnréttisstofa  jafnretti@jafnretti.isLiðsmenn Jerico www.jerico.is 

-Í nærveru sálar, á  www.inntv.is:

 

 

Fyrir hönd, Samstarfshóps um Vinnuvernd á Íslandi,

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir, liðsmaður Jerico.

songholl@internet.is

 

 

   

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 13:11

33 identicon

Einn einstaklingur getur auðveldlega beitt annan einelti og kúgunum,, það þarf engan hóp til..

nafnlaus (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 15:25

34 Smámynd: Fannar frá Rifi

þegar maður les þetta þá spyr maður sig. ætli Ólína hafi kynnt sér eineltismál og beit sér gegn þeim þegar hún sat sem skólastýra? eða hló hún bara að þeim sem þorðu að standa upp og ræða þessi mál?

Fannar frá Rifi, 25.7.2009 kl. 17:57

35 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Lágt þykir mér þú leggjast Þór Saari að fara með þessi ósannindi.

 Hér er tengillinn á ræðu Birgittu - dæmi nú hver sem vill um það sem þarna fór fram.

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090723T110320&end=20090723T111049&horfa=1

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.7.2009 kl. 18:11

36 identicon

Get ekki séð eða heyrt hvort að Ólína er gerandi þarna eður ei. Sé samt ekki tilganginn með þvi að Þór væri að spinna þetta upp. Flæmdist hún ekki út sem skólastýra á Ísafirði á sínum tíma fyrir einræðistilburði við stjórnun? Það skilst mér. Fékk svo fullt af útskrikunum í sínu kjördæmi í kosningunum.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 22:54

37 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Góður einstaklingur sagði nýverið:

Eitt af því sem gerir einelti flókið er að þeir sem taka þátt í því gera sér oft ekki grein fyrir því sjálfir. Þeir taka óbeinan þátt með þögninni, með því að fylgja kvalaranum að málum og láta sér líðan og afdrif fórnarlambsins í léttu rúmi liggja. Þetta er jafnvel gert í nafni einhvers málstaðar - því vitanlega þarf réttlætingar fyrir illverkum. Það þekkjum við frá tímum Gyðingaofsóknanna, McCarty-ismans í Bandaríkjunum, galdraofsóknanna á 17. öld, og þannig mætti lengi telja. Einelti getur að sjálfsögðu beinst gegn hópi fólks og er oft hagsmunadrifið.

Þess vegna viðgengst einelti víða í samfélaginu - víðar en margan grunar. Við sjáum stjórnmálamenn sem lagðir eru í einelti af flokksfélögum og fjölmiðlum ár eftir ár. Sömuleiðis opinbera embættismenn og poppstjörnur.  Einelti á sér oft flóknar félagslegar orsakir sem full ástæða er til að taka alvarlega og reyna að átta sig á. Það getur verið vafið inn í einhverskonar "ágreining" eða "skoðanamun" sem er oft ekkert annað en fyrirsláttur til þess að geta sótt að einstaklingum.

Og bætti við:

Einelti spyr hvorki um stétt né stöðu manna, það getur birst gagnvart hverjum sem er, hvenær sem er.

Einelti birtist ekki endilega gagnvart þeim sem minna mega sín heldur líka - og jafl oft - gagnvart þeim sem gerendunum stafar ógn af á einhvern hátt. Þannig getur einelti orðið aðferð til þess að ryðja einhverjum úr vegi

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.7.2009 kl. 00:07

38 Smámynd: Billi bilaði

Búinn að hlusta, aftur. Er það sem sagt ekki þú, Ólína, sem talar í hæðnistón um hrossakaup? (Heyrn mín er náttúrlega ekki eins góð og áður.)

Síðan ætti Ásta Ragnheiður að skammast sín. Birgitta er að tala um fundarstjórn forseta; það að forseti eigi ekki að leyfa það að þingmenn séu krafðir út úr þingsal í atkvæðagreiðslu. Bjölluhamagangur Ástu er hlálegur og ykkur Samfylkingarfólki til vansa.

Var ekki virðing Alþingis mæld síðast um 14%? Ætli hún fara ekki undir 10% næst?

Billi bilaði, 26.7.2009 kl. 01:12

39 identicon

Rosalegt væl er í þessum þinghópi. Mín skoðun er sú að Borgarahreyfingin er of gáfuð fyrir alþingi. Of einlæg og heiðarleg. Eiginlega börn á þingi. "Aðalnefndin" sem þú situr í er auðvitað besta nefndin. Sennilega vegna þess að sjóndeildarhringurinn nær ekki lengra.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 12:20

40 Smámynd: Þór Saari

Það er fagnaðarefni að fá Ólínu hingað inn þó með upphrópunum sé.  Aðrir þingmenn og Ólína vita mæta vel hvað hún sagði í þingsal og einnig að frammíköll nást að jafnaði ekki nema mjög takmarkað á upptökutæki þingsins.  Verið getur að aðferðir Jóhönnu og Björgvins G. hafi farið alveg fram hjá henni, en það er nóg af fólki sem getur sett Ólínu inn í þetta mál ef hún vill vita meira um það.  Að afskrifa umræðu um málið og reyna að þagga það niður frekar en að leita svara er ekki rétta leiðin, ekki síst þegar það er haft í huga að það var einmitt Ólína Þorvarðardóttir, og hafi hún þökk fyrir, sem skrifað þessar frábæru línur hér að ofan um einelti sem Friðrik Þór (#41) vísar til.

Þór Saari, 26.7.2009 kl. 12:25

41 identicon

Dæmi ég nú svo Ólína að þetta myndskeið sýni ekkert nema ræðupúltið. Eru það þín rök að þú þurfir að nást á mynd?

sandkassi (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 12:39

42 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég vil þakka Þór Sarí, fyrir pistil sinn.

Ef þ.e. rétt, að staðan sé sú, að Icesave hafi ekki meirihluta, þá:

  • Ekki láta það koma á óvart, að Holland og Bretland, leggjist gegn því að umsókn Íslands verði tekinn fyrir, á leiðtogafundi ESB þann 27. n.k.
  • Þau stjórnvöld, hafa fram að þessu, notað Icesave sem svipu, við nánast öll tækifæri.
  • Ekki skal það þó teljast fullvíst, að sú verði reyndin, enda hafa stjórnvöld þessara ríkja, mjög ríka möguleika til að blokkera umsóknarferlið á öðrum stigum þess.

 -------------------------------

Fengu Björgólfsfeðgar milljónirnar 400, fyrir Bjórverksmiðjuna?

  • Ég held að Heineken, hafi borgað þessa upphæð, enda er hægt að tékka á því í bókhaldi fyrirtækisins.
  • Það þýðir þó ekki endilega, að Björgólfsfeðgar, hafi fengið þá peninga í hendur.
  • Líklega, hafa þeir þurft að borga rússnesku mafíunni, háar upphæðir í verndargjöld. Hugsanlega, hefur bróðurpartur þessarar upphæðar, farið í að borga sig lausa undan því liði.
  • Vitað var, að á þessum árum í Rússlandi, gat enginn gert viðskipti, nema mjög öglug og stöndug fyrirtæki er gátu haldið uppi eigin einkaher, nema að gera samninga við mafíuna, um að borga þeim ákveðinn hagnaðarhlut, til að fá að starfa í friði.

Þannig, að 400 milljónirnar gætu hafa verið blöff, ekki þannig, að þeir peningar hafi aldrei orðið til, heldur þannig að Björgólfsfeðgar hafi aldrei fengið nema lítinn hluta þeirrar upphæðar í eigin hendur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2009 kl. 14:08

43 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Við skulum vona, að þingmenn hafi hemil á sér.

Einelti, því miður er ekkert sjaldgæfara milli þeirra sem teljast fullorðnir, en barna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2009 kl. 14:09

44 identicon

Vildi bara benda þér á þetta Þór  

24. júní, 2009
Ábyrgð íslenska ríkisins á innlánum

Höfundur: Dóra Sif Tynes, hdl.
Flokkur: Efnahagsm, Stjórnmál, Utanríkismál, Viðskipti Efnisorð: Bretland, EES-samningurinn, Evrópusambandið, Holland, Icesave, innlánstryggingar, „dómstólaleið“

Umræður um ábyrgð íslenska ríkisins vegna Icesave reikninga og samninga við bresk og hollensk stjórnvöld standa nú sem hæst. Ýmsir halda því nú fram að ríkinu beri ekki að ganga til samninga við Breta og Hollendinga heldur fara svokallaða „dómstólaleið“. Það fylgir hins vegar ekki sögunni á hvaða lagagrundvelli eigi að byggja slíka málsókn eða hvort einhver dómstóll teljist yfir höfuð hafa lögsögu í málinu.

Tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 94/19/EB um innlánatryggingakerfi (innlánatryggingatilskipunin) er hluti af IX. kafla Samningsins um Evrópska Efnahagssvæðið (EES-samningurinn). Frá því að tilskipunin varð hluti EES samningsins hefur hún því skuldbundið íslenska ríkið samkvæmt reglum þess samnings. Tilgangur innlánatryggingatilskipunarinnar er að samræma reglur um innlánatryggingar þannig að tryggt verði að sparifjáreigendur njóti sömu lágmarksverndar hvar sem þeir eru staðsettir innan EES. Þá hefur tilskipunin og að markmiði að auka festu í bankakerfinu og vernda hag sparifjáreigenda.Innlánatryggingatilskipunin skuldbindur íslenska ríkið til þess að koma á fót innlánatryggingakerfi sem getur komið til skjalanna um leið og innlán verða ótiltæk. Íslenska ríkið hefur val um á hvaða formi tryggingarkerfinu er komið á fót og hvernig það er fjármagnað en fjárhagsleg geta þess á að vera í samræmi við tryggingaskuldbindingar.

Innlánatryggingatilskipunin var innleidd í íslenskan rétt með lögum um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999 sem kemur á fót Trygginasjóði innistæðueigenda. Lögin kveða á um að heildareign sjóðsins skuli að lágmarki nema 1% af meðaltali tryggðra innistæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári. Til þess að ná tilskildu lágmarki eru svo í lögunum ákvæði um hvernig lánastofnanir eigi að fjármagna umrætt lágmark eða eftir atvikum ábyrgjast greiðslur til sjóðsins til að lágmarkinu verði náð. Við fall bankanna haustið 2008 má því gera ráð fyrir að heildareign Tryggingarsjóðs innistæðueigenda hafi numið 1% af meðaltali tryggðra innistæðna á árinu 2006 og sjóðurinn því tæplega í stakk búinn til að koma til skjalanna ef innlán yrðu ótiltæk. Heyrst hafa þær röksemdir að það skipti ekki máli að fjárhagur Tryggingasjóðsins hafi verið svo bágborinn sem raun bar vitni, eina skylda ríkisins hafi verið að koma á fót einhvers konar tryggingarkerfi og gildi einu hvort það kerfi hafi verið gjaldfært eður ei. Orðalag tilskipunarinnar er hins vegar alveg skýrt, innlánatryggingakerfin skulu tryggja innlán allt að um 20 000 evrur að lágmarki. Enginn fyrirvari er um að skylda þessi sé háð því hvort nægilegar eignir séu til staðar hjá viðkomandi tryggingakerfi enda væri lítið hald í ákvæðum tilskipunarinnar ef unnt væri að koma sér hjá skuldbindingum samkvæmt þeim með þessum hætti. Þar sem lög um innistæðutryggingar tryggðu Tryggingarsjóði innistæðueigenda takmarkaðar eignir gat sjóðurinn ekki sinnt hlutverki sínu samkvæmt tilskipuninni síðastliðið haust. Kemur þá til skoðunar hvort tilskipunin hafi verið innleidd með réttum hætti hvort framkvæmd ríkisins hafi brotið í bága við hana. Báðar þessar aðstæður kunna hins vegar að fela í sér ábyrgð íslenska ríkisins samkvæmt EES rétti, enda hafa bæði EFTA dómstóllinn og Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að brot gegn EES samningnum kunni að baka íslenska ríkinu bótaábyrgð.

Við hrun bankanna stóð val ríkisins á milli þess að aðhafast ekkert og hætta á áhlaup á bankana með tilheyrandi áhrifum á innlend greiðslukerfi eða grípa til einhverra ráðstafanna til að tryggja innistæður. Með hinum svonefndu neyðarlögum voru innistæður gerðar að forgangskröfum. Jafnframt gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu þar sem áréttað var að innistæður í innlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi væru tryggðar að fullu. Tilgreint var að með innistæðum væri átt við allar innistæður almennra sparifjáreigenda og fyrirtækja sem innistæðudeild Tryggingarsjóðs innistæðueigenda næði til en lögum samkvæmt heyrðu innlán í útibúum á EES svæðinu þar undir. Verður því ekki annað séð en að íslenska ríkið hafi í október 2008 tekið á sig skuldbindingar samkvæmt innlánatryggingatilskipuninni.

Því hefur verið fleygt að innlánatryggingatilskipunin eigi ekki við í tilfelli íslenska bankahrunsins þar sem hér hafi verið um allsherjar kerfishrun að ræða. Í ljósi þess að ríkisstjórnin greip til þeirra aðgerða sem að framan er lýst þegar í október á liðnu ári er þó erfitt að láta á þá kenningu reyna nú enda hefur talsverður hluti tryggðra sparifjáreigenda þegar notið réttar síns. Slík afturvirk röksemdafærsla er til þess fallin að brjóta gróflega gegn meginreglu íslenskrar stjórnskipunar og EES samningsins um jafnræði. Þá snýst uppgjör á Icesave reikningum um innistæður í erlendum útibúum eins banka en ekki um bankakerfið í heild þó fjárhæðirnar séu vissulega svimandi. Nú heyrast jafnframt þær raddir að ríkið eigi að hafna því að bera ábyrgð gagnvart afmörkuðum hópi sparifjáreigenda sem kusu að eiga viðskipti við útibú Landsbankans í Lundúnum eða Rotterdam frekar en á Raufarhöfn. Fara eigi með málið fyrir dómstóla.

Talsmenn hinnar svonefndu „dómstólaleiðar“ hafa hins vegar ekki gert frekari grein fyrir því á hvaða lagagrundvelli slík málsókn eigi að byggja eða hvaða dómstóll sé til þess bær að fjalla um ábyrgð íslenska ríkisins að þessu leyti. Menn hafa vísað til þess að viðsemjendur ríkisins, þ.e. hollensk og bresk yfirvöld, eigi bara að velja dómstólinn. Hér gætir ákveðins misskilnings. Líta verður til þess að dómstólar hvort sem þeir eru innlendir eða alþjóðlegir taka ekki fyrir mál nema að þeir hafi til þess lögsögu. EB-dómstóllinn hefur til dæmis ekki lögsögu gagnvart íslenska ríkinu enda er það ekki aðili að Evrópusambandinu. Með Samningnum um Eftirlitsstofnun og Dómstól var EFTA dómstólnum veitt lögsaga í tilteknum málum er varða samningsaðila EES samningsins. Sú lögsaga nær hins vegar einvörðungu til mála sem höfðuð eru af einstaklingum eða lögaðilum á hendur Eftirlitsstofnun EFTA til ógildingar ákvarðanna þeirrar stofnunar eða mála sem Eftirlitsstofnunin höfðar á hendur samningsaðilum vegna brota gegn EES rétti. EFTA dómstóllinn myndi því ekki heldur hafa lögsögu í málinu nema með atbeina Eftirlitsstofnunar EFTA.

Í öðru lagi er ljóst að innlánatryggingatilskipunin skapar ekki breskum og hollenskum stjórnvöldum réttindi per se heldur viðskiptavinum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Hin lögfræðilega spurning lýtur á því hvort íslenska ríkinu sé heimilt að hafna því að bera ábyrgð samkvæmt innlánatryggingatilskipuninni gagnvart tilteknum hópi viðskiptavina Landsbankans. Þegar rætt er um „dómstólaleiðina“ hljóta menn því að eiga við að íslenska ríkið hafni því að greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum út innlán í samræmi við ákvæði innlánatryggingatilskipunarinnar og hvetji þá þess í stað að höfða mál gegn íslenska ríkinu fyrir hérlendum dómstólum eða kvarta til Eftirlitsstofnunar EFTA. Yfirleitt hefur nú verið litið svo á að rétturinn til að bera mál undir dómstóla séu mannréttindi sem tryggja beri þegnum réttarríkis enda er hann til að mynda verndaður af Mannréttindasáttmála Evrópu. Má jafnvel tala um helgan rétt í þessu sambandi. Það telst þó væntanlega heldur nýstárleg túlkun að ríki, þótt það sé lítið og aumt, beri fyrir sig slíkan rétt til að komast hjá skuldbindingum gagnvart borgurum. Grundvallaratriði málsins eru hins vegar þau að ekki er um milliríkjadeilu á grundvelli þjóðréttarsamnings að ræða heldur samninga um lánakjör sem eru einkaréttarlegs eðlis. Það verður því að gera þá kröfu til jafnt löglærðra manna sem annarra að þessu tvennu sé ekki blandað saman.

Höfundur er fyrrum starfsmaður lagadeildar Eftirlitsstofnunar EFTA og hefur lokið meistaraprófi í Evrópurétti

Jóhannes (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 15:41

45 identicon

"Nú heyrast jafnframt þær raddir", "Því hefur verið fleygt", "Talsmenn hinnar svonefndu „dómstólaleiðar“ hafa hins vegar ekki gert frekari grein fyrir"

Þetta eru allt saman tilvísannir sem halda ekki vatni. höfundur forðast eins og heitan eld að vísa með beinum hætti í álit einhvers úr yfirgnæfandi fjölda Íslenskra lögfræðinga um málið og svara þeim síðan efnislega.

"Það telst þó væntanlega heldur nýstárleg túlkun að ríki, þótt það sé lítið og aumt, beri fyrir sig slíkan rétt til að komast hjá skuldbindingum gagnvart borgurum."

Hvaða skuldbindingum? Það er ekki ríkisábyrgð á Innistæðutryggingasjóði.

sandkassi (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 15:59

46 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég þakka Friðriki Þór fyrir að vekja athygli á mínum fyrri skrifum um einelti. Mér finnst hann hefði þó mátt segja það hver höfundur þessara orða er - það er ekki sjálfgefið að allir átti sig á því.

En það sem í þessari tilvitnun kemur fram er einmitt það sem ég vildi sagt hafa um hugtakið einelti.

Einelti er grafalvarlegt mál - og oft flókið athæfi. Það er alvarlegt að fremja það og ekki síður alvarlegt að saka menn um það. Hugtakið "einelti" á ekki að nota af léttúð.

Raunar geta endurteknar og ágengar eineltisásakanir líka orðið að einelti, og satt að segja er það eitt af viðurkenndum birtingarformum eineltis - gleymum því ekki. Fyrirbærið er því flókið og margslungið, svo sannarlega. 

En, ég hvet fólk til að lesa vel þessa tilvitnun sem Friðrik vekur athygli á hér ofar - og hugleiða innihald hennar.

Kveð ykkur þar með - og hyggst ekki blanda mér frekar í þessa umræðu.

Lifið heil. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.7.2009 kl. 18:04

47 Smámynd: Óðinn Þórisson

"upphófust mikil frammíköll frá þingkonum Samfylkingar og þá sérstaklega Ólínu Þorvarðardóttur en hún og fleiri höfðu uppi háðsglósur og hlátur um athugasemd Birgittu"

Þessi framkoma Ólínu kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart - en hún getur verið þakklát fyrir að fá að tjá sig hér - það geta ekki allir tjáð sig á hennar spjallsvæði - því miður

Óðinn Þórisson, 26.7.2009 kl. 21:22

48 identicon

þú ert ekki lengi að temja þér allar verstu hliðar stjórnmálamanna Þór, hikar ekki við að svíkja handsalað loforð, sakar síðan aðra um að kúga og svo lýgur þú uppá Ólínu einelti!!! Góði besti farðu bara heim til þín, þú átt ekkert erindi á þing eins og þið öll nema Þráinn sem stendur við gefinn loforð og lýgur ekki um aðra þingmenn. þú ættir kannski að fara og tjá þig á öðrum vettvangi, mér sýnist þú hafa slakað of mikið á þar!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 17:12

49 identicon

Hún Ólína er alltaf alveg blásaklaus og hvítþvegin, samt allt í einhverju bölvuðu veseni. Það skyldi þó aldrei vera að hún eigi einhvern þátt í því?

Ragnar Örn, mér finnst þú vera allt of mikill flokksdindill til þess að geta leyft þér að nota myndina af Johhny Rotten. Hann væri nú ekki með þennan fjandans sleykjuskap og undirlægjuhátt.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 17:33

50 identicon

Gunnar, ég er ekki flokksbundin neinum flokk og eini dindillinn hér er á milli eyrnanna á þér.Og menn eins og þú eiga ekki að vera grenja hér á blogginu eins og kerlingar um mál sem þeir hafa ekki hundsvit á og eru með rörsýn á hlutina. Það er deginum ljósara að Ólína sagði ekki eitt einasta orð né hæddist að Birgittu þó svo að nægu sé að taka þegar þetta hippalið´sem kallar sig borgarahreyfinguna opnar kjaftinn!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 17:38

51 identicon

hahaha hippalið já:))). Ég er sko ekkert að grenja heldur er mér stórskemmt að fylgjast með ykkur millistéttapakkinu að þykjast vera pönkarar hahaha:).

En þú segir; "Það er deginum ljósara að Ólína sagði ekki eitt einasta orð né hæddist að Birgittu" Færðu sönnur á það,,,,hehe

sandkassi (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 18:53

52 identicon

hér eru nokkrar John Lydon tilvitnannir ;

“Fucking ignore the system, use it when it suits you.”

“You'll find that empty vessels make the most sound.”

“People don't like other poor people, and rather than blame the people that make you all poor, you blame each other.”

“(After the Sex Pistols' last show) Ever get the feeling you've been cheated?”

Eitt er víst að Rotten er ekki Samfylkingarmaður:)

sandkassi (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 19:22

53 identicon

Ég vil þakka Rauða Ljóninu fyrir kynningu á Olweusaráætlun Menntamálaráðuneytisins!

Um leið ætla ég að bæta í þá fræðslu;

Ekkert átak hefur skilað eins dramatískum árangri í barráttunni við einelti í grunnskálum hér á landi og Olweus. Engu að síður og taktu nú eftir Ólína, þá endurnýjaði ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ekki rekstrarsamning við Olweusarverkefnið þegar að samningurinn rann út áramótin 2008-2009.

Samfylkingin er en í ríkisstjórn og hefur haft nægan tíma til að leiðrétta þessa forkastalegu ákvörðun.

Ólína, þú getur gert betur.

Í þeim efnahagsþrengingum heimilanna sem við búum við í dag, eykst einelti og vandamál því tengdu. Fyrir utan þjáningar þær sem þetta skapar þá sóar þetta einnig stórfelldum fjármunum í heilbrigðis og félagsþjónustu til handa fórnarlömbum og gerendum.

Sparnaður í þessum málaflokki er ekki fræðilegur möguleiki. Verrði ykkur að góðu Samfylking.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 21:03

54 Smámynd: Höskuldur Sæmundsson

Ég verð að segja að mér finnast skilgreiningar á einelti á Alþingi ákaflega undarlegar í því samhengi sem Birgitta notaði annarsvegar og þá ekki síður hvernig umræðan hér hefur þróast.  Ef að það var skammast í þingmönnum og hóta þeim er einelti spyr ég:  Hóta þeim hverju?  Ekki hefur forsæisráðherra vald til þess að reka fólk af þingi er það?  Er ekki hægt að gera kröfur til þingmanna að þeir hafi bein í nefinu til að berjast fyrir sínum málum og kljást við aðra einstaklinga á þingi?  Og verður viðkomandi bara ekki að eiga það við sinn flokk og sína kjósendur?  Hvað getur forsætisráðherra sagt eða gert?  Er þetta ekki bara skilgreining Sartrés á existensjalisma?  Mannskepnan (þingmenn) er dæmd til að vera frjáls?  Þú verður því miður að taka ábyrgð á þínu eigin lífi, það gerir það enginn annar fyrir þig. 

Ég næ ekki hvernig stíf fundarhöld og það að viðkomandi hafi verið skúbbað á fund forsætisráðherra í hliðarherbergi eins og einhver sagði að væri alvitað, til þess að ræða málin geti talsit til eineltis.  Má ekki setja útá skoðun þingmanna? ég hefði einmitt talið þetta til hreynskilinna skoðannaskipta þar sem fólki er gert ljóst hvaða áhrif þetta hefur á samtarf tveggja aðila.   

Og er ekki jafn alvarlegt að dylgja um einelti eins og að beita því? 

Það má nefnilega passa sig á því að einelti verði ekki að sjálfsögðu hversdagsorði og missi þar með merkingu sína.  Það hefur tekið baráttufólk fyrir upplýstri umræðu um einelti langan tíma að byggja upp það viðhorf í samfélaginu að þetta sé ekki bara viðkvæmni heldur alvarlegt mannréttindabrot. 

Ég set spurningarmerki við það hvort það að nota það í þessu samhengi.  Velti fyrir mér hvort það eigi við og þá hvort þessi umræða sé ekki algerlega útúr kortinu? 

Annars er ég einn af þeim sem var ákaflega hrifinn af xO en hef nú hratt misst álit á ykkur annars ágæta fólki sem fer fyrir þessari hreyfingu.  Það tók ykkur ekki langan tíma að stunda sömu fáránlegu pólitíkina og hinir flokkarnir, minn ekkert undanskilinn, NB.   

Og af gefnu tilefni skal tekið fram að ég tilheyri Samfó, svo það komi nú bara grímulaust fram, telji fólk það einhverju skipta. 

Höskuldur Sæmundsson, 28.7.2009 kl. 21:28

55 Smámynd: Höskuldur Sæmundsson

Smá viðbót:  Til að hafa algerlega allt á tæru:  Ég er ALLS ekki að segja að ekki eigi að ræða um einelti, ég er að segja að mér finnst það að takast á í stjórnmálum varla getað flokkast undir einelti, eins og ég skil það allavega. Og því er það þau orð Birgittu sem mér finnast frekar kjánaleg og hálf léttúðleg. 

Höskuldur Sæmundsson, 28.7.2009 kl. 21:33

56 identicon

einelti er sjálfsagt "hversdagsorð" Höskuldur. Það kemur þó augsýnilega illa við þinn mýkri mann að það sé nefnt á nafn. Það er vissulega ekki á hverjum degi sem að einelti er nefnt í umræðum um vandamál í þinginu, en við kusum birgittu á þing fyrir það hver hún er og erum stolt af henni.

Ef að Birgitta kýs að tjá þessa skoðun sína þá styð ég hana svo sannarlega í því.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 21:40

57 Smámynd: Höskuldur Sæmundsson

Nú vissi ég að ég hefði átt að sleppa þessu, en það sem ég átti auðvitað við var að vara sig á því HVAÐ er kallað einelti.  Til þess að þegar það sé notað og þegar það á við sé það ekki orðið að einhverskonar "úlfur, úlfur" orði. 

Það kemur klárlega ekki illa við minn mýkri mann sem er að vísu að vera mýkri með árunum að tala um einelti, ekki frekar en nauðganir eða feminisma en mér finnst það bara umhugsunarefni í hvaða samhengi orðin eru notuð, enda kýs ég að bera virðingu fyrir þeim og kýs að kasta þeim ekki fram að léttúð.   

Kjósir þú að styðja hana í því að tjá skoðanir sínar með þessum hætti, þá styð ég þig fyllilega í því að styðja hana, ég bara styð hana sannarlega ekki. 

Enda hver var munurinn á því sem hún lýsti sem einelti og því sem hún lýsti yfir varðandi ESB atkvæðagreiðsluna í fréttum RÚV daginn fyrir þá afgreiðslu?  Var ekki verið að hóta?  Ég man ekki betur heldur en Birgitta hafi svarað einfalt Já við þeirri spurningu fréttamanns.  Ergó, ósamkvæmi, tækifærismennska og hrossakaup:  sama tóbakið og allt hitt, maður bara bjóst ekki við því svona snemma af xO. 

Ég bara hélt að þarna væri komin ferskur vindur.  Svo var ekki.  Í því felast MÍN vonbrigði. 

Höskuldur Sæmundsson, 28.7.2009 kl. 22:27

58 identicon

Ok þetta fjallaði sem sagt fyrst og fremst um ESB hjá þér en ekki einelti.

gott og vel. Það stendur ekki steinn yfir steini af þeim kosningaloforðum þessarar ríkisstjórnar annað en það að koma hámenningarlegum dagdraumum hennar um aðildarumsókn að ESB í gegn.

Í því felst enginn efnahagslegur ávinningur í nánustu framtíð, einungis fyrirheit Jóhönnu og ýmissa annarra þess efnis að hér verði allt upp á við í framhaldi. Fyrir þessu liggja engin efnisleg rök, engin. Einungis hugarburður.

Þetta er mjög alvarlegt mál og hér er verið að sóa dýrmætum tíma í hugmyndir Samfylkingarmanna um það, hvernig eigi að komast af í heiminum. Ég treysti þeim ekki, ég þekki fátækt og þori að fullyrða að enginn í þessari ríkisstjórn gerir það.

En landsmenn eru að kynnast henni þessa dagana, það er þó skoðun Jóhönnu að það fólk sem þannig er ástatt fyrir, hljóti bara að hafa verið búið að koma sér í þá aðstöðu hjálparlaust fyrir hrun.

Þetta er bull, og það sem verra er, ómanneskjulegt og ofverndað Samfylkingarbull. Þess vegna höfnuðu XO tillögunni. En það er þó skoðun þeirra sem ætluðu að stinga stuðningi Borgarahreyfingarinnar í vasann og troða upp í þau, að þau hafi svikið stjórnina.

Stjórnin er búin að svíkja almenning fyrir löngu síðan. 

sandkassi (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 23:03

59 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 22:54, Þór hegðar sér hér sem eineltari. Upptakan leiðir það berlega í ljós að Ólína er ekki að gera neitt að af sér auk þess sem augljóselg á eineltishugtakið ekki við hér þó einn einstaklingur reyni að sannfæra annan um sitt sjónarmið í þinghúsinu. - Fátt mætti í þinghúsinu ef það mætti ekki maður á mann reyna að telja þingmönnum hughvarf.

Einelti hinsvegar stendur yfir um langan tíma og hefur ekki annað markmið en að niðurlægja brjóta einstaklinginn, lang oftast af hópi gerenda. Því miður upplýsir þessi umræða hve illa fólk er að sér um einelti og eðli þess.

- Miklu nær fer því að Þór og Birgitta leggi Jóhönnu og Ólínu í einelti þar sem þau beita sér opinberlega og ítrekað og um lengri tíma til að niðurlægja þær, og rangfæra og ýkja orð þeirra og athafnir og níða þær opinberlega.

Athyglisvert hvernig Þór beitir sér gegn konu þegar karlar hlægja.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.7.2009 kl. 23:17

60 identicon

Ég bendi á færslu Þórs Saarí nmr 30;

"Það er nú einmitt málið, þetta var ekki einstakur atburður."

Í öðru lagi þá leiðir myndbandið akkúrat ekkert "í ljós" og er Ólína ekki einu sinni í mynd, hvaða áróður er þetta?

sandkassi (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 23:32

61 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Var að lesa yfir þessa umræðu og satt að segja gengur Þór Saari algerlega fram af mér hér.

Hann er maðurinn sem játaði að hafa svikið loforð við ríkisstjórnina eftir að hafa tryggt sér og sínum þau nefndarsæti sem hentuðu honum best, þá ætlaði hann og flokkur hans að upplýsa í síðustu viku hversvegna hann sveik svo endregið loforð við kjósendur sína en hefur ekkert gert í þá veru en í þess stað búið til þetta mál og blása það upp að fólk hafi talað saman maður á mann á göngum þingsins. - Hvað er að fólki sem býður sig fram til þingstarfa og telur það einelti að maður tali við mann um skoðanir sínar og atkvæðagreiðslu - jafnvel þó það væri rifist. - Sjálfur veitist Þór ítrekað og opinberlega sérstaklega að þingkonum Samfylkingarinnar og leggur tvær þeirra opinberlega í einelti, segir jafnvel þegar önnur þeirra dirfist að svara honum hér ofar, með beinni tilvísun í upptökur af atburðum, að hún „komi inn með hrópum“. - Þetta er svo rakið einelti hjá Þór í garð Ólínu og Jóhönnu undir yfirlætislegu tali um einelti og áætlun gegn því sem byggir á forledrum og skólabörnum, að mér bíður við því. - Það er kominn tími til að Þór líti í eigin barm.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.7.2009 kl. 23:56

62 identicon

Mér bíður við þessum málflutningi þínum Helgi Jóhann og málflutningi Ólínu Þorvarðardóttur. Það vill svo til að ég trúi Birgittu og Þór en þið tvö farið með rangt mál, það veit ég.

Það má vera að þingmenn XO sem og aðrir átti sig á því að þingmenn eru bundnir trúnaði, en það þíðir ekki að til dæmis þú, hafir leyfi til þess að halda fram því bulli að umrætt myndband úr þinginu sanni eitthvað. Það af Ólínu að halda því fram er en firrtara þar sem hún á að heita að þurfa að standa undir nafni, en maður er nú löngu orðin vanur bullinu í henni í gegn um tíðina og ekki við meiru að búast held ég.

En þú Helgi Jóhann, þú ættir nú að hafa metnað sem fræðimaður (ef þú leggur þá stund á slíkt)  í að halda ekki þessari þvælu fram hér beint ofan í opið geðið á manni. Fjandinn hafi það bara. Takið ykkur saman í andlitinu bæði tvö.

sandkassi (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 00:13

63 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Gunnar Waage, Birgitta talar um eina atkvæðagreiðslu, eitt mál, einn dag og samtöl vegna hennar.

Þegar hlustað er á upptökuna heyrast karlmannaraddir bregðast hæst og fyrst við en Þór velur sérstakleg að ráðast á þingkonur  Samfylkingarinnar með þessum orðum: 

„Þegar Birgitta var langt komin í athugasemd sinni og þingmönnum ljóst hvað hún var að tala um upphófust mikil frammíköll frá þingkonum Samfylkingar og þá sérstaklega Ólínu Þorvarðardóttur en hún og fleiri höfðu uppi háðsglósur og hlátur um athugasemd Birgittu. “

Upptökutækin eru ekki svo valkvæð að þau taki upp hávær viðbrögð framíköll karlmanna en sleppi alveg konunum sem ef rétt væri hjá Þór hófu framíköll þannig að:   „upphófust mikil frammíköll frá þingkonum Samfylkingar og þá sérstaklega Ólínu Þorvarðardóttur“

Þór er hér augljóslega ber að ósannindum og sérstakri árás á konur þegar hljóðupptaka leiðir í ljós að það voru karlmenn sem brugðust bæði fyrstir og hæstir við (hvort sem það er slæmt eða gott eða saklaust) en Þór minnist ekki á karlmennina en veitist að bæði tilgreindum konum og öllum Samfylkingakonum. - Þvílíkt karlmenni.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.7.2009 kl. 00:15

64 identicon

þetta er popularismi hjá þér Helgi Jóhann, "karlmenni"? Hvaða bull er þetta?

sandkassi (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 00:29

65 identicon

Borgarahreyfingarfólk er ekki þjálfað í þessum undanbrögðum og tilraunum til þess að fara á svig við sannleikann. Ég hef ekki tekið eftir því að þau séu í neinni keppni við neinn. Nú ætla ég að senda þeim nokkrar línur sem eru eftir Bubba Morthens alþýðuskáld;

Sá er talinn heimskur sem opnar sína sál
Ef hann kann ekki að ljúga, hvað verður um hann þá
Undir hælinn verður troðinn, líkt og laufblöðin smá
Við hræðumst hjarta hans og augun blá   

Fjöllin hafa vakað í þúsund ár
Ef þú rýnir inn í bergið sérðu glitra tár 
Orð þín kristal tær, drógu mig nær og nær
Ég reyndi að kalla á ástina, sem úr dvala reis í gær      
    

sandkassi (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 00:41

66 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég hlusta nú bara á upptökuna http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090723T110320&end=20090723T111049&horfa=1 og hljóðupptaka er ekki svo valkvæð á kyn og persónur að hún sleppi því bara sem Þór kallar: „Upphófust þá mikil frammíköll frá þingkonum Samfylkingar“ en taki upp skýrt, hátt og greinilega háreysti karlmanna.

- Þetta mál allt er bara augljóst og skýrt opinbert einelti Þórs og Borgarahreyfinarinnar í garð Ólínu og Jóhönnu þar sem svo Þór ræðst sérstaklega á konur.  Þar fyrir utan hefur Ólína Þorvarðardótrtir aldrei gefið tilefni til annars en að taka megi fullt mark á orðum hennar, hvort sem menn eru svo alltaf sammála skoðunum hennar eða ekki. Það sem henni hefur helst verið legið á hálsi er að standa föst á sínu sem mér finnst vera kostur.

- Það er heldur ekkert í ræðu Birgittu á upptökunni sem styður staðhæfingu Þórs um að eitthvað hafi gerst á meðan á ræðutíma stóð sem truflað gæti ræðuna annað en klukkusláttur þingforseta þegar ræðutíma lauk.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.7.2009 kl. 22:05

67 identicon

Ég geri ráð fyrir að þú hafir notar einhvern forensic voice comparison og og Spectrum Analysis hugbúnað, Helgi Jóhann, við þessa niðurstöðu þína?

"Þetta mál allt er bara augljóst og skýrt opinbert einelti Þórs og Borgarahreyfinarinnar í garð Ólínu og Jóhönnu þar sem svo Þór ræðst sérstaklega á konur."

Ertu nú viss um að þessi vinkill sé eitthvað til að byggja á? Einhvern vegin kemur þessi fullyrðing mér spánskt fyrir sjónir og forsendur fyrir þessum pælingum þínum fremur veikar.

En svo ég vitni í Friðrik Þór hér fyrir ofan; "þá er fjölmiðlum vandi á höndum hvað upplýsingalögin og Icesave varðar. Skjöl sem háð eru leynd og varða milliríkjasamskipti falla undir undanþáguákvæði upplýsingalaga."

Mér sýnist á öllu að Ólína sé að teygja sig full langt (fyrir minn smekk) í skjóli þessara undanþágu. Ég held að þú ættir ekki að blanda þér í þetta mál Helgi Jóhann, láttu þetta eiga sig.

sandkassi (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 01:11

68 identicon

Í fljótu bragði þá er það þessi bútur sem um ræðir;      ræðubútur   . Það verður reyndar að viðurkennast að þarna eru karl og kvennrödd áberandi, ég sé samt ekki að orðalag Þórs sé tilefni til annara eins pælinga og þú ert með Helgi Jóhann í því sambandi, nema þá af einskærri óskhyggju.

Ég heyri ekki hver konan er, gæti verið Ólína eða ekki, það geta þó eflaust aðrir heyrt það. Þetta er mono-track og því ekkert hægt að vinna í að staðsetja raddirnar nema að svo vildi til að upphaflega upptakan væri í sterio. (sem við höfum ekki aðgang ef svo er).

Svo mikið fyrir gagnsæi og opinská vinnubrögð.

sandkassi (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 04:18

69 identicon

En ef í harðbakka slær, þá get ég gert samanburðarupptöku sem myndi líklega sýna fram á hver þetta er. Ef að meiningin er að hrópa Borgarahreyfinguna niður í skjóli undanþáguákvæða frá upplýsingalögum, þá borgar sig að kæfa það í fæðingu.

bkv

sandkassi (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 11:54

70 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Gunnar það er bara þessi setning Þórs:

„Þegar Birgitta var langt komin í athugasemd sinni og þingmönnum ljóst hvað hún var að tala um upphófust mikil frammíköll frá þingkonum Samfylkingar og þá sérstaklega Ólínu Þorvarðardóttur en hún og fleiri höfðu uppi háðsglósur og hlátur um athugasemd Birgittu. “

Helgi Jóhann Hauksson, 30.7.2009 kl. 13:50

71 identicon

,,,,sem hvað?

Það er kvenrödd mest áberandi á upptökunni. Í salnum víðast hvar hefur kvenröddin einnig verið yfirgnæfandi. Ástæðuna er að finna í algjörri grunn-hljóðfræði;

Kvenraddir byggjast að stórum hluta upp á hátíðni. Hátíðni er stefnuvirk (einskonar UNI-Directional) en lágtíðni í karlröddum er OMNI directional.

Fyrir þann sem sat í salnum og nokkrum metrum í burtu frá skarkalanum, þá hefur viðkomandi greint fyrst og fremst hátíðnina en ekki lágtíðnina.

Lágtíðni dreifir sér jafnt yfir allt svæðið og leitar síðan mögulega í hornin á salnum. Hátíðnin fylgir beinni stefnu oft í báðar áttir fram og til baka. Þá ertu á nokkura metra færi að heyra sneiðmynd af hljóðinu á nokkurra metra færi.

Það er því langt í frá að Þór sé vísvitandi að leggja til þingkvenna Samfylkingarinnar, heldur af ofureðlilegum ástæðum, þá voru þær líklega meira áberandi víðast hvar í salnum.

sandkassi (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 18:31

72 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þetta eru alveg ótrúlega furðulegar umræður. Helgi Jóhann mér er eiginlega of hlýtt til þín til að fara í rifrildi hérna á netinu við þig. Mig langar bara að segja örstutt frá tilgangi mínum með því að vekja athygli á þessu og kannski væri réttast að ég skrifaði eigin færslu um þetta. Því þetta er margslungið mál og á sér nokkurn aðdraganda.

Hér eru nokkrar staðreyndir þó: 

1. Ég hef unnið náið með Þór síðan í október og ALDREI orðið vör við neitt sem kalla mætti kvenfyrirlitningu - hef bara aldrei tekið eftir því að hann dragi fólk í dilka eftir því hvers kyns þeir eru.

2. Ólína hefur gagnrýnt þingmenn minnihlutans mikið fyrir að vera með frammíköll inni í þingsal. Þó er það nú svo að hún var ein af þeim sem var með frammíköll þegar ég vildi benda forseta þingsins á það sem ég ásamt fjölda annarra þingmanna urðu vitni af í atkvæðagreiðslunni um ESB, þeas það sem ég get aðeins skilgreint sem andlegt ofbeldi. Það er vægast sagt ljótt að hóta þingmönnum að ef þeir greiða atkvæði eftir sinni samvisku að þeirra atkvæði geri viðkomandi persónulega ábyrgan fyrir því að stjórnin falli. Ég varð vitni að því að Björgvin og Jóhanna þrýstu á þingflokksformann VG ítrekað út af því að hún hafði verið staðföst á því að sitja hjá. Þá sá ég að náð var í aðra þingkonu VG í miðri kosningu sem vitað var að ætlaði að segja nei við aðildarviðræðum.

Ég hef séð þingmenn hreinlega gráta undan sumum þingmönnum Samfylkingarinnar - þá er fólk að brotna saman út af þrálátu áreiti. Mér finnst þetta bara alls ekki í lagi og ég hef ítrekað skipt mér af einelti á börnum og þurft að horfa upp á einelti á yngri syni mínum án þess að á því væri tekið í hans skóla og ég veit hvað þetta getur haft þung áhrif bæði á börn og fullorðna.

Ég mun aldrei geta sætt mig við að verða vitni af ofbeldi í neinni mynd og þurfa að halda mér saman um það vegna þess að það er hefð fyrir því. Alþingi er æðsta stofnun landsins og á að fara fram með góðu fordæmi. Því finnst mér það einfaldlega ekki í lagi að verða vitni af því sem ég hef séð þarna og heyrt og vil benda á það og kannski fór ég ekki eins fínt í það og kannski gerði ég það við rangt tilefni en ég veit svei mér þá ekki hvenær ég hefði átt að benda á þetta því með sanni er það hlutverk forseta þingsins að sjá til þess að ALLIR þingmenn fái vinnufrið í þingsalnum. 

Þakka þér svo Gunnar minn fyrir að standa vörð um pönkið... og fyrir að pósta einum af uppáhalds ljóðabrotum Bubbans hér... afar viðeigandi. 

Birgitta Jónsdóttir, 31.7.2009 kl. 18:27

73 identicon

Þetta eru geðveikislegustu umræður sem ég hef nokkurn tíma séð hér í bloggheimum. Sérstaklega blöskra mér færslur Gunnars Waage.

Helgi Jóhann er eini maðurinn sem reynir að horfa á þetta mál af einhverju viti. Hann er sá eini sem kemur auga á hið raunverulega einelti. Það er nefnilega eineltið gegn Ólínu, Jóhönnu og Steingrími. Hann er eini maðurinn sem rökstyður sitt mál af einhverju viti.

Upptakan, sérstaklega "ræðubúturinn" sem Gunnar Waage vitnar til í athugasemd 73, sannar það sem Ólína, Helgi Jóhann og fleiri hafa bent á. Það heyrist hvergi í Ólínu.

Birgitta, ég er undrandi á þér að taka undir þetta bull og kjaftæði. Hafir þú heyrt sérstaklega í Ólínu innanum aðrar raddir, þá er ljóst að  aðrar raddir eru háværari en hennar í þessari upptöku. Ólína er með rödd sem flestir Íslendingar þekkja. Sú rödd heyrist hvergi á þessum upptökum.

Þetta er með ólíkindum hvernig þið látið. Skammist ykkar bara.

Lesandi (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 22:09

74 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held, að tími sé kominn til að skipta um umræðuefni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.8.2009 kl. 01:40

75 identicon

Hver er lesandi? Getur hann fært rök fyrir óupplýstum fullyrðingum. Ég myndi svo sannarlega "hneykslast" á þér ef ég vissi hver þú ert?

Að öðrum kosti hef ég enga viðmiðun og geri ráð fyrir því að þetta sé þitt daglega hugarástand og framkoma. Færðu de facto rök fyrir máli þínu - sýndu fram á hver á röddina á ræðubútnum enda er það mjög einfalt mál, eða haltu þig utan þessara samræðna.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 18:56

76 identicon

hvern fjandann ættu þau líka að vera að ljúga upp á Ólínu? Ég bara nenni ekki að velta þessu fyrir mér, ég tek undir þetta Skorrdal og trúi alveg Birgittu og Þór Saarí

sandkassi (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 19:07

77 identicon

en ég endurtek að það er lítið mál að fara í gegnum upptökuna og bera saman raddir. Það getur hver sem er gert hér. Farið inn á althingi.is og berið saman raddir þingkvenna við röddina á upptökunni.

Flóknara er það ekki, "dæmi svo hver sem vill" Ólína - en ekki fyrr en þessari einföldu prufu hefur verið lokið.

bkv 

sandkassi (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband