Icesave, Lokaræðan?

Í gær hófst lokaumræðan um Icesave.  Ég flutti s.k. framhaldsnefndarálit sem var einhvers konar upprifjun á mörgum þáttum málsins.  Þetta mál hefur nú þvælst fyrir þinginu frá 5. júní og þó það hafi verið afgreitt sem lög 28. ágúst.  Hins vegar kom fjármálaráðherra með nýtt Icesave frumvarp inn í þingið í upphafi þess í október eftir að embættismönnum mistókst að kynna lögin fyrir bretum og hollendingum.  Meðferð málsins í þinginu núna hefur verið alveg með ólíkindum og allar þær upplýsingar sem komið hafa fram benda til að Ísland sé komið upp að vegg með skuldir sínar og geti ekki axlað meiri skuldabyrði.  Það virðist hins vegar ekki skipta ríkisstjórnarflokkana máli og það á einfaldlega að keyra málið í gegn.  Ræður um málið héldu áfram í dag en á morgun, miðvikudag, á að greiða atkvæði um það.  Atkvæðagreiðslan hefst með lokaræðum klukkan 10 sem var í um 1 - 1/2 tíma og atkvæðagreiðalsan sjálf ætti að hvejast um hálf-tólf og taka um klukkutíma.  Vonandi mæta margir gestir á pallana og fyrir utan.  Hér er svo ræðan.

Ég set spurningarmerki í fyrirsögnina því svo sannarlega vona ég að annaðhvort þingið vísi málinu frá, setji það í þjóðaratkvæðagreiðslu eða þá að forseti Íslands hafni því að samþykkja málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Álit mitt á þér hefur snarbreyst,ekki var ég nú neitt hliðhollur þér er þú byrjaðir á Þingi.En ég verð að segja það að þú stendur þig vel og mættu fleirri fylgja þér eftir,hreinskilni þín og föðurlandsást er aðdáunarverð,og það er greinilegt að þú ert vel inní þeim málum sem þú ræðir um og talar þannig að fólk skilur vel um hvað er verið að ræða.Hafðu þökk fyrir og  ÍSLANDI ALLT.

Númi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Aldrei að víkja,  þ.m.t.   frá sannleikanum.

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2009 kl. 21:47

3 identicon

Kaus þig kæri minn og er afar hreykin af því.  Finnst þú svo gjörsamlega hafa staðið undir væntingum:)

Þú hefur svo gjörsamlega verið minn fulltrúi á, get ekki sagt það, (hinu Háa alþingi)  Haltu bara áfram að ver svona sannur og góður, höfum ekki svo marga slíka á Íslandi í dag. N.b. nýja Íslandinu okkar sem er svo gegnsætt.  Maður getur bara gubbað, og á kannski seinna meir eftir að hafa samviskubit yfir að hafa  ekki bara kyrkt ógeðs hrokagykki eins og Jón Sigurðsson sem heldur áfram  viðhalda spillingunni. 

Ólíkt hafast mennirnir að,  Íslenskar sófakartöflur- versus- Írar sem með glöðu geðinu fórna lífinu fyrir komandi kynslóðir.

Sigrún Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég þakka þér sem og öllum þeim sem haldið hafa uppi vörn fyrir Ísland og íslenska þjóð.  Ég er farinn að spyrja sjálfan mig, hvað fær þetta lið fyrir greiðann, ekki er heilli þjóð nauðgað fyrir ekki neitt.

Kjartan Sigurgeirsson, 30.12.2009 kl. 09:46

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ræða þín í þinginu áðan var mjög góð. Þakka þér fyrir hana.

bestu kveðjur

Anna Karlsdóttir, 30.12.2009 kl. 16:21

6 Smámynd: Ragnar G

Þakka þér Þór Saari þú ert greinilega kosinn á alþingi til að gæta hagsmuni þjóðarinnar, ekki einkahagsmuna og sérhagsmuna eins og sumir þingmenn og ráðherrar virðast gera.

Ragnar G, 30.12.2009 kl. 18:38

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Þú stendur þig svo sannarlega vel. Kjartan Sigurgeirsson kemur með athyglisverða spurningu. Við erum mörg sem veltum þessu fyrir okkur hvað rekur þetta fólk áfram? Taka á sig skuldir annarra sem þjóðin hvorki vill né getur borgað. Þeir sem hæðst tala um að borga og borga láta sig hverfa héðan og skilja okkur eftir í skuldasúpu.

Ég vona ef Ólafur Ragnar bregst þjóðinni að við getum vísa málum okkar fyrir alþjóða dómstól.

Megi almáttugur Guð gefa ríkisstjórn Íslands visku og vísdóm. Mér finnst ekki af veita.

Megi almáttugur Guð miskunna okkur.

Guð blessi þig og varðveiti hrausta hetja sem ert að berjast fyrir okkur öll.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.1.2010 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband