Björn Valur farinn á taugum

Nú er hann alveg farinn á taugum manngreyið, sá sem hvað harðast beitti sér gegn þverpólitísku samstöðunni í sumar er farinn að grípa til hreins uppspuna til að breiða yfir eigið klúður.  Endalok VG sem öðruvísi stjórnmálaafls er staðreynd.
mbl.is Segir sáttatón stjórnarandstöðunnar falskan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björn Valur er langt ífrá einn um þessa skoðun. Það hefur stundum verið skelfilegt að hlusta á lýðskrumið í sumum stjórnarandstöðuþingmönnunum, og ó- og hálfsanninindin vella úr öllum vitum þeirra. Tilgangurinn hefur oft á tíðum virst vera að valda sem mestri ókyrrð og óskunda á þessum aumingjans þjóðfélagi sem ekkert virðist geta bjargað. Við sem höfum möguleika að flytja úr landi skoðum mörg hver okkar hug um þessar mundir, og þau okkar sem fara kveðjum með biturð. 

Kári (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 21:59

2 Smámynd: Björn Birgisson

Farinn á taugum? Ekki boðleg færsla frá þingmanni. Algjör lágkúra.

Björn Birgisson, 4.1.2010 kl. 22:18

3 Smámynd: Þór Saari

Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá ykkur, við ásamt þingmönnum allra annarra flokka lögðum í mikla vinnu í allt sumar til að ná ásættanlegri niðurstöðu í Icesave málið og það tókst. Við greiddum atkvæði með öllum breytingartillögunum en ástæðan fyrir mótakvæðunum við frumvarpið í heild var út a því prinsippi að það ætti ekki að velta skuldum Björgólfsfeðga yfir á almenning. Svo einfalt var þetta og við höfum alltaf haldið því á lofti að við vildum ekki að þessi ríkisstjórn fari frá.  Þið farið því með algerlega rangt mál.  Það voru Björn Valur og félagar sem komu svo með breytingartillögur Breta og Hollendinga við íslensku lögin og það sættum við okkur, og sem betur fer fáir aðrir íslendingar, ekki við að sé gert. En það var VG sem knúði þetta í gegn og við það verða þeir að lifa, og viðurkenna en ekki kenna öðrum um. Hvað varðar Kára og flutning úr landi þá er þetta einfaldlega eitt af því sem við ásamt öðrum höfum varað við að myndi gerast. Þetta er dapurleg niðurstaða kosninganna, ekkert breyttist og almenningi blæðir, eða hann flýr land.

Þór Saari, 4.1.2010 kl. 22:30

4 identicon

Eru þeir þá 3 með þessa skoðun, Kári, Björn og þessi þingmaður sem hafði ekki tíma til að vera á þingi í sumar ?

Jón (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 22:56

5 identicon

Hvað verður um spillinguna á alþingi og spillta þingmenn ef forsetinn ákveður að hér eigi lýðræði að ríkja ?

Jon (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 23:00

6 Smámynd: Björn Birgisson

Þór, þetta er túlkun "innherja". Ég hef fylgst ágætlega með störfum þingsins "utanfrá" og dreg mínar ályktanir. Lifðu heill!

Björn Birgisson, 4.1.2010 kl. 23:00

7 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Núna undanfarna daga hefur FÚRSK (þ.e. FréttaÚtvarp RíkisóStjórnarinnar Klúður oft kallað RÚV) verið að keyra heilaþvottvélina á prógrammi 10 (suðu).

Heimsendaspár, prófessorar, álitsgjafar, persónuárásir, allt ómögulegt ef þessir Ice-nauðungarsamningar eru ekki samþykktir strax. Það er orðið svakalega þreytandi að horfa á þetta þvottaprógramm hjá FÚRSK, þeir geta bara sagt núna keyrum við prógramm 10 og við vitum öll hvernig það er, hægt að spara fullt af peningum.

Ég tel að það eigi að leggja niður fréttaflutning á Íslandi nema lágmarks trúverðuleiki sé til staðar. FÚRSK (RÚV) hefur tapað öllum trúverðuleika og ætti að vera lokað STRAX.

Axel Pétur Axelsson, 4.1.2010 kl. 23:06

8 identicon

Því miður hefur Björn Valur rétt fyrir sér í þessu máli, Þór !

Það var mikil eftirvæting um vinnubrögð ykkar , sem kosin voruð sem Borgarahreyfing, en því miður hafið þið notað sömu vinnubrögð og alltaf hafa verið notuð áður á þessum vinnustað !

Þú og þínir félagar eruð döprustu persónur sem hafa tekið laun frá alþingi !

JR (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 23:16

9 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þeir sem eru að reyna að tala VG-sinna upp eru kannski spegillinn af því sem VG stefna er..átti þessi flokkur eins og Atli Gísla sagði á fundi fyrir síðustu kosningar að það kæmi ekki til greina að ganga inn í ESB...eitt af fyrstu málum nýrrar stjórnar var einmitt ESB..hvað hefur Björn Valur sýnt á þingi til þess að vera metinn sem góður þingmaður..EKKERT!!!

Sannast máltækið enn og aftur..." það glymur hæst í tómri tunnu "

Ægir Óskar Hallgrímsson, 4.1.2010 kl. 23:22

10 identicon

Þór Saari: Heyr Heyr !

 Ég er búin að fá svo mikið gjörsamlegt ógeð á þessari pólitík.

 Icesave er ekki pólitík, hún er spuning um grundvallarmannaréttindi. !

Hún er spurning um það að EF það er verið að kúga okkur þá eigum við sem þjóð rétt á því að vita nákvæmlega HVERNIG og taka svo ákvörðun um það SJÁLF hvort við viljum sitja eða standa. Sú ákvörðun á EKKI að vera á valdi örfárra útvalda.

VIÐ VILJUM ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU VIÐ SEM NEITUM AÐ GEFAST UPP FYRIR AUÐVALDSHYGGJUNNI OG ÞESSUM GLÆPSAMLEGA KAPÍTALISTA !

 Vá hvað mér er orðið heitt í hamsi ....

En samt... megi réttlætið sigra á morgun. Það er mín eina ósk sem íslenskur ríkisborgari og skattgreiðandi.

Björg F (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 23:42

11 Smámynd: Elle_

Þór Saari - 

Blekkingar og ofbeldi stjórnarflokkanna hefur verið óþolandi og þar er Björn Valur aumkunarverður.  Hagar sér eins og ósvífinn herforingi.  Vildi að fólk færi inn í vef Alþingis og hlustaði í alvöru og dæmdi ekki út í loftið.  Fólk sem hefur í alvöru verið að hlusta á ykkur í Alþingi, veit að þið í Hreyfingunni og stjórnarandstöðunni allri, lögðuð inn mikla vinnu og komuð með sterk rök gegn Icesave-kúguninni og vonandi tekst Birni, JR og Kára að ofanverðu ekki að draga þig niður. 

Takk kærlega fyrir alla óbilandi vinnuna.  

Elle_, 5.1.2010 kl. 00:07

12 Smámynd: Þór Saari

Það virðist sem skrímsladeild Samfylkingarinnar sé komin á kreik, hmmm... fleiri að fara á taugum en Björn Valur.  Nafnleysi og upphrópanir eru einkennið, nema að sjálfsögðu Björn Birgisson sem hefur kjark til að skrifa undir nafni.

Þór Saari, 5.1.2010 kl. 00:09

13 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Björn er búktalari Steingríms og ber að túlka orð hans þannig. Ekki rétt að slátra sendiboðanum. Reyndar hefur Björn öðru hlutverki að gegna, hann er góður skemmtikraftur á Alþingi en spurning er hvort við getum leift okkur það í kreppu.

Gunnar Skúli Ármannsson, 5.1.2010 kl. 00:10

14 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

ESB er kærleikur, best fyrir þjóðina. Burt með þjóðernisrembu.

Árni Björn Guðjónsson, 5.1.2010 kl. 00:12

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ehem, við þurfum að ná einhvers konar samkomulagi við H&B.

Einn helsti vandinn virðist vera, sú viðvarandi fantasía stjórnarflokkanna að ástand mála, sé miklu mun skárra en þ.e.

Tal þeirra þess efnis, að ástand skuldamála okkar, og líkleg efnahagsframvinda, sé ekkert eða aðeins litlu verri en margra ríkja í Evrópu; hefur örugglega ekki verið hjálpleg.

En, hvernig er hægt að búast við sveigjanleika H&B þegar ríkisstjórnin er stöðugt að skjóta eigin samingsniðurstöðu niður, með fíflalegum yfirlísingum, um það að staða Íslands sé bara örlíið verri, en margra annarra ríkja, og allt muni horfa til betri vegar.

----------------------------

Ég er 100% viss um að fantasíuhygmyndir stjórnarflokkanna, hafa verið mjög skaðlegar; þegar staðreynd mála er, að Ísland á ekki einu sinni fyrir vöxtum af skuldum, og það virðist krystal klárt, að mjög erfitt verður að komast hjá greiðsluþroti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.1.2010 kl. 00:14

16 identicon

Mikið er ég fegin að hann skrifaði ekki strax undir.
Þetta hristir svo vel upp í öllu.

Gabriel (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 00:15

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þó hann skrifi undir, hefur hann með þessu gefið til kynna, að embættið sé ekki stimpilpúði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.1.2010 kl. 00:26

18 identicon

Auðvitað á ÓRG að synja þessum lögum meðan lýðræðið er jafn brotið og það er.
Á meðan framkvæmdavaldið heldur uppi pólitísku ofbeldi og neyðir löggjafavalið til að samþykkja ný lög eftir að hafa samþykkt eðlileg lög í sumar. Þá er ekkert annað í stöðunni. Þetta tvennt verður að aðskilja!
Ásamt Dómsvaldinu sem verður að vera trúverðugt og án 4flokka áhrifa og ráðninga.

Lýðræðisumbætur fólksins strax og án afskipta þessa rotna, sjálftöku 4flokka kerfis.

 Takk Þór, fyrir að vera á þingi fyrir þjóðina en ekki samspillingu 4flokksins.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 00:26

19 Smámynd: Björn Birgisson

Þór, hvernig greiddir þú atkvæði um Ísbjörgu í sumar?

Björn Birgisson, 5.1.2010 kl. 00:39

20 Smámynd: Þór Saari

Sæll Björn.

Studdi allar breytingartillögur sem fjárlaganefnd öll (þar á meðal ég) utan framsóknar lagði fram, sat svo hjá við atkvæðagreiðslu um frumvarpið í heild af þeirri prinsipp ástæðu að verið væri að velta skuldum Björgólfsfeðga og Kjartans Gunnarssonar yfir á almenning á Íslandi sem ég bara get ekki samþykkt og sem mér finnst algerlega óréttlátt og algerlega siðlaust.

Þór Saari, 5.1.2010 kl. 00:50

21 Smámynd: Sigurjón

Sæll Þór.

Hafðu þökk fyrir alla þá vinnu sem þú hefur lagt í fjárlaganefnd.  Niðurstaðan í sumar vakti von í brjósti um að lýðræðið virkaði, en væri ekki bara níðsla meirihlutans á minnihlutanum.  Því miður  kom það berlega í ljós nú í lok árs að ekki var það svo gott...

Gleðilegt ár, Sigurjón

Sigurjón, 5.1.2010 kl. 01:15

22 identicon

Björn Valur segir ekkert nema Steingrímur hefur lagt honum það fyrir.  Þegar Steingrímur drekkur kók, þá ropar Björn Valur.  B  Það er Steingrímur sem er farinn á taugum og Björn Valur eðlilega líka.  Sama með skrímsladeild Samfylkingarinnar. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 02:00

23 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Við sem sátum á þingpöllum síðustu dagana á nýliðnu ári vitum hvaða hlutverk Birni Vali hefur verið fengið. Hann er nýjasta „vopnið“ í hræðsluáróðursherferðinni sem hljómar einhvern veginn þannig „að hér fari allt til andskotans ef ríkisábyrgð á Icesave samkvæmt uppskrift breskra og hollenskra stjórnvalda verður ekki samþykkt“.

Honum virðist hafa verið gert að brýna röddina og sýna tennurnar og hlýðir. Ég vona að fleirum finnist eins og mér að hann sé langt frá því að vera sannfærandi!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.1.2010 kl. 02:15

24 Smámynd: Auðun Gíslason

Hér má sjá þverskurðinn af örvæntingarfullum málflutningi málefnasnauðrar og tækifærissinnaðrar stjórnarandstöðu og fylgitíka þeirra!

Veltu því fyrir þér Þór, hversvegna fylgið hrundi af Hreyfingunni, áður Borgarahreyfingunni.  Ég hef, einsog svo margir fylgst með þingstörfum í sumar og í vetur.  Og ég er ekki hissa hvernig komið er fyrir þér og Hreyfingunni!

Auðun Gíslason, 5.1.2010 kl. 02:59

25 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Auðun, hvað segir þetta þér um það „hvernig komið er fyrir [Þór] og Hreyfingunni“?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.1.2010 kl. 03:41

26 Smámynd: Elle_

Rafn Gíslason, fyrrum flokksmaður VG skrifaði í nótt um Björn Val og VG svik:

http://rafng.blog.is/blog/rafng/entry/1000489/

Elle_, 5.1.2010 kl. 08:50

27 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Þór!

".......... velta skuldum Björgólfsfeðga og Kjartans Gunnarssonar yfir á almenning á Íslandi sem ég bara get ekki samþykkt og sem mér finnst algerlega óréttlátt og algerlega siðlaust."

Það finnst öllum. Engin spurning um það. Þetta er spurning um regluverkið sem að okkur snýr sem þjóð. Fyrir mér er hjáseta ekki stuðningur. Ég held mig við þá túlkun að stjórnmálamenn hafi brugðist þjóðinni í þessu voðamáli með sínu hallærislega skotgrafakarpi sem hefur klofið þjóðina í herðar niður og sett forsetann í afleita stöðu. Stöðu sem jafnvel gæti komið í veg fyrir Indlandsför forsetans. Það væri mikil synd því hann er best geymdur utan 200 mílnanna. 

Björn Birgisson, 5.1.2010 kl. 09:44

28 identicon

Samkvæmt Birni Val Gíslasyni þá átti heimsendir að koma yfir Íslendinga ef drægist í meira en sólarhring að undirrita lögin en bretar og hollendingar kannast ekkert við það.

"Bretar og Hollendingar hafa ekki ýjað að samningsslitum þrátt fyrir töf"

http://eyjan.is/blog/2010/01/05/bretar-og-hollendingar-hafa-ekki-yjad-ad-samningsslitum-thratt-fyrir-tof/

En Icesaveaðgöngumiðinn inn í ESB má kosta 4 miljarða evra eða?



Iceland's Parliament Coerced Into Offering Bribes, Hoping For Quick Entry Into EU?



http://globaleconomicanalysis.blogspot.com/2010/01/icelands-parliament-coerced-into.html



http://www.dn.se/nyheter/varlden/island-kompenserar-bankkunder-1.1021104

Cilla (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 09:44

29 Smámynd: Elle_

Fyrir mér er hjáseta ekki stuðningur.

Þarna er ég algerlega sammála Birni Birgissyni.  

Elle_, 5.1.2010 kl. 09:55

30 identicon

Þingmennirnir Þór, Birgitta og Margrét vorum ólíkt flestum stjórnarþingmönnum búin að lesa gögnin í leynimöppunni og þar kom mjög skýrt fram m.a. í samantekt eftir Ecofin fundinn í nóvember 2008 að EU blokkeruðu AGS lánið en voru tilbúin að lyfta þessari blokkeringu ef við gengumst við þeirra kröfum. Þeim fannst því mjög brýnt að aðildarviðræður væru ekki beintengdar við Icesave og vorum tilbúin að ganga eins langt og hægt er til að sýna fram á þessi tengsl. Nú hefur það verið staðfest að það sem bæði JS og SJS staðfastlega neituðu var eftir allt saman satt og rétt.

Hvet ykkur til að lesa þessa skýrslu - þar er m.a. gengist við því að fara ekki dómsstólaleiðina ellegar myndi EU halda áfram að blokkera AGS lánið.

http://file.wikileaks.org/leak/icesave-eu7.pdf

Cilla (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 10:00

31 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Stjórnmálafræðingar voru rétt í þessu að segja í sjónvarpi að öllu máli skipti að láta af skotgrafarhernaði og óvild í þinginu.

Þú þarft verulega að taka þig á þar, Þór.

Anna Einarsdóttir, 5.1.2010 kl. 12:10

32 identicon

Anna, er ekki í lagi á þínum bæ?

Það er ekki skotgrafarhernaður eða óvild að segja skoðanir sínar  tæpitungulaust, og jafnframt skýra þjóðinni frá þeim vafasömu vinnubrögðum sem við hafa gengist á Alþingi. Þór er á þingi fyrir okkur fólkið en ekki í já samkeppni við 4flokkaklíkugengið sem riðið hefur húsum þar. 

Það er löngu tímabært að þjóðin fái hreinskilna og sanna mynd af Alþingi.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:19

33 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Getið þið Þór og Arnór sagt að Björn Valur sé að fara á taugum og það sé hin hreinskilna og sanna mynd af Alþingi ?  Hvurskonar barnaskapur er í gangi hérna ?

Einhvern tíma íhugaði ég að kjósa þig Þór en það hvarflar ekki að mér eftir málflutning sem þennan.  Þið, kjörnir fulltrúar á Alþingi, eigið að hafa þroska til að ræða málefnin en ekki að ráðast að einstökum persónum.  Hverju skila persónuárásir ?  Engu öðru en úlfúð og sárindum og allavega ekki vitrænum niðurstöðum.  Þú ert ekki að vinna fyrir kaupinu þínu ef vinnubrögðin eru svona.

Anna Einarsdóttir, 5.1.2010 kl. 13:28

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það kemur að því að jafnvel þú Anna íhugir að hætta að' kjósa Samfylkinguna.

Ég vil koma Birni Val til varnar og segja að hann veit af vanmætti sínum og gerir sitt besta til að bæta hann upp með fylgispekt við Steingrím formann.

Sigurður Þórðarson, 5.1.2010 kl. 13:41

35 identicon

Já það get ég sagt með hreinni samvisku Anna að stærri hluti Alþingis var að fara á taugum um þetta mál sem og önnur sem Framkvæmdavaldið hefur haldið í gíslingu þar. 

Og beinlínis hindrað stjórnarskrána og líðræðislegan framgang þar. Með Pólitísku umsátri um atkvæði og sannfæringu alþingismanna.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:45

36 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú bullar Sigurður.  Ég kaus VG og er stolt af því. 

Og ég vona að jafnvel þú Sigurður íhugir að hætta að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.  Ég veit um fullt af fólki sem hefur þroskast upp úr þeim spillingarflokki.

Anna Einarsdóttir, 5.1.2010 kl. 13:50

37 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þið VG og Samfylkingarfólk, þið hafið verkefni og takið nú ekki langann tíma í það eða allavega ekki lengri en þið ætluðuð Forsetanum í Icesave málið, finnið út afhverju fylgi Sjálfstæðiflokksinns eykst, dag frá degi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.1.2010 kl. 15:21

38 Smámynd: Björn Birgisson

Eykst D fylgið? Er það ekki bara talandi dæmi um almenna hnignun þjóðarinnar?

Björn Birgisson, 5.1.2010 kl. 15:50

39 Smámynd: Elle_

Það er ekki skotgrafarhernaður eða óvild að segja skoðanir sínar  tæpitungulaust . . .

Og beinlínis hindrað stjórnarskrána og líðræðislegan framgang þar. Með Pólitísku umsátri um atkvæði og sannfæringu alþingismanna.

Vil taka undir þetta, Arnór. 

Elle_, 5.1.2010 kl. 22:55

40 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

SAMSPILLINGIN, SA (Vilhjámur) & ASÍ (Gylfi) vilja inn í EB og ekkert má stöðva slíkt...lol..!  Þeir spila með EB gegn þjóð sinni "ítrekað" - sem betur fer sjá flestir nú að þeirra "lygar & blekkingar" eru ekki boðlegar.  Hlustum á okkar færustu hagfræðinga, hlustum á erlenda hagfræðinga eins og t.d. Michael Hudson (www.svipan.is) & Sweder van Wijnbergen prófessor í hagfræði við Háskólann í Amsterdam (www.eyjan.is og www.mbl.is ) en báðir taka undir þau varnarorð að þær "drápsklyfjar" sem SA, ASÍ, AGS, EB, UK, Holland & núverandi ríkisstjórn reyna að setja á okkar samfélag ganga ekki upp - auk þess sem þær birgðar eru "mjög ósanngjarnar" undir það tekur meira að segja almenningur í bretlandi...lol...! 

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 6.1.2010 kl. 14:27

41 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég fylgdist grannt með umræðum um Icesave á Alþingi og vil ég hrósa þér, Þór, fyrir málefnalega umræðu.  Það var ótrúlegt að hlusta á Björn Val í 3. umræðunni um ríkisábyrgðina.  Það er greinilegt að stjórnarliðar hafa lítið sem ekkert hlustað á eða tekið þátt í 2. umræðu um sama mál.  Það þykir mér léleg nýting á lýðræði.  Björn Valur hefur ekki hundsvit á því sem út úr honum kemur.  Hann og Steingrímur eru undir hælnum á SF og vilja greinilega að stjórnarandstaðan sé það líka.

Í guðs bænum ekki hlusta á Björn Val Gíslason.  Það endar bara með pirringi.

Pétur Harðarson, 6.1.2010 kl. 16:34

42 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Tek undir með síðasta ræðumanni.  Hafðu þökk, Þór, fyrir góða framgöngu í málinu.  Af öllum þeim fjölda ræða sem ég hlustaði á (var með þetta á í útvarpinu meðan ég var að mála), þá voru það innleggin þín og svo frá annarri umræðu, ræðan hans Ásbjörns Óttarssonar.  Hún var einfaldlega brilliant.  Verst hvað það voru fáir stjórnarþingmenn í salunum þegar ræðan var flutt.

Marinó G. Njálsson, 6.1.2010 kl. 17:59

43 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Var á þingpöllum þann 30 allan daginn og mér var ekki skemmt þegar leið að nóttu og úrslit lágu fyrir þá kallaði ég til þingsins af pöllunum þetta eru landráð ég get ekki með nokkru móti skammast mín fyrir þetta innkall því þessir samningar sem iceave er og hvernig þeim var nauðgað í gegnum þingið er til hábornar skammar lifið heil.

Sigurður Haraldsson, 7.1.2010 kl. 21:48

44 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég verð alltaf stoltari og stoltari af því að eiga þátt í því að þú varst fyrir sunnan þessa daga Tek heilshugar undir þér varðandi landráðasamningana!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.1.2010 kl. 00:21

45 Smámynd: ThoR-E

Haldið áfram á þessari braut Þór, þið í Hreyfingunni hafið staðið ykkur vel.

Gleðilegt ár.

ThoR-E, 8.1.2010 kl. 13:34

46 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þór Saari menn eins og þú eru sjaldgæfir í pólitíkinni ég er stoltur af því að vita af þér á þinginu.

Sigurður Haraldsson, 14.1.2010 kl. 11:15

47 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband