2.12.2009 | 09:00
Óendanlegt Icesave
Þær breytingar sem ríkisstjórnin vill gera á ríkisábyrgðinni frá í sumar eru að lengja ábyrgðina út í hið óendanlega í því tilfelli að skuldin verði ekki að fullu uppgreidd árið 2024 sem getur hæglega gerst og er jafnvel líklegt. Þetta þýðir líka að lokaupphæðin verður hærri og hærri þar sem eftirstöðvarnar bera vexti sem leggjast ofan á afganginn af höfuðstólnum.
Sem sagt, skuldbinding sem er óendanleg í tíma og umfangi. Það er þetta sem vafðist mest fyrir lögspekingagenginu sem kom fyrir fjárlaganenfd í gær, vafðist svo mikið að a.m.k. tvær þeirra tjáðu ekki um þetta sérstaklega og þrjú þeirra höfnuðu að skrifleg greinargerð um málið gæti skýrt það frekar.
Við á þinginu getum tafið þetta mál eitthvað áfram en það þarf að heyrast hærra í almennum borgurum þessa lands, nema þeir vilji bara borga.
Segja Icesave-lög geta verið brot á stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.
Er þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfang: saari@centrum.is
Nýjustu færslur
- 3.9.2010 Fjármál stjórnmálaflokka eftir hrun
- 2.9.2010 Ríkisstjórnin og stjórnskipulegt kennitöluflakk
- 30.8.2010 Fjórflokkurinn og Hrunið
- 23.8.2010 Lýðræðis"umbætur" og sannleiksást Steingríms Joð.
- 22.8.2010 Fasteignasala í alkuli
- 7.7.2010 Gengistryggð lán, er til lausn? Uppfærð útgáfa.
- 6.7.2010 Tilmæli um "Tilmæli" Seðlabanka, Fjármálaeftirlits og ríkisst...
- 28.6.2010 Gengistryggð lán, er til lausn?
- 9.6.2010 Stjórnlagaþing sem virkar ekki
- 9.6.2010 Vandi heimilana enn óleystur
Tenglar
Eldri greinar
- Hálfsannleikur í stjórnsýslunni
- Lyfjakostnaður á Íslandi
- Hægri grænt - er það hægt?
- Stríð fyrir þig, anno 2003
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- ace
- ak72
- amadeus
- andresm
- arikuld
- baldvinj
- bergursig
- birgitta
- bogi
- einarbb
- einari
- fridrikof
- gesturgudjonsson
- gutti
- hildurhelgas
- hilmardui
- huxa
- ibb
- ingolfurasgeirjohannesson
- jonthorolafsson
- kreppan
- lehamzdr
- leifur
- liljaskaft
- lillo
- olii
- ragnar73
- savar
- siggi-hrellir
- sigurduringi
- sigurjon
- skessa
- steinig
- svanurg
- tbs
- tharfagreinir
- thj41
- valli57
- vefrett
- vilhjalmurarnason
- vistarband
- alla
- malacai
- annamargretb
- arinol
- axelpetur
- astajonsdottir
- skrekkur
- launafolk
- bjarnimax
- brjann
- gattin
- ding
- dansige
- draumur
- gustichef
- eskil
- fridaeyland
- killjoker
- gerdurpalma112
- morgunn
- elnino
- bofs
- bogason
- kallisnae
- muggi69
- gudrunkatrin
- gusg
- gudrunaegis
- topplistinn
- skulablogg
- gug2410
- morgunblogg
- haddi9001
- haugur
- kht
- hjorturgud
- hlynurh
- minos
- hordurvald
- daliaa
- isleifur
- fun
- svartur
- johannesthor
- kuriguri
- jonarni
- jonfinnbogason
- jonarnarson
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- kaffistofuumraedan
- katrinsnaeholm
- askja
- krisjons
- larahanna
- wonderwoman
- bidda
- markusth
- mynd
- iceland
- rafng
- raggig
- isafold
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- runarf
- duddi9
- joklamus
- siggus10
- ohyes
- siggith
- athena
- summi
- spurs
- svatli
- stormsker
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- varmarsamtokin
- vest1
- mingo
- villidenni
- thorsteinnhelgi
Athugasemdir
Viltu borga þetta ?
Hvar er umræðan um Landsbankann ? hvar eru allir þessir peningar ? hefur þú leitað þeirra Þór ?
Þegar neyðarlög eru sett þá eru það "neyðarlög" ekkert pukur um það.
Jón Snæbjörnsson, 2.12.2009 kl. 09:12
óábyrg stjórnarandstaða svo ekki sé meira sagt.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 2.12.2009 kl. 09:57
Ég er afar ánægð með störf stjórnarandstöðu í þessum málum og þakklát fyrir það að verja hagsmuni Íslendinga. Þetta get ég með sanni kallað ábyrga stjórnarandstöðu.
Ef svo ólíklega vill til að þú rekist á stjórnarliða, þá máttu koma því til skila kæri Þór, að margir Íslendingar fylgjast með umræðum á Alþingi og kvarta sáran yfir dræmri þátttöku stjórnarliða.
Ég stóla á það að þið í stjórnarandstöðu látið ekki deigan síga, heldur haldið áfram að berjast fyrir hagsmunum Íslands.
mbk HH
Halldóra Hjaltadóttir, 2.12.2009 kl. 10:10
Ég er ykkur afar þakklát fyrir að standa með þjóðinni Þór. Ég veit ekki hvað þarf til að fólk láti meira í sér heyra. Margir eru dofnir og aðrir gjörsamlega vonlausir. En þetta getur ekki gengið svona lengur. Það þurfa fleiri að mæta á Austurvöll og láta í sér heyra. Ég myndi svo sannarlega fara þangað í hverri viku ef ég ætti ekki um svona langan veg að fara. Enda hrunið búið að rúinera mig, svo ég á varla fyrir salt í grautinn. En pukrið og óráðsían auk kolrangra áherslna í málefnum þjóðarinnar, af ahendi ríkisstjórnarinnar eru með ólíkindum. Hefði ekki trúað þessu að óreyndu. Hélt að báðir forystumennirnir væru menn fyrir sinn hatt. En svo bregðast krosstré sem önnur. Ég treysti á ykkur í stjórnarandstöðunni og okkur hin sem höfum gert orðin að okkar vopni til að koma Íslandi út úr þessari vitleysu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2009 kl. 11:30
Óábyrg stjórnarandstaða Þórdís? Ertu tengd við raunveruleikann? Hér er óábyrg stjórn að störfum og eina fólkið sem getur komið í veg fyrir veðsetningu eigna okkar er stjórnarandstaðan. Ert þú bara dús við það að Steingrímur veðsetji húsið þitt fyrir milljónir króna?! Er það bara allt í einu ábyrgt og allt í lagi?!! Eitthvað myndirðu nú segja ef þú fengir bara extra 10mkr ofan á húsnæðisskuldabréfið í næsta mánuði! Það er nákvæmlega það sem er verið að gera...
... og þér þykir það ábyrgt!
Freyr (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 11:40
Þegar flokksdindlar stjórnarflokkanna tjá sig um óábyrga stjórnarandstöðu þá bíður maður þess að heyra rökstuðninginn - að þeir api ekki bara allt eftir stjórnarherrunum, sem í ofanálag hafa varað okkur við lýðræðinu. Maður hlýtur að efast um heilindi eða greind sumra þegar þeir gleypa við hræðsluáróðri ríkisstjórnarinnar. Fyrir þeirra hönd vona ég þó að um greindarskort sé að ræða.
Hver dagsetningin á fætur annarri hefur ekki reynst sú ógn sem af var látið - ekki satt? Þær ógnir, sem undirskrift hvers Icesave samkomulagsins á fætur öðru átti að ryðja úr vegi hefur ekki reynst sú ógn sem af var látið - ekki satt? Í þrígang hafa stjórnarliðar sagt okkur að nú værum við komin með besta samninginn í hendur og flokksdindlar stjórnarflokkanna hafa trúað því í hvert sinn - ekki satt?
Nú ætlar fyrrum aðal-ræðubósinn að telja okkur trú um að að stjórnarandstaðan sé að vinna þjóðinni ógagn með því að tjá sig á Alþingi, sumpart með vísan í eitthvað sem ekki má segja frá. Og svo er spiluð platan um að endurskoðun AGS gæti tafist næstkomandi janúar. Er þessu fólki ekkert heilagt í hræðsluáróðri sínum?
Ólafur Als, 2.12.2009 kl. 11:42
Af hverju látum við ekki gerðardóm á Íslandi, þar sem í sitja fulltrúar Breta og Hollendinga og fleiri þjóða skera úr málinu. Sá dómur getur ekki nema dæmt adtir íslenskum lögum og þá borgum við í krónum sem við prentum sjálf.
Halldór Jónsson, 2.12.2009 kl. 12:10
Haldið endilega áfram fólk fer smám saman að átta sig á að skuldabaggi Icesave er allt of þungur til þess að þjóðfélagið ráði við hann.
Sigurjón Þórðarson, 2.12.2009 kl. 13:02
Þetta er í raun ekki erfitt.
Eins og kom fram í máli Hollendinga ,um að þeir myndu ekki fella Icesave að svo stöddu , er að samningurin sem nú um ræðir er ekki sá sami og afgreiddur var með fyrirvörum frá Alþingi svo að allar umræður um fyrirvara eru bara þrugl og lygar í Nágrími.
Fyrirvararnir okkar voru eitthvað sem NL og UK gátu ekki sætt sig við.
Það eina sem stendur eftir er "OK for UK" samningurinn með 6+% vöxtum (sem er miklu hærra en þeir rukka egin innistæððusjóði svo munar hundruðum prósenta) og hinum ljóta 6.kafla þar sem fjallað er um "PRIVITY" sem er að koma í ljós nú með málsóknum á hendur ríki og bönkum án þess að fara í gegnum gömlu bankana (lineral privity) til að fá neiðarlögunum hnekkt.
Falli svo neyðarlögin er Ice-save eitthvað sem okkur ber ekki að borga, nema að því að við höfum staðfest það með undirskrift!!!
Af því einu ættum við að fá annaðhvort.
Niðurstöðu í hvort að neyðarlögin haldi
eða
Frestun Icesave.
Með flugfreyju með gagnfræðapróf og jarðfræðing sem er með höfuðið í sandinum er ekki líklegt að neitt annað en slæmt hendi okkur!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 13:32
Það er þó gott að gagnrýnisraddir heyrist. Og þær eiga eftir að heyrast þar til síðasta króna verður greidd. Ef það gerist.
Jón Ásgeir Bjarnason (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 14:52
Ég vil bara benda ykkur á að á fésbókinni er hafin söfnun fyrir því að reisa minnisvarða með nöfnum þeirra sem nú eru að kvitta upp á þennan ófögnuð. Ég mæli með að sá minnisvarði verði markaður nöfnum hrunamannanna, og nöfnum þeirra valdamanna sem seldu þjóðina í þeirra hendur. Hinn hluti minnisvarðans verði svo tileinkaður því auma pakki sem nú ætlar að læsa hlekkjum skuldafjötrana á heimilin í landinu vegna misgjörða þeirra.
Daníel (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 15:07
Svona í byrjun vil ég þakka þér Þór fyrir að standa vaktina í þessu mikilvæga máli, ég hef fylgst með umræðunum á alþingi og hef verið mjög sáttur við hvað þú hefur verið málefnalegur í þínum málflutningi og hafðu þökk fyrir það. Icesave samningurin er sá klafi sem þjóðin mun þurfa að bera í mörg ókomin ár og á eftir að skerða lífsgæði okkar verulega til langs tíma og ég held að engan greini á um það. þess vegna er það mér óskiljanlegt að þingmenn ríkisstjórnarinnar skuli ekki láta svo lítið að vera viðstaddir umræðuna og taka þátt í henni, hvar eru nú þingmenn VG sem töluðu svo digurbarkalega um Icesave málið í sumar og í haust, á ég að trúa því að búið sé að berja þá til hlýðni??
Þórdís þú talar um óábyrga stjórnarandstöðu en er það ekki óábyrgt að svara ekki spurningum og rökum sem sett eru fram í þessu máli og taka umræðuna um þau. Ég eins og margur íslendingurinn batt miklar vonir við þessa stjórn í vor en ég verða að viðurkenna að hún hefur ollið mér feikilegum vonbryggðum svo ekki sé fastar að orði komið. Ég sagði mig úr VG strax eftir ESB ósköpin á alþingi í vor og vinnubrögð VG hafa ekki verið á þá lund síðustu mánuðinn að ástæða sé til að endurmeta þá stöðu heldur hallar að því að ég yfirgefi VG og allt þeirra hafurtask fyrir fullt og allt.
Rafn Gíslason, 2.12.2009 kl. 15:39
Afhverju ætlar þú að tefja þetta mál? Hvaða hagsmuni ert þú að verja? Ætlar þú að taka á þig ábyrgð á því sem er að gerast og mun gerast í landinu vegna málræpu úrræðalausrar stjórnarandstöðu? Þið hafið ekkert plan, engin ráð og enga hugsun annað en að steyta hnefana og orga nei! Á íslenska þjóðin þetta virkilega skilið?
nonnih (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 16:18
Þór, nú ákallar þú þjóðina ! Ég held að eitt af því sem fólki svíður mests og gerir öll andmæli tilgangslítil er hvað þessi "nýja hreyfing" sem spratt upp úr "byltingunni" er marklaus, getulaus, sundurlynd og raunar til háborinnar skammar. Taktu til heima hjá þér og reyndu að minnast þess hvers vegna þú varst kosinn á þing. Það er ykkar að fella þetta landráða fólk sem nú er við stjórn með skammvinnt óánægjufylgi bak við sig. Þetta fólk sem nú ornar sjálfum sér og ætlar að taka afdrifaríkustu ákvarðanir í sögu þjóðarinnar hefur aldrei alla sína pólitísku ævi notið stuðnings meirihluta íslendinga. Það er ykkar skilda að fella þessa stjórn og gera hana óstarfhæfa með öllum hugsanlegum ráðum. Bretar og Holendingar geta nú sagt upp Icesave samningnum en gera ALLS EKKI. Er sú staðreynd ein og sér ekki næg til að það komi smá tíra á peruna hjá ykkur þarna á "háa alþingi" Þeirra hag getur ekki verið betur borgið, skítt með íslensku skrælingjana.
Gunnlaugur Bjarnason, 2.12.2009 kl. 16:35
Sæll nafni
Það verður varla vandamál að skutla einhverjum matarbita til ykkar á kvöldfundum sem þið snæðið inn í fundarsal gegn reglum og brjóta upp hefðina og láta Samfylkingarforsetann brýna raustina.
Oft var hnýtt í fyrrverandi forseta Alþingis fyrir ýmis mál en aldrei í sögunni hefur forseti verið eins flokkshollur og núverandi sem ekki virðir þingsköp hvað þá vinnuverndarlöggjöfina því að þetta er jú ykkar vinnustaður.
Þetta stóra Icesafe mál verður okkur erfitt en ég hef líka áhyggjur af 1000milljarða kröfum standist Neyðarlögin ekki Stjórnarskrána þótt rauðskeggur óttist það ekki og heldur digurbarkalegt að segjast taka bar á því þegar það að kemur.
Ég held að sannleikurinn sé sá með rauðskegg að þótt hann hafi flest ný mál á dagskrá þá sé stjórnarheimilið þannig að hann ráði nánast einn eins og hann réttilega lýsti í pontu um að hann sjálfur og Forseti Alþingis réðu ríkjum en ekki stjórnarandstaðan og hvað þá silfurskottan sem er gjörsamlega loftlaus.
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 16:46
Sæll Þór,
Nú er talað um toxit debt upp á 330 milljarða punda í enskum bönkum. Þ.e. ólíklegar endurheimtur. Veistu hvort þessar skuldir snerta bú Landsbankans í UK??
itg (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 19:25
Það dettur sem sagt einhverjum hérna í hug að samningarnir um IceSafe skifti máli! Það gera þeir ekki. Íslendingar skulda svo miklu meira sem þeir þurfa að borga á undan svo líklega kemur aldrei til að þeir verði að greiða þetta upp enda geta þeir það ekki. Stjórnarandstaðan er bara að gera sig merkilega. Þeir myndu ekki hugsa sig um í tvær sekúndur að skrifa undir þetta plagg ef þeir færu með stjórnina. Annað er að blekkja sjálfan sig. Icesave er pólitískt plagg sem gagnast fyrst og fremst Hollendingum og Bretum. Þeir botna ekkert í þessum sýndarumræðum um ekki neitt hérna. Að stjórnin sé valdalaus skiftir þá heldur engu máli. Íslendingar eru einsog börn og AGS er hér til að passa uppá okkur. Alveg sama hverjir eru í stjórn. Get over it. Þór er venjulegur pólitíkus.
Gísli Ingvarsson, 2.12.2009 kl. 19:56
Síðuhaldara og stjórnarandstöðunni ber að þakka þeirra dug að standa í lappirnar gegn þessum ógjörningi stjórnvalda sem enn einu sinni er reynt að verja með að þjóðinni er ekki treystandi að vita hvað er í raun á bak við, vegna trúnaðarskilyrða sem Bretar og Hollendingar setja. Kunnuglegt? Lokuð herbergi með dulkóðuðum upplýsingum? Steingrímur James Bond?
Geri mér ekki grein fyrir hvort að Steingrímur J. Sigfússon er einfallega ekki vel heppnaður til að hugsa skýrt? Honum fer ágætlega að tala og það stórkarlalegra en aðri. Sagt er að hæst bylur í tómri tunnu.
Yfirlýsingar seinustu daga eins og að - "Ég gerist æði hugsi yfir því hvort Alþingi ráði við það verk sem framundan er," og einnig, - Ég hef útskýrt mjög rækilega fyrir forustumönnum stjórnarandstöðunnar hvaða ástæður liggja þar að baki, sem eru sumar þess eðlis að það er hæpið að fara með þær hér í ræðustól á Alþingi. Þetta vita forustumenn stjórnarandstöðunnar vel. Hvað í húfi er,” er eitthvað sem ég er ekki alveg að kveikja á. Varðandi þá síðari segjast þeir sem hann segist hafa kynnt málin, formenn stjórnarandstöðuflokkanna ekki hafa fengið neina kynningu á þeim. Enn virðist Steingrímur J. vera staðinn að lygum. Bæði ummælin eru að hans sögn, dregin úr samhengi og stjórnarandstaðan reyni að gera úlfvalda úr mýflugu. Er Steingrímur að reyna vísvitandi að gera sem mest til að koma öllu í háaloft, eða er hann einfaldlega ekki skarpari en skólakrakki þegar út í alvöruna er komið?
Varðandi útburðarvælið í stjórnaráhangendum um meint ábyrgðarleysi og málþóf stjórnarandstöðunnar er gott að hafa í huga áður en menn uppljóstrar einfeldni sína, að Fréttastofa Ríkissjónvarpsins og Samfylkingarinnar gerði sérstaka frétt í fyrrakvöld um að umræður um Icesave málið hefði staðið í 60 klukkustundir.
Ekki frekar en gjammhundar stjórnarflokkanna, Samfylkingarmiðlarnir og bloggarar á vegum stjórnarvalda, láðist fréttastofunni að setja ræðutímann í samhengi við umræður annarra þekktra mála á Alþingi á undanförnum árum. Afar gagnlegt og heiðarlegt að segja alla söguna en ekki bara hálfa. En tilgangurinn helgar meðalið.
Hér verða nokkur dæmi nefnd um einstök mál og tímalengd umræðna um þau:
Vatnalög 57 klukkustundir og 40 mínútur.
Fjölmiðlafrumvarp 92 klukkustundir og 59 mínútur.
EES-samningurinn 100 klukkustundir og 37 mínútur.
Ríkisútvarpið 119 klukkustundir og 46 mínútur.
Umræðurnar eiga það sameiginlegt að þáverandi stjórnarandstæðingur Steingrímur J. Sigfússon var afar virkur þátttakandi. Sami Steingrímur kvartar nú sáran undan því að núverandi stjórnarandstæðingar hafi ýmislegt við Icesave málið að athuga. Mál sem varðar miklu meiri hagsmuni en öll þau frumvörpin að ofan til samans. Á hverjum degi koma nýjar og nýjar upplýsingar frá hæfustu fræðimönnum þjóðarinnar sem erlendum fram sem sýna og sanna að ef stjórnarandstaðan er að stunda málþóf, þá er það sennilega verðmætasta málþóf sögunnar, og þá ekki einungis Íslandsögunnar.
Hafðu bestu þakkir Þór frá mér og minni fjölskyldu og ófæddum afkomendum. Þú hefur staðið þig frábærlega í Icesave málinu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 20:10
"Hafðu bestu þakkir Þór frá mér og minni fjölskyldu og ófæddum afkomendum. Þú hefur staðið þig frábærlega í Icesave málinu" þetta er væmnara en tárum tekur. Pointið er að Þór er í stjórnarandstöðu á alveg sömu forsendum og SJS og halda úti gagnlausum umræðum um ekki neitt nema síendurtekið efni. 60 klst eru langur tími þegar brýnni mál bíða. Þegar menn ræddu um hin málin var svo sem ekkert sem lá neitt sértaklega á mönnum. Þetta var frekar einsog hobbýumræður og málfundaæfingar. Núna högum við hvorki efni á né tíma til að stunda svona bull vegna brýnni mála. IceSafe er ekki málið!
Vel á minnst Vatnalögin hver man eftir þeim núna. Fjölmiðlalögin þau voru bara sýndarumræða því enginn vildi breyta neinu raunverulega fyrst málið var ekki tekið upp í breyttri mynd til samræmis við vilja stjórnarandsöðunnar. Menn munu verða álíka hissa í framtíðinni af hverju það tók svona langan tíma að ræða mál sem er löngu útrætt!
Gísli Ingvarsson, 2.12.2009 kl. 21:19
Gísli. Satt að segja þá held ég að Icesave andstæðingur gerir þjóðinni töluvert meira gagn en "föðurlandsvinir" af þinni gerðinni. Sýnist á skrifunum að það gæti þvælst fyrir þér að sjá gagnsemi í einföldustu hlutum, hvað þá jafn flóknum og umræðan um Icesave er.
Dæmi um að ekki veitir að ræða Icesave til enda miðað við þessi orð Steingríms J. Sigfússonar úr ræðustól Alþingis í dag:
Þetta er algerlega nýr flötur sem fjármálaráðherra hefur staðfastlega borið á móti ESB kúgunaraðgerðum sem og aðrir stjórnarliðar hingað til. Einnig sagði sami Steingrímur við fjölmiðla í gær:
Enginn formaður stjórnarandstöðuflokkanna kannast við að hafa rætt neitt við Steingrím J. Sigfússon um leyndarmálin miklu sem hann vitnar í. Lýgur fjármálaráðherrann enn einu sinni? Hvorug þessara atriða voru kunn í fyrradag. Svo segir fólk að ræða málin til hlítar gerir ekkert gagn. Utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson fullyrti í kvöld:
Þessi meinta staðreynd stjórnvalda var ekki þekkt í gær. Til hvers er verið að ræða Icesave núna ef að málið var leyst með samþykktum lögum frá þingheimi og undirrituðum af forsetanum í sumar með öllum þeim fyrirvörum sem þá stjórnvöld fullyrða að standi enn í dag? Sýnist vandamálið liggja annarsstaðar en hjá stjórnarandstöðunni, sem eðlilega er að reyna að átta sig á hvað þessir stjórnartrúðar eru að reyna að gera. Þetta eru aðeins 3 atriði sem hafa komið upp á 2 dögum sem verður að leysa áður en farið er lengra.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 22:20
Hvernig líst þér á garðáhaldabyltingu? Ég myndi reyndar sennilega mæta með heykvísl eða fjósaskóflu ef að verður!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.12.2009 kl. 02:52
Hvernig væri ef Bretar og Hollendingar myndu bara hirða Landsbankann upp í ICESAVE skuldina? ... case closed.
Jón Á Grétarsson, 3.12.2009 kl. 22:56
Þór, þið verðið að tefja þetta fram yfir hátíðina, fólk er lurkum lamið heimafyrir, hrætt, og líður illa.
Við mættum þarna nokkrir á þingpallana áðan en enginn fékk að fara inn nema einn, þar að segja ég, vegna þess að pallarnir áttu að vera fullir en þegar ég kom svo upp var þar fjórðungur sæta laus.
Það er verið að draga vígtennurnar úr fólki, hægt og rólega, en ég finn það á mér að ef þið náið að þrauka fram yfir áramót þá getum við fellt þennan óþverra.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 3.12.2009 kl. 23:25
Hjá sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kom fram að skuldastaða Íslands er töluvert verri en rætt hefur verið um hingað til.Með því að samþykkja Icesave er Alþingi að skapa fordæmi fyrir aðrar ógreiddar skuldir sem þjóðin hefur ekki verið upplýst um. Eru það upplýsingarnar sem Steingrímur vill ekki upplýsa þjóðina um?
Örn Helgason (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 10:16
Núna hefur hefur AGS séð ástæðu að leiðrétta stjórnarandstöðuna, svo virðist sem að stjórnarandstaðan skilji ekki hvað AGS var að segja þeim. Annað hvort eru stjórnarandstöðuliðar svona vitlausir eða siðlausir. Ég hallast að þessu seinna, enda virðist þeim alveg sama um þjóðina og hugsa einungis um rassgatið á sjálfum sér og koma fram með hverja lygina á fætur annarri til að vekja athygli á sjálfum sér.
Ég hélt að Þór væri yfir þetta hafinn en hann og félagar hans í hreyfingunni hafa margsannað að þau eru alveg jafn rotin og hin fúleggin á þingi.
Guð blessi Ísland, því það virðist vera eina von okkar, allaveganna á meðan við erum þessa hálfvita niðri í þingi, í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Bjöggi (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.