Hvert fara skattarnir, í Icesave kannski?

Komið hefur í ljós að stór hluti álagðs tekjuskatts fer eingöngu í það að greiða vextirna af Icesave samningum ríkistjórnarinnar.  Samkvæmt upplýsingum úr fjárlaganefnd er reiknað með að um 82,9 milljarðar innheimtist í tekjuskatt árið 2009 af um rétt tæplega 180 þúsund manns.  Þetta gerir tæplega 462 þúsund krónur á mann að meðaltali.

Vextir af Icesave eru um 100 milljónir á dag (sennilega samt nær 110 til 115 ma.) sem gerir 36,5 milljarða á ári. Það þýðir að tekjuskattar frá um 79.000 íslendingum fara í það eitt að borga vextina af Icesave nú í ár, á næsta ári, o.s.frv. o.s.frv. Þ.e. 44% af öllum tekjuskatti fara í Icesave vaxtahítina.  Ríkisskattstjóri er heldur bjartsýnni í skattspám sínum og gerir ráð fyrir hærri upphæð í tekjuskatt (92,8 ma.)sem þýðir að tekjuskattar um 70.000 mans fara í að greiða vexti af Icesave, það er um 39% af öllum innheimtum tekjuskatti og 32% af tekju- og fjármagnstekjuskatti samanlagt.

Þá er þeirri spurningu svarað. Hvert fara skattarnir? Í Icesave vaxtahítina um ókomna tíð því það er engin lokadagsetning á greiðslunum.  Og þegar tekjur minnka og fólki fækkar þá er ekki langt í að tekjuskattar enn fleiri (90 og svo jafnvel 100 þúsund manns) fari sömu leið. Og það bara í vextina af þessu eina láni, sem er þó ekki nema tiltölulega lítill hluti af skuldunum.

Dæmið gengur einfaldlega ekki upp eins og heyra má hér.

Það getur verið að almenningur sé orðinn þreyttur á þessu máli og það má guð vita að ég er sjálfur orðinn dauð þreyttur á því, en þegar menn standa frammi fyrir svona svakalegu dæmi þá er ekki um annað að ræða en að halda áfram og reyna að breyta því.  Þetta þarf nefnilega ekki að vera svona og það má ekki gera almenningi þann grikk að demba þessu öllu yfir á hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta eru svakalegar álögur á okkur, og bara til þess að greiða vextina af IceSlave...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.11.2009 kl. 01:41

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Og þessum krónum þarf svo að breyta í pund og evrur. Er fjármálaráðherrann með einhverjar barbabrellur í jakkaerminni til að breyta krónum í evrur og pund?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.11.2009 kl. 01:46

3 identicon

Sæll, Þór Saari.  Hef fylgst með þér og þínum málflutningi og harma mjög þann mikla minnihluta sem þú ert í.  Íslenzk þjóð rokkar á milli samfylkingar og sjálfstæðisflokks sem hvorutveggja eru erindisleysur fyrir í slenzka þjóð.   Vona þú fáir einhverju framgengt varðandi icesave og upplýsi þig í leiðinni um víðtækan stuðning meðal venjulegs fólks við þín sjónarmið og skiljanlega framsetningu á hlutum.  Góð kveðja að vestan,

Lýður Árnason. 

lydur arnason (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 03:50

4 identicon

Sæll þór.

Í Kína eru menn sem svíkja samélagið með prettum, og hafa ekkert nema eigin fjárgróða að leiðarljósi, hengdir!

Hér á landi keppast stjórnvöld við að fela skammir og skuldir vina sinna, fjárglæframannana. Og pretta almenning til að borga þær.

Kína lítur betur út með hverjum deginum.

Takk Þór og þið í Hreyfingunni fyrir að standa með þjóðinni.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 04:27

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Þór.

Bloggaði um þín orð,á blog-síðu minni.Kv.Ingvi Rúnar

Ingvi Rúnar Einarsson, 25.11.2009 kl. 15:09

6 identicon

Sæll þór, ég var að velta því fyrir mér að þú sem þingmaður, getur þú ekki kært afgreiðslu þessa máls á þingi eða gert eitthvað til að hægja á því eða stoppa það?

Þetta er ekkert annað en nauðgun á íslendingum og þeir sem veita þessu máli brautargengi eru sannkallaðir föðurlandssvikarar og ég held að það sé hægt að kæra þá samkvæmt landráðabálki hegningarlaga.

Úr landráðabálki almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 91. gr., 3. málsliður:

 Sömu refsingu [þ.e. fangelsi allt að 16 árum] skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.

Geir (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 16:50

7 identicon

Kannski að menn séu þreyttir á Icesave eins og þú réttilega bendir á. En að sjálfsögðu má ekki láta bugast heldur að vinna af heilindum og dug fyrir íslenskt samfélag. Mér leikur enn forvitni á að vita hvort að eitthvað hafi verið gert í því ennþá að fá það útkljáð af til þess bærum mönnum og stofnunum hvort að þetta standist almenn lög og alþjóðalög.
Ég er ekki lögfróður og því spyr ég. Og geta kosnir fulltrúar ekki knúið á um það að eitthvað sé gert í þeim efnum sbr. stjórnsýslulög.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 19:56

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það reikningsdæmir stjórnarinnar að ætla að greiða skuldirnar gengur alls ekki upp.

Sigurjón Þórðarson, 25.11.2009 kl. 21:09

9 identicon

Ég er ekki orðin þreyttur á þessu máli en ef ríkisábyrgðin kemst á er ég ansi hræddur um að margir munu örmagnast og kikna undan greiðslubyrðinni.

Baráttu og þakklætiskveðja, Toni

Toni (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 13:22

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég held að það sé mikið rétt að það eru margir þegar farnir að finna til örmögnunar yfir þessari Icesave-endaleysu. Stundum hvarflar það að mér að Icesave sé ekkert nema kærkomið þrætuepli sem stjórnin beitir til að draga kraftinn úr þinginu og þjóðinni. Á meðan þeir hafa það er tryggt að ekkert annað kemst á dagskrá og í skugga þess er hægt að láta ýmislegt viðgangast og/eða dragast á langinn

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.12.2009 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband