Vextir á Icesave

Enn ein rósin í hnappagat ríkisstjórnarinnar. Vonandi fara JS og SJS að átta sig á að þau þurfa að fara að leita að nýjum embættismönnum hið fyrsta.


mbl.is Gæti sparað 185 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ertu þá sammála að eina bjargráðið sé innganga í ESB? 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.11.2009 kl. 08:53

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nema þjóðin leiti sér að nýjum stjórnmálamönnum.

Ríkisstjórnin hundsaði færustu sérfræðinga í Evrópu- og þjóarrétti og sendi sendiherra og löfræðinga úr ráðuneytum maður vonar að það hafi bara verið gert af heimsku en niðurstaðan er kannski sú sama.

Sigurður Þórðarson, 23.11.2009 kl. 09:11

3 identicon

Það virðist sem að ríkisstjórnin sé að knýja íslendinga sem mest niður til að neyða okkur í ESB.

Geir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 11:42

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Í raun BILUN að samninganefnd Svavars & núverandi aula ríkisstjórn skuli samþykkja 5,5% glæpsamlega vexti, maður skilur ekki þessa fábjána...!  Reyndar hef ég boðið fram "lausn" sem myndi spara ríkinu ca. 30 milljarða á ári (tengt Icesave klúðrinu & vöxtum) en í staðinn þarf að greiða mér ca 5-10 milljarða fyrir þá lausn.  Ekki heyrt orð frá núverandi stjórnvöldum.  Þau vilja frekar leggja á samfélagið 30 milljarða á ári næstu 15-20 árin, heldur en að greiða mér SMÁ upphæð til að koma þessu Icesave máli í snjallari & betri farveg.  Þessi ríkisstjórn er því miður ekki að VIRKJA "Heilbrigða skynsemi" og því fer sem fer, við stefnum í greiðsluþrot.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 23.11.2009 kl. 12:07

5 identicon

En hvað ef þetta virkar ekki hjá þeim og þjóðin neitar ESB, hvað þá?

Þá eru þingmenn búnir að knésetja þjóðina til einskis, það þurfa að koma einhverjir þjóðhollir menn og lögsækja þetta landráðapakk.

Geir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 12:08

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eitthvað virðist vera óljóst með þá efnahagslegu ráðgjöf í þessum málum. Lágu alltaf þessar staðreyndir fyrir í upphafi?

Ef svo er þá hefur þing og þjóð verið illilega blekkt. Hverjir það eru sem beitt hafa blekkingum er ekki alveg ljóst. Kannski ríkisstjórnir Breta og Hollendinga? Þetta eru gamlar nýlenduþjóðir sem reyna að komast upp með allan andskotann ef smáþjóðir eiga í hlut.

Við skulum minnast þess að það var Geirr Haarde sem undirritaði fyrri óhagstæðari samninginn. Sá samningur kann að binda okkur og erfitt að losna við ok hans.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.11.2009 kl. 15:22

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Geir Haarde!   Var hann einráður?    Hver einasti ráðherra í hans sporum á þessum viðsjárverða, já og    ógnvænlega tíma, hefði lagt ofurkapp á að halda öllu gangandi til og frá landinu,sem og hann gerði.         Þessi stjórn sem kallar sig "tæra",fer nú létt með að eyða öllu sem henni hugnast ekki.     Stingur gögnum upp í görnina á sér, frekar en eiga á hættu að stjórnarandstæðingar fái þau séð tímanlega til að koma þjóðinni til bjargar.

Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2009 kl. 16:16

8 Smámynd: Benedikta E

Um hvaða samning ert þú að tala Guðjón.

Það var enginn Icesave samningur gerður fyrr en Svavars Icesave-samningurinn ertu að tala um hann ´?

Benedikta E, 23.11.2009 kl. 16:16

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Benedikta:

Það voru undirritaðir tveir Icesafe samningar. Þann fyrri gerðu þeir Geir Haarde og Árni Mathiesen við Breta í fyrravetur meðan þeir voru enn í stjórn. Kannski það hafi verið í einhverju bríaríi en þeir eru mun óhagstæðari en seinni samningurinn hvað vexti varðar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.11.2009 kl. 13:13

10 identicon

Mér finnst nú ekkert að marka að vitna í einhverja samninga eða samningsdrög sem gerðir voru í hruninu miðju þegar enginn vissi hvað sneri upp eða niður í tilverunni.

Hins vegar er samningurinn sem gerður er við Breta og Hollendinga af sérskipaðri samninganefnd nýrrar ríkisstjórnar arfaslakur enda var hann eiginlega felldur af alþingi með setningu fyrirvaranna sem nú er búið að snúa á hvolf og samningurinn orðinn jafn vondur aftur.

Enginn þessara "samninga" öðlast hins vegar gildi fyrr en Alþingi hefur samþykkt þá og það hefur ekki gerst enn og gerist vonandi aldrei! Það yrði banabiti okkar sem þjóðar og við yrðum ekki aðeins undir stjórn AGS heldur líka þessara fornu nýlenduþjóða og yrðum beygð í duftið og neydd í ESB eða eitthvað þaðan af verra.

Vona að alþingismenn beri gæfu til að hafna þessum óréttlátu samningum svo þjóðin fái smá frið til að rétta úr kútnum og átta sig á stöðu sinni.

Soffía (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband