ICESAVE, Eva Joly og íslendingar

Kæru félagar.

Berið saman greinar Evu Joly og Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu í dag laugardag.  Berið svo saman Evu Joly og Kolbrúnu Bergþórsdóttur.

Ef þið þorið, berið svo einnig saman ríkisstjórnina okkar og umheiminn.


mbl.is Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hef allt gott um Evu Joly að segja! Hún er líka einstök kona sem á alla þá aðdáun, sem hún nýtur, fullkomlega skilið. Það er ástæða til að hlusta á einstaklinga eins og hans sem stjórnast af réttlátri einurð, skynsemi og staðfestu!

Ég læt ógert að tjá mig um Kolbrúnu fyrir utan það að hún er álíka hirðfífl í mínum augum og Hannes Hólmsteinn Gissurarson.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.8.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er ekki viss um að ég þori að bera ríkisstjórnina saman við ummheiminn.  Það er helst að talan 1262 komi upp í hugan þegar manni verður hugsað til hennar.

Magnús Sigurðsson, 1.8.2009 kl. 16:49

3 identicon

Niðurlæging Íslendingsins Kolbrúnar var sorgleg og algjör. Þarna sáum við mun á froðusnakki og réttlæti. Og réttlætið kemur frá erlendri konu.

Gangi ykkur vel í baráttunni.

AA (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 17:10

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kolbrún hefur haft það orð á sér að vera pólitískur leigupenni. Hún hefur lítið gert til að afsanna þann orðróm. Blaðamenn verða að gæta sín að verða ekki að viðundri með flokkspólitískri tilbeiðslu.

Árni Gunnarsson, 1.8.2009 kl. 17:18

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Þú biður ekki um lítið að bera þetta allt saman!

Svo beið ég eftir því í kvöldfréttatíma RÚV og Sjónvarpsins að fá viðbrögð við grein Evu Joly. En ég beið og beið, og beið, eins og Laddi hefði sagt. Ekki orð um málið!

Jón Baldur Lorange, 1.8.2009 kl. 19:33

6 identicon

Ég held að það sé miklu meira mark tekið á því sem Joly skrifar, af því hún er ekki íslensk.

Eiríkur Bergmann hefur skrifað margar greinar í bresk blöð um sama efni, en ekki fengið sömu athygli, einmitt af því hann er íslenskur.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:07

7 Smámynd: Billi bilaði

Mogginn kemur ekki til Ástralíu, þannig að ekki get ég séð hvað Kolbrún skrifaði. Grein Evu var hins vegar afar góð.

Billi bilaði, 2.8.2009 kl. 01:36

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það mun ég svo sannarlega gera.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.8.2009 kl. 03:51

10 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Það kom ekkert um þetta í fréttum hvorki á rúv eða stöð 2 afhverju ???? eða var það stoppað á meðan að Jóhanna og Steingrímur eru að semja eina lygasöguna handa þjóðinni enn.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 2.8.2009 kl. 09:45

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þessa ábendingu Þór.  Ég fór í þennan samanburð á konunum rétt sem snöggvast og fann út nokkurn skyldleika. Konurnar eru t.d. báðar með 2. fætur, 10 fingur og eina höfuðperu. Höfuðpera Evu Joly lýsir sem fljóðljós í samanburði við daufgerða skímu margra sem halda ranglega að þeir séu ljósaperur. 

Sigurður Þórðarson, 2.8.2009 kl. 10:36

12 identicon

Ég get ekki beðið eftir að við fólkið út á götu tökum völdin í okkar hendur?! Ég verð spenntari með hverjum deginum sem líður (Er reyndar búinn að bíða lengi og ekkert gerist furðulegt?!) Ég er tilbúinn bara hóa. Tók fullan þátt í hinni byltingunni en það var ekki í þeim tilgangi að láta draga mig á hárinu inn í ESB! Förum nú að gera eitthvað áður enn það verður of seint PLLÍÍÍÍÍSSS. Kv.Jóhann Björn

Jóhann Björn Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 14:10

13 identicon

Og ekki tók ég þátt í pottaglamrinu til að hafa össur skarphéðinsson til að vera andlit mitt útá við fari það grábölvað eða Jóhönnu eða Björgvin G fólk sem var uppí mitti í hruninu Nei sko mælirinn er að fyllast og hafa svo Hrannar gjammandi í fjarska Þetta er grábölvuð staða að vera í!!! Má ég biðja um eitthvað annað hirðfífl sem andlit mitt í útlöndum!!?

Jóhann Björn Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 14:17

14 identicon

Þór. ég er sammála Kolbrúnu með eitt.   Málflutningur sumra, er beinlínis hættulegur!

Já. Hættulegur Ráðherradómi þessarar Landráða Ríkisstjórnar sem svífst einskis í því að fela sannleikann og spillinguna fyrir fólkinu. Vil ég meina.

Ég vil að þjóðin ráði Evu Joly sem sérstakan saksóknara (Ríkisstjórn og Alþingi komi hvergi nærri), og leiði rannsókn á þeirri pólitísku spillingu sem kom okkur í skítinn. Glæpur stjórnmálamannanna og opinberra embættismanna sem sekir eru, er margfaldur. Þar sem þeir stuðluðu að þjófnaði, frömdu þar með landráð í opinberum embættum og hafa síðan notað aðstöðu sína til að fela altsaman. Hinir eru þó bara þjófar.

Hér verður sama glæpa banana lýðveldið, þar til að höggvið verður beint á rætur vandans, aflima glæpaítök 4-flokksins úr samfélaginu. 

Þið eruð eina stjórnarandstaðan sem ég treysti. Okkur vantar sannarlega restina af þjóðinni á Þing og út með fjórflokkinn.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 15:11

15 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Já, Þór. Grein Evu Joly er svo sannarlega tímabær, og þó fyrr hefði verið. Með henni gerir hún talsmönnum ríkisstjórnarinnar skömm til, en úr þeim ranni hefur ekkert heyrst í þessa veru á innlendum og þaðan af síður á erlendum vettvangi. Það sætir furðu! - að ríkisstjórn landsins skuli ekki bera hönd fyrir höfuð lands og þjóðar. Er hægt að kalla þetta ríkisstjórn? Manni er nær að halda að þetta sé bara flokksstjórn að verki að sinna áhuga- og baráttumálum sínum, en ekki heildarhagsmunum þjóðarinnar allrar. Þannig tala gjörðir og vangjörðir hennar hvað þetta snertir.

Að einhver skuli skammast út í þessa grein Evu Joly og erfið störf hennar í þágu almennings á Íslandi er óskiljanlegt, nema þá í því ljósi að viðkomandi telji að eitthvað þurfi að fela vegna sinna þröngu hagsmuna, flokks eða persóna, nema hvorttveggja sé. Eða hversvegna var ekki strax farin sú leið af hálfu núverandi og tveggja næstsíðustu ríkisstjórna Íslands að fá úr því skorið fyrir alþjóðlegum dómstólum og/eða fyrir dómstólum EES/ESB að hvaða leyti Ísland og almenningur á Íslandi bæri ábyrgð á fjárglæfrum einkabankanna þriggja og sérstaklega Icesave-málinu?!

Maður gæti haldið að viðkomandi aðilar ríkisstjórnanna hafi fremur talið það óheppilegt fyrir sig sjálfa, aðgerðir sínar og aðgerðaleysi, heldur en "vonlausan peningaaustur" (áætlað smáræði upp á ca. 200 milljónir ísl.kr var talað um!) af Íslands hálfu að fara í slíkt mál. Peningaáhætta við slíkan málarekstur eru a.m.k. ekki marktæk rök. Eitthvað annað, ef ekki hrein heimska, hefur legið þar að baki.

Það er algjör og augljós forsenda fyrir umfjöllun Alþingis um Icesave-málið að úr þessu fáist skorið, þ.e. hvort og þá hvaða upphæð Ísland geti talist ábyrgt fyrir gagnvart öðrum löndum, sökum skorts á aðhaldi og eftirliti af hálfu hins opinbera gagnvart íslensku einkabönkunum undanfarin ár fram að hruni. Að neyða Alþingi til að taka ákvörðun í óvissu um það atriði er vitfirring!

Og eitt enn, Þór, úr því að ég er loksins að tjá mig við ykkur, jafnframt því að þakka ykkur fyrir heiðarlega baráttu ykkar fyrir land og þjóð:

Þeir sem undanfarið hafa hrópað hátt úr glerturni sínum og vænt ykkur þremenningana í Borgarahreyfingunni um sviksemi ættu fremur að skoða bjálkann í eigin augum heldur en ætlaða flís í ykkar. Þeir virðast ekki hafa skilið að þegar fólk uppgötvar að upp eru komnir meiri hagsmunir en áður var miðað við, þá eiga að sjálfsögðu minni hagsmunir að víkja. Þeir sem samt láta hina þjóðhagslega meiri hagsmuni víkja fyrir minni og þrengri flokkshagsmunum eru slyddur og vart þess verðir að sitja á Alþingi sem fulltrúar þjóðarinnar. Þið þrjú höfðuð hins vegar kjark til að láta (að ykkar mati) hina meiri hagsmuni ráða og er það hrósvert. -
Eða snýst e.t.v. hin hefðbundna íslenska pólitík einmitt um þetta, að tjá bara hagsmuni flokka og greiða atkvæði um mál á Alþingi eftir flokkslínum flokksklíku einum saman? Og þá bregður svo við, að því er Borgarahreyfinguna varðar, að ekki er við neina flokksmaskínu að etja! Er þá nema von að reynt sé að sverta hreyfinguna og þingmenn hennar með lágkúrulegum hætti þegar ferskir vindar hennar leika allt í einu um fúnar stoðir þess sem fyrir er og eignað hefur sér setuna þar fram að þessu?

Kristinn Snævar Jónsson, 2.8.2009 kl. 19:57

16 Smámynd: ThoR-E

Kolbrún Bergþórsdóttir er ekki blaðamaður.

Hún hefur orðið sér til skammar ítrekað ... og er enn ekki hætt.

ThoR-E, 4.8.2009 kl. 12:09

17 identicon

Mig langar að bera saman all þá sem að eru á Alþingi og íslenska þjóð. Þið Borgarahreyfingamenn ætlið nú að samþykkja Icesave með fyrirvörum. Óskaplega gott að geta gripið til þessa orðs á erfiðum tímum.............

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 20:21

18 identicon

Farið nú varlega í að samþykkja Icesave með fyrirvörum - þeir þurfa þá að fara inn í samninginn þannig að ekki fari á milli mála að ríkisábyrgð sé samtengd þeim. Gangi ykkur vel og haldið ykkar striki - þið þremenningarnir hafið verið hörkudugleg.

Eva Sól (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband