Kjördagur

Það verður kosið í dag. Eftir hrunið, eftir byltinguna sem við unnum. Nú er að vinna næsta sigur. Því þurfum við að spyrja.  Hvers vegna er verið að kjósa.

Það er vegna kröfu almennings sem reis upp þegar stjórnvöld landsins brugðust algerlega og íslenskt efnahagslíf hrundi til grunna.  Kosningar eru aðferð okkar við að skipta um stjórnvöld og leyfa fólkinu að velja sér nýja stjórn.

En þau eru hér enn, stjórnvöld, fulltrúar hrunsins, sum hver með 25 ára setu á þingi og ætla að láta kjósa sig aftur.

Við vitum hvað gerðist og hvernig og hver ber ábyrgðina, það eru þau, ekki ég, og ekki þú.

En aðal ástæðan er þó samt sú að við, almenningur, við hættum að skipta okkur af stjórnmálum og sofnuðum á verðinum.  Það má ekki gerast aftur og alls ekki í dag.

Í dag þegar við kjósum skulum við öll spyrja nýrra spurninga, spurninga sem eru ekki um hver gerði hverjum hvað og hvenær.  Það vitum við og við gleymum því aldrei.

Við skulum þess í stað spyrja þessara spurninga.  Hvað er það sem ÉG get gert, og hvað er það sem mér BER að gera.  Tökum ábyrgð, KJÓSUM!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það verður spennandi að sjá talninguna á morgun, ég ætla að mæta á kosningarvökuna í Iðnó eftir vinnu.  X-O það er eina vitræna framboðið á Íslandi í dag. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:04

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir þitt innlegg í sjónvarps debatið Þór, þú varst einfaldlega frábær þarna.

Jarðbundinn og rökfastur og bentir á skemmtilegan máta ítrekað á leiðinda karpið sem þarna fór fram aftur og aftur.

Dagurinn á morgun (í dag) verður dagurinn sem Borgarahreyfingin smellur inn með 6-7 þingmenn og hristir ærlega upp í stöðnuðu kerfi.

Baldvin Jónsson, 25.4.2009 kl. 02:22

3 identicon

Þór hefur alltaf komið vel út úr þessum sjónvarpsviðtölum, ótrúlega snjall & rökfastur karakter...!  Ég hef sjaldan kosið nýjan flokk með jafn mikili gleði og þegar ég kaus X-O......

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:31

4 identicon

Aðeins 60.2% af þeim sem hringt var í svöruðu í síðustu könnun Capacent, sem þýðir...

86.600 manns Svöruðu ekki í síðustu skoðanakönnun, það hlítur að vera met fjöldi óákveðinna.

Ég spái því að Borarahreyfingin fái stóran hluta af þessum 86.600 atkvæðum og endi í 17% fylgi.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 10:19

5 Smámynd: Bumba

Ég er ánægður með ykkur. Með beztu kveðju.

Bumba, 25.4.2009 kl. 13:41

6 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ég óska ykkur sem flestra atkvæða.

Vilhjálmur Árnason, 25.4.2009 kl. 20:00

7 Smámynd: kop

Þetta lítur vel út og ég ætla bara að óska þér og félögum þínum til hamingju strax.

Að sjálfsögðu kaus ég ykkur, annað kom ekki til greina.

kop, 25.4.2009 kl. 22:50

8 identicon

Þór minn, 

Ég fæ ekki betur séð en að þú sért komin inn.

Til hamingju með það, frábær árangur!!!!

sandkassi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 23:47

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með árangurinn.  Herra þingmaður.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.4.2009 kl. 02:25

10 Smámynd: Sigrún Óskars

Virðulegi þingmaður suðvestur kjördæmis - til hamingju með þingsætið og til hamingju með árangur Borgarahreyfingarinnar.

Sigrún Óskars, 26.4.2009 kl. 10:50

11 identicon

Góðan daginn.

Þegar þetta er skrifað er nokkuð ljóst að þið náðuð inn 4 mönnum á þing og af því tilefni vil ég óska Borgarahreyfingunni til hamingju.
Til hamingju.

Bestu kveðjur.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 11:43

12 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Til hamingju með þingsætið

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.4.2009 kl. 14:45

13 Smámynd: Þór Saari

Sæl öll.

Dagur er kominn að kveldi og einhver viðburðaríkasti dagur lífsins er að renna sitt skeið. Þakka ykkur öllum hér fyrir ofan og öðrum sem hafa stutt mig og okkur í þessari baráttu. Þessu mun ég aldrei gleyma.

Þór

Þór Saari, 26.4.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband