Sjálfskuldarábyrgð annarra

Þetta er ánægjulegt framtak. Uppáskriftir sem þessar hafa verið krafa allt of lengi og þekkjast ekki í löndum þar sem eðlileg bankastarfsemi á samkeppnisforsendum hefur verið. Næsta verk hlýtur að vera að afnema kröfu um ábyrgðir á námslánum þar sem fjölda fólks er haldið frá námi á þeim forsendum að það hafi ekki ábyrgðarmenn. Hvernig væri að treysta fólki og skuldasögu þess eins og gert er víðast hvar annars staðar. Breytt fjölskyldumynstur, fleiri stakir foreldrar, nýbúar og margt fleira gerir ábyrgðamannakerfið að klafa á möguleikum fólks til betra lífs og heftir eðlilega fjármálastarfsemi.
mbl.is Afnema ábyrgð þriðja aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hjá kanadískum bönkum sem fara yfir greiðslumat, skrifar viðkomandi lántakandi undir yfirlýsingu þess efnis að stofnframlag hans er "ekki fengið" að láni annars staðar.

Markmiðið bankans er að meta greiðslugetu lántakans eins og hann sjálfur kemur af kúnni, en ekki með innifalin óskilgreind lán frá öldruðum foreldrum eða öðrum.

Og að sjálfsögðu er aldrei krafist ábyrgðar frá þriðja aðila.

Það er líka grátlegt að heyra sögur ýmissa skuldara sem hafa farið í viðræður við bankann sinn um erfiða skuldastöðu, og eitt af úrræðum bankans er að spyrja viðkomandi:  "er ekki einhver ættingi sem getur hjálpað þér".

Í mínum huga á að banna þeim sem stunda fjármálaráðgjöf að spyrja svona spurninga, hvað þá að láta sér detta slíkt í hug.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.3.2009 kl. 17:51

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Löngu tímabært og auðvitað á að afnema þetta í námslánakerfinu.

Arinbjörn Kúld, 26.3.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband