Zetan

Hef fengið nokkur komment á það að viðtalið í Zetunni á mbl.is í dag hafi hjálpað fólki að skilja betur hvað skilur milli Borgarahreyfingarinnar - þjóðin á þing og hinna flokkana (fjórflokksins).

Set hér link á viðtalið og á stefnuskrána á xo.is til að auðvelda áhugasömum aðgang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Verða að hrósa þér Þór fyrir skýran og skemmtilegan frásagnamáta.og það skilst sem þú segir,talar mannamál eins og maður segir, það er meira en margur annar getur sagt.

Baráttakveðja,

Konráð

Konráð Ragnarsson, 24.3.2009 kl. 01:46

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ber virðingu fyrir þessu framtaki, og eftir að hafa hlustað á hljóðtruflaða viðtalið á zetunni ( sem mér finnst afbragðsnafn á þættinum og vísar í gamla og nýja ritstjórann) þá finnst mér þú trúverðugur og hafir töluverðan möl undir.

Vona innilega að þið dettið ekki í "gamla kosningarbaráttufrasa" sem gömlu fjórflokkarnir keppast nú um að sletta fram.

Mun halda áfram að fylgjast með, áður en til kosninga kemur, sem verður því miður mun fyrr en eiginleg kosning, vegna takmarkaða opnuna utankjörstaða erlendis.

Virðingarfyllst,

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.3.2009 kl. 02:33

3 identicon

já, skeleggur Þór. skýr. en ef ég væri frá Afríku, hefði ég móðgast.

ætlarðu að lofa okkur væntanlegum kjósendum að þið eyðið ykkur um leið og hlutverki ykkar er lokið?

ég tók eftir að þú minntist ekkert á það .. )  

en Jenný, á maður ekki líka að sjá Mogga-M-ið, ef maður snýr Zetu-tákninu á hlið .. 

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 02:44

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Halldór ef þú lest stefnuskránna okkar - hægt að finna hana á xo.is - þá sérðu að það er bundið í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar að við leggjum okkur niður um leið og okkar hlutverki er lokið.

Birgitta Jónsdóttir, 24.3.2009 kl. 14:15

5 identicon

já, Birgitta, þetta veit ég.

og hef verið í deilum við fólk á bloggsíðum um af hverju það ætti ekki að vera hægt - hvað með Kvennalistann?

en menn eru framagjarnir.

og völdin kitla hégómagirndina.

fyrr en varir eru menn að eigin dómi orðnir ómissandi ..

og alltaf hægt að fara á skjön við yfirlýsta stefnu -

hvenær hefur það ekki gerst ..

Hc (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:26

6 Smámynd: Þór Saari

Sæll Halldór. Það er því miður allt of algengt að menn falli nákvæmlega í þá gryfju sem þú lýsir. Borgarahreyfingin er hins vegar eini flokkurinn með þetta ákvæði og við erum líka eini flokkurinn sem ekki hefur svikið kosningaloforð. Auk þess erum við eini flokkurinn sem vill setja á takmarkanir á setu þingmanna og ráðherra þar sem þeir megi ekki sitja lengur en í tvö kjörtímabil. Menn eru jú breyskir, en það að kjósa aftur þá sem sviku er nú ekki heldur sérlega skynsamlegt, sérstaklega þegar annar valkostur í stjórnmálum á allt öðrum forsendum, er til staðar.

Þór Saari, 24.3.2009 kl. 16:51

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég gaf mér loksins tíma til að horfa á þetta viðtal á Z-unni. Ég held að atvinnuþvaðrararnir megi fara að vara sig. X-O.

Sigurður Hrellir, 25.3.2009 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband