21.3.2009 | 01:34
Raddir fólksins hvílast, um stund
Ef einhver ein persóna getur talist táknmynd mótmælanna sem komu frá verstu ríkisstjórn sögunnar þá er það Hörður Torfason, sem ásamt félögum sínum og með sinni þrjósku og sannfæringu gáfust aldrei upp. Hörður í raun er persónugerfingur þeirra mótmæla sem á endanum gerðu það virðingarvert að vera aðgerðarsinni.
Að sjálfsögðu eiga allir þeir sem mættu frá fyrsta degi og umkringdu Alþingishúsið með mannlegri keðju, og mættu aftur, og aftur, og aftur, ekki síður þakkir skilið. Og þeir sem stöðvuðu Kryddsíldarófétið og síðast en ekki síst þeir sem rufu gulan borða lögreglunnar þann 20. janúar. Þvílíkt fólk, þvílíkir tímar.
Það er ekki liðinn langur tími frá því að fyrstu aðgerðarsinnarnir í Saving Iceland hófust handa við Kárahnjúka, fólk sem í upphafi var fyrirlitið og hundelt af lögreglu. En þau gáfu tóninn. Og mættu aftur, og aftur, og nýir bættust við, og þvílíkt hvað hefur áunnist síðan. Heil ríkisstjórn með einhvern mestan þingmeirihluta nokkru sinni hrökklaðist frá. Forsætisáðherann flúði úr ráðuneytinu er þeir nálguðust. Fjármálaeftirlitð fór, Seðlabankastjórnin fór, Landsbankamaðurinn fór, og nú síðast fór stjórn VR.
Það var gerð bylting á Íslandi með aðferðum sem hafa skapað sér sess í heimssögunni. Allir þeir sem tóku þátt mega vera stoltir. Það tókst. Við unnum. Svo einfalt er það.
Krafan var breytingar og næsta skref í þá átt er að taka virkan þátt í að endurskipuleggja lýðræðið, stjórnmálin, stjórnkerfið og efnahagsmálin. Þessa þætti þarf að endurskipuleggja þannig að þau fúlu spillingaröfl sem keyrðu landið í þrot geti ekki gert það aftur. Þeim þarf að halda frá völdum og það verður einungis gert með því að allir sem vettlingi geta valdið leggist á árarnar í komandi kosningum og tryggi það.
Raddir fólksins hvílast, þær eiga hvíld skilið. Þær munu hinsvegar aldrei hljóðna því þær breytingar sem kallað var eftir hafa breytt Íslandi til frambúðar. Þakka ykkur fyrir.
Lifi Hörður.
Hlé á fundum Radda fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.3.2009 kl. 23:17 | Facebook
Athugasemdir
Ef Raddir fólksins ætla að taka sér hvíld fyrir utan Alþingi þá vil ég fá enduróm af röddum þeirra inn í þingsalina!
Sigurður Hrellir, 21.3.2009 kl. 01:40
Ef "Raddir fólksins" væru svona hrifnar af Borgarahreyfingunni - af hverju er Hörður ekki í framboði?
Þór Jóhannesson, 21.3.2009 kl. 02:27
Ég tek undir það með þér að þó nokkuð hefur áunnist en ef ekki tekst að ná saman þingmeirihluta sem er tilbúinn til að „endurskipuleggja lýðræðið, stjórnmálin, stjórnkerfið og efnahagsmálin“ í ljósi sanngirni og réttlætis þá höfum við hrokkið aftur á byrjunarreit. En þá vitum við líka hvað við eigum að gera, ekki satt?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 02:35
Hlé núna? Einmitt þegar tvö mál eru mest aðkallandi: verðtrygging launa og aflétting bankaleyndar FYRIR KOSNINGAR!
corvus corax, 21.3.2009 kl. 06:17
Þór Jóhannesson, það er af sömu ástæðu og að Hörður er ekki í framboði fyrir VG. Hann vill ekki í framboð fyrir neinn flokk.
Neddi, 21.3.2009 kl. 09:54
Ég er Herði Torfasyni hjartanlega þakklát fyrir hans mikla og góða starf, en sorrý, það er út í hött að kalla hann aðgerðasinna. Aðgerðasinnar á Íslandi hafa kannski fengið uppreisn æru að einhverju leyti en þótt þeir njóti meiri skilnings en áður hefur þeim ekki fjölgað að ráði. Þetta eru ennþá innan við 300 hræður. Eina vonin til þess að valdníðslukerfinu verði bylt er sú að aðgerðasinnum fjölgi. Og það mun ekki gerast nema ástandið verði svo slæmt að fólk svelti. Ég veit hreinlega ekki hvort ég á frekar að segja 'sem betur fer', eða 'því miður', er alls ekki útilokað að svo fari.
Engin bylting hefur verið gerð á Íslandi ennþá. Aðeins uppreisn, hallarbylting, sem hefur ekki haft neinar raunverulegar breytingar í för með sér. Það þarf að bylta kerfinu, við unnum áfangasigur, ekkert meira en það. Fólkið fékk dúsu og raddir þess þögnuðu. Nokkrir hugsjónamenn misskildu svo hvað málið snerist um og gengu til liðs við flokkakerfið. Aðgerðasinnar sáu gagnsleysi erfiðis síns og brunnu út og auðvitað þarf Hörður og aðrir sem hafa lagt á sig ómælda vinnu fyrir lítinn árangur að taka sér hvíld.
Einhverjir æmta yfir því að þetta sé ekki rétti tíminn til að taka hlé frá mótmælum. Ætli það fólk sé þá ekki bara á fullu við að skipuleggja aðgerðir? Eða ætlast menn bara til að Hörður sjái um það? Erum við svo samdauna þessum rotna valdastrúktúr sem við lifum við að fólk reyni ekki einu sinni að rísa upp nema einhver leiðtogi sé búinn að gefa tóninn? Mér sýnist það og það er þessvegna sem ekkert mun breytast.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 10:28
Sé ekki hvað undanfarnir mánuðir hafa gert fyrir mitt heimilli. Greinilegt er að Hörður og mótmæla kór hans hafa mótmælt í boði Vinstri Grænna. Einsog ég var vóngóður um breytingar með komu þeirra í Ríkisstjórnhefur nákvæmlega ekkert gerst sem hefur lagað minn fjárhag eða fjölskyldu minnar. Greinilegt er að málefnin fjúka um leið og glittir í kjötkatlana. Sem harður andstæðingur gegn ESB einsog Steingrímur og bíð ég spenntur að fylgjast með hvort hann ætlar líka að fórna sjálfstæði þjóðar vorrar fyrir pínulítil völd. Ég hreinlega trúi ekki að Steingrímur J sveiflist einsog pendúll í vindinum einsog svo margir stjórnmálamenn gera nú til dags í leit að atkvæðum
jonas (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 11:04
Ég trúi því vel. Það er nefnilega ekki fólkið í flokkunum sem er stóra vandamálið heldur kerfið sjálft. Ég held að það verði einhverskonar skammhlaup í hausnum á fólki þegar það fær völd. Að halda völdum eða jafnvel að öðlast meiri völd virðist verða aðalmarkmiðið og ég held að Steingrímur sé ekkert undanþeginn þeirri bölvun frekar en aðrir.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 11:34
Merkilegt hvað forheimskan ristir djúpt í fólki sem heldur að Steingrímur J. sé einhver Barbabrellumeistari og geti lagfært 18 ára valdníðslu spillingar og siðleysis Sjálfstæðisflokks. Það er með ólíkindum að fólk sem þykist vita eitthvað um hvað þjóðinni sé fyrir bestur skuli hrópa á töfralausnir. Slíkt er ekki málstað ykkar til framdráttar sem teljið ykkur "alvöru" aðgerðasinna af því þið þorðuð ekki að sýna ykkar rétta andlit og báruð grímur!!!
Þór Jóhannesson, 21.3.2009 kl. 12:08
Sæll nafni.
Ég vil gjarnan biðja þig að vera ekki með upphrópanir og köpuryrði í garð þeirra sem eru hér að tjá sig. Ég leyfi mér að minna á orð mín í pistlinum hér að ofan að allir eiga þakkir skilið fyrir aðkomu sína að mótmælunum og aðgerðunum sem leiddu til falls ríkisstjórnarinnar. Hvort Gunna gerði meira en Jón skiptir auðvitað máli því það eru beinskeyttustu aðgerðirnar sem brjóta ísinn. Það er hinsvegar ekki sæmandi þroskuðu fólki að fara í sandkassaleik og rifrildi um hvor gerði meira.
Hvað varðar tengingu mótmælanna við VG vil ég segja að margt það fólk sem nú er í Borgarahreyfingunni reyndi ítrekað að ná sambandi við nýja ráðherra VG er þeir tóku við. Einmitt til þess að fá svör við því hver stefna VG væri gagnvart því að velta öllum skuldum fjárglæframannanna yfir á almenning a la AGS. Það tókst ekki að fá fund með þeim og enn hafa engin svör komið frá VG þ.a.l.
Þess vegna eru spurningar mínar til VG í færslunni hér á undan og í pistli á Smugunni frá í gær fyllilega réttmætar. Almenningur á einfaldlega heimtingu á að fá svör frá stjórnvöldum um þessi mál og VG eru eiga ekki aðvera undanskilin, þó þau beri sjálf ekki beina ábyrgð á málinu.
Þór Saari, 21.3.2009 kl. 12:31
Ef þér þykir það að kalla hlutina sínum réttu nöfnum að vera með upphrópanir og köpuryrði þá skaltu bara banna mig í athugasemdakerfinu hjá þér - því ólíkt lýðsskrumurunum sem eru að reyna að eigna sér búsáhaldabyltingunna í persónulegu framapoti og láta nú eins og þeir séu háheilagleikinn sjálfur að þá mun ég ALDREI hætta að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.
Þór Jóhannesson, 21.3.2009 kl. 17:02
Hverjir eru að reyna að eigna sér búsáhaldabyltinguna?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 20:15
Corvus spurði um það af hverju er gert hlé núna, þegar tvö mál eru heit: Aflétting bankaleyndar og verðtrygging launa. Ég er sammála að bankaleyndin er stórt mál, en verðtrygging launa, eða verðtrygging yfirhöfuð er mál sem eðlilegt að bíði þar til eftir kosningar. Það var strax ljóst að mótmælin miðuðu að því að koma Sjálfstæðisflokknum frá, því að þegar Samfylkingin forðaði sér úr stjórninni þá dró snarlega úr þátttöku á fundum - sem kannski er eðlilegt því það er mikið afrek að koma ríkisstjórn frá. Mér þykir það vera mistök að láta núverandi stjórn ákveða kosningar í apríl, það er alltof snemmt, við þurfum að sjá í ýmsar bækur fyrir kosningar (eins og almennt bankaleyndin o.fl. fyrirgreiðslu til stjórnmálamanna, helstu drætti í svindli banka og auðmanna), mótmælin hefðu að ósekju mátt snúa að þessum málum og svo kosningum í haust. Nei, í stað þess datt botninn úr öllu um leið og VG og Samfylkingin mynduðu stjórn, af hverju?
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 22.3.2009 kl. 01:46
Sæll vinur.
Já ég segi vinur því ég var að ljúka við að horfa á þig í Z áðan. Loksins rödd sem talar fyrir myrka stöðu illa staddra heimila. Ég var ekki viss hvað ég ætlaði að kjósa en nú veit ég það. Vonandi hefur fólkið í landinu rænu til að koma mönnum eins og þér á þing. Flokkakerfið eins og það er búið er að byggjast upp hérna síðustu áratugi er ekki lýðræði til heilla. Sjálfur hef ég reynt að koma á framfæri mínum skoðunum en ekki hefur verið hlustað á þær. Þó finnst mér ég sjálfur vera talsmaður lýðræðis og jafnræðis, sem þó hefur greinilega ekki verið við lýði hér í langan tíma. Ég set X við Borgarahreyfinguna og ég vill Þór Saari á þing:)
Kveðja Benedikt Kaster. kaster.blog.is
Benedikt Kaster Sigurðsson, 23.3.2009 kl. 21:27
Benedikt Kaster Sigurðsson, 23.3.2009 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.