Landsfundur VG

Sú spurning sem hlýtur að brenna á félögum í VG er hvers vegna SJS og forysta flokksins ætlar sér að láta alsaklausan almenning taka á sig gríðarlega skuldabyrði af völdum fjárglæframanna í stað þess að leysa málið með öðrum hætti. Einnig er spurt hversu langt flokkurinn muni ganga í fylgisspekt við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Höfundur gerðist boðflenna á landsfundinum og flutti ræðu inn á fundinn utan af götu, sjá á Smugan.is

Hér að neðan eru hugmyndir Borgarahreyfingarinnar - þjóðin á þing varðandi nálgun á skuldasúpunni sem íslendingar eru við það að drukkna í.

I. Kafli, liður 6. 

6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar.  Samhliða því verði gefið loforð um að 2% af VLF Íslands renni til þróunaraðstoðar á ári í tíu ár til að sýna góðan vilja Íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mér sýnist á allri þessari þjónkun við AGS og ESB í þessu máli að það er eitthvað sem böggar stjórnvöld og við fáum ekki að vita. Það er alveg klárt að íslenska ríkið á ekki að vera í ábyrgð fyrir einkafyrirtæki þó það heiti banki.

Arinbjörn Kúld, 21.3.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Því miður þá lifum við hin í raunveruleikanum nafni og getum lítið af því gert að siðspillt yfirvöld hafi komið hér á kerfi sem sendir okkur öll í svarthol skulda og eymdar - ekkert afl (ekki einu sinni þú og þínir) geta breytt því. Þess vegna ættirðu fremur að fylgja liði um Steingrím hinn réttláta fremur en kasta rýrð á þann góða mann og hinn óspillta og réttláta flokk sem einkenndur er með bókstöfunum V og G.

Því miður, fyrir þig, held ég að almenningur treysti Ögmundi, Steingrími og öðrum andstæðingum AGS betur til að skila lánaósómanum en upphrópandi lýðrskrumurum (þú veist ég ekki við þig kæri nafni í þessu samhengi).

Gengi þér samt vel - en með fyrirvara um að sú velgengni verði ekki til þess að Íslendinar sitji uppi með Sjálfstæðisflokkinn í næstu stjórn, ef svo fer er ábyrgð ykkar mikil.

Þór Jóhannesson, 21.3.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband