Kosningarnar og ríkisstjórnin

X - Nei var það. Að sjálfsögðu.

Nú hefst seinni hálfleikur og þarf hann að vera undir stjórn annarra en Jóhönnu og Steingríms ef ekki á að fara áfram illa. Þörf er á kynslóðaskiptum í ríkisstjórninni, samanlagður þingaldur Jóhönnu og Steingríms er um eða yfir 60 ár. Það mætti og bæta í stuðningsmannaliðið og láta af þessum gamaldags fjórflokkahroka og þessu einfalda meirihlutaræði sem leitt hefur til átakastjórnmála alveg frá upphafi.  Vonandi hafa þingmenn meirihlutans þroska til að endurmeta stöðuna nú, en það verða að vera þeir, því forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar munu ekki geta það.

Breytt stjórnarmynstur og breyttar áherslur er það sem þörf er á, ekki framhald af því sama.

Til hamingju Ísland með fyrstu þjóðaratkvæðagreiðsluna í sögu lýðveldisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað eigum við að fá í staðinn? Fleiri gjammara eins og Þorgerði K,Bjarna B,Ragnheiði Elínu,Höskuld,Sigmund Davíð og fleiri af yngri kantinum.Þetta fólk gjammar fram í,talar eins og forskrifað vélmenni úr stjórnmálaskóla flokka sinna,fer í marga hringi og er haldið siðblindu og græðgi á háu stigi samanber kúlulána og vafningsfortíð nokkurra þarna.Framtíðin er ekki björt því þeir ungliðar sem hafa komið fram sem arftakar framtíðar í pólitíkinni virðast flestir vera búnir til úr sama deiginu. Nú er kominn tími á þjóðstjórn,helst með fólki sem hefur aldrei verið við pólitík kennt.Kveðja til þín Þór.Þú stendur þig ágætlega.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 13:32

2 identicon

Rétt hjá þér: "Nú hefst seinni hálfleikur og þarf hann að vera undir stjórn annarra en Jóhönnu og Steingríms ef ekki á að fara áfram illa." Við verðum að kalla eftir aðstoð & ráðgjöf frá "Heilbrigðri skynsemi" ef okkur á að takast að lenda þessu IceSLAVE máli á farsælan hátt!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 13:47

3 identicon

Vandinn er að fá hvata fyrir fólk með hugsjónir og skoðanir inn á þing. Það hefur ekki þótt fýsilegur kostur að vera bendlaður við alþingi seinastliðin 20-30 árin. Þetta hefur þróast út í hirslu fyrir spenarottur og aumingja.

Spurningin er hvernig getum við afmáð þennan hræðilega stimpil sem þessi stofnun hefur á sér og í framhaldi búið til hvata fyrir björtustu stjörnur framtíðarinnar til að vilja fara þarna inn?

P.s Þú stendur þig vel Þór - alltaf með góða og skýra röksemdarfærslur við mál þín. Þó myndi ég vija sjá þig setja hann í 4 og jafnvel 5 gír og verða enn aðgangsharðari í gagngrýni þinni innan veggja Alþingis...

Garðar Ey (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 13:57

4 identicon

Ég er ekki sammála þér. Ég vil ekki hafa reynslulaust fólk í ríkisstjórn á þessum erfiðu tímum. Hef engan áhuga á Bjarna Ben Sigmundi Davíð eða ykkur í hreyfingunni í ríkisstjórn. Sorrí.

Ína (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 15:26

5 identicon

Ég er farin að hallast að því að það sé allt betra en Jóhanna og Steingrímur. Ég óska þess að VG klofni svo ég geti kostið Ögmundar-arminn næst. Þú hefur líka staðið þig með sóma.

Eva Sol (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 16:14

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Bölvaður vaðall og kjaftæði í þér Þór. Það má ekki orðið á milli sjá hver nær að toppa hvern í ósmekklegheitum og innantómu kjaftæði: þú eða Birgitta.

Já sem sagt ef illa gengur að selja fólki klofninginn ykkar, þá skal róa á mið kynslóðaskiptafrasanna og vísa til starfsaldurs þingmanna.

"kynslóðaskipti" á þingi...Þú ert auðvitað ungur og leiftrandi ferskur, verst hvað það kemur samt lítið frá þér annað en rakalaust skítkast í garð þeirra sem eru í óeigingjörnu starfi við björgun efti viðskilnað hrunflokkanna. Skítkast sem er eitthvað svo mikið í anda Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, en þú smellpassar inn í það módel

hilmar jónsson, 6.3.2010 kl. 17:14

7 identicon

Hilmar Jónsson: þér ferst að tala um skítkast!!!!

Eva Sol (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 18:29

8 identicon

Stjórnarandstaðan hefur staðið sig vel og Hreyfingin ekki hvað síst.

Mér er hins vegar spurn: Hvernig ætlar Steingrímur, sem marglýsti yfir ábyrgð á Icesave samningnum í desember að sitja áfram á Alþingi?

Hann játar m.ö.o. að bera ábyrgð á því að ætla að leggja hundruð milljarða króna byrðar á þjóðina.

Þarf hann ekki að axla einhverja pólitíska ábyrgð á málinu?

(Sennilega hefur engin vonarstjarna á himni brunnið eins hratt upp eins og hann.)

Og hvernig er það: Er hægt að láta fólkið sem samþykkti Icesave í des. 2009 leiða samningaviðræðurnar áfram?

Hvernig getur það verið í þágu þess fólks, að sem hagstæðastur samningur náist?

Ef þessi ríkisstjórn ætlar að sitja áfram, þá ætti hún með réttu að fela minnihlutanum á þingi (sem í raun er meirihluti þegar ögmundarbrotið bætist við) að fara með samningavaldið við Breta og Hollendinga. Í staðinn gæti hún einhent sér í að reisa skjaldborg um heimilin.

Ef einhverjum finnst það lélegur brandari að ég skuli hafa nefnt skjaldborg um heimilin þá verð ég að viðurkenna það, að ég kann engan annan betri.

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 23:17

9 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Þór rétt sem þú segir: "Vonandi hafa þingmenn meirihlutans þroska til að endurmeta stöðuna nú, en það verða að vera þeir, því forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar munu ekki geta það."  Ótrúlegt að hlusta á Lady GaGa & SteinFREÐ enn og aftur "bulla & rugla" - SteinFREÐUR sagði að IceSLAVE yrði að klára á næstu vikum - RANGT - frekar augljóst að þessu máli verður ekki lent á farsælan hátt fyrir en þau (TRÚÐARNIR) stíga niður - ef þau segja bæði af sér, þá geta þau bjargað lífi þessara AUMU & stórhættulegu ríkisstjórnar, en því miður hafa þau ekki VIT á slíku.  Réttast væri nú að Lady GaGa myndi skila inn stjórnarumboði sínu enda valda þau skötuhjúin ekki verkefninu. 

Þau hafa ítrekað sýnt skelfilega slæma verkstjórn og ÞAU ráku burt eina ráðherrann sem reyndi að tala VIT inn í þeirra frosinn heila.  Þau vilja ekki hlusta á þjóðina eða Heilbrigða skynsemi, þá fer ekki vel.  Nú er mál að linni, þau valda ekki sínum störfum, frekar augljóst.  Ekki hljálpar heldur að Samspillingin er ekki "stjórntækur FLokkur" - það verður nóg að gera hjá Spunameisturum þeirra & Baugsmiðla að útskýra HÖFNUN þjóðarinnar á þeirra verkstjórn.  Í mínum huga eru þau skötuhjú stórhættuleg, nóg að hlusta á þau í sjónvarpinu hjá RÚV kl. 22:00 í kvöld, þar upplýstu þau enn & aftur að þau ætla að reyna að lenda IceSLAVE málinu á nótum UK & Hollands, svo þeirra stórhættulega ríkisstjórn geti haldið áfram.

Ég treysti því að ÞÚ, Birgitta, Framsókn, Ránfuglinn & flestir þingmenn VG standi gegn þeim skötuhjúum og verjið málstað okkar í þessari mikilvægustu utanríkisdeilu landsins EVER...!  Þorskastríðið var gríðarlega mikilvægt, en það sama má segja um Icesave.  Löngu tímabært að Lady GaGa HÆTTI að SUNDRA þjóðinni og fari að HLUSTA á þjóðina.  Hún á að vinna fyrir okkur, ekki EB - maður á ekki orð yfir HROKA & heimsku hennar.  Ítreka að lokum þá sorglegu staðreynd að þau verða að hætta sem ráðherrar, verkstjórn þeirra er skelfileg!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 6.3.2010 kl. 23:34

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég óska þér og okkur öllum til hamingju með þessa niðurstöðu!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.3.2010 kl. 05:00

11 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Við verðum að fá nýja samninganefnd til að taka upp viðræður við Breta og Hollendinga. Það snýst allt um vaxtagreiðslur til handa Bretum og Hollendingum hjá þeirri núverandi.

Það á ekki að semja við Breta og Hollendinga um vaxtagreiðslur á Icesave þegar 200 milljarðar eru fastir inn á vaxtalausum reikningi í Englandsbanka. Það eru fyrir hendi ríkisskuldabréf upp á 200 milljarða í eignasafni Landsbankans sem er greiðsla fyrir innlent eignasafn Landsbankans.

Með því að semja um Icesave og samþykkja vaxtagreiðslur á alla upphæðina er ríkið að greiða tvöfalda vexti af þessum 200 milljörðum sem á að ganga upp í Icesave, í fyrsta lagi af ríkisskuldabréfunum og í öðru lagi af Icesave láninu sjálfu.

Íslenska ríkið er einnig að greiða vexti af þessum 200 milljörðum sem liggja vaxtalaust í Englandsbanka og er í höndum Breta.

Það sem eftir er af eignasafninu í Landsbankanum eru skuldabréf og aðrar útistandandi skuldir þar sem greiðendur eru öflug fyrirtæki og stórir bankar út í heimi. Þetta eignasafn ber vexti sem fara ekki í vaxtagreiðsluna sem ríkið þarf að inna af hendi í Icesavesamningnum.

Það sem eftir stendur á borðinu er um 10% sem gæti verið dæmið sem við verðum að taka á okkur, bæði er varðar vexti og greiðslu sjálfrar upphæðarinnar.

Guðlaugur Hermannsson, 7.3.2010 kl. 16:04

12 identicon

Pólitík þarf að verða eithvað annað er snobbsport aðhalslaust arðrán og glæpir gegn þjóð , það þufa að vera viðurlög sröng ,hræðileg viðurlög við aulahætti spillingu sérhagsmunagæslu sálarsölu , því viða leynast sálrkaupmenn samanber LÍU og aðrar sambærilegar klíkur voðalegar, ekkert gagn er í þessum ákvæðum um sannfæring og samvisku , það var fyrir 100 árum er örlaði á samvisku og snnfæringu . nú þarf agalegt hræðilegt aðhald , svo ekki verði til meira af afætu ráðdólgum þjóðfélags óvinum og flokka flakki á kjörtímabilum /þínglýsa kosningaloforðum , hefur eithvað dugað hingaðtil á þessa fölsku aðila og aðra  ?

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband