Tjáningar- og upplýsingafrelsi

Þingsályktunartillaga Hreyfingarinnar um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis sem myndi gera Ísland að fyrirmyndarríki heimsins í þessum málum var til umræðu á þinginu í dag, 25. febrúar. Birgitta hefur lagt mikla vinnu í málið og við fengum meðflutningsmenn úr öllum flokkum.  Eins komu að því sérfræðingar í tilheyrandi löggjöf allsstaðar að úr heiminum og málið hefur vakið mjög mikla athygli erlendis og Birgitta hefur farið í viðtöl við á fimmta tug fjölmiðla vegna málsins.  Málið á ensku heitir Icelandic Modern Media Initiative og er kallað IMMI.

Tillagan sjálf er hér, og umræðan sem var á þinginu er hér.  Málið fer til Allsherjarnefndar þar sem það fær vonandi skjóta meðferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gott hjá Birgittu og lofsvert að skyggnst sé um hlaðvarpann og skoðað hvernig aðrar þjóðir gera hlutina og það síðan tekið upp og betrum bætt. Þetta þarf að gera í miklu meira mæli

mbk

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.3.2010 kl. 09:09

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Fjallað er um frumvarpið á AlJazeera í þætti um fjölmiðla:http://www.youtube.com/watch?v=-MpDlLYLv4k

Kristján H. Kristjánsson, 1.3.2010 kl. 09:15

3 Smámynd: Vendetta

Ég skil þetta frumvarp þannig, að sóðasneplum eins og DV verði þá gert enn auðveldara að rægja og ljúga upp á venjulegt fólk sem fær ekki rönd við reist.

Það sem vantar í frumvarpið er tillaga um stofnun embættis umboðsmanns þolenda lyga og ofsókna af hálfu fjölmiðla sem misnota prentfrelsið. Þessi umboðsmaður gæti þá farið áfram með málið, líkt og Umboðsmaður Alþingis tekur fyrir mál sem snúa að stjórnsýslulögum.

Tjáninga- og prentfrelsi fylgir ábyrgð, en starfsfólk 365 miðlar hafa víst aldrei skilið það.  

Vendetta, 1.3.2010 kl. 12:40

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll, Þór.

Almennt séð lýst mér á þetta. En, ég hef áhyggjur af einu, því að við séum dulítið varnarlítil hér í norðri.

*Höfum í huga, að með því að auðvelda byrtingu upplýsinga, þá sköpum við okkur einnig reiði fjársterkra aðila þarna úti.

*Ég er í sjálfu sér ekkert á móti því, að stíga á hagsmuni, valdasjúkra aðila er troða almenningi um tær í fjarlægum löndum.

*En, á hinn bóginn, bendi ég á þá augljósu staðreynd, að hingað þarf ekki að smygla nema fámennum herflokki málaliða, til að jafnvel taka allt landið.

*Terrorismi, er einnig möguleiki.

*Ég bendi á þetta, þ.s. aðilar þeirra reiði sem við getum, skapað okkur, gæti dottið í hug, að refsa okkur.

*Mig grunar því, að í þessu samhengi, sé rétt að efla öryggis sveitir, til að lágmarka líkur á því, að þeim vondu, takist að beita okkur hótunum eða þrýstingi, í ljósi augljóss veikleika í vörnum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.3.2010 kl. 13:15

5 identicon

Glæsilegt frumvarp hjá ykkur, þið eruð bæði að standa ykkur frábærlega vel..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 14:22

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég verð að játa að ekki leist mér á fulltrúa Borgarahreyfingarinnar, hafði mest á tilfinningunni að hér væri komin einskonar varta á Samfylkinguna. Þrátt fyrir afar vandræðalega uppkomu með baklandið, hefur þremenningunum sem standa að Hreyfingunni, tekist að halda sérstöðu og láta til sín taka. Hér er hreyft afar áhugaverðu máli.

Sigurður Þorsteinsson, 1.3.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband