Skipun dómara í réttarríkinu Íslandi

Hingað til hefur skipan dómara verið alfarið á valdi dómsmálaráðherra sem hefur leitt til þess að ALLIR hæstaréttardómarar og ALLIR héraðsdómarar eru skipaðir af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins.  ÚFF!

Þetta er eitt þeirra atriða sem framkvæmdastjórn ESB fjallar mikið um í nýútkominni skýrslu sinni um m.a. stöðu íslensku stjórnsýslunnar. Landsmenn hafa horft upp á það að dómarar hafa verið skipaðir á vægast sagt mjög undarlegum forsendum og vantrú manna á Ísland sem réttarríki hefur aukist til muna undanfarin ár.

Nú hefur dómsmálaráðherra komið fram með frumvarp um að breyting verði hér á og að ferlið verði opnað og vægi ráðaherrans í skipaninni sjálfri takmarkað. Í umræðunum á þinginu var áhugavert að sjá að það er þverpólitísk sátt um að í þeim tilvikum sem málið kemur til kasta Alþingis þá þurfi aukinn meirihluta Alþingis.  Margir nefndu einnig að hæfisnefndin yrði stækkuð. Ég lagði mitt til málanna og tel m.a. að heppilegt væri að hafa lögin afturvirk um svona 15 ár þannig að skipa mætti í sem flestar dómarastöður á ný.

Þar sem um merkilegt mál og merkilega umræðu (fágætur sáttatónn) var að ræða læt ég alla umræðuna fylgja með.  Það skondna við málið er að það er nánast orðrétt í samræmi við hugmyndir Hreyfingarinnar um skipan dómara eins og fjallað er um málið í stefnuskránni.

Hvað um það, umræðan er hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er þér svo sammála, bara svo innilega sammála.

 Maður sem hafið hefur feril sem dómari með þjófnaði (Stolið starfinu með fulltingi ráðherra) getur engan veginn þjónað réttlætinu.

Hans herra í starfi er og verður Mammon.

Það er orðin brýn nauðsyn að moka flór réttarkerfisins.

Guðmundur Þórarinsson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband