Fjárlög, bitlingar, atkvæði, atkvæðagreiðslur

Greidd voru atkvæði um fjárlögin þann 22. des. Við í Hreyfingunni lögðum fram margar breytingartillögur sem miðuðu að því að létta skattbyrði almennings, ná inn auknum tekjum fyrir ríkissjóð í gegnum auðlindagjöld og stunda skynsamari útgjöld með færslum útgjaldaliða úr höndum einstakra fjárlaganefndarmanna og í sjóði sem úthluta á faglegum forsendum.

Skemmst er frá að segja að allar okkar breytingartillögur voru felldar, oftast með 57 atkvæðum fjórflokksins gegn þremur atkvæðum Hreyfingarinnar.  Hér er það sem samtrygging fjórflokksins kemur gleggst í ljós og þeir snúa bökum saman þegar kemur að úthlutun fjármuna, enda úthluta þeir sjálfum sér 334 milljónum á ári í styrki til stjórnmálaflokka. Styrki sem miða að því að halda þeim sjálfum við völd.

Í flestum öðrum löndum heitir þetta spilling en hér er þetta því miður enn á "eðlilega" stiginu og ekki von til að það breytist í bráð, nema almenningur taki málin í sínar hendur og krefjist breytinga.  Síðustu kosningar hafa engu breytt og þrátt fyrir að hafa skilað 27 nýjum þingmönnum inn á þing hafa a.m.k. 24 þeirra gengið beint í björg fjórflokksins.  Undantekningartilvik eru þær hetjur í VG sem hafa hingað til tekið sjálfstæða ákvörðun í Icesave málinu, vonandi ná þau að greiða atkvæði í samræmi við sannfæringu sína við lokaafgreiðslu Icesave á þriðjudaginn.

Hvað um það,  atkvæðagreiðslan um fjárlögin  tók tæpa tvo tíma og þar kemur skýrt í ljós hvar línurnar liggja í íslenskri valdapólitík.  Ég held það sé alveg þess virði að fylgjast með þessu og hlusta á skýringarnar og atkvæðatölurnar.

Síðar um daginn var umræða um einkavæðingu bankanna sem var gerð í heimildarleysi og það af VG.  Ég  gagnrýndi það lítillega  og var þetta síðasta ræðan á þinginu fyrir jól og voru þetta góð lokaorð.

Við munum hins vegar aldrei gefast upp.  Lifi róttæk skynsemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú bara alveg rétt - þetta voru bara ágæt lokaorð um mútuþægni stjórnvalda!

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 01:00

2 identicon

Þór, gera stjórnarliðar sér grein fyrir þeim möguleika að vera dregnir á hárinu út á Austurvöll ef Icesave verður samþykkt ????

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 02:28

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er fyrirfram sorgmædd, vegna þess að stjórnarþingmenn virða 70% þjóðarinnar ekki.  Margar skoðakanannanir hafa verið framkvæmdar vegna IceSlave og stuðning við inngöngu í ESB og 70% þjóðarinnar eru á móti IceSlave og inngöngu í ESB.  Samt ætlar stjórnin að þvinga okkur 70% sem eru á móti samþykki IceSlave og ESB.  Ég spyr bara hvernig er þetta hægt?  Er þetta lýðræði???

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.12.2009 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband