7.12.2009 | 23:30
Afgreiðsla þingsins á hruninu
Í dag mælti forseti Alþingis Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fyrir frumvarpinu sem við í Hreyfingunni höfum gagnrýnt svo mikið undanfarið. Þetta er frumvarpið um meðferð Alþingis á skýrslu rannsóknarnefndarinnar þar sem skipa á níu manna þingmannanefnd til að fjalla um skýrsluna, þ.m.t. þau hugsanlegu atriði í skýrslunni er snúa að þingmönnum sjálfum, fyrrverandi þingmönnum, ráðherrum og fyrrverandi ráðherrum, þ.e.a.s. sjálfa sig, vini, samflokksmenn, yfirmenn og fjölskyldumeðlimi.
Hér varð ég vitni að því er Fjórflokkurinn læsti saman krumlunum í skjaldborg um sjálfan sig af þvílíku offorsi að þingmenn og nefndarmenn í forsætisnefnd notuðust nær eingöngu við útúrsnúninga í málflutningi sínum. Umræðan í dag var einhver ömurlegasta upplifun mín sem þingmaður hingað til og hef þó orðið vitni að mörgum mannlegum niðurlægingum á þinginu.
Ég set hér link á umræðuna í heild sinni og hvet alla til að hlusta vel og dreifa um allt því hér hljómar Fjórflokkurinn í algerum kór, hafi einhver efast um að hann væri til. Það vefst enn fyrir mér hvers vegna VG kýs að taka þátt í þessum þykjustuleik en þingflokkur þeirra hefur fjallað um málið og samþykkti að styðja framlagningu frumvarpsins eins og það er vitandi vel um alla ágalla þess.
Það verður algert hneyksli ef þetta frumvarp fer óbreytt í gegnum þingið og mun eyðileggja möguleika þingsins og á endanum þjóðarinnar að reka af sér slyðruorðið og endurvekja traust.
Almenningur verður hreinlega að láta í sér heyra um þetta mál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.12.2009 kl. 07:46 | Facebook
Athugasemdir
Þetta var bara mjög góð alþingis ræða Þór. Ég vona að hún verður tekið vel þott margir vildu það ekki.
Andrés.si, 8.12.2009 kl. 00:41
Já Anrés hlustum á alla,er bara ekki allir sammála að stjórnvitringurinn Davíð Oddson hafði rétt fyrir sér?.þegar hann stakk upp á þjóðstjórn, flestir hallast að þvílíkri stjórn í dag. Verð að hnýta hér við ekkert Icesave,Esb.,né Asg. Þór minn ,haltu áfram að vera fastur fyrir.
Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2009 kl. 02:00
Sæll Þór
Það er auðvitað algert lykilatriði að skýrslan verði opinber og á "sannleiksnefnd" - alls ekki þingnefnd- til að fjalla um niðurstöður hennar ætti á auðvitað að gera það fyrir opnum tjöldum. Stjórnmáastéttin verður að átta sig á því að eina leiðin til að skapa frið og traust í samfélaginu um það sem gerðist og olli hruninu er Opin umræða sem ekki er stýrt af þinginu sjálfu.
Tortryggni og vantraust grasserar í samfélginu eins og krabbamein. Og ef samfélagið á að halda einkennum sínum, sem lítið og mannvænlegt samfélag verður að taka á þessu.
Sátt og fyrirgefning í garð þeirra sem gerðu mistök og hinna sem gerðu ekki neitt verður ALDREI nema þeir sömu reyna að koma í veg fyrir að almenningur fái að vita alla atburðarásina og krabbameinið heldur bara áfram að grafa umsig og breyðast út um þjóðarlíkamann.
Ég treysi því að þú haldir áfram með þetta mál.
Gangi þér vel
Sævar Finnbogason, 8.12.2009 kl. 12:43
og á "sannleiksnefnd" --- átti auðvitað að vera ---
og fá "sannleiksnefnd" -
Sævar Finnbogason, 8.12.2009 kl. 12:45
Sæl öll
Sammála Helgu. Ég vil meina að þjóðstjórn eða utanþingsstjórn hefði verið besti kosturinn því fjórflokkurinn er meira eða minna búin að taka þátt í spillingunni. Ég vil sjá fagfólk í stjórn, fólk sem er ekki gegnsósa af spillingu fyrri ríkisstjórna.
Megi almáttugur Guð miskunna okkur nú þegar við eigum í miklum vanda sem fáeinir aðila hafa valdið og bitnar á okkur öllum.
Þór takk fyrir dugnað þinn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.12.2009 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.