12.11.2009 | 21:42
Fjölgun í sveitarstjórnum
Þetta hefur verið vika lýðræðis í þinginu þar sem á þriðjudaginn fluttum við frumvarp okkar um fjölgun sveitarstjórnarmanna, mál sem hefur hingað til ekki fengið mikla athygli en hér er Ísland alveg sér á parti miðað við önnur Evrópulönd þar sem fjöldi sveitaratjórnarmanna er almennt miklu meiri. Til dæmis hefur borgarfulltrúum í reykjavík ekki fjölgað í 101 ár eða síðan 1908 þegar þeim var fjölgað í 15.
Þetta er brýnt lýðræðismál og þýðir verulega valddreifingu, en Ísland er eina landið þar sem er sett þak á fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum, annars staðar er um lágmarks fjölda að ræða, eða eins og segir í greinargerð frumvarpsins:
"Markmið frumvarps þessa er að viðmið um fjölda sveitarstjórnarfulltrúa á Íslandi verði færð til samræmis við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Ákvæði 12. gr. sveitarstjórnarlaga um hámarksfjölda kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum eiga sér hvergi hliðstæðu í Evrópu að því best er vitað. Til að mynda má benda á ákvæði í sænskum sveitarstjórnarlögum þar sem kveðið er á um lágmarksfjölda kjörinna fulltrúa í bæjar- og borgarstjórnum (sjá fylgiskjal). Ákvæði um lágmarksfjölda eru eins eða svipuð annars staðar á Norðurlöndum og í Evrópu (sjá vef Evrópuráðsins: www.coe.int).
Í janúar 1908 var bæjarfulltrúum í Reykjavík fjölgað í 15. Hundrað og einu ári síðar eru kjörnir fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur enn 15 að tölu þótt fjöldi íbúa hafi fimmtánfaldast á heilli öld. Frá 1908 hefur landsframleiðsla á hvern íbúa einnig fimmtánfaldast og því má fullyrða að efnahagsleg umsvif í Reykjavík hafi a.m.k. 225-faldast á einni öld.
Frambjóðandi til borgarstjórnar í Reykjavík nú til dags þarf að fá um 7% atkvæða til að ná kjöri og eru engin fordæmi um jafnfáa kjörna fulltrúa og jafnháan lýðræðisþröskuld í ámóta fjölmennu sveitarfélagi í nágrannalöndum okkar. Samkvæmt lögum annars staðar á Norðurlöndum, í Evrópu og víðar ættu borgarfulltrúar í Reykjavík því að vera 4361 hið minnsta.
Hér er um að ræða lýðræðisskerðingu sem stríðir gegn anda Evrópusáttmálans, mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og Ríó-sáttmálans um Staðardagskrá 21 sem er heildaráætlun ríkja Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samfélaga fram á 21. öldina í samráði við íbúana á hverjum stað og með þátttöku atvinnulífs og félagasamtaka. Þessi skerðing er alvarlegt mannréttindabrot. Hún er andstæð viðhorfum og venjum annars staðar á Norðurlöndum, í Evrópu og víðar þar sem lýðræði er í hávegum haft, þar sem meginmarkmiðið er ekki að torvelda heldur auðvelda þátttöku borgaranna í ákvarðanatöku um eigin mál og mótun samfélagsins til framtíðar.
Nærri útilokað er fyrir einstaklinga og samtök utan hefðbundinna stjórnmálasamtaka að komast til áhrifa í sveitarstjórnum og ríkir því fákeppni í sveitarstjórnarmálum og fáveldi í stjórnunarháttum sveitarstjórna (oligarkí, einhvers staðar á milli einræðis og lýðræðis).
Í borgarstjórn Reykjavíkur og öðrum fámennum íslenskum sveitarstjórnum er fáveldið auk þess undirstrikað enn frekar með ranghugmyndinni um þörf á starfhæfum meiri hluta, sem veldur því að 89 borgarfulltrúar hlaða á sig völdum og vegtyllum á meðan minni hlutinn situr hjá verklítill."
Til að samræmis sé gætt þá fórum við þá leið að taka meðaltal um fjölda sveitarstjórnarmanna í Noregi annars vegar og Svíþjóð hinsvegar og niðurstaðan er svo í 1. grein frumvarpsins.
1. mgr. orðast svo:
Í sveitarstjórn skal fjöldi sveitarstjórnarmanna standa á oddatölu og vera að lágmarki sá sem hér greinir:
a. þar sem íbúar eru innan við 1.000: 7 aðalmenn,
b. þar sem íbúar eru 1.0004.999: 11 aðalmenn,
c. þar sem íbúar eru 5.00024.999: 17 aðalmenn,
d. þar sem íbúar eru 25.00049.999: 31 aðalmaður,
e. þar sem íbúar eru 50.00099.999: 47 aðalmenn,
f. þar sem íbúar eru 100.000199.999: 61 aðalmaður,
g. þar sem íbúar eru 200.000399.999: 71 aðalmaður.
Þetta þýðir að fámennar "klíkur" hafi ekki of mikil völd og að mikilvæg mál eins og sala almenningseigna á spottprís sé ekki ákveðinn heima hjá sveitarstjóranum að kvöldi til.
Frumvarpið hefur vakið mikla athygli á þinginu og víðar og þó fjölmiðlum virðist flestum skítsama orðið um lýðræðið, en við í Hreyfingunni höfum verið ötul að senda fjölmiðlum tilkynningar þ.a.l., þá er innan þingsins mikill lýðræðishugur, en nýbúið er að leggja fram frumvarp um persónukjör, við lögðum fram okkar frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur í síðustu viku og í dag voru lögð fram tvö lýðræðis frumvörp ríkisstjórnarinnar, annað um þjóðaratkvæðagreiðslur og hitt um stjórnlagaþing en meira um það á morgun.
Hvað um það, hér er hlekkur á frumvarpið í heild, og hér er hlekkur á umræðuna í þinginu um málið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Facebook
Athugasemdir
Klanið burt.
Íslendingar, í dag föstudag 13.11.2009, kl 12:00 tökum við mótmælastöðu fyrir utan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu, Hafnarhúsinu. Mætum öll.
Klanið burtSveinbjörn Ragnar Árnason, 13.11.2009 kl. 10:40
Thór...thetta er sjálfsagt hid besta mál. Thú átt hrós skilid fyrir baráttu thína. Ég hef samt miklar áhyggjur af adadgerdarleysi í afnámi kvótakerfisins. Ég er ekki sáttur vid ad kvóta hafi verid úthlutad af stjórnmálamönnum til útvalinna adilja og sömu adiljar geti sídan braskad med thann kvóta eins og hann vaeri theirra eign.
Thad er furdulegt ad slíkt hafi vidgengist án afskipta stjórnvalda. Their sem ekki nýttu sér kvóta thann sem their fengu hefdu audvitad átt ad skila honum til thjódarinnar sem er jú eigandinn.
Ég hef verid á móti thessu glaepakerfi og svikamyllu spilltra stjórnmálamanna frá upphafi. Thetta kerfi tharf ad afnema strax. Thetta er mafíukerfi sem er búid ad skada thjódina nógu mikid.
Ég held ég sé ekki ad ljúga thegar ég segi ad margir séu mér sammála um ad leggja thurfi thetta kvótaglaepakerfi nidur strax.
Áhugasamur (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 20:36
Sæll Þór.
Þetta er máll sem vert er að taka upp því fækkun borgarfulltrúa úr 21 í 15 þýddi fleiri dauð atkvæði og líklega var þessari skipan einmitt komið á í þeim tilgandi. Sveitastjórnirnar eru mjög mikilvægar grunn valdaeiningar sem stjórnmálaöfl á landsvísu sækja langmestan styrk sinn til, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Fleira kemur til spilling á landsvísu endurspeglast í sveitarstjórnunum, þannig eru flestir borgarfulltrúar sammála um að upplýsa ekki fjárhagsleg tengsl sín við aðila úti í bæ s.s. fyrirtæki sem skipta við borgina.
Sigurður Þórðarson, 13.11.2009 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.