Villtar kindur og villtar manneskjur

Stundum verð ég verulega hissa og þetta villikindamál vakti rækilega upp í mér hissuna.

Hver er eiginlega tilgangurinn með að elta upp nærri útdauðan sér íslenskan fjárstofn sem á sér hvergi sinn líka með það eitt að markmiði að útrýma honum. Sumar náðust svo hægt væri að skjóta þær, í nafni mannúðar.  Aðrar voru eltar svo rækilega að þær rákust fram af klettunum og hröpuðu til dauða, í nafni mannúðar.  Djöfulsins viðbjóður og vitleysa segi ég nú bara.  Málflutningur héraðsdýralæknis vestfjarða, Sigríðar Ingu Sigurjónsdóttur í kvöldfréttum RÚV  var fáheyrður "Það er enginn tilgangur með lausu fé einhversstaðar. . . þær voru nú ekki gamlar svo þeim líður ekki vel . . . það er bara kominn tími til þess að hreinsa þetta svæði."   Kindurnar höfðu verið þarna í áratugi í góðu skjóli og yfirlæti.

Ég sé þetta fyrri mér hérna um árið þegar síðasti geirfuglinn var drepinn.  "Þeir gátu nú ekki flogið greyin . . . það er engin tilgangur með ófleygum fuglum einhvers staðar . . . það er bara kominn tími til að klára þetta."

Þetta er sama fólkið og sama hugsunin, vesalings Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

heyr heyr.

Fannar frá Rifi, 28.10.2009 kl. 23:11

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Tek undir með þér. Talað er um að þarna hafi verið villtur stofn í 50-60 ár. Hefði verið verðugt verkefni að rannsaka og skemmtilegt fyrir doktorsnema að skoða villtan fjárstofn. Hefði líka verið hægt að plata einhverja ferðamenn til að koma og sjá eina villta íslenska fjárstofninn sem hefur plummað sig. Talað um að þarna hafi bara verið hrútar en hvernig má það nú vera? Verðugt rannsóknarefni

Vona að fólkið sjái af sér og fari með féð aftur til síns heima. Skil ekki hvað féð getur gert af sér annað en að fegra náttúruna þarna og er það hið besta mál.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.10.2009 kl. 23:42

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég hugsaði þetta sama, þegar ég hlustaði á kvöldfréttirnar.  Best fannst mér tilvitnunin í lögin:  "Lög segja að fé eigi að hafa á húsum" eða hvað var nú sagt.  Ég er alveg viss um að lögin ná ekki til villifjár.  Þau gera er ráð fyrir villifé.  Þessi aðgerð er svo furðuleg og lýsir í mínum huga algjöru skilningsleysi á mikilvægi þessara kinda.  Þær hefði átt að friðlýsa frekar en að drepa.  Læra menn aldrei.

Marinó G. Njálsson, 29.10.2009 kl. 00:01

4 identicon

Hvað geiturnar? Hugsar enginn um geiturnar.

Villi geit (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 00:02

5 identicon

Ég sé ekki svo vel fyrir hornunum, sem líka eru fyrir tölvunni, og ég næ ekki í púkann með klaufunum (og svo er ég orðblindur og siðblindur þar að auki), en þetta átti að vera: Hvað með geiturnar? Hugsar enginn um geiturnar?

Villi geit (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 00:05

6 identicon

Sammála. Hvað með hreindýrin? Er ekki voða mikill sóðaskapur að hafa þau svona upp um öll öræfi?

Maria Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 00:09

7 identicon

Og ég vil líka láta friða hreindýrin. Bönnum þessar "ógeðslegu" hreindýraveiðar ! Þau hafa verið miklu lengur en þessar kindur í óbyggðum íslands. Friðum þau ! 

En er dýralæknirinn ekki bara að vísa í lög sem henni er gert að fylgja alveg eins og þú á þingi eða ?  Alger óþarfi að ráðast á hana persónulega, en það er kannski orðin lenskan á þingi. Allir að verða vitlausir allstaðar og þá skal níða þann sem hendi er næst !

Lísa (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 00:14

8 identicon

Heill og sæll Þór; sem og þið önnur, hér á síðu !

Tek undir; hvert orða þinna Þór, sem og ykkar hinna.

Skömm ein, að þessum andskotans vinnubrögðum, gott fólk.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 01:08

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála.

þetta er skortur 'a virðingu fyrir l'ifinu:

Sigurður Þórðarson, 29.10.2009 kl. 07:39

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Var í sveitastjórn í Tálknafirði þegar fyrst var gefin út tilskipun um að féð yrði drepið með þeim ráðum sem til væru tæk.

Þyrlan tók þátt í aðgerðum og skyttur reyndu hvað þeir gátu að skjóta úr henni bráðina.

Kerfisfólkið var gersamlega handvisst í sinni sök, að þar væru riðurollur og smitberar.

Það var auðvitað tómt bull og vitleysa ekkert fannst í heilum þeirra sem sendir voru suður í mjög vönduðum umbúnaði.

Þetta er enn eitt dæmið um Kerfis,,karla-kerlinga " uptopíu hugsun.  Raunveruleikinn tekinn út fyrir sviga og ,,égvildibaraaðþettaværisvona" kemur í staðin. 

Flestir Kommar og Kratar sem svona haga sér.

Kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.10.2009 kl. 10:20

11 identicon

Fáránlegt mál.. það hefði verið mjög fróðlegt að fylgjast með þróun þessa stofns.. sem mér skilst að hafi haft lengri lappir og annað...
Það á að sekta þessa menn fyrir illa meðferð á dýrum

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 11:24

12 Smámynd: Ár & síð

Það eru undarlegar reglugerðir sem þarna er vísað til, einhvers konar ofsahræðsla við fé án hirðis. Þekkjum við það ekki úr annarri umræðu líka?

Það er svo fyndinn punktur hjá miðbæjaríhaldsmanni að halda því fram að kommar og kratar vilji drepa lausagöngufé en þá væntanlega sjallar og frammarar hlífa því. Menn eru fljótir í flokkspólitískar skotgrafir.
Mér sýnist reyndar Guðni Ágústsson hafa undirritað nýjustu reglugerðina um bann við lausagöngu fjár um aldamótin en þá voru framsóknarmenn í stjórn - með sjálfstæðismönnum.  Það er gaman að svona kýrskýrri röksemdafærslu!
Matthías

Ár & síð, 29.10.2009 kl. 11:57

13 Smámynd: Kristinn Pétursson

Aðalspurning dagsins er: Hverjir  eru mestu sauðirnir??

Kristinn Pétursson, 29.10.2009 kl. 12:18

14 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ár & síð misskilur það sem hann langar til, það virðist auðsætt.

Það sem íhaldið vildi koma að var einfaldlega það, að Kerfisþjónar eru oftar en ekki Kratar og Kommar.  Sérstaklega þeir sem eru að framfylgja einhverju sem er gersamlega útí hött, bara af því að það stendur þarna í bókunum eftir TÚLKUN þeirra.

ÞEtta lið sem ég var að vitna í, voru einmitt Kratar og Kommar, semsé þeir embætismenn sem fastast sóttu smölun og útrýmingu fjárins.

Fé án hirðis er aftur á móti skemmtilegast fyrir þann kost að geta orðið að ,,bráð" bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu orðsins.

Til að mynda eru hirtir á heiðum eystra fé á n hirðis.  Það er vinsælt að kaupa leyfi til veiða á þeim.  Þannig verða þau ,,bráð" í eiginlegri merkingu orðsins.

mbk.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 29.10.2009 kl. 13:00

15 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Hverju orði sannara Þór. Gott að eiga þingmann sem sér vitleysuna með húmorískum augum. Eina leiðin til að fyrirgefa vestfirðingum þetta framtak er að þeir skjóti skjólshúsi yfir féð en skjóti það ekki. Sé það ekki húsum hæft verði það flutt aftur í fjallið.

Bkv Sigurður

Sigurður Ingólfsson, 29.10.2009 kl. 13:12

16 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Góð tilvitnun um "Geirfuglinn" - kannski það sé rétt hjá Dorrit: "Íslendingar eru stórustu kjánar alheimsins...!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 29.10.2009 kl. 13:31

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er ekki séríslenskur sauðfjárstofn.  Það er ofmælt.

Það er bara til einn íslenskur sauðfjárstofn í rauninni.

Það má örugglega finna á nokkrumstöðum á landinu fé með slíka byggingu eins og um er rætt að sé á Tálknafénu.

Sá myndir af því.  Ósköp venjulegar rollur sýndist mér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2009 kl. 13:39

18 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Í lögum um verndun villtra dýra, númer 64:1994 segir:

 

6. grein. Villt dýr, þar með talin þau sem koma reglulega eða kunna að berast til landsins, eru friðuð nema annað sé tekið fram í lögum þessum…….Ávallt skal gæta fyllstu varkárni og nærgætni gagnvart villtum dýrum og lífsvæðum þeirra og forðast óþarfa truflun. Við skipulag og landnotkun skal tekið tillit til villtra dýra og lífsvæða þeirra….

 

Það er á ábyrgð umhverfisráðherra að framfylgja þessum lögum. Getur verið að kerlan hafi öðrum verkefnum að sinna, en verndun villifjár á Vestfjörðum ? Getur verið að hún telji mikilvægara, að tefja lagningu Suð-vestur-línunnar til Suðurnesja ?

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.10.2009 kl. 15:16

19 identicon

Rólegur Loftur.....Þú ert nú farinn að tala fyrir morðum á forystusauðum þjóðarinnar , ættir að hafa þig hægan þegar kemur að rollutali.

Arnar Helgi Adalsteinsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 15:21

20 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Arnar, láttu ekki spunameistara Sossanna villa um fyrir þér !

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.10.2009 kl. 15:25

21 Smámynd: Páll Höskuldsson

Sæl Þór ! ég sá skopmynd af þér í mogganum um daginn þar sem þú varst gerður að aðal hrekkjusvíninu í skóla. Við vitum báðir að það var ég sem var aðal hrekkjusvínið í bekknum. Bara svo því sé haldið til haga.

 Þinn gamli skólabróðir Palli.

Páll Höskuldsson, 29.10.2009 kl. 16:08

22 identicon

Ef menn höfðu svona miklar áhyggjur af svelti þessara dýra.. hvers vegna henda menn þá ekki fóðri í þær..
Í stað þess að vera að sóa milljónum í að sveima um á þyrlum.. kallandi út mannskap sem hæglega hefði getað misst lífið með sauðunum...
Enn eitt dæmi um fáránleika og púra heimsku og illa meðferð á dýrum.

Stundum telur maður að betra væri að hafa rollur í helstu embættum.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:46

23 identicon

Það er ótrúleg fáfræði í gangi á þessu bloggi. Sérstakur villtur stofn, algjör vitleysa ,þetta er bara gamli Vestfirski stofninn sen er til á ýmsum bæjum á Vestfjörðum enn, svo hefur blandast í þetta fé af og til.  Eru þá kindurnar sem hafa gengið úti af og til í Barðanum sér stofn, kannski ærin mín sem gekk úti einn vetur hafi þá verið orðin af þessum villta stofni. Ég held að þingmenn og aðrir sem vilja láta taka sig alvarlega ættu að kynna sér málin áður en riðið er fram á ritvöllinn með fáfræði og heimsku eina að vopni.

Torfi Bergsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:37

24 identicon

Torfi hatar dýr.. hann ríður fram á ritvöllinn og bullar út í eitt.... með skjöld fáfræði og lyklaborð heimsku.

Þessi stofn er búinn að vera þarna í 60 ár... hann er villtur og hann á að vera frjáls.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:04

25 identicon

Thór...haettu ad rugla um thessar rollur.  Byrjadu á thví ad tala um eitthvad sem skiptir raunverulegu máli.  Byrjadu á thví ad berjast gegn gerspilltu kvótakerfi.

Gerir thú thér ekki grein fyrir hve stórt mál kvótakerfid er?  Thjódin tharf ad losna vid thetta spillingarkerfi strax.

Geturdu ekki stofnad áhugasamtök thingmanna gegn kvótakerfinu?

Eda er LÍÚ búid ad múta öllum thingmönnum? 

Goggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:07

26 identicon

Já þetta er svakalegt og lýsir vel , algjörlega, alveg stjórnsýslu afætunum á Islandi

Styrkár (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:14

27 identicon

Bullið hérna sem getur komið uppúr ykkur, fullorðnufólki er til skammar.

Byrjum á því... Sauðfé er fyrir það fyrsta húsdýr,,, þau fara uppí fjöll á sumrin og koma aftur niður þegar kólnar.

Og þið eruð að tala um líf þeirra,,, í hópnum voru meðal annars fé sem voru margbrotin og bein farin að vaxa útur fótum þeirra,, það er auðséð að það er að þjást og hví ekki ekki að losa um sársaukan ?

Villtar manneskjur ?.. Þið hafið greinilega ekki kynnt ykkur málið en þá voru smalarnir beðnir um þetta.  Það væri villimennska ef þeir hefðu vaðið í þetta óbeðnir með rifflana og skotið dýrin niður.

Menn lögðu líf sitt í hættu til þess að ná fénu, hvað er það annað en hetjuskapur ?

Það eru til lög um þetta, vinsamlegast kynnið ykkur þau.

... (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:50

28 identicon

Menn lögðu sig í hættu til að drepa saklaus villt dýr.. er það hetjuskapur eða eitthvað allt annað... sorglegir þessir menn.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:53

29 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt hjá IP-tala skráð, að til eru lög um verndun villtra dýra og eru þau númer 64:1994, þar segir:

 

6. grein. Villt dýr, þar með talin þau sem koma reglulega eða kunna að berast til landsins, eru friðuð nema annað sé tekið fram í lögum þessum…….Ávallt skal gæta fyllstu varkárni og nærgætni gagnvart villtum dýrum og lífsvæðum þeirra og forðast óþarfa truflun. Við skipulag og landnotkun skal tekið tillit til villtra dýra og lífsvæða þeirra….

 Þetta birti ég nokkrum athugasemdum ofar, en til er fólk sem er bæði sjónlaust og heyrnarlaust og því votta ég samúð mína.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.10.2009 kl. 19:56

30 identicon

Þegar talað hefur verið um móðursýki í bloggheimum, hef ég aldrei fattað hvað meint er. Fyrr en nú.

Villifé í vestfirskum öræfum er ekki rómantík, eins og ástandið á fénu sýnir best. Flest hrútar, hópurinn að deyja út, aðstæður murka úr því lífið. Og hér láta bloggarar eins og þetta sé geirfuglinn sjálfur. Kommon, einbeitum okkur að alvöru málum. Beinum reiðinni þangað sem hún kemur að gagni.

Erla (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:17

31 identicon

Ég tel að erla,styrkár, iptala skráð.. sé allt sama manneskjan.. einhver sem ber enga virðungu fyrir dýrum og frelsi þeirra.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:28

32 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fréttir á RUV:

Ásgeir Jónsson, formaður fjallskilanefndar á Tálknafirði býður sig fram til að gæta villifjárins í fjallgarðinum milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, svo ekki þurfi að útrýma því. Hann segir næga beit í fjallgarðinum og gott skjól.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.10.2009 kl. 20:37

33 identicon

Nú er bara að vona að gripið verði inn í þetta mál áður en slátrun fer fram.. nógur skaði er nú þegar.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:21

34 identicon

Þið ættuð að  "ættleiða " þetta fé   eins og gert er Ameríku. Hljótið að vilja borga honum Ásgeiri fyrir að vilja líta til með fénu fyrir ykkur ? MIg langar að ættleiða hreindýr en þá má heldur ekki skjóta það !

Lísa (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:27

35 Smámynd: Kommentarinn

"Það eru til lög um þetta, vinsamlegast kynnið ykkur þau"

Það er eitt sem Íslendingar geta ekki skilið en það er að þó að það séu til lög um eitthvað þá er ekki endilega réttast að eftir þeim sé farið. Við eigum heilan haug af handónýtum lögum. Þau hafa verið samin með ákveðinn tilgang en hafa svo allskonar hliðarverkanir sem ekki var hugsað útí.

Ótrúleg þessi afskiptasemi okkar líka. Þó að féð hafi ekki beint lifað í vellystingum þarna þá er það engið ástæða til að slátra því. Ekki erum við að skjóta ísbirni af því að þeim gengur illa að spjara sig þegar heimkynni þeirra eru að bráðna. Jú OK lélegt dæmi.

En með þessum rökum gætum við réttlætt að kveikja í skógi því honum gengur illa að spjara sig gegn skógarhöggi.

Kommentarinn, 29.10.2009 kl. 23:54

36 identicon

Inná reikning hvers fóru svo afurðirnar ? Björgunarsveitarinnar?

Magga (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 20:36

37 Smámynd: Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson

Þið eruð nú meiri búðinganir.Þetta eru rollur.'Islendingar éta rollur.Punktur

Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson, 30.10.2009 kl. 22:10

38 Smámynd: Ljótikallinn

Þetta er dæmalaus vitleysa í gangi hér með þessar skepnur, að gættri virðingu fyrir síðumanni. 

Þetta fé er ekkert sérstakara en annað.  Hér er á ferðinni fjárhópur sem rekur ættir sínar til fjárstofns í eigu hobbýbænda vestur á fjörðum sem ekki náðu öllu fé sínu á hús.  Er það helst sökum þess hve illfært er um Tálknann og eða þess hversu illa færir þeir sjálfir hafa verið til gangs.  Fé þetta hefur komið alveg inn á Tálknafjörð svo og inn hlíðar Patreksfjarðar þegar svo ber undir - hefði mátt ná þeim einni og einni í senn með "ærnum" tilkostnaði. 

Einhver vitnar í lög um villt spendýr.  Góð hugusn en skömm engu að síður.  Þeim sem skepnur halda skulu gera það svo að þeir hafi í þær veturlangt, en láta einskis ófreystað að fella þær ef þær eru í sjálfheldu annars.  Reglur um skepnuhald sem og reglugerðir af þeim leiddar, tilskipanir dýralækna sem og relgur um fjallskil.  Allt ber að sama brunni þar.

Persónuleg skoðun mín skiptir svo sem minnstu í þessu.  Mér finnst bara gaman að hugsa til þess að fáeinar rollur þurfi ekki að lúta stjórn bænda sínkt og heilagt og hefði viljað þeim vel þar sem þær voru. 

En sérstakar eru þær ekki, tví- og þríreifaðar hver undan annarri.

Það er steinkast úr glærunni að ráðast á yfirvöld sem fara að boði laga og dýralæknis og ekki síst ráðherra um það hvaða daga skal telja þessum skepnum.  Það er hægur vandi sunnan af tanga og austan af héraði.

Góðar stundir.

Ljótikallinn, 30.10.2009 kl. 23:25

39 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ljótikallinn er réttnefni á þeim sem skrifar undir því dulnefni. Þarna skortir alla mannúð, allan skilning á náttúrunni og allt vit á möguleikum í ferðaþjónustu.

 

Upphafleg heimkynni sauðfjár eru talin vera í fjöllum Kákasus. Þar og víðar finnst villt fé sem nefnt er Mufflon-fé og talið vera nærri hinu upphaflega saufé að útliti og eiginleikum. Það kann einhverjum að finnast það undarleg tilviljun, að Mufflon-fé er hávaxið (herðakambur um 90cm) eins og féð á Tálkna.

 

Menn ættu að hafa í huga, að Íslendska sauðkindin er ekki raunverulegt húsdýr. Hún er höfð allt sumarið úti í villtri náttúrunni og hún getur lifað af harða Íslendska vetur, eins og féð á Tálkna hefur sannað. Sá verknaður að drepa þetta fé, er í engu skárri en að drepa önnur villt dýr í útrýmingarhættu.

 

Þótt sauðféð á Tálkna eigi uppruna sinn til fjár sem haft var á húsum, breytir það engu um þá staðreynd að þetta er villtara en venjulegt fé. Það hefur notið frelsis í margar kynslóðir og samkvæmt lýsingum þróað sérstaka eiginleika, sem auðvelda því að lifa af harða vetur. Annars er ekki víst að vetur á Tálkna séu fénu svo mjög erfiðir. Getur ekki verið að þarna í hlíðunum séu svæði sem eru frekur snjólétt ?

 

Ég vil minna á, að þeir sem gengið hafa í að útrýma þessu fé hafa til þess enga heimild. Þeir eru sannanlega ekki eigendur þess í neinum skilningi. Þar sem um málið er mikill ágreiningur í landinu hljóta ákvarðanir að koma fyrir rétt yfirvöld. Almenningur spyr hvað tefur umhverfisráðherra Svandísi Svavarsdóttur, sem venjulega er með kjaftinn opinn. 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.10.2009 kl. 00:24

40 Smámynd: Ljótikallinn

Þú ert vænn  maður Loftur, ekki spurning, og gengur líkast til gott eitt til.  Þú hefur hins vegar ekki umburðarlyndi gagnvart mér, Ljótakalli nafnlausum - dulnefningi og réttnefndum. 

Kannski er ég lítil sæt stelpa sem sel merki fyrir WWF um helgar - í sjálfboðavinnu? 

Ég, Ljótikallinn, dulnefningur og allt það ...

veit hins vegar býsna margt um sauðfé (eins og allt annað) og - tja ýmislegt um féð þarna og staðhættina vesturfrá.  Það er fásinna að ætla að þetta sé eitthvað annað en dilkar á fæti.  En að sjálfsögðu eiga þeir sinn tilverurétt og virðing skilið eins og náttúran gjörvöll. 

Smá athugasemd:  Nú stendur yfir átak í útrýmingu minks.  Svandís umhverfis???

Minkurinn:  Búrdýr sem smaug úr greipum manns:  Þar fer um margt merkilegri skepna en sauðkind úrkynjuð á Tálkna, svelt og veðruð.  Staðhættir þarna eru þannig að snjólétt er annað hvort norðan- eða sunnanmegin eftir því hver áttin er ríkjandi yfir vetur.  Það segir sig sjálft.  Snarbratt og ekkert undirlendi (ég hef gengið þessa hlíð oftar en einu sinni).  Hver er þess umkominn að dæma skepnu til útivistar og hordauða (aföll eru án efa) þegar uppruninn er sá sem hér um ræðir. Um þessar skepnur gilda lög sem og um þá sem hafa þær haldið og teljast málinu tengdir. Svandís Svavarsdóttir á því miður ekki aðild þar að (kannski verr og miður).

Varðandi sérstofn - sauðfé á vestfjörðum er á einhverjum bæjum háfættara en meðalærin á landsvísu - það þarf ekki útivist veturlangt á Tálkna til að þróa það. 

Eins og ég sagði - best væri að einhver sæi aumur á þessum skepnum og þyrmdi.  Hins vegar skulu í landinu ein lög en ekki sér eftir hverjum landshlutanum og sýn á málin þann daginn.  Þegar þyrnir í auga kemur stjórnvaldinu til þá er hlaupið upp til handa og fóta til að sverta hann fyrir eitthvað sem boðað er en ekki vinsælt. 

Ég var eins og svo margir aðrir barn í sveit - fannst alveg út fyrir allt velsæmi að fara með afrakstur vorsins, lömbin litlu, í ... sláturhús.  Gat ekki skilið af hverju mannvonskan var slík að skepnur skyldu nauðugar reknar mannfólki til átu.  

Ljótikallinn, 31.10.2009 kl. 02:09

41 identicon

Að lesa þessi skrif hérna fyrir ofan er besta skemmtun :) atvinnulausir tölvunördar sem fá kikk út úr því að æsa upp og gera leiðindi úr svo einföldu máli sem þessu. Talið við mig þegar þið eruð bændur hérna á þessu svæði og hafið þetta fyrir ykkar atvinnu að búa með sauðfé og þurfa að smala þarna ykkar fé. Við lendum í þessu á hverju haust að fá útigangsfé í leitum og ef enginn gerir tilkall til þess fer það í slátur, svo einfalt er það. Við sauðfjárbændur höfum aldrei þurft að fá leiðbeiningar hvernig við eigum að smala eða hvort við meigum smala. Ef er kind einhversstaðar þá er henni smalað til að gá að eiganda hennar. Ef kindur eru í hættu og eða klettum og við sem lifum hér og höfum þetta fyrir atvinnu og teljum að kindin sé í hættu og við komumst ekki til að ná henni þá er henni fargað á mannúðlegann hátt. Þetta orð mannúðlegt er ógeðfellt orð þegar er talað um að deyða dýr en stundum þarf bara að skjóta kindur því bændur telja það sóma sínum samkvæmt ekki forsvaranlegt að eiga fé á útigangi þar sem er hætta á ferðum. Tálkninn er ekki góður staður fyrir útigangsfé ég veit það því ég hef farið þarna að vetralagi að gá að fé, síðast núna í janúar. Þetta sérstaka kyn er ekkert svo sérstakt !!! nema þá að okkar kindur séu svona sérstakar hehe en þær hafa blandast þessu fé gegnum árin vegna þess að enginn hefur smalað tálknann í mörg ár. Í vetur þegar við fórum að smala þá náðum við 5 kindum og 3 voru markaðar og merktar.Ein þeirra hafði verið þarna í 3 ár og hún hlýtur að hafa átt lömb á þessum tíma.....hvar eru þau??????  Núna náðust 19 í þessari atrennu en vikunni áður náðust 8 kindur allar merktar. Þessi (stofn) er ekkert að deyja út, sjálfur á ég kind undan tálknahrút síðan 2003. En þá heimti ég lambgimbur vetratíma þarna fyrir norðan og hún bar um vorið þessari gimbur. Er hún þá Villikind ????

hættið að tala um þetta og hugsið um eigin mál :)  Þór þú hlýtur að hafa nóg að gera á alþingi annað en að hugsa um smalamennskur vestur á fjörðum. Reyndu frekar að berjast fyrir bættum kjörum bænda. Það sannaði sig þegar kreppan kom hversu mikils virði er að hafa innlendann landbúnað til að spara gjaldeyri.

Takk fyrir góða skemmtun Ásgeir Sveinsson Tálknasmali ;-)

Ásgeir Sveinsson (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 10:39

42 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Haha mouflon fé.  Já já við skulum bara snúa þróuninni við þarna vestur á Tálkna og láta ísl. kindin þróast yfir í mouflon fé.  Það sem mönnum dettur í hug þessu viðvíkjandi.  Bara ótrúlegt hugmyndaflug.

Smá fróðleikur varðandi efnið.

Íslenska sauðkindin er í stuttu máli af svokölluðu stuttrófukyni sem kemur fra N-löndum, bretlandseyjum og eystarsaltslöndum.

Hér geta menn litið ýmis afbrigði:

http://en.wikipedia.org/wiki/Northern_European_short-tailed_sheep

Fletta niður og skoða ímis afbrigði, td. Soya afbrigðið og Norður Ronaldseyjar afbrigðið á Orkneyjum.

Svo geta menn skoðað íslensku kindina.  Að vísu ljót mynd af henni þarna.

Kindurnar í tálkna voru ekki "sérstakur stofn" eða "villifé" eða hvað menn vilja kalla það.  Marg búið að skýra út fyrir mönnum. 

Ef menn hafa á huga á slíku væri miklu nær að spekúlera í íslenska forystufénu.  Það er enn til.  Það hafði og hefur sérstaka eiginleika, veðurglöggar, kjarkmiklar og framsæknar.  Mikil hlunnindi þóttu fyrr átíð að eiga góða forystu á.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.10.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband