22.10.2009 | 23:05
ICESAVE, enn og aftur.
Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur nú komið með Icesave málið aftur inn í þingið eftir að hafa tekið löggjöf Alþingis og spurt Breta og Hollendinga auðmjúklega hvort þeir væru sammála. Þar sem svo var ekki voru þeir spurðir hvernig íslensk löggjöf ætti að vera og svarið kom til umræðu á Alþingi í dag.
Ríkisstjórnin upphóf mikinn blekkingarleik um hvað þessi nýji samningur væri í raun góður og að Bretar og Hollendingar hefðu nú betrumbætt íslenska löggjöf svo um munaði. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagslegu fyrirvararnir sem áttu að tryggja öryggi í afkomu íslendinga kæmi til niðursveiflu í hagkerfinu eru farnir út. Nú skulu íslendingar borga alla upphæðina þar sem samningurinn er framlengdur út í hið óendanlega og ekkert þak er á vaxtagreiðslum, sama hvernig árar í íslensku efnahagslífi. Íslendingar hafa verið seldir á uppboði til stuðnings ESB og AGS með stuðningi sinnar eigin ríkisstjórnar.
Þetta er skammarlegur dagur og fordæmalaus í lýðveldissögunni. Skyldu þingmenn ríkisstjórnarflokkana virkilega halda að þeir hafi verið kosnir til að gera þetta. En það skiptir þá kannski ekki máli. Velferð þjóðarinnar er bara skiptimynt fyrir völd og þann hégóma sem valdinu fylgir.
Dagurinn hófst hins vegar á s.k. "óundirbúnum fyrirspurnartíma" til ráðherra þar sem Birgitta spurði dóms- og mannréttindamálaráðherra (sem reyndar er rangnefni í tilfelli núverandi ráðherra) um með hvaða hætti hún hefði beitt sér vegna þeirra fjögurra hælisleitenda sem henni var svo annt um að reka úr landi. Svarið var alveg ömurlegt og í takt við gjörninginn þar sem fyrirbærið "löglegt" var óspart notað sem skjól. Það er nákvæmlega svona sem dauðarefsingarsinnar í U.S.A. tala og nákvæmlega svona sem margir frægustu mannhatarar sögunnar hafa talað. "Ég var bara að fylgja lögum." Oj barasta. En hér eru samskipti Birgittu og Rögnu dómsmálaráðherra sem hefur á þremur vikum eyðilagt það sem ný endurskírt ráðuneyti hennar á að standa fyrir.
Svo kom Icesave umræðan og sá farsi sem þinghaldið er í raun orðið þegar augljóst er að umræðan er bara til málamynda vegna þess að blind fylgisspekt stjórnarliða við leiðtoga sína hefur gelt Alþingi sem alvöru löggjafarvald. Ég, Margrét og Birgitta töluðum um þetta mál á svolítið annan máta en fjórflokkurinn, eða í dag má kannski tala um þríflokkinn því Framsóknarmenn voru líka háfleygir og raunsæir í málflutningi sínum. Hvað um það hér eru ræðurnar:
Við eigum sennilega eftir að rekast á Icesave drauginn aftur og aftur næstu vikurnar og mun ég dyggilega skýra frá gangi mála og afstöðu þingmanna til málsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Athugasemdir
Við höfum engan áhuga á þessu rugli lengur Þór. Drífið þetta af og farið að sinna lagasetningu sem er ykkar starf. Og ekki gleyma að við höfum auga með ykkur. Ekki meiri barnaskap eins og í morgun plís.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2009 kl. 23:57
Það býr eitthvað meira að baki þessum látum að þóknast AGS? Þetta hlýtur að vera díllinn: að komast fljótt inn í ESB. Og flýtirinn er líklega vegna þess að nú, þegar byrjað er að krafla í yfirborðið á skömminni hér og spillingunni allri, á líklega eftir að koma í ljós að:
- verðtryggingin stenst ekki ees-lög;
- innheimtuaðgerðir lánastofnana standast ekki mannréttindalög;
- ef málaferli komast nógu langt í dómskerfinu áður en við göngum í ESB,
Þið eruð ljósið í myrkrinu þarna á glæpamannasamkundunni. Við stöndum þétt að baki ykkur!þá eru ráðamenn persónulega ábyrgir fyrir þessum mannréttindabrotum öllum. Þeir eru að flýja í skjól !
Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 06:28
Það er alltaf hughreystandi að hlusta á þig þessa dagana en ertu eitthvað betri en Steingrímur Joð. sem skipti um allar skoðanir á einum klukkutíma nú í vor?
Björn Heiðdal, 23.10.2009 kl. 08:26
"Blind fylgispekt stjórnarliða,"segirðu. Þetta er sama heilkennið og háði Stjálfstæðis og Framsókn í 16 ár og afleiðingarnar munu verða í samræmi við það. Ögmundur er við það að gefast upp og Guðfríður Lilja líka. Einna helst að það séu töggur í Lilju Mósesdóttur.
Hrímfaxi (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 08:35
Hlustaði á ræðu þína og verð að segja að ég var þér hjartnalega sammála í meginatriðum. Það er alveg ótrúlegt hvað ríkisstjórnin er tilbúin til að gera til að halda í völdin sín og hugsanlega aðallega að halda xD frá völdum. Ekki að ég vilji endilega xD í valdarstöður en það að fórna öllu til að svo verði ekki er að mínu mati ekki ásættanlegt.
Það er í raun alveg ótrúlegt að kalla þetta sama samning og Alþingi afgreiddi í lok sumars frá sér. Það er nokkuð ljóst að vextir "lánssins" mun alltaf vera það versta við samninginn(jæja ásamt allri þeirri áhættu sem Íslendingum er gert einhliða að taka) og það er mjög dapurt því að þurfa að borga vextina í hvert sinn þegar við höfum einfaldlega ekki efni til. Hérna tala ég nú ekki um það traust sem Bretar og Hollendingar setja á dómskerfi Íslands en okkur er gert að setja fullt traust á dómskerfi Breta. Þetta mál er í raun með ólíkindum.
Anyway ég varð líka mjög sormæddur að hlusta á Þráinn Bertelsson og vona ég nú að Alþingi geti slegið í hann hug til að falla ekki á hné fyrir framan kvalara okkar og frekar berjast gegn þessum samning ef samning á að kalla. Svo virðist sem flestir sem ég hef vonað svo innilega að hafi smá dug í sér virðist vera í þrot komin svo ætli bévítans asnar ríkisstjórnarinnar sem þora ekki einu sinni að svara mjög góðu andsvari Péturs Blöndals vinni ekki í sinni leið til að sleikja upp Ísland. Það verður sorglegt þegar þjóðin loksins segir xS í þjóðaratkvæðagreiðslu að við viljum ekkert með ESB gera eftir að borga þennan dýra miða.
Gunnar T. (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 11:03
til að sleikja upp ESB* átti þetta nú að vera, afsakið
Gunnar T. (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 11:04
Það sem er að gera mig gráhærða....er að þessi hirðfífl á þinginu eru að komast upp með þessa nauðgun á heilli þjóð !!
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 15:30
Heyrði Þór?? Þú ferð ekki rett með þetta, ríkisstjórnin samndi við hollendinga og breta og hefur lagt samningin fyrir þingið?
Vildir þú vera í samninganefndinni ? og fékkst það ekki. Kvaðja Árni Björn
Árni Björn Guðjónsson, 23.10.2009 kl. 22:51
Ég þakka þeim sem þora enn að verja málstað Íslands á Alþingi.
---------------------------------------
Ég bendi á mína nýjustu færslu:
Losum um gjaldeyrishöftin hið snarasta!
Hér smá "preview" í formi hluta af færslunni, ásamt undirfyrirsögn:
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.10.2009 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.