Sérfræðiálit þingmanns

Þingflokkur VG býr vel að hafa innan sinna raða slíkan sérfræðing sem Lilju Mósesdóttir. Á hana er hins vegar ekki hlustað og meirihluti þingflokksins er tilbúin að selja samvisku sína og sannleikann fyrir völd til handa Samfylkingunni.  Leiðtogadýrkunin er blind og er alls staðar.

Voru þau kosin á þing til þesssa?


mbl.is Gera þarf róttæka breytingu á efnahagsáætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú ættir nú manna best að átta þig á stðunni og ég efast ekki um að þú gerir það þótt þú bloggir svona. Það mikilvægasta í íslenskri pólitík núna og næstu ár, er að halda Sjálfstæðismönnum og Framsókn frá völdum.  Auðvitað er slæmt að hægri kratarnir skuli vera svona öflugir innan Samfylkingarinnar en allt virðist komið undir hver tekur við af Jóhönnu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2009 kl. 08:39

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Lilja er mikill sérfræðingur...og er alltaf á öndverðum meiði við alla...og næstum alltaf  Gott og nauðsynlegt að hafa svona sérfræðinga eins og ykkur sem vita alltaf betur.... takk fyrir það.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.10.2009 kl. 09:19

3 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Jón og Jóhannes ættu kanski að skoða hlutina efnislega.

Lilja (og reyndar færsluhöfundur Þór Sari ) eru ekki á öndverðu meiði við gagnrýni CEPR og Joseph Stigliz á AGS og ekki á öndverður meiði við meirihluta þjóðarinnar sem hefur miklar efasemdir um veru sjóðsins hér.

Jóhannes: það breytir ekki öllu hvort það er S-F stjórn hér eða ekki,  því núverandi stjórn fer eftir þeirra forskrift hvort eð er.  

Það, að ekki er hlustað á tillögur Lilju, styrkir mjög þá trú mína að ákvarðanir séu almennt teknar til að verja mjög þrönga hagsmuni.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 22.10.2009 kl. 11:02

4 identicon

Jóhannes þetta er bara bull hjá þér. Samspillingin er síst betri en hinir fjórflokkarnir og átti sannarlega sinn þátt í hruninu.Og að fela spillinguna.

Stjórnlagaþing og ný stjórnarskrá, sem tekur á valdníðslu flokkaklíkunnar og færir valdið til fólksins, er það sem nú er brýnast. Meðal annars með þjóðaratkvæðagreiðslum og persónukjöri. Þannig að t.d. þingmenn sem eru samkvæmir sannfæringu sinni. Eins og Lilja og Ögmundur hafa sýnt. Fái að blómstra. Í þágu þjóðarinnar en ekki til að tilbiðja Mammon flokksræðissinns.

Svona fólk finnst í öllum flokkum, það er okkar þjóðarinnar að hleypa þeim að og skapa það lýðræði sem þarf til að endurreisa landið. Og skapa þann grunn fyrir heiðarlega menn og konur sem hafa hingað til ekki viljað eða getað starfað með flokka klíkunum, og sitja frekar heima. Það er fólkið sem okkur vantar í dag. Fólkið og þjóðin á að blómstra en ekki flokkaklíkurnar, sem eru sekar um að hafa beinlínis valdið hruninu.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 11:12

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Jóhannes: Ef auðvaldið fær sitt fram eftir öðrum kanölum heldur en Framsókn og Sjálfstæðis, þá er baráttan gegn þeim tilteknu flokkum ekki aðalverkefni. Nú, eins og alltaf, er aðalverkefnið baráttan gegn auðvaldinu og áhrifum þess, og þeirra gætir svo sannarlega í Samfylkingunni og Vinstri-grænum.

Vésteinn Valgarðsson, 22.10.2009 kl. 12:03

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvergi hef ég farið í vörn fyrir hægri kratana í Samfylkingunni. Hins vegar er þetta stjórnarsamstarf það besta sem til er í stöðunni. Ef einhver hefur nennt að lesa mín ýmsu komment þá vita þeir að ég er enginn aðdáandi fjórflokksins, fjarri því. En ég er líka vanur að nota bestun við úrlausn vandamála og mín sannfæring er að Steingrímur ber höfuð og herða yfir aðra stjórnmálamenn á þingi og mér finnst honum best treystandi til að gera það sem gera þarf. Verum raunsæ og viðurkennum að engin bylting varð í síðustu kosningum sem réttlætt getur róttækar breytingar, en allt sem fleytir okkur fram á við hjálpar til.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2009 kl. 13:33

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hræðilegasta stjórn sem uppi hefur verið að mínu mati kæri Jóhannes. Ég vil sjá Utanþingsstjórn.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.10.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband