Afskriftir húsnæðislána o.fl.

Tilraun ríkisstjórnarinnar til að koma Icesave hneisunni á dagskrá þingsins í dag mistókst og var málinu ýtt til baka og fær það sem kallað er eðlilega málsmeðferð, ef það er þá yfir höfuð eðlilegt að láta sér detta í hug að óska samþykktar Breta og Hollendinga á lagasetningu Alþingis.  En það eru nýir tímar á Íslandi og menn eru tilbúnir að leggjast lægra en nokkru sinni vegna ESB og ásóknar í völd.  Vesalings Íslands.

En hvað með það, í staðinn fengum við að ræða þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins um 20% niðurfellingu á skuldum heimila og fyrirtækja.  Gott mál.  Þetta er að hluta til í samræmi við stefnu Hreyfingarinnar um að færa vísitölu verðtryggðra lána aftur til janúar 2008 sem er u.þ.b. 24% m.v. september.  Verðtryggingin er ein mesta meinsemd efnahagslífsins og er við það að setja þúsundir fjölskyldna í greiðsluþrot sem skottulækningar ríkisstjórnarinnar munu ekki laga.  Skuldir fyrirtækja finnst mér hins vegar vera annað mál og ætti ekki að blanda þessu tvennu saman enda um nánast harmleik að ræða þegar fjölskylda missir heimili sitt og þarf nauðug viljug að flytja.

Það er ekkert eðlilegt við það að skuldir fólks skuli fólk skuli þurfa að greiða hærri afborganir af húsnæðislánum vegna verðhækkana á tómatsósu eða ljósperum eins og nú er þegar vertryggingin er miðuð við vísitölu neysluverðs.  Greiðslujöfnunarvísitala ríkisstjórnarinnar er sama marki brennd en hún byggir á launaþróun og atvinnustigi. Það er ekkert eðlilegt við það að skuldir og afborganir fólks skuli hækka almennt vegna þess að Jón í næsta húsi fær launahækkun eða vegna þess að Siggi í þar næsta húsi fær vinnu.  Þetta er bara áframhald á sömu vitleysunni og það er verið að blekkja fólk.

Það þarf að afskrifa húsnæðislán heimila umtalsvert og ef mönnum er svona umhugað um stóru hundrað milljón króna hallirnar þá má vera eitthvað hámark á niðurfellingunni, en aðgerðin þarf að vera almenn og ná alla leið, þ.e. ekki lenda á Íbúðalánasjóði eða ríkinu heldur á skuldareigendunum þ.e. þeim sem eiga útgefin skuldabréf Íbúðalánasjóðs.  Það er bara eðlilegt og sanngjarnt að fjármagnseigendur taki þátt í þeim skelli sem heimilin hafa orðið fyrir.  Vitað er að það er AGS sem stendur hér í veginum og ríkisstjórnin þorir ekki að stadda í lappirnar gegn þeim.  Skyldu þingmenn VG nokkru sinni hafa reiknað með því að söðla svona algjörlega um og að þeir myndu styðja stefnu AGS gegn almenningi í landinu.  Isss.... erðanú. VG hvar er nú baráttuandinn, hugsjónirnar og samviskan?

Jæja, tók smá þátt í umræðunni, hér er það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þór, það má einnig bend á það að smábátaeigendur hafa þegar fengið leiðréttingu á höfuðstól erlendra lána. Hvaðan kom sú heimild.

http://www.smabatar.is/2009/07/stjorn-ls-milljara-eftirgjof-s.shtml

Haraldur Haraldsson, 20.10.2009 kl. 23:48

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Nákvæmlega Haraldur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.10.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ég bendi ykkur á að kíkja á þess frétt. Þarna kemur bókfært tap inn í bankanna á meðan að bókfærður hagnaður er af íbúðarlánasafni bankanna eingögnu vegna veikingu krónunnar og hærri vísitölu. Þarna hagnast bankarnir á heimilum í landinu en tapa á svona gaurum (sjá link).

http://www.visir.is/article/20091020/VIDSKIPTI06/197653060/-1

Haraldur Haraldsson, 20.10.2009 kl. 23:54

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Aðalfókusinn, á bakvið 20% leiðina, er endurreisn hagkerfisins.

Þ.e. ástæðan fyrir því, að vilja slá af lánum fyrirtækja og einstaklinga í senn.

Aðal-atriðið, sé að snúa samdráttarspíal hagkerfisins við.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.10.2009 kl. 01:40

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Helv....verðtryggingin má fara fjandans til. - meinsemd

Gísli Foster Hjartarson, 21.10.2009 kl. 09:09

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Inngangur þessarar færslu er bara snilld:

... ef það er þá yfir höfuð eðlilegt að láta sér detta í hug að óska samþykktar Breta og Hollendinga á lagasetningu Alþingis.

... og menn eru tilbúnir að leggjast lægra en nokkru sinni vegna ESB og ásóknar í völd.

Ef það á að vera verðtrygging til framtíðar ætti hún að taka mið af vísitölu húsnæðiskostnaðar. Það myndi skapa bæði ró og öryggi. En að nota vísitölu sem mælir breytingar á neysluverði (tómatsósu og ljósaperum) til að tryggja lán til fjárfestingar, getur aldrei orðið annað en endalaus vítahringur.

Haraldur Hansson, 21.10.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband