Auðlindirnar og Samfylkingin

Samfylkingin er nú búin að stimpla sig inn sem aðal auðlindasali landsins og krefst þess að náttúruauðlindir þjóðarinnar verði afhentar erlendum bröskurum á silfurfati.  Ekki er gott að segja hvað fólki gengur til sem hugsar svona en það er alla vega víst að hagsmunir lands og þjóðar eru þeim ekki ofarlega í huga.  Eins og sagði í undirtitli Draumalandsins,  "Hvað áttu þegar þú hefur selt allt."
mbl.is Segir óraunhæft að ríkið kaupi hlut í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Er óheiðarlegu fólki treystandi til að segja satt? 

Björn Heiðdal, 27.8.2009 kl. 09:25

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Frekar vildi ég nú að ríkið eyddi 18 milljörðum í HS Orku, heldur en IceSave.

Sigríður Jósefsdóttir, 27.8.2009 kl. 09:28

3 identicon

Já hvar er nú samfélags-hugsjónin?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:32

4 identicon

Þetta verður að stöðva með öllu tiltækum ráðum! Upplýsa almenning hvað sé virkilega að gerast bak við tjöldin.

Magma á sér klárlega innanbúðarmenn á Íslandi sem er varhugarvert fyrir land og þjóð!

Sorglegt að lesa bloggið hjá Birni Bjarnasyni þar sem hann lofsyngur Magma.

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:41

5 identicon

Samfylkingin verður að fara frá hið fyrsta.

Þjóðarhagur er í veði. Núna sést það hverjir það eru sem standa upp fyrir almannahag. Núna sést hverjir það eru - Samfylingarmenn - sem slá skjaldborg  (áfram) um óreiðu- og vanskilamenn.

Kanadamaðurinn í Magna Energy er óreiðumaður og er stórhættulegur.

Vandamálið við umsögn Skúli Helgasonar er að hann gerri sér ekki grein fyrir því að komi þetta arðránsfyrirbæri Magma Energy inn á markaðinn hér verður ekki aftur snúið. En pilturinn hefur ekki það sem þarf til að átta sig á því.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:44

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu er þetta nú alveg rétt? Eru það ekki Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn sem eru að selja hlut Orkuveitunar í HS ORKU? Gott ef að Þór Saari finnst lítið mál að skaffa 12 milljarða til að kaupa þennan hlut aftur til Ríkisins. Það verður gaman að vita hvar hann ætlar að finna þennan pening.

Það er nokkuð ljóst að það verður erfitt að fá hingað erlenda fjárfesta ef að þeir mega ekki fjárfesta í neinu hér. T.d. Hvað ef einhver vill kaupa Eimskip? Rís þá ekki upp kór um að það megi ekki útlendingar eiga skipafélagið okkar? En við erum til í að leyfa íslenskum glæpamönnum að kaupa það og setja á hausinn.

Í hverju ætlum við þá að leyfa erlendum fjárfestu að fjárfesta. Þeir mega ekki fjárfesta í sjávarútvegi nema lítið og takmarkað, landbúnaði nema lítið og menn vilja takmarka það enn meira. Og þá er nærri eina sem er eftir eru verslun og þjónusta.

Það er nú t.d. búið að tryggja það í lögum að orkuauðlyndir má ekki selja heldur aðeins nýtingarréttinn í ákveðinn tíma. Alveg eins og með álverin þau hafa samning um að nýta orkuna t.d. úr Kárahnúkum í hvað um 30 eða 40 ár. Er það ekki að selja nýtingarréttinn líka!

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.8.2009 kl. 09:46

7 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Samfylkingin er í minnihluta bæði í Reykjavík og Reykjanesbæ. 

Sjálfstæðisflokkur með meirihluta í Reykjanesbæ en í samstarfi við Framsóknarflokkinn í Reykjavík.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru aðal gerendurnir í þessu máli.... nú verðum við að vona að ríkisstjórnin finni leið til þess að grípa inn í og koma í veg fyrir að þessir flokkar selji auðlindir til erlendra aðila.

Lúðvík Júlíusson, 27.8.2009 kl. 09:58

8 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Það var nú lítið mál fyrir ríkið að redda 12 milljörðum til að henda inní EINKAFYRIRTÆKIÐ Sjóvá !!! Hmm.....hvað ætli skipti meira máli.....fjármagnseigendur og kröfuhafar eða auðlindir Íslands og almenningur sem á þessar auðlindir??? Hefur eitthvað breyst í þessu þjóðfélagi??? Ég segi nei, hér er allt eins og Samfylkingin berst fyrir því að halda þessu yndislegu Status Quo. Vaknið íslendingar og gerið ykkur grein fyrir því að við skiptum engu máli. ÞAð verður traðkað á okkur endalaust til að verja hag fjármagnseiganda, kröfuhafa og hrægammana sem bíða eftir því að koma hérna inn til þess að hirða allt upp á brunaútsölu með aðstoð AGS og Samfylkinguni. Ef við sem þjóð förum ekki að sameinast og taka landið okkar aftur þá er okkur ekki viðbjargandi og eigum allt vont skilið. Við erum þrjúhundruð-þúsund manna þjóð sem er ótrúlega rík og hér er fólk sem á ekki fyrir skólabókum, mat handa börnum sínum og enga von. Er þetta það sem við viljum? Ef ekki þá verðum við að gera eitthvað. Við verðum að sýna þessu fólki sem er á Alþingi að það er þjóðin sem á þetta land og þetta lið á að vinna fyrir okkur en ekki peningaöflin.

Jón Svan Sigurðsson, 27.8.2009 kl. 10:01

9 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Þór minn og þennan landráðaflokk styður þú í staðin fyrir að reyna að koma honum frá völdum.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 27.8.2009 kl. 10:06

10 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

sammála þér Þór

ég er ekki alveg að skilja hvað hann Marteinn Unnar er að fara... ertu að segja að Þór styðji hvaða landráðaflokk? samfó? hvað meinar þú eiginlega með því og hvaða rök hefur þú fyrir því?

Birgitta Jónsdóttir, 27.8.2009 kl. 10:17

11 identicon

Sæll Lúðvík Suðurnesjamaður. Takk fyrir að benda lesendum á staðreyndir málsins; nefninlega þær að þrátt fyrir að efnahagur landsins sé hruninn og landið gjaldþrota - eru gjörningar dagsins í dag enn í boði hrunflokkanna: Samfylkingar (í ríkisstjórn) og Sjálfstæðismanna (í  bæjarstjórnum).

Snilld í boði fjór-flokksins, en það skipulag (m.a. samráð og skipti) sem þeir flokkar hafa komið sér upp - sér um sína. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 11:00

12 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Við verðum að hafa hugfast að afstaða Samfylkingarinnar, ekki síst Magnúsar Orra mótast mjög af hafnfirskum flokkshagsmunum  Samfylkingarinnar.  Gangi ríkið inn í samninginn er vonlaust mál að tala um að Hafnafjarðarbær losi 6-7 milljarða eignarhlut sinn eins, sem þeir hafa viljað losna við (dómsmál í gangi til að fá OR til að kaupa).  Fyrir Samfylkinguna skiptir miklu að lappa upp á ömurlega fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar, í helsta vígi sínu nú þegar styttist í næstu sveitarstjórnarkosningar.

ESv 

Einar Sveinbjörnsson, 27.8.2009 kl. 11:24

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alhæfingar um afstöðu samfylkingarfólks eiga ekki við í þessu efni. Ég sá til dæmis fulltrúa af landsfundi hennar á mótmælafundi í Grindavík og vísa til bloggs míns í dag um þetta efni.

Ómar Ragnarsson, 27.8.2009 kl. 11:29

14 identicon

Samfylkingin er í stjórn, þannig er það.

sandkassi (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 11:55

15 identicon

Saga orkuöflunar á Reykjanesskaganum spannar meira en 50 ár.  Fjöldi manns af Suðurnesjum og víðar hefur lagt ómetanlega vinnu í rannsóknir, uppbyggingu og rekstur Hitaveitu Suðurnesja.  Höfum í huga að að tók fjárglæframenn aðeins fjögur ár að eyðileggja Búnaðarbankann sem spannar þrjár kynslóðir.

Það verður að stöðva þessa ógæfuþróun sem hófst með sölunni á hluta til Geysis Green.  Ef við höfum ekki ódýrt vatn og orku þá er hér ekki búandi lengur. 

TH (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 12:01

16 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Birgitta hér verður engin uppbygging með samfó í ríkisstjórn,þers vegna þarf að gera allt sem hægt er til að koma henni frá áður en það verður of seint.Byrja á því að fella ICESLAVE sem er bara blekking hjá samfó til að fá samþykkta því samfó er alveg sama hvað verður um landið okkar bara ef hún kemst inní ESB báknið.

http://tolliagustar.blog.is/blog/tolliagustar/entry/935769/?fb=1

Svo er ekki ólíklegt að verði hér á landi þegar verður búið að hirða allt af okkur uppí skuldir sem við eigum ekki að borga bara til að þóknast samfó til að komast í ESB .Þú ættir að lesa þetta blogg vel Birgitta.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 27.8.2009 kl. 12:03

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hélt að þingmenn eins og þú Þór Saari ættu að vita það að AGS ræður för en ekki samfó.. AGS ætlar að einkavæða orkugeirann.. þetta er bara fyrsta skrefið.. Landsvirkjun er lokakaflinn !!

Óskar Þorkelsson, 27.8.2009 kl. 13:02

18 identicon

Óskar, þetta er rangt hjá þér. Ríkisstjórnin ákveður hvernig hún hagar sinni skuldastýringu en kennir AGS um. Kynntu þér þau mál. Þetta vita þeir sem hafa kafað ofan í málefni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það er ekki AGS um að kenna heldur Íslenskri ríkisstjórn, Samfylkingu og Vinstri Grænum.

sandkassi (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 14:44

19 Smámynd: Þór Saari

Samfylkingin er að framfylgja stefnu AGS (og VG reyndar líka) og þessi sala er einungis sú fyrsta.

Ferlið hér verður (og er) með nákvæmlega sama hætti og í öðrum skuldsettum löndum sem voru gerð að "þróunarlöndum". Yfirskuldsetning þjóðarbúsins þar sem aldrei er hægt að borga meira en vextina. Niðurskurður í öllum samfélagsverkefnum fylgir í kjölfarið, það er byrjað í lögreglunni og skólunum og heilbrigðisþjónustuan er næst. Viðhald samgöngumannvirkja mun hætta og þau smám saman eyðileggjast vegir og hafnir og alltaf þegar á að nota ríkisvaldið til að bæta úr mun AGS, með stuðningi ÍSLENSKRA stjórnmálamanna, grípa í taumana og segja "Nei, ekki meiri lán en þið getið frekar selt eitthvað." Eins og við sjáum þá er þetta þegar byrjað, þetta er þekkt ferli og Samfylkingarfólki er það full ljóst. Hvers vegna þeir gera þetta skal ég ekki segja um en spyrjið þið þá. Þetta er hins vegar hluti af hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og ekki þörf á frekari skýringum frá þeim bæ.

Það er því stutt í að Landsvirkjun verði seld og virkjanirnar með.

Þór Saari, 27.8.2009 kl. 14:55

20 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég var að fá þetta sent frá Lofti held að það væri gott að menn læsu þetta áður en gengið er til atkvæða á eftir vegna ICESLAVE.

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/938206/?fb=1

Marteinn Unnar Heiðarsson, 27.8.2009 kl. 15:24

21 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þór, í ljósi þess að "Samfylkingin er að framfylgja stefnu AGS (og VG reyndar líka) og þessi sala er einungis sú fyrsta".  Sem fáum dylst.  Hvers vegna þá að standa að því að samþykkja icesave, þó með fyrirvörum sé? 

Magnús Sigurðsson, 27.8.2009 kl. 15:26

22 identicon

Frétt úr Visi í gær:

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, fyrr í mánuðinum. Þeir ræddu umsvif Magma, sem hyggst hasla sér völl í íslenskum orkuiðnaði.

Hverra erinda var hann að ganga? Var hann kosinn Forseti eða var hann ráðinn sem sölufulltrúi glæpamanna sem ætla að selja auðlindir þjóðarinnar?

Hann skuldar þjóðinni svör. Hann er einn þeirra yfirmanna þjóðarinnar sem þarf að ransaka í kjölfar hrunsins. Lýðræðissins vegna og vegna þeirra sjálfra, ætti að vera í gangi óháð ransókn á því hvort einhverjir sem voru í æðstu embættum eða á Alþingi síðustu ár fyrir hrun, áttu einhverja sök á hruninu.

 Þangað til, burt með Samspillinguna og Samspillingarforsetann. Þeim er ekki treystandi.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 16:09

23 identicon

Samkvæmt Gunnari Tómassyni þá eru það stjórnvöld sem sýna þessa framgöngu. Ég hef tileinkað mér skilgreiningu hans í ljósi þess, að ríkisstjórnin gerði samstarfssamning við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það neyddi þá enginn til þess að semja, þeir hefðu getað sleppt því.

Ríkisstjórnin getur líka sleppt stórum hluta af fyrirhuguðum lántökum. Það er alþekkt að AGS stuðlar að einkavæðingu og sölu á ríkiseignum upp í skuldir. Það eru kannski færri sem gera sér grein fyrir því að Evrópusambandið líka og er sá þrýstingur á stjórnvöldum um þessar mundir.

Þetta er gert í gegn um ERM2 aðlögunarferlið þar sem að löndum er boðið upp á að sleppa undan Maastricht skilyrðinu um skuldir innan 60% af v.landsframleiðslu. Lönd sem komist hafa fram hjá þessu skilyrði (eins og til stendur hjá þessum stjórnvöldum) hafa náð að lækka skuldir sínar á 2-3 ára tímabili með sömu aðferðum; "einkavæðingu og sölu á ríkiseignum upp í skuldir", niðurrifi á stoðkerfi velferðarkerfisins eins og við þekkjum það.

En við skulum ekki gleyma því, að enginn neyðir Íslensk stjórnvöld til samstarfs við þessa aðila.

Icesave tel ég aftur á móti vera mál sem ríkisstjórnin klúðraði hrapalega. Það er stjórnarandstaðan sem hefur náð að bæta fyrir þá hörmulegu samninga. 

sandkassi (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 16:57

24 Smámynd: Óskar Þorkelsson

:) Þór Saari þakka þér fyrir að taka undir.. en þetta er því miður staðreyndin.. ísland er núna á brunaútsölu og agentar IGF eru út um allar trissur að leita að fjárfestum til þess að hrifsa til sín orkuauðlindir landans.. fiskimiðin fylgja fast á eftir..

Óskar Þorkelsson, 27.8.2009 kl. 16:57

25 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Þar sem ESB og AGS hafa komið að málum hefur staða hins almenna borgara versnað og það mikið.Er ekki kominn tími á að stofna andspyrnuhreyfingu sem lætur ekki potta og sleifar með smá háfaða með duga.Ef við ætlum að lifa hér á landi áfram þá þarf eitthvað að gerast strax og mættu þeir sem hafa verið að skvetta málningu á eignir útrásavikninga snúa sér að ríkisstjórninni sem ætlar að afenda erlendum aðilum landið á silfurfati svo er annað hvar er skrifstofa AGS og hvar verður skrifstofa ESB þegar það helvíti kemur hingað og setur upp stjörnubláan fána fyrir utan hjá sér.Þetta fólk að ofsækja og hræða úr því líftóruna og ef það dugir ekki þá þarf að gera eitthvað annað.

Áfram lýðveldið Ísland aldrei ESB eða AGS.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 27.8.2009 kl. 18:18

26 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Enda eigum við að segja upp EES samningnum Skorrdal og gera tvíhliða samning einsog var gerður í Sviss sem gerbreytti öllu þar og þar fyrir utan erum við ekki skyldug að taka upp allar reglur ef við erum með tvíhliða samning.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 27.8.2009 kl. 19:41

27 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Er ekki orðið greinilegt að hér þurfi að bregðast við með öðrum hætti en þeim sem hér er í gangi að halda í það kerfi sem þjónkar erlendum ríkjum og regnhlífarsamtökum á þeirra snærum eins og ESB og AGS. Samkvæmt þessum sundurleitu skoðunum sem hér koma fram í athugasemdunum að ofan virðist samnefnarinn sá að áframhald á þessari braut, að fara að kröfum AGS og þeim forsendum sem þar eru undir, er dauðaganga til aftöku á sjálfstæði þjóðarinnar og þar með íslenska ríkinu.
Er þá ekki ljóst að fara þarf aðra leið? Allt aðra leið, sem ekki getur þá haft verri afleiðingar en blasa við af þeirri leið sem mörkuð hefur verið og smiðshöggið verður rekið á með því að setja hengingaról Icesave-samningsins um háls íslenskra skattgreiðenda um ókomin ár (ef fyrirvararnir reynast tálsýn, sbr. 13.1.1 gr. samningsins um að báðir aðilar þurfi að samþykkja breytingar á honum).
Sú leið hlýtur að felast í því að láta umrædda lána-"fyrirgreiðslu" AGS og "vinaþjóða" lönd og leið og hefjast þess í stað handa við að leysa mál okkar á eigin forsendum. Þær forsendur okkar felast fyrst og fremsst í óskoruðum og óskertum rétti okkar yfir eigin auðlindum og Íslandi og hverjir fá aðstöðu hérlendis. Einu viðbrögð umheimsins sem ásælast landið og gnóttir þess fælust þá í öðrum kosti af tveimur: Að semja við Ísland um viðskipti og aðstöðu hér á forsendum Íslendinga eða hertaka landið ella. Það færi þá ekki milli mála hvað væri í gangi. Með arðránsstefnunni sem verið er að gangsetja hér núna er þessi ætlan og afleiðingar ekki ljósar almenningi til að byrja með. Það ljós rennur ekki upp fyrr en um seinan, alveg eins og gerðist í aðdraganda bankahrunsins hér þar sem komið var að almenningi að óvörum með setningu neyðarlaganna s.l. haust.

Það er ljóst að tala verður umbúðalaust um hlutina, en ekki bara undir rós með frösum, svo að almenningur skilji hvað málið snýst um raunverulega þegar til lengri tíma er litið. Stjórnmálaflokkar hafa ekki verið skýrmæltir hvað þetta varðar hingað til, heldur talað í gátum um að ekki sé neinn valkostur annar fyrir þjóðina en að lúta vilja umræddra þjóða. Það er miður. Nú verður að leggja spilin á borðið að þessu leyti og þeir sem ekki hafa skilið að þess sé þörf né viljað að það sé gert verða nú að horfast í augu við sannleikann um raunverulega valkosti sem varða lífslindir og lífsstíl Íslendinga á Íslandi í framtíðinni. Ég er ekki að tala um blóðuga  byltingu, fjarri fer því, heldur endurnýjun hugarfarsins. Með því að virkja mátt lýðræðisins á friðsamlegan hátt með rökræðu í þá átt sem landi og þjóð er fyrir bestu og sem almenningur jafnframt sér og skilur að sér er fyrir bestu á eigin forsendum en ekki í blindri trú á fyrirsögn andstæðra afla, þá er þetta hægt. Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Kristinn Snævar Jónsson, 27.8.2009 kl. 20:05

28 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Þór,

í stuttu máli; þetta má ekki gerast!!

Ef saga AGS er lesin er hér um mjög kunnuglegt stef að ræða. Yfirleitt hafa þeir vitorðsmenn innanlands. Oft eru það svissneskar bankabækur sem sinna þeim þætti málsins er sagt. Aftur á móti virðast íslenskir vitorðsmenn selja sálu sína fyrir súkkulaði í Brussel.

Það er í raun ótrúlegt að Sjálfstæðismenn vilja selja auðlindir okkar vegna frjálshyggju drauma sinna. Stefnu sem er ekki einu sinni frjálshyggja.

Enn ótrúlegra er að Samfylkingamenn-sem sagt jafnaðarmenn/kratar, ætli að leggjast flatir fyrir öllu, jafnvel sölu auðlinda okkar bara til að komast inn í ESB.

Þetta ber vott um mikinn skort á gagnrýnni hugsun. Hvers vegna kynna menn sér ekki sögu AGS og reyna að átta sig á mynstrinu. Hvers vegna kynna menn sér ekki örlög þjóða sem hafa misst auðlindir sínar á þennan hátt. Hvers vegna horfast menn ekki í augu við staðreyndirnar, hið augljósa og bregðast við í samræmi við það. Neita þessum gjörningi. Sennilega ekki vegna heimsku, það þarf bara meðalgreind til að fatta þetta. Ætli það séu eftir allt saman einhverjar svissneskar bækur á sveimi, ég bara spyr?

Gunnar Skúli Ármannsson, 27.8.2009 kl. 22:51

29 identicon

Skorrdal,

Þú segir að þú sért; "dópisti, hasshaus, geðsjúklingur". Ekki gera lítið úr sjálfum þér. Churhill var maniu depressivur, Sherlock Holmes kókaínisti og Brad Pitt hassisti. Þú gerir engum neitt með því og eru skoðannir þínar heilar og sannar eftir sem áður.

Ég er á líka móti AGS, ESB, Icesave, Samfylkingunni og útrásarvíkingum eins og þú og við skulum ekkert afsaka þá skoðun okkar félagi. 

sandkassi (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:59

30 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Afhverju er þér svona mikið meira í nöp við samfylkinguna fremur en aðra flokka á þingi ? Eins og Lúðvík Júlíusson segir réttilega hér að ofan -> "Samfylkingin er í minnihluta bæði í Reykjavík og Reykjanesbæ.

Sjálfstæðisflokkur með meirihluta í Reykjanesbæ en í samstarfi við Framsóknarflokkinn í Reykjavík.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru aðal gerendurnir í þessu máli.... nú verðum við að vona að ríkisstjórnin finni leið til þess að grípa inn í og koma í veg fyrir að þessir flokkar selji auðlindir til erlendra aðila."

Mér finnst þetta æsifréttamennsku stíll eins og vanalega hjá þér. Ef þú ætlar að vera trúverðugur þingmaður verður þú að tala útfrá heildarsamhengi en ekki taka einhvern einn flokk fyrir sem stóriðjuflokk. Hefur þú kannski velt því fyrir þér að sækja um íslensku í leikhúsi ? Mér finnst þú sæma þig betur þar heldur en þingmaður svona miðað við hvað þú ert óhugnarlega dramatískur í försum þínum.

Brynjar Jóhannsson, 28.8.2009 kl. 08:29

31 identicon

ja eitthvað voru þessar gæsalappir að vefjast fyrir mér. Það er vissulega runnin upp sú tíð þar sem að menn eru úthrópaðir ef þeir aðhyllast ekki réttar skoðannir.

Ég nenni ekki lengur að hlusta á sagnfæðinga, ég nenni ekki að heyra menn endalaust draga bankahrunið alla leið aftur til ársins 2001. Stjórn bankamála og eftirlit var undir Samfylkingu frá því í maí 2007.

Brynjar þú segir að við skulum vona að "ríkisstjórnin finni leið til þess að grípa inn í". Það hafa Samfylkingarmenn aldrei gert, gerðu það ekki og stóðu sig ekki í eftirliti með bönkunum í löngum aðdraganda hrunsins, þeir gerðu ekki einu sinni athugasemdir við að Björgúlfar væru ekki að standa skil á greiðslum af bankanum. Fjármálaeftirlitið!

En Samfylkingarmenn eins og þú Brynjar, vilja ekki kannast við þessar sakir sinna manna, kjósa að ljúga að sjálfum sér.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 09:39

32 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég nenni ekki lengur að hlusta á sagnfæðinga, ég nenni ekki að heyra menn endalaust draga bankahrunið alla leið aftur til ársins 2001.

he he hægri menn vilja nú draga þetta aftur til 1994.. þegar jón Baldvin innleiddi frelsið sem hægri menn gátu ekki haft taum á.. 

Óskar Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 10:24

33 identicon

Vissulega er öllum um að kenna sem komið hafa að stjórninni, fjármálaeftirlitið samt nmr. 1,2 og 3, en sem dæmi þá vill Óskar hér fara en aftar í tímann. Allt annað en að fást við málefni líðandi stundar. Kenna öðrum um, nú síðast Icesave samninginn.

Menn geta sagt "he he" og fett sig og brett, sagt fyndna brandara og skýlt sér bak við hvern annan, haldist í hendur og jarmað ESB,,,,.

Ég mæli með að menn kíki á forsíðu moggans en bannerinn er orðinn bleikur og beint fyrir ofan myndina af Steingrími. "he he". Enginn neyddi Steingrím til að semja af sér.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 11:19

34 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gunnar..

 Hvað þykist ég ekki kannast við og hver að að ljúga að hverjum ? Ég kvaddi Þór til þess að sjá hlutina í heildarsamhengi og vísaði til þess að að væru nú fleirri flokkar sem stæðu af þessum samruna en Samfylking.  Eini maðurinn sem er að ljúga hér ert þú með því að halda því fram að ég sé að ljúga að sjálfum mér. mér finnst fáranleiki að taka einn flokk út í stað þess að sjá hlutina í réttu ljósi og gera sér grein fyrir að það eru nú fleirri flokkar en samfylking sem standa að þessu. 

Annars hef ég ekki mikin áhuga á að ræða við svona froðufellandi bullukoll eins og þig- sem vildir kenna mér um að fólk beitti skemmdarverkum í byltingunni - vegna þess að ég mætti niður í bæ til þess að mótmæla þá verandi ríkisstjórn í janúar- jafnvel þó að eina sem ég gerði var að nýta staðbundinn rétt minn samkvæmt stjórnarskrá til að mótmæla. 

Brynjar Jóhannsson, 28.8.2009 kl. 12:51

35 identicon

varðandi gangstéttarhelluna Brynjar, þá stend ég við það. "Froðufellandi bullukollur" segirðu, tilkomumikið og metnaðarfullt hjá þér, en ekki vel fallið til röksemdafærslu og bendir talsmátin til að engin frekari rök séu eftir.

Færðu rök karlinn minn og ekki gleyma því hverjir makka við erlenda aðila bak við tjöldin í dag, það eru þínir menn, Samfylkingarmenn (hinir rauðu) og Vinstri Grænir (hinir bleiku).

Það eiga allir sitt og þar við situr.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:03

36 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

það má hugsanlega kalla það 'makk' þegar verið er að skoða hvernig koma megi í veg fyrir sölu Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna á HS Orku til Magma.

Lúðvík Júlíusson, 28.8.2009 kl. 14:37

37 identicon

þessi mál heyra undir ráðuneytin drengir mínir, ekki vera svona ruglaðir í guðanna bænum.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 16:29

38 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Eitthvað þykir mér það kostulegt ef þú ætlar standa fastur á því að ég beri sök á því það sé hent gangstéttahella í lögreglumann ( eða var henni hennt ? sá það einhver ?). Eina sem ég gerði mér að sök var að mæta niður í bæ til þess að mótmæla og ekki einu sinni á sama degi og hellunni var kastað í lögreglumanninn. Þú aftur á móti stóðst fastur á því að ég bæri ábyrgð með því að þátt í þessum mótmælum (janúarbyltingin) en það eina sem ég gerði var að berja í trommur- ásamt þúsundum öðrum íslendingum og ég man það jafn vel og ég er hér að þessi mótmæli fóru að lang stærstum hluta friðsamlega fram. Nægir í því tilfelli að nægja hver viðhorf venjulegs fólks var til ofbeldis að það ver slegin skjaldborg um lögreglumenn og voru mótmælin meðal annars stöðvuð tímabundið vegna jarðafarar og voru þau stöðvuð aftur þar sem einn náungi fordæmdi ofbeldi á lögreglu og hlaut hann mikið klapp fyrir vikið. Enda kom svo í ljós í viðtali við lögreglumenn sjálfa að þeir sem bæru fyrst og fremst ábyrgtð á þessum ódæðisverkum væru "góðkunningjar þeirra" <----- sem þeir þekktu vel frá fyrri reynslu og störfum. Lögreglumenn staðfestu það sjálfir að stærstur hluti mótmælenda og þar á meðal ég höfðum hegðað okkur með einkar friðsömum hætti og á það sérstaklega við um mig sem er mjög löghlíðin einstaklingur.

 En þú Gunnar Waage...ólíkt lögreglunni stendur gallharður á því að ég beri sök á máli... Þér dettur ekki í hug að draga þetta til baka og viðurkenna að það sé ekki við mig að sakast og gerir þú þig því að einkar hlálegum einstaklingi fyrir vikið. 

en varðandi þetta mál ! 

Í fyrsta lagi þá kaus ég ekki samfylkinginu og ert þú því að skjóta þig í fótin með því að bendla mig við þá stjórnmálahreifingu. Ég var eingöngu að benda á að skoða hlutina hérna í heildarsamhengi og taka ekki einn flokk út og andlitsgera hann sem einhvern flokk sem stendur sérstaklega fyrir því að vera selja.

45 

þessi mál heyra undir ráðuneytin drengir mínir, ekki vera svona ruglaðir í guðanna bænum.

Nú ferðu líkast til vísvitandi með rangt mál... því þessi fyrirtæki eru í eigu bæjar og hefur lengi staðið til af hálfu þeirra sem þar stjórna að selja þessi fyrirtæki til einkaaðila. Í þeim fréttum sem ég hef fylgst með eru vinnstri grænir á þeirri skoðun að ríkið eigi að eiga meiri hluta í þessum fyrirtækjum en samfylking ekki. Mér finnst fáranlegt að það sé ekki skoðað heildarsamhengið í þessu og reynt að horfast í augu við þá staðreynd - að það er að sjálfsögðu ekki gegn stefnu t.d sjálfstæðisflokksins að fyrirtæki séu í eigu einkaaðila. Enda er það stefna flokksins að ríkið eigi ekki að skipta sér að ríkisrekstri. Nægir í því tilfelli að nefna að Björn Bjarna son er þegar búin að mæra þennan eiganda upp til skýjanna í einhverjum bloggpistli og þarf það ekki að koma neinum á óvart. Þessi maður starfar 100% í anda flestra heiðarlegra hægri manna sem hugsa fyrst fremst um það eitt að græða peninga á viðskiptarekstri.  Ég er ekki að segja að sú stefna sé röng en( auðvitað er ekkert að því að menn hafi gróðahugsjónir ef þær eru með eðlilegum hætti)  ... Ég held að það sé algjörlega út í hött að kenna samfylkiingunni hér eina um sök mála enda augljóst að einkavæðingaferli eru í anda hægri öxul flokksins og fjarri því að vera samstaða um þetta mál innan þess flokks.  

Brynjar Jóhannsson, 28.8.2009 kl. 19:58

39 identicon

Hvað varðar þína þáttöku Brynjar í byltingunni þá veit ég ekki hvað þú aðhafðist í henni, né að farið farið fram nein bylting ef því er að skipta.

Ég hef verið á þeirri skoðun að þeir sem leiddu mótmælin á sínum tíma beri vissa ábyrgð á því að lögreglumaður var særður nærri til ólífs. Hvort þú varst þar eða ekki er þitt mál. Þeir sem voru þar, báru allir ábyrgð.

En þú ert að vísa í hva, samtal sem fór fram fyrir mörgum mánuðum síðan við fullt af fólki, ég stend á þeim skoðunum mínum og já, allir þeir sem voru á staðnum báru ábyrgð. Hver þinn þáttur var kemur mér satt best að segja ekki við.

Ég fer ekki með rangt mál þegar ég bendi ykkur félögum á það að viðskipti sem þessi fara ekki fram án þess að þónokkrar opinberar stofnannir komi að málinu. Ég fer ekki með rangt mál, en ég þekki til Íslenskrar stjórnsýslu í mímnum störfum.

Það sýnist mér þið félagar ekki gera. Þið farið aftur á móti með rangt mál, vísvitandi? Ég veit svarið við þeirri spurningu líka en álít það fyrir neðan mína virðingu að fara hér með sama vælið og þið.

Þetta er engin hreppapólitík drengur minn og ekki vera með neinn naivisma í þessu máli.

Hér eru siðspillt stjórnvöld með blóðuga sögu til margra ára á bakinu í þjónustu við Baugsveldið og aðra álíka glæpamenn.

Til þess að verja það þá getur þú vel kallað mig froðusnakk og meira að segja vinir þínir líka. Það er ég þó ekki enda vita það allir sem haft hafa afskipti af mér, að ég fer yfirleitt ekki með rangt mál.

Mundu það.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:04

40 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Sæll Þór

Ég hef ekki gefið mér tíma til að fara í gegnum öll kommentin hér að ofan, en ég sá kastljósviðtalið við forsvarsmann Magma og varð hugsað til kiðlinganna sjö og úlfsins sem gleypti krítina og dýfði sér í hveiti til að villa á sér heimildir. 

Þrátt fyrir eða e.t.v. vegna helgislepjunnar sem lak manninum, fékk hann hárin til að rísa og hroll til að fara um allan kroppinn. Hann var eins og Al Pacino í Devels Advocate...

Aðalheiður Ámundadóttir, 28.8.2009 kl. 21:45

41 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

GUnnar..

 Þór saari tók sjálfur þátt í þessum mótmælum og borgarahreifingin sem þú stiður varð til út af þessum...  Þannig að er hann þá ekki samsekur líka ástamt hreifingunni sem hann tilheyrir ? Ég mætti þarna til þess að mótmæla það var nú allt og sumt og þykir mér því þetta ansi hlálegt.. sér í lagi þar sem lögreglan viðurkennir það sjálf að stærstur hluti fólks hafi verið friðsamlegt og farið eftir vilja þeirra í einu og öllu að þú skulir ekki horfast í augu við þá staðreynd að það er ekki mín sök að annað fólk beiti ofbeldi... Eða ber ég kannski ábygð á ofbeldisverkum annarra niður í bæ vegna þess að ég stunda skemmtannalífið ? Komon GET REAL .. dont be STUBIT. 

það vill nú svo til að það er stjórnarskrárbundinn réttur minn  að ég megi mótmæla ef það er fyrir utan vissan mótmælaborða og fór ég eftir því að öllu leiti. Mér ætti að vera það kunnugt því að ég hef unnið mál gegn lögreglunni einmitt vegna þesss að VERÐIR LAGANNA <--- fóru ekki eftir lögum og reglum en þeir gátu ekki haft neitt á mig né félaga mína því við fórum eftir þeim fram í ystu æsar.  Það gilda lög í þessu landi og ef ég fer eftir þeim ... frá bið ég með öllu að bera ábyrgð sem lögrbrjótar haf drýgt. 

 AFhverju segir þú að þetta sé ekki hreppapolitík... þegar það er löngu vitað mál að hér er verið að selja eigur sem bæjarfélög eiga- væntanlega til þess að fylla upp í skuldagöt ? VÆrir þú vinsamlega til í að benda mér á SVÖRTU Á HVÍTU ... með SÖNNUNUM en ekki einhverju illa skeindum upphrópunum að T.d samfylkingin sé einhver meiri BAUGSFLOKKUR en íhaldið ?  Er vinnstri grænn Baugsflokkur ? hvaða sannanir eru fyrir því.. þegar það er löngu sýnt og sannað að Vg var með opið bókhald og þáði ekki styrki nema undir launaþaki sem mig minnir að hafi verið um 300 þúsund krónur.

Brynjar Jóhannsson, 28.8.2009 kl. 22:08

42 identicon

Brynjar J. 

Í fyrsta lagi þá þykir mér athyglisvert að þú skulir velja þennan þráð til þess að rífast við mig yfir mótmælunum. Ég sagði ekki að menn væru "sekir", ég sagði að þeir sem voru viðstaddir bæru "ábyrgir".

Ef að þú skilur ekki munin þá er það verst fyrir þig sjálfann og umhverfi þitt.

Í framhaldi hef ég engann áhuga á að ræða frekar við þig frustrasjónir þínar varðandi hlutverk þitt í "byltingunni". Persónulega held ég að þeir sem tala um byltingu hafi horft á of mikið af bíómyndum. En ekki blanda mér í "byltinguna" þína. Ég tók ekki þátt í henni og þvæ því hendur mínar af henni.

Varðandi hlutverk þitt, eða ekki, í "byltingunni" þá mæli ég með góðum sálfræðingi.

Hvað varðar restina af málflutningi þínum um orkumál á Suðurnesjum, þá vekur samtalið við þig ekki nægilegan áhuga minn að sannfæra þig um eitt eða neitt annað en það að þau mál sem um er fjallað á þessum þræði, heyra undir ýmis ráðuneyti, samkeppnisstofnun og fleiri aðila. Ég hef meiri áhuga á að heyra álit Aðalheiðar Ámundadóttur hér fyrir ofan.

Engin viðskipti sem skipta máli munu fara þarna fram nema með blessun þessara aðila, innan hrepps eða utan. Comprende?

Ef ekki, þá er alltaf hægt að taka þetta upp líka við sálfræðingin.

Blessaður vinur.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 22:45

43 Smámynd: Þór Saari

Jæja góðir gestir, boðið ætti nú að fara að enda, komið kvöld og Kveldúlfur í menn.  Næsta boð heitir "ICESAVE, að leiðarlokum?"

Takk fyrir innlitið.

Þór Saari, 28.8.2009 kl. 23:33

44 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gunnar  Waage  ?  

ef ég er talin ábygur fyrir skemmdarverkum er ég þá ekki samsekur? Voðalega ertu orðin efnislega málþrota ef þú ert að leggja til að ég fari til sálfræðings út af því að ég kallaði .. mómælin í janúar byltingu ?  Það var nú slegið fram í hverju einu einasta blaði fram sem janúarbyltingu og veit ég ekki betur en þáverandi ríkisstjórn gaf sig að lokum einmitt vegna þessara mótmæla og lagði upp laupanna.  Það vill nú til að það var talað um byltingar líka í austantjaldslöndum og fóru þær byltingar einmitt fram í formi mikillra mótmæla.  Þannig að mér finnst þetta nú ótrúlega fátæklegt rugl eins og vanarlega frá þér. Í það minnsta hefur þú bæði sýnt það og sannað að þú ert vægt til orða tekið froðufellandi bullukollur og ekki með mikið fyrir þer annað en þvaður sem rök.

Sem sé samkvæmt sálgreiningu GUNNARS WAAGE... þá ætti helmingur íslensku þjóðarinnar að faa til sálfræðings.. 

Ég held að þú hafir algjörlega sannað mál mitt með þessum fáranlegu rökum þínum... að sekur maður og ábyrgur sé ekki það sama þá hef ég nú ekki verið í neinum ofsögum að uppnefna þig bullukoll <---- Sem sagt hryðjuverka samtök eru ekki sem lýsa sig ábyrga fyrir gjörðum sínum eru ekki að lýsa sig seka  fyrir þeim ?

Brynjar Jóhannsson, 28.8.2009 kl. 23:57

45 identicon

Góða nótt Þór minn, hafðu það gott í fríinu.

sandkassi (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband