Þinghúsbréf 14

Dagurinn í gær hófst hjá okkur með fyrirspurn Birgittu til forsætisráðherra um ICESAVE en eins og vitað er hefur hvílt leynd yfir þessum samningi og stóð ekki til að birta hann.  Honum var hins vegar lekið, sennilega af Hollendingunum sem blöskraði hvernig íslenkt lýðræði virkar og þegar það var skeð gátu stjórnvöld ekki falið hann lengur.  Hins vegar er allt óljóst með hvaða eignir það eru sem standa að baki samningnum og Birgitta gerði tilraun til að fá upplýsingar frá forsætisráðherra í gær hvenær þær yrðu birtar.  Sjá hér:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090618T135247&horfa=1

Skipulag þinhaldsins var svo í tómu tjóni það sem eftir var dagsins, fundir voru boðaðir og afboðaðir og loks varð ljóst að við fengjum kynningu á ICESAVE samningnum kl. 16:30.  Við vorum svo heppin að hafa aðgang að Elviru Mendez Pinedo, sérfræðings í Evrópurétti og dósents við HÍ, sem einnig mætti á fundinn og fór ítarlega yfir samninginn með fulltrúa forsætisráðuneytisins sem hafði verið í samninganefndinni.  Ef eitthvað, þá staðfesti þessi fundur grunsemdir okkar að þessi samningur væri ekki endilega það sem stjórnvöld halda fram og var sérstaklega athyglisvert að samninganefndarmaðurinn sjálfur hafði ekki séð eignasafnið sem á að ganga upp í skuldirnar og sem er eitt aðal atriðið í málinu.

Hvað um það, málið var tekið fyrir "utan dagskrár" á þinginu og var oft hiti í umræðunum.  Fyrir Borgarahreyfinguna tölum við Margrét þar sem ég skammaði þingmenn allnokkuð.

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090618T183023&horfa=1

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090618T185213&horfa=1

Fyrir skammirnar fékk ég svo smá tiltal frá forseta, eða hæstvirtum forseta eins og það heitir formlega. 

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090618T185631&horfa=1

Síðar um kvöldið fór fram umræða um Kjararáð, Endurskipulagningu þjóðhagslegra mikilvægra fyrirtækja þar sem stofnað verður s.k. eignaumsýslufélag til þess að sjá um öll þau fyrirtæki sem hafnað hafa í höndum ríkisins vegna hrunsins.

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090618T213332&horfa=1

Svo var umræða um hvali og loks heilbrigðisstarfsmenn.  Og svo fóru menn heim, Klukkan 23:45.

Dagurinn í dag hófst með umræðu um störf þingsins þar sem ég kvartaði undan vinnulaginu þar sem nefndarfundir eru oft skipulagðir þannig að þingmenn eiga að vera á tveim og jafnvel þrem fundum í einu.  Þingmenn virðast halda að það sé eitthvert náttúrulögmál hvernig þingið starfar og virðast ekki ráða við að lagfæra þetta.  Ég leyfði mér að benda á að landsmenn mættu víst vera þakklátir fyrir að Alþingi framleiddi þó bara lög en ekki pylsur.  Forseti þingsins hefur þó safnað saman vinnuhópi til að skipuleggja starfið betur þannig að vonandi verður bót á:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090619T104409&horfa=1

Síðar um daginn flutti svo fjármálaráðherra frumvarp sitt um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem er niðurskurðar- og skattahækkana frumvarpið svo kallaða.  Þetta frumvarp er birtingarmynd afleiðinga hrunsins og bankasvindlsins og aðgerðirnar eru beinlínis tengdar hruninu og koma til að hluta vegna aukinna skulda ríkissjóðs, m.a. 320 millarða taps Seðlabankans, og minnkandi tekna.  Mikið var tekist á um málið og við ákváðum að taka ekki þátt í að þrátta um málið lið fyrir lið heldur setja það í stóra samhengið sem það raunverulega á heima í.  Hér eru innlegg okkar Birgittu og einnig Lilju Mósesdóttir en hún flytur einatt einna skynsömustu innleggin stjórnarmegin frá.

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090619T124208&horfa=1

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090619T182357&horfa=1

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090619T173706&horfa=1

Fyrir liggur að frumvarpið okkar um þjóðaratkvæðagreiðslur er komið á dagskrá næsta mánudags.  Þar sem ég sjálfur er á leið til útlanda vegna vinnunnar sem ég var í þegar ég var kosinn á þing og þarf að klára, mun Birgitta flytja málið í fyrstu umræðu.  Í minn stað kemur svo varamaður minn Valgeir Skagfjörð sem var í öðru sæti í Suð-vestur kjördæmi.  Hann tekur við á mánudag og þar sem reglan er að varamenn þurfi að koma inn í a.m.k. í tvær vikur mun ég verða fjarverandi (launalaust) til mánudagsins 6. júlí.  Ég mun þó að sjálfsögðu blogga og segja einhverjar þingfréttir á meðan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mér finnst þú standa þig vel og ég tel að kjósendur þínir hafi fengið meira fyrir atkvæði sitt en kjósendur annara.

Offari, 20.6.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tek undir með Offara.

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.6.2009 kl. 01:22

3 identicon

Þó ég fari trauðla Offari er ég hjartanlega sammála honum. Og hef ég trú á að margir vonsviknir kjósendur bæði samspillingar og VG. nagi sig nú í handarkrikana og hugur þeirra fari með Offari.

Ræða þín í dag og skammarræðan í gær, hafa svo ég fari engu offari, sannfært mig að atkvæði mínu var sannarlega rétt varið.

Þú og hin í hreyfingunni eruð svo sannarlega á réttri braut. Og ég á sannarlega von á að Valgeir standi sig ekki síður. 

Eitt af mínum uppáhalds orðtökum er að "Skítapakk skítur á sig sjálft" eins og sagt er í minni fjölskildu. Og þeir sem hafa svikið þjóðina og verið á okkar "Hæstvirta Þingi"  Fyrir flokka framapot og undirtyllu og sjálftöku ástæður, og hafa ekki hjarta eða sál til að tala tæpitungulaust og frá hjartanu á okkar mestu örlagatímum, heldur eru tilbúnir að framselja sjálfstæði þjóðarinnar fyrir undirtylluhátt við Evrópu eitthvað. Eru hreinir landráðamenn í mínum huga. Og falla í söguna sem slíkir.

Þið eruð ferskir stormar á þingi,  sannarlega verðskuldaðir.

Gæfa og gengi, þér og fylkingunni i framtíðinni, því þjóðarheill liggur við.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 02:27

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er glaður yfir því að ég fái meira fyrir atkvæði mitt en kjósendur annara flokka svo kjánalegt sem það getur hljómað.

Arinbjörn Kúld, 20.6.2009 kl. 05:58

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk fyrir innleggið....nú er ég í beinu sambandi....og er það frábært.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.6.2009 kl. 09:03

6 identicon

Tek undir að verið fróðlegt að lesa bloggin ykkar Birgittu eftir að þið komust á þing, svona að fá að kíkja inn um bakdyrnar inn á þeirri merku stofnun og eins og flestir miður mín yfir hve mikið "í drasli" þar.  Ég hvet ykkur samt að stíga varlega til jarðar.  Hetjur dagsins í dag geta auðveldlega orðið að hetjum gærdagsins.  Okkar fyrrum virtu og dáðu útrásarvíkingar eru gott nýlegt dæmi um það :-o

Passið líka að láta ekki nota ykkur.  Hverjir græða mest á því að skapa upplausn í þjóðfélaginu, stjórnarkreppu, o.s.frv?  Það eru þeir sem hafa eitthvað að fela, þeir sem eru búnir að koma sínum peningum í skjól en þurfa núna bara að forðast að lenda í fangelsi.  Því tíminn vinnur með þessum aðilum, ekki almenningi.  Og það eru sterk öfl í gangi núna til að skapa sem mestan glundroða í íslensku samfélagi, og það er unnin yfirvinna þessa dagana.  Þetta eru kannski ekki margir aðilar en þeir eru öflugir og hafa "réttu" hlutina (fjölmiðla) og aðila (þingmenn, lögfræðinga, etc) á bakvið sig.  Passið ykkur að verða ekki peð í þeim leik.

ASE (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 10:03

7 identicon

Þið standið ykkur frábærlega,það er fyndið að sjá almennilegt fólk þurfa að kalla samspillingar kerfiskellinguna,Ástu Ragnheiði "hæstvirta"

magnús steinar (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 10:20

8 Smámynd: Aron Ingi Ólason

Tek undir með láru Hönnu, offara og fleirum. vil bara þakka þér kærlega fyrir þá somasamlegu vinnu er þér hafið unnið fyrir íslendinga. tek einnig undir með magnúsi, horfandi á alþingi hljómar eins og eitthvað leikrit um kónga og drottninga eftir shakspeer, hæstvirtur níundi þingmaður norðvesturkjördæmis. þetta er engir smá titlar hálf hlægilega lágkúrulegir. þó er alltaf gaman að heyra þá notaða í kaldhæðni eins og "Hæstvirtur" Fjármálaráðherra! en þetta er bara svona yfirborðslegur snobbhátur elítunnar og breytir svo sem engu en engu að síður frekar skondin.

Aron Ingi Ólason, 20.6.2009 kl. 15:23

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég tek sannarlega undir með Offara. aldrei áður hefur mér fundist ég eiga sannarlega mína málsvara á þinginu.

annars finnst mér „frú forseti“ vera heldur rösk á bjöllunni. finnst þetta „háttvirtur“ og „hæstvirtur“ vera barn síns tíma og löngu úrelt.

gott „move“ hjá þér að segja ráðherra að fá sér sæti. veit ekki hhver ráðherran var en giska á Össur.

svo er ég að spá í fánann sem blaktir við hlið forseta öllum tímum?
er það ekki brot á fánalögum?

annars vil ég senda ykkur Birgittu og Margréti baráttukveðjur og þakkir miklar. hvar er þráinn? hef ekki séð hann lengi.

Brjánn Guðjónsson, 20.6.2009 kl. 16:27

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Tek undir með þeim hér að ofan sem eru að þakka fyrir þessi blogg hjá þér Þór.

Enn mig langar að reyna að vera soldið fyndinn varðandi fundi og fundatíma, þau sem ólust upp við að foreldrar þeirra voru eilíft á fundum vita ekki betur enn svo að þau eigi sjálf að vera á fundum, vitandi jafnvel ekkert tilhvers fundir eru yfirleitt haldnir jafnvel þó að það séu bara fundir um fundi.

Ég trúi að þið fáið þessu breytt til manneskjulegri vinnutíma.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 24.6.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband