17.6.2009 | 13:53
Þinghúsbréf 12, dagskrá þingsins
Eins og ég sagði í síðasta bréfi þá virðist mér Alþingi stefna hraðbyri með íslenskt samfélag inn í slíkt öngstræti að ekki verði komist aftur út. Ríkisstjórnin virðist ekki valda vandanum vegna þess að hún virðist ekki skilja umfang eða eðli hans og með það embættismennakerfi til stuðnings sem beinlínis bjó til þennan vanda, mun ríkisstjórnin aldrei fá nauðsynlegar né raunhæfar ráðleggingar þaðan.
Skipulag starfa á þessu sumarþingi snýst um eitthvað allt annað en að taka á þeim vanda sem íslendingar standa frammi fyrir og það fáa sem gert er einfaldlega eykur þann vanda frekar en hitt. Hækkunin á bensín- og ólíugjaldinu hækkað skuldir heimilana um 8 milljarða á einu bretti. Samningurinn um ICESAVE mun að öllum líkindum hækka skuldir íslendinga um a.m.k. 700 milljarða. Frekari skattahækkanir eru boðaðar sem munu enn frekar þrengja að almenningi og þó fyrirhugaðar hækkanir séu á atriðum eins og hátekjum, sykri o.fl. sem er ekki svo al-slæmt er hækkunin á tryggingargjaldinu til fallin að dýrara verður fyrir fyrirtækin að ráða fólk í vinnu. Tryggingargjaldinu er ætlað að standa undir Atvinnuleysistryggingarsjóði en í þessu árferði mikils atvinnuleysis vinnur hækkun tryggingargjaldsins gegn markmiðinu um aukna atvinnu. Nú er beðið og beðið og beðið eftir ESB málinu og ICESAVE en þangað til þá skemmtir ríkisstjórnin sér við að ræða dagskrá sem skiptir á þessum tíma frekar litlu máli. Sjá hér dagskrána í gær þriðjudaginn 16. júní:
Dagskrá
Alþingis þriðjudaginn 16. júní 2009
kl. 1.30 miðdegis.
---------
Icesave -- einkavæðing bankanna -- Evrópusambandsaðild -- fundir menntamálanefndar (störf þingsins).
- Til umhverfisráðherra:
- Íslenska undanþáguákvæðið, fsp. VigH, 41. mál, þskj. 41.
- Til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
- Undirbúningur að innköllun veiðiheimilda, fsp. RM, 6. mál, þskj. 6.
- Hvalveiðar, fsp. GBS, 64. mál, þskj. 72.
- Efling þorskeldis, fsp. GBS, 65. mál, þskj. 73.
- Til samgönguráðherra:
- Vegaframkvæmdir á Vestfjörðum, fsp. GBS, 66. mál, þskj. 74.
- Verkefnastaða í vegaframkvæmdum á Vestfjarðavegi 60, fsp. ÓÞ, 68. mál, þskj. 79.
- Malarvegurinn fyrir Melrakkasléttu, fsp. SER, 76. mál, þskj. 88.
- Björgunarbúningar og öryggisfræðsla sjómanna, fsp. ÁsbÓ, 84. mál, þskj. 96.
- Til menntamálaráðherra:
- Háskólasetur á Ísafirði, fsp. GBS, 63. mál, þskj. 71.
- Miðstýring háskólanáms, fsp. SER, 72. mál, þskj. 84.
- Diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun, fsp. SER, 74. mál, þskj. 86.
- Til iðnaðarráðherra:
- Breytingar á raforkulögum, fsp. SER, 75. mál, þskj. 87.
- Til dómsmálaráðherra:
- Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, fsp. SF, 77. mál, þskj. 89.
- Til heilbrigðisráðherra:
- Staðgöngumæðrun, fsp. REÁ, 86. mál, þskj. 98.
Liðir utan dagskrár (B-mál):
- Tilkynning um dagskrá og tilhögun þingfundar.
- Tilkynning.
- Nýting orkulinda og uppbygging stóriðju (umræður utan dagskrár).
- Fundur í menntamálanefnd -- viðvera forsætisráðherra (um fundarstjórn).
- Fundarstjórn (um fundarstjórn).
- Um fundarstjórn (um fundarstjórn).
- Um fundarstjórn (um fundarstjórn).
- Um fundarstjórn (um fundarstjórn).
Að vísu var umræðan um nýtingu orkulinda og uppbyggingu stóriðju merkileg frá því sjónarmiði að hér var um enn eitt leikrit sjálfstæðismanna að ræða þar sem þeir þykjast bera hag landsmanna fyrir brjósti með digurbarkalegum staðhæfingum um nýtingu auðlinda og þúsundum nýrra starfa. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki til næg orka fyrir Helguvík og þaðan af síðu fyrir Bakka en á meðan og vegna samninga sem gerðir hafa verið er ekki hægt að nota orkuna í eitthvað annað enn uppbyggilegra. Gleymum því ekki að afraksturinn af Kárahnjúkavirkjun, stærstu framkvæmd Íslandssögunnar er um 630 störf á Reyðarfirði, með afleiddum störfum, það er allt og sumt. Hvert starf í álverinu kostaði 230 milljónir að búa til og á Egilsstöðum eru til sölu 145 íbúðir og hús og á Reyðarfirði eru 111 eignir til sölu þegar þetta er skrifað.
Álversæðinu verður að linna og það er algerlega ábyrgðarlaust af þingmönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem og sveitarstjórnarmönnum heima í héraði að halda ál-æðinu áfram. Það er einfaldlega afar ólíklegt að af byggingu nýrra álvera verði og því ber ábyrgum stjórnmálamönnum að hætta þessu leikriti og koma með aðrar raunhæfar lausnir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr! Væri ekki nær að þessir þingmenn eyddu tímanum í að skoða hvernig megi rifta núverandi samningum um orkuaðgang álvera sem eiga aldrei eftir að rísa nema sem skýjaborgir í hugum þeirra sem neita að horfast í augu við að það sem var árið 2007 féll um sjálft sig!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.6.2009 kl. 16:07
Góðan daginn,
Neita að við Íslendingar berum ábyrgð á Icesave - þar sem ekki var skattskylda á Íslandi. Voru bretar ekki með mál þar sem þeir neituðu ábyrgð þar sem ekki voru greiddir skattar til þeirra??
Er ekki betra að hafa fólk í vinnu í stað þess að greiða út atvinnuleysisbætur? Og síðan koma barnabætur og fleira til þeirra sem atvinnulausir eru.
Ríkið ætti að hætta við þennan mikla niðurskurð á starfsfólki - og þá halda fleiri fjölskyldur saman og sínum heimilum. Hætta að taka úr einum vasanum og setja í hinn. En er sammála að það þarf aðhald í ríkisrekstri - það er annað mál.
Hjólin í þjóðfélaginu fara fyrr að snúast þegar þegar þess eru í vinnu - atvinnuleysi dregur allt og alla niður!!
inga (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.