Þinghúsbréf 10

Dagurinn hófst með þingfundi og s.k. óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra.  Ég var með eina til utanríkisráðherra um skipan samninganefndar í ESB aðildarviðræðum þar sem að sporin hræða ef maður hugsar til síðustu samninganefndar Íslands á alþjóðavetttvangi sem gerði ICESAVE samninginn.  Þennan dag var nokkuð um áhugaverðar fyrirspurnir og greinargóð svör m.a. skorinort svar forsætisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur um Evu Joly en þar sagði forsætisráðherra nánast að Eva Joly fengi hvað sem hún vildi. Hér er fyrirspurn mín og svar Össurar:

 http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090611T105430&horfa=1

og hér er fyrirspurn SVÓ og svar forsætisráðherra:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090611T104339&horfa=1

Að þessu loknu tók við s.k. umræða utan dagskrár sem er fyrirbæri sem stendur í hálftíma en þar fá þingmenn tækifæri til að fá fram umræðu um mál er þeim finnst mikilvæg.  Að þessu sinni voru það Sjálfstæðismenn sem óskuðu eftir umræðu um atvinnumál og að sjálfsögðu voru álverin aðalmálið. Við töluðum hins vegar fyrir öðrum lausnum og lausnum sem gerðu gagn strax fekar en að bíða í einhver ár eftir álveri.  Hér er innlegg okkar:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090611T111648&horfa=1

og hér

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090611T112852&horfa=1

eftir hádegið fengum við símtal frá Bandaríska sendiráðinu sem var með sendinefnd frá s.k. Government Accountability Office sem er n.k. rannsóknar skrifstofa Bandaríkjaþings.  Sendinefndin var send til Íslands og fleiri landa að beiðni Barney Frank öldungardeildarþingmanns til að rannsaka hvernig áætlanir AGS væru og hvernig þær færu í landsmenn.  Bandaríska sendiráðið taldi Borgarahreyfinguna besta talsmann almennings í landinu og var ánægjulegt að heyra það, til hamingju félagar.

Ég átti um hálfs annars tíma fund með þeim og voru þeir mjög áhugasamir um það sem við höfðum fram að færa varðandi AGS, ICESAVE og efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.  Þeir voru einnig áhugasamir um stefnu og tilurð Borgarahreyfingarinnar og skrifuðu skilmerkilega niður nánast allt sem ég sagði.  Í haust fáum við svo afrit af skýrlsu þessarar sendinefndar og verður áhugavert að sjá hvað hún leggur til. 

Brá mér nokkrum sinnum út í góða veðrið til að heilsa upp á mómælendurna á Austurvellinum.  Það er greinilega mikill baráttuandi í fólki þó ekki væru mjög margir og stemningin var góð.  Það var eftirtektarvert að af um þrjátíu þúsund nemum í framhalds- og háskólum landsins mættu um 15 til 20 til þáttöku í skipulögðum mótmælum stúdenta.  Ekki veit ég af hverju þetta er, en stúdentar virðast bara almennt ekki hafa nokkurn áhuga á heiminum í kringum sig (sem er kannski alveg eins gott) sem ber saman við upplifun okkar úr háskólunum í kosningabaráttunni.  Hugsjónir, réttlætiskennd, sannfæring, sjálfstraust, hvert fór það?  Ég veit það ekki, kannski bara á Dóminós og Skjá Einn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Þór og takk fyrir upplýsingarnar. Skemmtilegt komment frá Bandaríska sendiráðinu, greinilegt að Obama er farinn að hafa áhrif, ekki hefði Borgarahreyfingin fengið þetta hrós frá sendiráði undir stjórn Bush!

Hefur þú hlerað hvaða tímamörk Eva Joly gaf ríkisstjórninni til að koma málum í það horf að hægt sé að hefja alvöru rannsókn? Hverjar telur þú líkurnar vera á að ríkisstjórnin geti uppfyllt kröfur Evu Joly?

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 00:35

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir upplýsingarnar.  Trúverðugleiki Borgarahreyfingarinnar spyrst greinilega víða. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.6.2009 kl. 00:38

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Við framhaldsskólakennarar þurfum að standa okkur betur og ræða við nemendur okkar um að nauðsynlegt sé að taka þátt og láta skoðun sína í ljós.   

Gott að sjá að rannsóknarskrifstofa Bandaríkjaþings fái ómengaðar upplýsingar beint frá þér.

Kepp up the good work.

Margrét Sigurðardóttir, 12.6.2009 kl. 00:40

4 identicon

Þór,

 

Takk fyrir þessi bréf. Ein spurning, stendur virkilega til að þingið greiði atkvæði um Icesave-samninginn án þess að þingmenn fái að lesa samninginn?

 

Bestu kveðjur og gangi ykkur vel,

 

Ari

Ari Eiriksson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 00:50

5 identicon

Tilvitnun úr bloggi þínu Þór Saari.

"Það er greinilega mikill baráttuandi í fólki þó ekki væru mjög margir og stemningin var góð.  Það var eftirtektarvert að af um þrjátíu þúsund nemum í framhalds- og háskólum landsins mættu um 15 til 20 til þáttöku í skipulögðum mótmælum stúdenta.  Ekki veit ég af hverju þetta er, en stúdentar virðast bara almennt ekki hafa nokkurn áhuga á heiminum í kringum sig (sem er kannski alveg eins gott) sem ber saman við upplifun okkar úr háskólunum í kosningabaráttunni.  Hugsjónir, réttlætiskennd, sannfæring, sjálfstraust, hvert fór það?  Ég veit það ekki, kannski bara á Dóminós og Skjá Einn." 

Þór Saari, ætli  þetta hafi nú ekki bara farið í vonleysi hjá námsmönnum, ekki mörgum treystandi á Alþingi nú.

Það er aldeilis virðingin sem að þú berð fyrir námsmönnum, svei þér.

Þeir eru baslandi við að leita sér að vinnu einhversstaðar eða komið í sumarnám í sínu námi. Samkvæmt yfirliti frá síðu Alþingis hefur óbreyttur þingmaður með nefndarsetur það bara fjári gott með öllum fríðundunum. sjá bloggsíðu mína: http://www.heilsa.is Það eru ekki mörgum þingmönnum sem að ég treysti nú en örfáum þó.

Þessi ríkisstjórn og þetta þing, mun ekkert gera fyrir námsmenn, þetta vita námsmenn, þetta er nefnilega mjög vel greint fólk.i

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 04:22

6 identicon

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 04:24

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bandaríska sendiráðið taldi Borgarahreyfinguna besta talsmann almennings í landinu og var ánægjulegt að heyra það, til hamingju félagar.

ES: Evrópu [þjóða]Sameining [arhlutinn] Nei. USA þar er þó Hope og ein þjóð í dag. Meiri náttúra en í ES.  

Júlíus Björnsson, 12.6.2009 kl. 05:26

8 identicon

Sæll Þór.

Tek undir þér með hvað stúdentar virðast áhugaleysir um samfélagsmál önnur en þau sem snúa beint að þeim s.s. bílastæði við háskólann og námslán.  Mín tilgáta er sú að stúdentapólitíkin með framlengu úr flokkspólitíkinni þ.e. Röskvu og Vöku geri almenna stúdenta fráhverfa þátttöku og umræðu um þjóðmál.  Hún er frátekin fyrir afkvæmi Flokkanna.

http://www.vaka.hi.is/felagid/fyrristjornir

Þið standið ykkur vel!

TH (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 09:48

9 Smámynd: Elín Ólafsdóttir

 " Það var eftirtektarvert að af um þrjátíu þúsund nemum í framhalds- og háskólum landsins mættu um 15 til 20 til þáttöku í skipulögðum mótmælum stúdenta.  Ekki veit ég af hverju þetta er, en stúdentar virðast bara almennt ekki hafa nokkurn áhuga á heiminum í kringum sig (sem er kannski alveg eins gott) sem ber saman við upplifun okkar úr háskólunum í kosningabaráttunni.  Hugsjónir, réttlætiskennd, sannfæring, sjálfstraust, hvert fór það?  Ég veit það ekki, kannski bara á Dóminós og Skjá Einn."  Halló!!!! Er svona langt síðan þú varst sjálfur stúdent?? Datt þér ekki í hug að fátækir námsmenn væru komnir í vinnu hér heima eða jafnvel erlendis í sumarfríinu?? Datt þér ekki í hug að þeir gætu ekki leyft sér þann lúxus að mæta niður á Austurvöll á miðjum degi?? Að segja að stúdentar hafi almennt ekki áhuga á heiminum í kringum sig ber vott um hroka Þór!

Íslenskum stúdentum er gert einstaklega erfitt fyrir að halda áfram námi í dag, sem þó ætti að breytast til batnaðar þegar við göngum í ESB sbr himinhá skólagjöld í erlendum skólum.

Farðu á Dominós, held að einu stúdentarnir sem þú finnir þar eru að vinna.

Annars eru þið í Borgarahreyfingunni að standa ykkur vonum framar og frábært að fá Þinghúsbréfin til að fylgjast með. Til hamingju með það.

Elín Ólafsdóttir, 12.6.2009 kl. 09:52

10 identicon

Varð fyrir vonbrigðum þegar ég kom á Austurvöll í gær,,,hvað landinn er áhugalaus um stöðu sína og þjóðar og mætingin dræm,,, Fagna því ef stúdentar hafi vinnu en held að það sé nú ekki raunin,,, heldur er komin hundruða ára hefð fyir því að Íslendingar tuða í sófanum heima og kjósa svo af gömlum vana  ,,,eitthvað,,,

Mummi (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 10:57

11 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Er það ekki Vaka sem nú fer fyrir stúdentaráði? Kannski stúdentar kjósi ekki að safnast með þeim fyrir framan alþingi.

María Kristjánsdóttir, 12.6.2009 kl. 19:30

12 Smámynd: Bumba

Flottar fréttir, takk fyrir kærlega. Haldið svona áfram Þór. Með beztu kveðju.

Bumba, 12.6.2009 kl. 23:27

13 identicon

Ég vil bara thakka thér fyrir thessi thinghúsbréf thín.  Ég hef nú ekki lesid thau öll en ég er viss um ad margt áhugasamt fólk baedi ungt og gamalt faer thá innsýn í störf thingsins sem thad saekist eftir en hefur ekki ádur haft adgang ad á svo ákjósanlegan hátt.

Hvernig vaeri ad gefa út bók sem útskýrir "valdakerfid" eda stjórnkerfid á einfaldan hátt svo fólk geri sér betur grein fyrir hvernig thad geti ordid virkari thátttakendur í lýdraedinu og almennt í samfélaginu?

Virkilega gaman ad thessum faerslum thínum.  Takk.

Rex Pex (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 21:31

14 identicon

Þór ég myndi nú fara varlega í það að dissa unga fólkið. "kannski bara á Dóminos og Skjá einn", mjög lélegt skot og óþarfi að alienera sig svona frá ungu fólki. Það gæti orðið dýrkeypt fyrir alla þína málstaði og Borgarahreyfingarinnar.

Ég held annars að margt ungt fólk sé farið að horfa til þess að flytja eitthvert þar sem litið er á nám og nýsköpun íbúa landsins sem jákvæðan hlut sem beri að ýta undir.

Mig langar í framhjáhlaupi að benda á það að á meðan ríkisstjórnin blaðrar útúr rassgatinu á sér um áherslu á nýsköpun þá er hæsti mögulegi styrkur úr nýsköpunarsjóði námsmanna 2 mannsmánuðir fyrir sumarið. Þetta eru alls 280.000 krónur. Sem gerir um 93.300 kr á mánuði.

Már Egilsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 14:46

15 identicon

Sæll Þór, gaman að heyra um ummæli bandaríska sendiráðsins!

Mig langar að spyrja þig út í blaðagrein sem birtist á pressunni http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/icesave-samningurinn-sagdur-kludur-fullur-af-gildrum-breskra-logspekinga 

spurningin er: er þetta rétt? og ef svo er, er enginn sem gætir hagsmuna íslendinga?

Hanna (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 07:46

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er hjartanlega sammála þér, að þessi allsherjar-reddingar/álvers hugsun er löngu úrelt. efla þarf íslenskan smáiðnað og lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda og smærri iðnaðarfyrirtækja væri ágætis byrjun.

það hlýtur að vera betri leið að koma á legg þrjátíu 10 manna fyrirtækjum en að einblína bara á eitt 300 manna fyrirtæki. fyrir utan að þannig fjölgar stoðum atvinnulífsins. eggin í fleiri körfur.

Brjánn Guðjónsson, 17.6.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband