Tafl dauðans

Því mun ekki verða tekið þegjandi og hljóðalaust á þinginu ef Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneytið gefa þessum manni ekki vonina á ný, sérstaklega þegar haft er í huga að í glænýjum stjórnarsáttmála er klausa um að lög um hælisleitendur verði endurskoðuð.

Það er svo spurning, eða í raun ekki spurning, um að endurskoða lögin um Útlendingastofnun.


mbl.is Ætla allir í hungurverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HVað eigum við svo að taka á móti mörgum Þór?

1000, 100.000 eða 1,000.000 efnahagsflóttamönnum?

LS.

LS (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:28

2 identicon

sæl/l LS -

við tökum á móti mun færra fólki en nokkurt norðurlandanna. 

og með því að taka ekki á móti þessu fólki, erum við að henda vandamálinu til ,,útstöðvar" ESB ef svo má segja: til Grikklands.

veistu hvað?

á 15 árum hafa Grikkir fengið 850 ÞÚSUND flóttamenn til sín, - þar sem Grikkland er fyrsta stopp á leið inn á ESB-svæðið.

Grikkir eru ekki nema 11 milljónir.

vegna þessa aragrúa, enda flóttamenn í flóttamannabúðum þar sem menn hírast í tjöldum og hafa jafnvel ekki hreint vatn.  

við erum 300 þúsund, höfum tekið á móti 54 síðan 1997.

þar af 53 fengið tímabundið dvalarleyfi.

og enn annað, af því þú spyrð, LS:

margir þessarra flóttamanna koma frá löndum sem við höfum samþykkt að ráðast á, þ. á. m. Írak og Afganistan.

berum við ábyrgð á flóttamönnum frá Kandahar? Kabúl? Kósóvó? Bagdad?

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 18:01

3 Smámynd: Svavar Guðnason

Maðurinn gat ekki sagt frá hvernig hann kom til landsins, var með nokkur vegabref  og Frakkar kannast við kauða undir 3 eða 4 nöfnum. Þetta er allt mjög traustvekjandi. Málið er sára einfalt úr landi með kauða strax.

Svavar Guðnason, 11.5.2009 kl. 18:42

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Halli ríkissjóðs??

Það er ekkert verið að fara fram á annað en að við tökum á svona málum á betri hátt Viðar

Kræst...halli ríkissjóðs.

oj

Heiða B. Heiðars, 11.5.2009 kl. 20:12

5 identicon

Maðurinn er búinn að vera hér í tvö ár að bíða eftir að fá hæli og væntanlega ríkisborgararétt í framhaldi af því, af hverju hefur hann ekki nýtt tímann í að læra tungumál þjóðarinnar sem er búin að fæða hann og klæða í þessi tvö ár, þjóðarinnar sem hann þráir svo heitt að fá að tilheyra.

Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 20:19

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Torfi - Mansri eins og aðrir hælisleitendur eru geymdir í Njarðvík og eiga ekki góð tök á að komast á námskeið til Reykjavíkur, því hann fær aðeins 2500 krónur á viku til framfærslu. Hann sagði mér reyndar að honum hefði verið boðið á íslensku námskeið sem hann hefur sótt einu sinni í viku í Reykjanesbæ. Hann á því miður enga íslenska vini og getur því lítið æft sig á því að tala tungumálið. Af hverju gerist þú ekki bara stuðningsaðili fyrir hann og kennir honum að tala íslensku - ég er alveg viss um að hann myndi glaður taka því tilboði.

Birgitta Jónsdóttir, 11.5.2009 kl. 20:38

7 identicon

bara vona að þið borgarafólk beitið ykkur af sömu ákefð að málefninum íslenskra ríkisborgara í framtíðinni.

skjalborgin og allt það þið munið..

Ari (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:04

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hera Ósk Einarsdóttir félagsráðgjafi skrifaði ágæta grein í MBL föstudaginn 8/5 s.l. undir heitinu "Aðstæður hælisleitenda á Íslandi"

Þessi grein er skyldulesning fyrir alla sem er annt um aðbúnað hælisleitenda.

Kolbrún Hilmars, 11.5.2009 kl. 23:01

9 identicon

Liggur ljóst fyrir hvað þessi ágæti maður er að flýja?

Hvað bíður hans í Alsír og hvers vegna?

marco (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 23:47

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Er ekki grundvallaratriði að vita hver maðurinn er, kom hann ekki með mörg fölsk vegabréf?  Kannski er hann eftirlýstur í heimalandinu fyrir glæpi..  Svo er náttúrulega nauðsynlegt að gagnrýna vinnubrögð Útlendingastofnunarinnar.  Enginn á að þurfa að bíða í mörg ár eftir úrskurði.  Ísland má aldrei verða skjól óþekktra kannski stórglæpamanna.  Mér finnst að það þurfi að fara varlega í þessi mál, en samt úrskurða fljótt og vel. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.5.2009 kl. 01:16

11 identicon

Sammála Jónu Kolbrúnu hér að ofan.

Fólk þarf að vera aðeins meira gagngrýnið á þetta mál en það er.  Það er nefnilega spurningin, af hverju var hann að koma hingað? 

Hefur hann eitthvað að fela? 

Getur verið að hann tilheyri Alsírskum hryðjuverkasamtökum sem berjast gegn stjórnvöldum þar í landi? 

Er maðurinn etv. Al-Qaida liði sem er að komast í skjól hingað til að geta skipulagt hryðjuverk úti í heimi í ró og næði hérna uppi á Íslandi?

Eða er maðurinn kannski alsaklaus flóttamaður?

Þetta verður að rannsaka.  Aðalatriðið er; AF HVERJU VAR MAÐURINN AÐ FLÝJA? - og telst hann þá til "eðlilegs" flóttamans eður ei?  Í framhaldi af því þarf að úrskurða í máli hans eins fljótt og mögulegt er.

Einar Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 09:23

12 Smámynd: Valur Kristinsson

Sammála Jónu Kolbrúnu og Einari Brjáni.

Nú ætla allir hælisneytendur að fara í hungurverkfall því það virðist eina ráðið til að fá hér hæli, sérstaklega ef þessi eini maður sem er langt kominn með að drepa sig kemst upp með að það verði látið undan hans vilja.

Sannleikurinn er sá þessi maður hefur ekki ennþá getað eða viljað gera grein fyrir sjálfum sér.

Þór Saari, það eru til reglur og lög um þessi mál og eftir þeim verður að fara.

Valur Kristinsson, 12.5.2009 kl. 10:57

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eftir því sem mér hefur skilist tekst fáum að flýja ógnarstjórnir nema með fölsuðum vegabréfum...kannski að það sé skýringin á því hvers vegna hælisleitendur eru oft með fölsuð skilríki/vegabréf. Við skulum vona að við sjálf þurfum ekki að vera upp á náð og miskunn annrra í heiminum komin þegar okkar eigin gestrisni gagnvart fólki í neyð er af svo skornum skammti. Held að íslendingar geri sér oft ekki grein fyrir úr hversu skelfilegum aðstæðum sumt fólk er að koma...getum ekki sett okkur í þau ógnarspor. Staðreyndin er sú að aðbúnaður hælisleitenda er fyrir neðan allar hellur og það þarf að laga.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.5.2009 kl. 11:34

14 identicon

Þór 

Þakka þér fyrir að taka málstað þessa manns. 

Einhvern veginn held ég að landsbyggðin taki betur á móti útlendingum og að það sé auðveldara fyrir þá að aðlagast þar.  Væri ekki hægt að koma upp stuðningshópi sem tæki þennan mann að sér og aðstoðaði hann við að koma undir sig fótunum og að aðlagast íslensku samfélagi.

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 12:59

15 identicon

Ef menn geta ekki svarað því hvað maðurinn er að flýja, þá er alveg ótækt að taka málstað hans.

Er þetta aðaláhyggjumál nýrra þingmanna í dag?

Maður fer bara að sakna Geirs og Ingibjargar.

marco (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 11:54

16 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það sem væri hægstæðasta fyrir Island væri hrient og beint að banna flóttamenn og hælisleitendur,

Það er  svo gífurleg efnahagskreppa að ríkið getur varla séð um Íslendinga hvað þá útlendinga

Alexander Kristófer Gústafsson, 13.5.2009 kl. 22:11

17 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Sjálfkraft nei við flóttamönnum og hælisleitendum mundi spara tíma og pening hjá útlendingastofnuninni

Alexander Kristófer Gústafsson, 13.5.2009 kl. 22:12

18 identicon

Sumar af þeim sögum sem koma með svona fólki eru svo ótrúlegar að mér skilst að það er enginn leið að fá þær staðfestar.  Margir hælisleitendur eru því að sigla hingað undir fölsku flaggi, e.t.v. frá öðru Shengen ríki og reyna í lengstu lög að komast ekki til síns upprunalands. 

M.v. ganginn í útlendingastofnun, þá voru yfir 40 manns á Fitjum þegar Haukur tók við, en núna eru 3.  Þessi sem er að svelta sig, til að mótmæla, á skv. öllu að skila inn eigin greinargerð og rökstuðningi.  Þ.e.a.s. hans eigin lögfræðingur.  Er hann þá í mótmælasvelti yfir því að hans maður er ekki að standa sig, eða er það vegna þess að það getur enginn staðfest þá sögu sem hann er búinn að segja?

Mér persónulega finnst eðlilegt að við reynum að veita heiðarlegu og trúverðugum kandítötum hæli, eins og kostur er.  Lukkuriddara, lygara og loddara þurfum við ekki. 

Árni (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 23:11

19 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Katrín Snæhólm! Það er munur á því hvort að viðkomandi þarf að fá falsað vegabréf til að komast út úr landi eða hvort að viðkomandi er með fölsuð vegabréf í dúsínum undir dýnunni sinni og lýgur út í eitt að lögreglunni og ekki er það síður skrítið að löggan í Frakklandi þekkir hann undir þremur nöfnum, bara burtu með hann, látum ekki þekkja okkur fyrir að taka við hverju sem er.

Enn ég er sammála því að það á ekki að taka 2 ár að klára svona mál, en hann og hans lögmaður hafa nú ekki flýtt fyrir jú ég heyrði einhversstaðar að mál hans hafi gleymst sem er hið versta mál.

Um leið og sá fyrsti nær að koma fram vilja sínum  með einhverjum hótunum eða gerðum þá bara einfaldlega "nauðga" okkur fleiri. Bara heim með hann áður en hann deyr það er ódýrara en að senda hann í fragt. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.5.2009 kl. 21:12

20 identicon

Það, að hér skuli kommentera fólk um að það viti ekki undan ofsóknum hvers Mansri er að flýja, segir meira en mörg orð um fréttaflutninginn af þessu máli. Eini fjölmiðillinn sem mér vitanlega hefur talað við Mansri sjálfan er Nei. Þar kemur m.a. fram að það er hryðjuverkahópur Salafista, tengdur Al Kaída, sem vill hann feigan. http://this.is/nei/?s=mansri

Og eins það að Mansri var ekki á leið til Íslands, hann millilenti hér á leið til Kanada, þar sem hann ætlaði að sækja um hæli. En var semsagt handtekinn í Keflavík. 

Þar kemur t.d. líka fram, löngu áður en því var 'skúbbað' í öðrum fjölmiðlum, að hann geti vænst allt að tveggja ára fangelsi í diktatúrríkinu Alsír ef hann fer aftur þangað. 

Högni heldur því fram að maðurinn "ljúgi út í eitt" að lögreglunni. Mér þykir ansi stórt upp í sig tekið, ekki síst ef Högni er ekki sjálfur viðriðinn málið sem starfsmaður annað hvort lögreglunnar eða útlendingastofnunar. 

Bjarki (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 20:00

21 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Bjarki! Ég er sammála að það á ekki að taka tvö ár að fara í gegnum mál eins einasta mans í þessari stöðu, en afhverju sagði maðurinn ekki lögreglunni að hann væri með fölsuð vegabréf og afhverju er hann þektur undir að minnstakosti þremur nöfnum hjá lögreglu í Fraklandi?

Afhverju þurfti lögreglan í Reykjanesbæ að gera áhlaup á húsið sem hann dvelur í?

Í hugum margra er það af því að hann lýgur út í eitt, það stemma ekki sögurnar hans og lögreglunnar í Fraklandi og það kom í ljós að það var hann sem laug því að hann var með fölsuð vegabréf og það fleiri en eitt.

Bjarki! Ef að við ætlum að hlaupa upp um hálsin á öllum útrlendingum með endalaust útlendinga snobb þá fer þetta ílla, ekki bara að hér komi flóttamenn á færiböndum sem af mjög mismunandi ástæðum hafa tekið ákvörðun um að flýja, sumir örlög sem þeir einfaldlega unnu til eins og þessi maður sem á yfir höfði sínu tveggja ára fangelsi, heldur í ofan á lag verðum við komin í ESB áður en við vitum af og ég skal segja ykkur Bjarki og Þór að ég dauðsé eftir atkvæði mínu til handa Borgarahreyfingunni eftir að það fór að kvisast út að Borgarhreyfingin væri farin að daðra við SF, þetta hugnast mér ekki og heldur ekki mörgum kjósendum hennar sem vildu sjá Borgarahreyfinguna vinna á Alþingi frjáls og óháð og fylgja eftir sannfæringu sinni en ekki byrja kjörtímabilið á því að láta Samfylkinguna taka sig í görnina.

Það er ekki ætlun SF að fá einhvern samning til að láta þjóðina kjósa um það er ætlun SF að fara í ESB og það hvað sem það kostar.

Ég er heldur ekki sáttur við svona upphrópanir ,,Því mun ekki verða tekið þegjandi og hljóðalaust á þinginu ef Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneytið gefa þessum manni ekki vonina á ný, er ekki rétt að fá niðurstöður útlendingaeftirlits áður en farið er að hóta henni og taka svo bara til hendinni þegar á þarf að halda, en það verður ekki gert því að Borgarhreyfingin seldi sig, ódýrt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.5.2009 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband