Tannheilsa barna

Þetta er enn eitt dæmið um það að markaðsaðferðir gagnast ekki þegar kemur að heilbrigðismálum.  Þessi mál eru einfaldlega þess eðlis að venjuleg líkön hagfræðinnar ná ekki utan um þau nema að mjög takmörkuðu leiti og alls ekki þegar kemur að einhverjum raunhæfum lausnum.

Gott dæmi um það öngstræti sem þessi blessaða fræðigrein mín í er komin er í nýjasta tölublaði Læknablaðsins þar sem er ritstjórnargrein eftir "heilsuhagfræðing" við Háskóla Íslands.  Sú grein er nánast óskiljanlegt þvaður og alveg ótrúlegt af virtu riti eins og Læknablaðinu að birta slíkt, nema um einhvers konar síðbúið apríl gabb sé að ræða.  Ótrúleg lesning sem ritstjórar Læknablaðsins ættu nú að svara fyrir.

 


mbl.is Sofna ekki án verkjalyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framtak hjálparvaktar tannlækna er aðdáunarvert.

Mig langar að benda á blogg mitt um þetta efni, hugsanlega eru til framsýn fordæmi til að fara eftir.

http://issi.blog.is/blog/issi/entry/874192/

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 10:20

2 identicon

Sæll Þór.

Skil ekki alveg hvað þú ert að fara með færslu þinni um að  "markaðsaðferðir gagnast ekki þegar kemur að heilbrigðismálum". Sú ákvörðun ríkisins að taka ekki þátt í að greiða fyrir tannlæknaþjonustu hefur ekkert með markaðsaðgerðir að gera. Þar er hins vegar á ferðinni pólitísk ákvörðun sem varðar tannheilsu barna og kemur verst við þá sem minna hafa á milli handanna.

Um grein heilsuhagfræðingsins vil ég hvetja þig til þess að fjalla málefnalega ef þú hefur getu til. Þannig væri, fyrst þú gerir hana að sérstöku umtalsefni í bloggi þínu, málefnalegt að benda á hvað í greininni er óskiljanlegt þvaður sem er ósómi af Læknablaðinu að birta. Ef þú myndir t.d. með málefnalegum hætti benda á, og í krafti þinnar hagfræðiþekkingar sem þú gerir að umtalsefni í bloggi þínu, hvað í þessari grein er ótrúleg lesning, gera  ritsjórum Læknablaðsins auðveldara að svara gífuryrðum þínum um "heilsuhagfræðinginn" og ritstjórnarstefnu Læknablaðsins.

Ég er hins vegar í grundvallaratriðum ósammála fullyrðingum þínum um að líkön hagfræðinnar nái ekki utan um hvað gerist þegar ríkið hættir að niðurgreiða heilbrigðisþjónustu til borgaranna. Þau líkön og þekking okkar á heilbrigðismálum almennt sýna með skýrum hætti að það bitnar verst á þeim sem minna mega sín og lægri tekju-og þjóðfélagshópar búa við lakari heilsu en almennt er.  Ég ítreka að það hefur barasta nákvæmlega ekkert með markaðsherferðir að gera.

Ari Matthíasson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:02

3 Smámynd: Þór Saari

Sæll Ari.

Sú ákvörðun að láta einkageirann alfarið sjá um tannviðgerðir (og aðra heilbrigðisþjónustu ef því er að skipta) er einmitt pólitísk ákvörðun um að láta markaðinn, þ.e. framboð og eftirspurn, sem ræðst af verði, ráða málunum.

Hvað varða greinina í Læknablaðinu þá þarf einfaldlega eitthvað miklu meira (eða annað) en hagfræðiþekkingu til að skilja hvert "heilsuhagfræðingurinn" er að fara.  Sem hagfræðingur hef ég að sjálfsögðu kynnt mér ýmislegt varðandi þessa undirgrein og hér er hagfræðin einfaldlega eitt dæmið um það að tiltekin fræðigrein færist of mikið í fang og reynir að gína yfir einhverju sviði samfélagsins sem fræðigreinin ræður ekki við, þ.e.a.s. ef hún vill koma frá sér einhverjum vitrænum niðurstöðum.

Þór Saari, 11.5.2009 kl. 17:59

4 identicon

Sæll Þór.

Takk fyrir svar þitt sem gefur tilefni til andsvara.

Hin pólitíska ákvörðun um að greiða ekki fyrir t.d. tannviðgerðir barna tengist ekki því hver veitandinn eða viðgerðaraðilinn er. Þannig snýr hún ekki að markaðsvæðingu. Hún snýr að hver greiðir og er því um aðgengi. Ef ríkið greiðir fyrir tannviðgerðir barna þá má veita þá þjónustu með tvennum hætti: Á vegum ríkisins eða á vegum einkaaðila. Þannig ætti í raun ekki að skipta neinu hvort einka-eða opinber aðili veitir sé greitt fyrir eftir sem áður. Hitt er annað mál og ég er viss um að við erum sammála um það að markaðs-og einkavæðing í heilbrigðiskerfinu getur verið mjög varasöm og oft orðið til þess að hópar verði útundan.

Heilsuhagfræðin er þér hugleikin og þú viðrar ákveðnar efasemdir um þá fræðigrein sem mér skilst af bloggi þínu sé að færast of mikið í fang. Nú væri ágætt að fá dæmi um slíkt frá þér.

Um grein Tinnu í Læknablaðinu:

Nú gat ég lesið út úr téðri grein í Læknablaðinu að höfundurinn vill að heilbrigðisþjónustan sé bæði árangursrík og hagkvæm. Er það óskiljanlegt þvaður?

Höfundurinn ræðir þá staðreynd að fleira veiti okkur velferð og ánægju en heilsa og því sé réttlætanlegt að setja hömlur á kostnað í heilbrigðiskerfinu.  Þetta verði gert með því að samþætta kröfur um gæði og kostnað. Það sé viðfang hagfræðinnar. Er þetta sá þvættingur sem er slík ótrúleg lesning að ritsjórar Læknablaðsins hljóta að vera krafðir svara?

Og örstutt um heilsuhagfræði almennt: 

  • Þess er almennt krafist að heilbrigðisþjónusta sé ekki bara árangursrík
  • Virði þess sem fæst fyrir þau verðmæti sem varið er til þjónustunnar ætti líka að hámarka
  • Þess vegna er heilsuhagfræði mikilvæg við ákvarðanatöku í heilbrigðisgeiranum

Heilsu framleiðum við þó ekki einungis með hefðbundinni helbrigðisþjónustu. Þess vegna skoða heilsuhagfræðingar einnig aðra þætti:

  • Heilsuhegðun
  • Samfélagslega áhrifavalda heilbrigðis

Ari Matthíasson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 18:58

5 identicon

Tinna segir á einum stað  "fleira veiti okkur velferð og ánægju en heilsa".
Ég skil engan veginn hvernig þetta kemur efni greinarinnar við ef að hún á að fjalla um að "heilbrigðisþjónustan sé bæði árangursrík og hagkvæm".
Ég get ekki séð út úr þessu að hún sé að tala fyrir því að heilbrigðisþjónustan þurfi að vera árangursrík. Þvert á móti gerir hún lítið úr mikilvægi heilsu.
Að sama skapi finnst mér greinin tala niður til heilbrigðisstarfsfólks sem er í stöðugum hagræðingum hvort sem er í góðæri eða harðindum.
"Ég er þeirrar „óvenjulegu“ skoðunar að rekstur eigi að vera hagkvæmur jafnt í góðæri sem í harðæri." Hreinn og beinn dónaskapur að orða þetta svona.
Ekki að það sé neitt slæmt við hagræðingar. En hún er ekki fyrirbæri sem það heilbrigðisstarfsfólk sem ég hef kynnst þekkir ekki.
Hún virðist heldur ekki átta sig á því að heilbrigðisstarfsfólk stendur oft frammi fyrir því að hugsa um hvort eitthvað sé cost-effective eða ekki og hún skal ekki voga sér að halda að þetta sé ekki eitthvað sem er haft í huga. Þetta er t.d. ein meginforsenda þess að hafnar eru bólusetningar og skimanir f ákveðnum sjúkdómum.


Már Egilsson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband