Kosningar og Kraginn

Niðurstaða skoðanakönnunar Stöðvar 2  um 10,2% prósenta fylgi Borgarahreyfingarinnar í SV kjördæmi eða Kraganum svo kallaða, kom nokkuð á óvart en samt bendir hærra hlutfall svarenda en áður (72%) til þess að kannanir séu að verða marktækari.

Þetta eru ánægjulegar fréttir fyrir okkur í Borgarahreyfingunni og vonandi verður niðurstaðan sú að í þessum kosningum verði Sjálfstæðisflokknum hafnað.

Það hefur verið skoðun mín að vegna hrunsins sem er að mestu á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og vegna meintra spillingartengsla þess flokks sé sjálfsagt mál að hann fái frí frá landsstjórninni og hefði í raun yfirhöfuð ekki átta að bjóða fram.

Það er og sjálfsögð krafa að öllum þeim sem hafa verið í forystu flokksins undanfarin ár, þ.m.t. ÞKG, verði skipt út. Prófkjörin voru ekki fær um það, Landsfundur var ekki fær um það, en kjósendur á laugardaginn munu vonandi gera það.

Það er og verður þörf fyrir stjórnmálaflokk sem stendur fyrir þau borgaralegu gildi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir. Hann hefur hins vegar borið langt af leið og mun ekki rétta af kúrsinn með núverandi frambjóðendum.

Þess vegna er um að gera að gefa Sjálfstæðisflokknum kost á að taka rækilega til í sínum ranni með því að senda þeim ótvíræð skilaboð í kosningunum.

Ísland mun ekki hrynja þótt Sjálfstæðisflokkurinn verði utan ríkisstjórnar um hríð, þvert á móti sendir það jákvæð skilaboð til alls almennings og til umheimsins að íslendingum líki ekki það sem gerst hefur og að þeim sé alvara með það að hér á landi verði gerðar þær grunvallarbreytingar sem svo mikil þörf er á.

Atkvæði greitt öðrum mun því hjálpa Íslandi.

Með bestu kveðju og óskum um gleðilegt sumar.

Þór Saari


mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Nú þekki ég þig ekki neitt eða neinn í X-O annan en Þráinn og mér finnst hann málefnalegur, skemmtilegur og hnyttinn. því ætla ég að vernda atkvæði mínu í kross og afhenda ykkur það, vinsamlegast farið vel með það og þið verðið án efa sigurvegarar í þessum kosningum, finn það á mér og fylgist vel með í netheimum og það virðist þið vera að fá mikið fylgi.

Sævar Einarsson, 24.4.2009 kl. 10:37

2 identicon

Kjósa allt annað en D segiru, einn af þeim sem kennir D um allt sem miður fór.  Það er barnalegt og alls ekki rétt.  Fáránlegt í raun.  Eg vona að fólk sem kaus Sjálfstæðisflokk og hefur látið blekkja sig yfir í annað og verra HUGSI á kjördag.  Hugsi rökrétt og sjái til þess að flokkurinn haldi styrk.  Hann fer ekki í stjórn en kannanir sýna 22% en vona að hann fari í 26-29%..auðvitað sýpur hann seiðið af mistökum sínum sem við viðurkennum en af hverju er samfylking stikkfrí?? Áróður gegn Sjálfstæðisflokknum er mikill og þær lygar sem honum fylgja eru ógeðfelldar.

Baldur (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Baldur, það heitir kosningaóhróður(áróður) og flokkarnir keppast um að finna óhreint mjöl í pokahorninu hjá hinum, svona nokkurskonar sandkassaleikur og gleyma að kynna hvað þeir hafa áorkað í gegnum tíðina.

Sævar Einarsson, 24.4.2009 kl. 11:20

4 Smámynd: B Ewing

Miðað við ritstíl Baldurs myndi ég giska á að hann sé af þeirri kynslóð sem þekkir ekki annað en SjálfstæðisFLokkinn við völd og óttast breytingar eins og pestina.

Atkvæði mitt fer á góðan stað*, þið megið treysta því. 

*SjálfstæðisFLokkurinn telst ekki til góðra staða, bara svo það sé á hreinu...

B Ewing, 24.4.2009 kl. 15:11

5 identicon

Frábær talsmaður fólksins Þór Saari.  Áfram XO

Kolla (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband