ESB, kjarkleysi og þröngsýni

Stefna Borgarahreyfingarinnar í Evrópumálum er að ekki sé hægt að taka afstöðu til málsins nema að undangengnum aðildarviðræðum.  Að þeim loknum mun aðildar samningurinn verða kynntur öllum landsmönnum með beinum kynningum um allt land og með víðtækri umræðu og fjölmiðlaumfjöllum í allt að sex til tólf mánuði ef með þarf.  Að þeirri kynningu lokinni yrði svo samningurinn borinn undir þjóðaratvæði.

Þetta er skynsöm leið og í raun eina færa leiðin ef menn yfirhöfuð hafa áhuga á að velta fyrir sér framtíðarkostum Íslands og taka raunhæfa afstöðu til þeirra.

Sú stefna einangrunarsinnana í Heimsýn og fjölmargara annarra svo sem Sjálfstæðisflokksins einkennist af hræðslu við umheiminn og hræðslu við að treysta fólkinu í landinu og er í alla staði ólýðræðisleg.  Sá fyrirsláttur Sjálfstæðisflokks að það þurfi fyrst að kjósa um aðildarviðræður er ömurleg birtingarmynd kjarkleysis þeirra sem ekki einu sinni þora að viðurkenna að þeir hafi skoðun á móti ESB.

Sú stefna Samfylkingar að hér muni allt lagast við ESB aðild er hins vegar einhvers konar óskhyggja og sú ofuráhersla sem Samfó leggur á ESB er varasöm því í ákafanum er auðvelt að sjást ekki fyrir og fórna um og hagsmunum Íslands.

Þröngsýni, hroki, hræðsla og óskhyggja eru ekki vænleg tól í þeirri mikilvægu umræðu sem framundan er um framtíð Íslands.

Þar eru varfærni, róttæk skynsemi og kjarkur, þar sem öllum steinum er velt við, nauðsynleg ef íslendingum á einhvern tíma takast að byggja hér upp mannvænt og upplýst samfélag þar sem önnur gildi en græðgi, feluleikur, og valdhroki ráða ríkjum.

Með því að kjósa Borgarahreyfinguna á morgun er hægt að leggja eitthvað af mörkum til þess að framtíð okkar og barna okkar verði ekki leiksoppar stjórnmálafla, þ.e. þingmanna, sem alla tíð frá lýðveldisstofnun hafa gróflega misnotað það vald sem almenningur hefur framselt til þeirra í kosningum í þeirri góðu trú að þeir bæru almannahag fyrir brjósti.

Höfum eftirfarandi í huga:

"Til er sú afstaða sem virðir allan fróðleik að vettugi, hunsar öll rök og festir manninn ætíð í kviksyndi fáviskunnar ævina á enda.  Þetta er sú afstaða að vera á móti einhverju án þess að hafa kynnt sér það."

-HERBERT SPENCER


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

í stuttu máli sagt. fara í viðræður án allra markmiða og án þess að þjóðin fái neitt um það að segja og vona það besta. 99% af samningnum liggur fyrir. þetta 1% er það sem við fáum tímabundnar undanþágur til að aðlagast reglum ESB.

Við fáum ekki undaþágu frá stofnsáttmálum ESB. það er svona svipað líklegt og að ég fengi undanþágu frá KSÍ um að ég væri aldrei rangstæður og mætti taka boltan með höndum allstaðar á vellinum. 

Fannar frá Rifi, 24.4.2009 kl. 10:12

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Upplýsta ákvörðun er ekki hægt að taka fyrr en nægilegar upplýsingar liggja fyrir.  Hræðsla byggist fyrst og fremst á skorti á upplýsingum.  Þetta ættu allir menn að skilja sama hvar þeir raða sér í flokka.

Gangi ykkur vel á morgun.

Marinó G. Njálsson, 24.4.2009 kl. 10:12

3 Smámynd: Þór Saari

Takk fyrir Marinó.

Því miður eru margir ennþá strandaðir á Rifi vanþekkingar þar sem skilningurinn nær ekki út fyrir ramma afþreyingar, en við björgum þeim í land með tímanum.

Þór Saari, 24.4.2009 kl. 10:23

4 identicon

Auðvitað eru stór atriði varðandi aðildarskilmála Íslands næstu 10-15 árin sem sem ekki yrðu ljós án þess að fara í samninga. Nákvæmlega hvernig sérstöðuviðurkenningu í landbúnaðarmálum við fengjum er dæmi og ekki er hægt að útiloka það með öllu að við fengjum undanþágur í sjávarútvegsmálum eða þá tryggingu fyrir því að reglan um hlutfallselagn stöðugleika gildi til framtíðar (né heldur er hægt að útiloka það með öllu að geimverur leynis meðal okkar en það er ansi ólíklegt).

En langstærsta hluta aðildarskilmála er hægt að sjá fyrir núna. Við vitum t.d að við munum þurfa að gerast aðilar að tollabandalaginu sem felur t.d í sér verulega hækkun á tollum á íslenskum sjávarafurðum til markaða utan Evrópusambandsins. Við munum þurfa að gerast aðilar að sameiginlegri skattastefnu bandalagsins þegar Lissabon samningurinn gengur í gildi hvernig svo sem hún kann að verða útfærð í Brussel. Atkvæðavægi Íslands í hinum ýmsu ráðum og nefndum liggur nokkurn veginn fyrir.

Annað sem liggur fyrir er saga Evrópusamrunans. Evrópusambandið er í stöðugt að breytast og yfirleitt í átt til aukinnar miðstýringar.

Er það semsagt afstaða Borgarahreyfingarinnar að allt í öllu því sem við vitum nú þegar um aðild sé ekkert sem er óásættanlegt? 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband