23.4.2009 | 12:41
Sjálfstæðisflokkurinn í Kraganum (SV kjördæmi)
Niðurstaða skoðanakönnunar Stöðvar 2 í gær um 10,2% prósenta fylgi Borgarahreyfingarinnar í SV kjördæmi eða Kraganum svo kallaða, kom nokkuð á óvart en samt bendir hærra hlutfall svarenda en áður (72%) til þess að kannanir séu að verða marktækari. Þetta eru ánægjulegar fréttir fyrir okkur í Borgarahreyfingunni og vonandi verður niðurstaðan sú að í þessum kosningum verði Sjálfstæðisflokknum hafnað.
Það hefur verið skoðun mín að vegna hrunsins sem er að lang mestu á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og vegna meintra spillingartengsla þess flokks sé sjálfsagt mál að hann fái frí frá landsstjórninni og hefði í raun yfirhöfuð ekki átta að bjóða fram í komandi kosningum.
Það er og sjálfsögð krafa að öllum þeim sem hafa verið í forystu flokksins undanfarin ár, þ.m.t. varaformanninum ÞKG verði skipt út. Prófkjörin voru ekki fær um það, Landsfundur var ekki fær um það, en kjósendur á laugardaginn munu vonandi gera það.
Það er og verður þörf fyrir stjórnmálaflokk sem stendur fyrir þau borgaralegu gildi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir. Hann hefur hins vegar borið langt af leið og mun ekki rétta af kúrsinn með núverandi frambjóðendum. Þess vegna er um að gera að gefa Sjálfstæðisflokknum kost á að taka rækilega til í sínum ranni með því að senda þeim ótvíræð skilaboð í kosningunum.
Ísland mun ekki hrynja þótt Sjálfstæðisflokkurinn verði utan ríkisstjórnar um hríð, þvert á móti sendir það þau jákvæðu skilaboð til alls almennings og til umheimsins, að íslendingum líki ekki það sem gerst hefur og að þeim sé alvara með það að hér á landi verði gerðar þær grunvallarbreytingar sem svo mikil þörf er á.
Atkvæði greitt öðrum í þessum kosningum mun því hjálpa Íslandi.
Með bestu kveðju og óskum um gleðilegt sumar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eins og talað út úr mínum munni .
Áfram xO
Kolla (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 12:52
Vel mælt, háttvirtur þingmaður.
Friðrik Þór Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 12:53
Hvert er þitt erindi á þing? Athugaðu að það er ætlast til annars en að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn, þegar menn sitja á þingi.
Þú verður að fara að spá í þetta því að eftir ca. 60 klst verður þú þingmaður. Hvað gera Danir þá?
Orri Björnsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:45
Sælir Orri og Kreppukall.
Þetta er eitt af því sem okkur hugnast ef við komumst á þing, þ.e. að breyta starfsháttum þingmanna úr að vera pólitísk yfirstétt í það að vera almenningur og tala mannamál. Hátt- og hæstvirtur verður afnumið sem og þessi fáranlega hálsbindaskylda. Þingmaður Þór, félagi, kollegi, ágæti eða hvað svo sem er annað en yfirstéttatitlatogið. Eins með þessi löngu frí, vonandi tekst okkur að stytta þau. Hér fyrir ofan er ég einmitt að tala vel um Sjálfstæðisflokkinn, það að þeir hafi grafið sína eigin gröf þýðir hins vegar ekki að mér beri skylda til að hífa þá upp. Við erum ekki og viljum ekki vera eins og hinir og vonandi fáum við kröftugt aðhald frá okkar stuðningsmönnum til þess að vera áfram venjulegt fólk. "Háttvirtur þingmaður", ég endurtek, ÚFFFFF!!!!!
Þór Saari, 23.4.2009 kl. 14:21
Heyr heyr
Baldvin Jónsson, 23.4.2009 kl. 15:46
Góðann daginn.
Magnús Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:48
Er það ekki mjög raunhæfur kostur að VG, XB og XO nái meirihluta eftir kosningar. Það gæti verið hvati til þess að kjósa XO þar sem VG er búið að útiloka sjálfstæðisflokkin og samfylkinginn vill bara sjá ESB. Væri með þessu ekki hægt að setja á ríkisstjórn án aðkomu þessara flokka og auðveldara ætti að vera hægt að komast að stjórnarsáttmála heldur en milli VG og samfó eða sjálfstæðismanna.
Þessi möguleiki gæti flutt atkvæði til XO frá þeim vilja ekki sjá hreina vinstri stjórn eða stjórn með sjálfstæðismönnum
Magnús Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:53
Ríkisstjórn VG, XB og XO? Það er teljandi á fingrum annarrar handar hvað VG og XB eiga sameiginlegt en aldrei að vita hvað Framsóknarmenn eru tilbúnir til að kyngja miklu til að komast aftur í kjötkatlana.
Sigurður Hrellir, 23.4.2009 kl. 16:15
B,O,V stjórn yrði góð. Bisnissvit, réttlæti og kærleikur. Síðan getur þóðin kosið um ESB, Helguvík, verðtryggingu, niðurfellingu skulda etc. í beinum kosningum.
Doddi D (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.