26.3.2009 | 09:09
Ríkisstjórnin og lýðræðið
Glöggt virðist vera að koma fram hversu lýðræðistal Samfylkingar og Vinstir Grænna er bara innantómt hjal og jafnvel hræsni. Samstaða - bandalag grasrótarhópa var með borgarafund um persónukjör í Iðnó þann 26. febrúar þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins var sá eini í pallborði stjórnmálamanna sem var alfarið á móti persónukjöri. Ekki gat hann fært nein málefnaleg rök fyrir máli sínu en þrástagaðist við það að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki persónukjör. Á þeim fundi kom fram að með nánast óendalegum lagateyginum var hægt að nefna að það þyrfti 2/3 hluta þingsins til að samþykkja persónukjör þó það sé hverjum sæmilega læsum augljóst að það þarf ekki. Þetta var hins vegar hálmstráið sem augljóst var að stjórnarflokkarnir ætluðu að grípa til að stöðva persónukjörið.
Nú segist Jóhanna Sigurðardóttir vera komin með "álit" frá þinginu um að þennan aukna meirihluta þurfi. Hver samdi það álit og hvar er það?
Það þarf 2/3 hluta segir Jóhanna. Ef eitthvað þarf þá er það að sjálfsögðu að það þarf að senda þetta þing heim og að því verði haldið heima. Sitjandi Alþingimenn sem 87% þjóðarinnar bera ekki traust til hefur ekkert að gera inn í Alþingishúsinu, það er einfaldlega vanvirða við þinghúsið og þjóðina.
Nú er það sama komið upp með stjórnlagaþingið. Höfundur mætti á fund Sérnefndar um stjórnarskrármál í gær sem fullrúi Samtaka um lýðræði og almannahag og var það einhver ömurlegasta upplifum sem hugsast getur. Ekki einn einasti nefndarmaður hafði minnsta áhuga á málinu. Þeir sem ekki voru niðursokknir í lestur voru geispandi eða fálmandi eftir einhverjum pappírum í tíma og ótíma. Greinilegt var að sjálf stjórnarskráin var aukaatriði í huga þeirra og breytingar á henni eru þeim ekki hugnanlegar. Fundurinn var greinilega til málamynda, nefndarmönnum til skammar og í "þingræðisríkinu" Íslandi skýrt dæmi um að þingræðið er ónýtt.
Vissar vonir voru bundnar um breytingar þegar Sjálfstæðisflokknum og Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu var skipt út fyrir Vinstri Græna og Jóhönnu. Þær vonir eru nú endanlega brostnar þar sem komið er í ljós að þau ætla sér ekki að sina almannahag frekar en fyrri ríkisstjórn.
Kosningar eru framundan, þetta alræði fjórflokksins verður að enda.
Lýðræðismálin verða eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eðlilega hafa þessir menn ekki áhuga á breytingum í lýðræðisátt enda myndu þeir missa vinnuna og það vilja þeir auðvitað ekki. Þess vegna eru næstu kosningar svo mikilvægar. Þær snúast í raun um það hvort hér verður mannvænt samfélag í framtíðinni eða samfélag fátæktar og örbrigðar og í framhaldinu landflótti.
Arinbjörn Kúld, 26.3.2009 kl. 12:57
Ríkisstjórnin eða fjórflokkurinn munu ekki gera neitt til þess að auka lýðræði í landinu. Ekki nema tilneydd. Flokksræði er þeirra ær og kýr. Og flokkshollir áhangendur.
Jóhanna Sigurðardóttir talar reyndar um að svo "virðist" sem 2/3 hluta atkvæð þurfi til að samþykkja frumvarp Samfylkingar, Vg. og framsóknar um persónukjör. Svona til þess að prófa sig áfram, sjá hvernig pöpullinn tekur þessu. Eru ekki búsáhöldin örugglega komin á Þjóðminjasafnið?
Enn og aftur: Ríkisstjórnin mun ekki gera neitt af viti nema hún sé barin til þess. Rannsókn sérstaks saksóknara er þar ljósast vitni.
Sá sem vann "álitsgerðina" um 2/3 hluta atkvæða heitir Ásmundur Helgason. Hann er yfirlögfræðingur Alþingis; aldrei heyrt það embætti nefnt áður. Hið merkilega við álitsgerðina er, að þar er greinin sem þarf að breyta fyrir persónukjör, 110 gr., felld undir 31. grein stjórnarskrár þótt kosningalögin sjálf tiltaki aðeins að greinar 107-108 eigi þar heima og þurfi 2/3 hluta atkvæða til að breyta.
Eg held það sé ekki ofsagt að niðurstaða yfirlögfræðings Alþingis sé byggð á lagakrókum. Álitsgerðn getur ekki verið lokaorðið í málinu.
Rómverji (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:50
Allt er betra , en íhaldið, það gerði ekki neitt, nema að skaffa áfengið ásamt framsóknarflokknum á fylleríi bankaræningjanna. Í besta falli kóaði með þeim og naut skammvinnra listisemda þeirra, á kostnað mín og annarra almennra borgara íslenskrar þjóðar. Hættið að væna Jóhönnu um óheiðarleika, þið vesælu menn , sem verjið ósamann.
Með vonum um nýja og heillvænlegri hugsun , fyrir land og lýð.
Kolbrún Bára
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.