Ísland, Norðurskautsleiðin og Kína

Á Vísi.is í dag er vitnað í lesendabréf Dr. Robert Wade við London School og Economics um Norðurskautsleiðina og hvernig opnun hennar gæti gagnast Íslandi sem umskipunarhöfn, sjá greinina hér

Þetta er merk athugun hjá Robert Wade sem ég tel einhvern merkasta hagfræðing heimsins um þessar mundir. Athugun hans byggir á því að kínverskum varningi verði umpakkað á Íslandi til flutnings til Evrópu vegna EES samningsins. Sama aðferð og viðgekkst með Hong Kong og viðskipti vesturvelda við þá nýlendu á sínum tíma (kalda stríðið) þegar vegna viðskiptabanns á Kína mátti ekki flytja inn vörur þaðan. Þetta gengur hins vegar ekki upp ef Ísland gengur í ESB eða ef ESB gerir fríverslunarsamninga við Kína.

Vörum verður nefnilega ekki umskipað á Íslandi "af því bara". Vegna mikils kostnaðar við umskipun og stærðar og hagkvæmni stóru hafnanna í Evrópu, Hamborgar, Rotterdam, Antwerpen o.fl. er slík að ólíklegt er að Ísland geti nokkurn tíma keppt við þær, nema sem viðskipaleg skiptistöð vegna EES.

Eins og staða er í dag er þó alveg eins líklegt að spá Roberts rætist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Búið að vera augljóst síðustu 25 ár, en íslenskir stjórnmálamenn eru þeir síðustu til að vakna til lífs og átta sig á framtíðarmöguleikum Íslands.  Framtíð Íslands er mjög björt, okkur vantar bara fleiri hæfa þingmenn með skýra framtíðarsýn fyrir landið.  Þú og fjöldi nýrra þingmanna á alþingi gefa okkur VON um gáfulegri vinnubrögð í framtíðinni.  Ég er í varastjórn Kínversk-íslenska menningarfélagsins, og ég hef síðustu 5 árin reynt bak við tjöldin að efla áhuga kínverja á okkar landi, enda sjá þeir sömu gríðarlegu möguleikanna tengt okkar staðsetningu eins og ég sé!  Ef ég verð virkjaður sem efnahagsráðgjafi hjá nýrri ríkisstjórn í sumar, þá fara að gerast góðir hlutir - en á meðan Samspilling er að þvælast fyrir með EB bullið sitt, þá gerist ekkert uppbyggilegt.  Málið er nú ekki flóknar en svo, við verðum að VIRKJA okkar hæfasta fólk, fara nýjar & gáfulegar leiðir.  Ég held í vonina.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 4.3.2010 kl. 10:06

2 identicon

Sæll, Þór Saari.

Ég hef bent á þetta í bloggfærslum mínum nokkru sinnum á síðasta ári og í byrjun þessa árs.

Og ég vill að athugað verði að Noregur, Færeyjar, Ísland , Grænland og Kanada gætum myndað sterkt bandalag.

Það eru engar smáauðlindir sem að þessar þjóðir ráða yfir og þær gætu myndað sterkt bandalag í framtíðinni  miklu frekar en...... ESB.

Og eins og þú segir : Norðurskautsleiðin og Kína !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 10:17

3 identicon

Sæll nafni

Það er langt síðan nokkrir mánuðir síðan ég gat þess í spám mínum að landið gerði viðskiptasamning við Kína í stað ESB og yrði umskipunarhöfn þeirra inn á Evrópu auk þess sem reyna mætti að fá lán hjá þeim með þessum skilmálum.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 10:47

4 identicon

Þessar hugleiðingar eru eldgamlar. Ég þekki þessar áætlanir frá því fyrir 1970, en þá var þegar fyrirséð að þessir möguleikar gætu opnast. Ég þekki hugmyndir héðan frá þessum tíma sem gerðu ráð fyrri að herinn á Miðnesheiði yrði ekki hér endalaust og stofna mætti Tollafríhöfn í aðstöðunn sem losnaði við brotthvarf hersins.

Þá var einmitt verið að reyna að samræma og undirbúa að Ísland gæti staðið utan við viðskiptabandalög, sem takmörkuðu hagsmuni okkar, vegna smæðar hagkerfisins og hættuna sem skapast þegar svona smá hagkerfi, eins og á Íslandi, blandast við hin stærri. Þessar hugmyndir komu fram á árunum fyrir 1970 -  Og hvað er einmitt að gerast í dag?  

Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 13:56

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það að gera bindandi samning við Kína er náttúrulega bilun. Kína er þjóðernissinnað, fasistiskt postkommúniskt alræðisríki sem hefur milljarða manna innan sinna vébanda. Það er óstabílt til framtíðar vegna nauðsynlegra samfélagslegra úrbóta. Mesta stórveldið í uppsiglingu næstu áratugina.

Mér finnst gott að lesa að þið berið ekki skynbragð á siðferði í stjórnmálum og framtíðarlausnum fyrir litla þjóð í norður íshafinu. Það útilokar að nokkuð af  því sem þið talið um hér verður framkvæmt af frumkvæði Íslendinga enda hafa þeir ekki burði til að halda upp um sig buxunum meðan verið er að kaupa axlabönd hjá AGS. Ef menn halda að við getum farið að umpakka drasli frá Kína til að smygla því inn í ESB í gegnum EES samninginn þá eru menn alveg að tapa sér. Evrópa er viðskiptaveldi með margra alda reynslu og hefðir og smartir íslendingar eiga að fara sér varlega í að ögra þeim. Það hefur þegar reynst dýrkeypt.

Evrópuhatrið sem brýst fram núna, sýnir að stjórnmálamenn einsog nefndur Saari, eru að daðra við krafta sem þeir munu aldrei ráða við og geta bara tapað fyrir ef það er ætlunin að þóknast þeim. Það er einog að gefa eftir fyrir hryðjuverkamönnum.

Gísli Ingvarsson, 4.3.2010 kl. 15:23

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

athugasemd mín,er á bloggsíðu minni.ieinarsson.blog.is

Ingvi Rúnar Einarsson, 4.3.2010 kl. 15:31

7 identicon

Sæll Þór, við erum nokkrir í byggingarverkfræðideild og tæknifræðideild H.R búnir að vera að skoða þetta mál, og út frá gefnum forsendum þá er gert ráð fyrir að smíða þurfi sérstyrkt skip til siglinga í gegnum ísinn. Til þess að að Umskipun verði sem hagkvæmust þá eru þau skip sem eru á teikniborðinu núna of djúprist til þess að hafnir sem þú telur upp að ofan geti tekið við þeim. Einnig þá eru þessi skip of hæggeng miðað við að þeim sé ætlað að sigla alla leið til Rotterdam frá Kína. Hugsunin er að það verði tvær umskipunarhafnir ein í vesturálfu t.d Ísland eða Noregur og ein í Austurálfu. Það hefur verið gerð mjög góð B.sc ritgerð um þetta mál hér í H.R og fjallar ritgerðin meðal annars um djúpristu þessara skipa og dýpt hafna í E.U og hugsanleg hafnarstæði í íslenskum fjörðum með tilliti til skjóls og dýpis. Annars að mínu mati þá er of lítið farið að hugsa um þetta á pólitískum vettvangi. Þetta eru vissulega möguleikar sem vert er að skoða. Skotar eru t.d í sömu hugleiðingum því jú þetta snýst ekki bara um siglingar frá Evrópu. Einnig frá Austurströnd Ameríku og Kanada.

Kv AÖ

AÖ (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband