AGS (IMF) og Plan B fyrir Ísland

Fluttum í dag þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin hefjist þegar handa við að undirbúa aðgerðaráætlun í efnahagsmálum sem verði án aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (Plan B).

AGS hefur farið mjög illa með mörg lönd og er á leiðinni með Ísland sömu leið. Krafist er gríðarlegs niðurskurðar í ríkisútgjöldum, skattahækkana á almenning og hás vaxtastigs.  Almenningur er kreistur inn að beini, það heitir að "færa skuldir að greiðslugetu" samkvæmt félagsmálaráðherranum Árna Páli Árnasyni og samflokksmönnum hans í Samfylkingunni, en þýðir einfaldlega að fólk neyðist til að ganga á lífeyrissparnaðinn sinn (sem ríkið fær um 40% af) til að komast yfir afborganir og matarinnkaup.

Ekki má heldur ráðast í neinar framkvæmdir af hálfu ríkisins en það má selja auðlindir til útlanda ("erlend fjárfesting" heitir það) eins og ekkert sé.

Það var áhugaverð umræða í þinginu um málið og athyglivert hvað enginn, ekki einn einasti, þingmaður frá ríkisstjórnarflokkunum var í salnum alla umræðuna.

Hvað um það, sagan mun dæma þá.  Tillagan er hins vegar hér og umræðan sjálf hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er dálítið fyndið að 1 ári eftir fall hrunríkisstjórnarinnar þá fyrst komi fram tillaga á Alþingi um endurskoðun á efnahagsáætlun sem Davíð Oddson, Geir Haarde og Árni Matt sömdu um við AGS. Er nema von að landsmenn upp til hópa hafi misst allt traust á stjórnmálamönnunum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.3.2010 kl. 00:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru allir sammála um að AGS hefur gengið erinda breta, Hollendinga og banktera hér og beitt okkur þvingunum og hótunum um að fallast á sjálfsmorðsklyfjar, sem okkur ber ekki að axla. Fyir svo utan blatant afskipti þeirra af innanríkismálum yfirleytt.  Ef menn er menn en ekki mýs á þingi, þá samþykkja þeir að henda þessu skrímsli út á hafsauga. Ég get lofað þér því að þjóðin er tilbúin í tímabundnar fórnir til að losna undan langvarandi kúgun. Sjálfur er ég fimmtugur og elska mitt land og er annt um framtíð þess. Ég á líklega ekki meira en 30 ár eftir, sem er skelfilega stutt, þegar maður hugsar til þess. Þann tíma vil ég ekki lifa í stöðnun og niðurlægingu fyrir óseðjandi græðgi þessarar vítsvélar sem bankakerfi herraþjóðanna er.  Sjórnlaus maskína sem miðar að því að viðhalda vonlausum væntingum um eilífa þenslu og alræðisvöld. Markmið án tilgangs né tillits.

Ég dey sáttur ef ég fæ að sjá frumglóðina í augum barna þessarar þjóðar áfram.  Neistann sem hefur gert þessa þjóð að þjóð þvert ofan í öll líkindi og hlutföll.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 03:51

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Rétt að halda því til haga að AGS heimilaði 200 milljarða halla á ríkisfjárlögum 2009 og 100 milljarða halla á fjarlögum þessa árs.

Er það "gríðarlegur niðurskurður á ríkisútgjöldum"?

Hvað finnst þér, Þór, að væri viðunandi og viðráðanlegur halli og hvernig ætti að fjármagna hann ÁN aðkomu AGS?

Skeggi Skaftason, 2.3.2010 kl. 11:18

4 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Það er gott hjá ykkur að koma með þessa tillögu, en þetta er ekki rétta leiðin.

Segjum sem svo að tillagan verði samþykkt, þá er það í höndum félagsmálaráðherra að skipa nefnd og svo druslast málið þar endalaust og ekkert kemur út úr öllu saman.

Hversvegna semjið þið ekki aðgerðaráætlun og leggið hana fyrir þingið?

Þið getið alveg eins samið aðgerðaráætlun eins og einhver nefnd skipuð af ráðherra.

Nema að þið séuð að hugsa um að komast í nefndina og fá laun fyrir.

Sigurjón Jónsson, 2.3.2010 kl. 13:20

5 Smámynd: Þór Saari

Það er lagt til að efnahagsáætlunin verði samin með færustu erlendu sérfræðingum því það er ekki á færi örfárra íslendinga og síst þeirra sem hafa tekið þátt í hrunadansinum sjálfum að semja slíka áætlun.  Það er hvergi minnst á félagsmálaráðherra og hvað varðar nefndarlaun þá fá þingmenn ekki greitt sérstaklega fyrir setu í nefndum.  Þannig að Sigurjón hefur rangt fyrir sér í öllum atriðum.  Það sem AGS "heimilaði" er nefnilega málið en það er ekki síst það sem AGS heimilar ekki sem veldur því að hagkerfið kemst ekki í gírinn aftur.

Þór Saari, 2.3.2010 kl. 18:59

6 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Þór, hvað er planið miðað við að ríkið og landsvirkjun geti greitt tekin lán á gjalddögum?

Kolbeinn Pálsson, 2.3.2010 kl. 20:50

7 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta eru ekki geimvísindi að reka fyrirtæki..þetta er spurning um hver er eyðslan..ef hún er meiri en tekjurnar..þá ber að skera niður..nema ef tekst að fá meiri tekjur og halda gjöldunum í skefjum eins fast og mögulega er..það hefði mátt skera margfalt meira niður en var gert..stjórnmálamenn Íslands 2010 verða bara gjöra svo vel að taka sig á.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 2.3.2010 kl. 21:58

8 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Vertu ekki svona hörundsár Þór. Ég stend með ykkur.

Ég er bara að benda á að það gerir enginn hlutina fyrir okkur, síst af öllu erlendir sérfræðingar. Við verðum að vinna okkur sjálf út úr kerppunni, og ef þú hefur einhverjar tillögur um hvernig á að gera það, leggðu þá þær tillögur fyrir þingið og stattu við þær.

Sérfræðingar eru ekkert betri þó svo þeir séu erlendir.

Sigurjón Jónsson, 3.3.2010 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband