Samgöngumiðstöð = Héðinsfjarðargöng = kjördæmapot

Enn einu sinni stendur til að fámennur hópur landbyggðarinnar sem hefur óheyrilegt vald gegnum ólýðræðislegt kosningakerfi nái að þröngva áhugamáli sínu upp á alla skattgreiðendur landsins og íbúa höfuðborgarsvæðisins sérstaklega.

Gera má ráð fyrir að ef hér ríkti eðlilegt jafnt vægi atkvæða væru landsbyggðarþingmenn a.m.k. sex færri og líkur á að ævintýramennska eins og Héðinsfjarðargöng og væntanleg Vaðlaheiðargöng nytu ekki forgangs umfram aðrar enn brýnni framkvæmdir s.s. tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi, Vesturlandsvegar í Borgarnes og verklok Suðurstrandarvegar.  Á öllum þessum vegum er umferð margfalt margfalt meiri og slysahætta einnig en vegna hlægilegrar kjördæmaskiptingar og ólýðræðislegs atkvæðavægis ná hagsmunir höfuðborgarinar ekki í gegn á Alþingi.

Nú á að fara af stað með enn eina framkvæmdina sem er ætlað að tryggja framhald flugvallarins í Vatnsmýrinni, þ.e. byggingu "samgöngumiðstöðvar" sem verður að sjálfsögðu flugstöð.  Reykvíkingar hafa þegar greitt atkvæði í almennri atkvæðagreiðslu um brottflutning flugvallarins og allar skýrslur sem unnar hafa verið um flugvöllinn sýna að hann er allt of dýr og óhagkvæmur.  Þess utan, sem skiptir auðvitað meginmáli er að flugvöllurinn hamlar allri eðlilegri þróun höfuðborgarinnar og þrýstir henni áfram út á endimörk flatneskjunnar með sundurslitnum hverfum og hraðbrautartenginugum þar sem almenningssamgöngur ná ekki að festa sig í sessi.

Á Miðnesheiði er fullkominn flugvöllur í um hálf-tíma fjarlægð rá Reykjavík sem og fullbúin flugstöð sem bandaríski herinn notaði og hélt við fram á síðasta dag.  Það eina sem þarf að gera er að taka úr lás.  En nei, borgarfulltrúar Reykjavíkur og þingmenn þeirra þriggja kjördæma sem málið skiptir mestu, þ.e. Reykjavíkurkjördæmanna og SV-kjördæmis virðast ætla að láta málið sig litlu skipta.

Hér er hins vegar um grafalvarlegt mál að ræða þar sem einungis um 300.000 manns á ári fara um Reykjavíkurflugvöll, svæði sem þekur að flatarmáli jafn mikið svæði og öll Reykjavík vestan Snorrabrautar.  Þetta eru um 1.000 manns á dag og einungis þessi 1.000 manns eiga að réttlæta það að stöðva þróun miðborgarinnar.  Á sama tíma keyra tugþúsundir til og frá vinnu á hverjum einasta degi á höfðuðborgarsvæðinu úr Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ og jafnvel frá Akranesi og Suðurnesjum.

Eitt þúsund manns á dag er ekki mikið og alls ekki nægilegt til að réttlæta slíkt mannvirki sem nýja flugstöð, hvað þá heldur heilan flugvöll.  Til samanburðar má geta þess að daglegur gestagangur á meðalstóru kaffihúsi svo sem Kaffi París er meiri en þessar nokkrar hræður sem fara um Reykjavíkurflugvöll daglega.

Svona kjördæmapoti verður að linna, þetta er alvarleg og óþörf sóun á almannafé og samgönguráðherra, sem til að toppa geggjunina í kjördæmskiptingunni er þingmaður Siglufjarðar og Djúpavogs, verður að fara að sýna ábyrgð og taka tillit til  hagsmuna og skattfjár fjöldans.

Flugstöð sem annar færri á hverjum degi en venjulegt kaffihús er bara bruðl og ekkert annað.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir hvert orð.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 17:52

2 identicon

Fyrir nú utan vitleysuna sem felst í því að reisa eitthvað sem á að vera samgöngumiðstöð fyrir ALLAR samgöngur, á svona stað, sem er illa staðsettur miðað við allar samgöngur nema það sem fer um þennan flugvallarfjanda.

Þrumari (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 17:55

3 identicon

Heill og sæll Þór; sem og, þið önnur, hér á síðu hans !

Siglufjörður; ásamt Djúpuvík á Ströndum og Raufarhöfn, til dæmis, héldu uppi samfélaginu, með síldarútgerðinni og vinnzlunni; í fyrri krppunni (1929 - 1940), svo til haga sé haldið, og eru þeir Tröllaskagamenn þar með, fyrir löngu, búnir að öðlast rétt sinn, til Héðinsfjarðarganganna.

Tvöföldun Suðurlandsvegar; verður með öllu óþörf, hvar; landsmönnum fækkar óðum, og Uxahrggja vegur - ásamt Suðurstrandar vegi (Þorlákshöfn - Grinda vík), ættu seenn að komast í gagnið - hamli ekki; frekara sleifarlag stjórnmála manna, þeim verkum.

Hraðinn; millum Selfoss og Hveragerðis og Kotstrandar sókna, mætti að ósekju fara niður í 50 - 60km. pr. klst. (er nú; 90 km), Þór minn.

Og; lengi enn, mætti margt til tína, svo sem.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 18:02

4 identicon

Hvað með þá sem eru fluttir með sjúkraflugi utan af landi?  Þar er oftast um fólk í lífshættu að ræða sem hefur verið flutt frá sínum bæ á sjúkrahús og þaðan síðan í sjúkraflug. Sjáðu t.d þann sem fær hjartaáfall á Breiðdalsvík, er fluttur á Norðfjörð og síðan þaðan í sjúkraflug.  Á síðan að bæta við 45 mín til 1 klst frá Keflavík til Reykjavíkur?  Er það forsvaranlegt að lengja í þessu ferli og stofna þannig lífi fjölda fólks í meiri hættu en orðið er?  Hvað væri réttlætanlegt að margir hefðu þetta ferðalag ekki af vegna lengingar á ferðatíma?  En kannski finnst fólki á höfuðborgarsvæðinu ekki nauðsynlegt að ræða þetta og vilja ekki skilja þetta.  Þekki þetta af eigin raun og veit hversu oft þetta er alveg á nippinu með að sleppa.

Landsbyggðartútta (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 18:21

5 identicon

Ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður niður þá ætti í leiðinni að leggja Reykjavík af sem höfuðborg og byggja nýtt hátæknisjúkrahús í Keflavík ásamt því að flytja þangað allar helstu stofnanir.

Á nýliðnu ári voru á fimmta hundrað sjúklingar fluttir með sérútbúinni sjúkraflugvél frá ýmsum stöðum á landinu til Reykjavíkur, sumir hverjir í bráðri lífshættu og hefðu vafalaust ekki lifað af þann auka klukkutíma sem tekur að keyra frá Keflavíkurflugvelli á Landspítalann.

Er kannski líf landsbyggðarfólks minna virði heldur en þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu?

(Undirritaður bjó lengi vel í Reykjavík en býr nú á landsbyggðinni.)

P.s. 300.000 manns sem nota flugvöllinn árlega jafngildir u.þ.b. 95% þjóðarinnar.

Flugvallarvinur (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 19:19

6 identicon

Sæll nafni

Hátækisjúkrahús ber að slá af strax og allar stórframkvæmdir á vegum ríkisins til að draga úr útgjöldum.  það þýðir ekki að hækka álögur á fólk ofan á allt annað heldur á að styrkja einkaframtakið og úthýsa ónauðsynlegum ríkisstofnunum til einkaaðila.

Íbúðalánasjóður kostar yfir 3 milljarða í rekstri á ári og mætti semja við einhvern bankanna um umsýslu umsókna og lána og það sama með Byggðastofnun hana má leggja niður og Fjárlaganefnd útdeili í staðinn þeir gera það hvort eð er að þér undanskildum

LSR má einnig flytja inn í bankana á sama hátt og Íbúðalánasjóð og spara 2.5 milljarða og svona mætti lengi telja.

Menn verða að gera sér ljóst að eigi þjóðin að komast á löppunum í gegn um kreppuna þarf að skera niður um 40% í ríkisrekstri.

Sameining ráðuneyta sparar bara ráðherrann sjálfan allt annað verður óbreytt og uppsagnir bílapeninga en ekki fastrar óunninnar yfirvinnu er hreint hneyksli af kjaftforum manni eins og Steingrími J.

Mér er til efs að Fjárlaganefnd fái lesaðgang að TBR(Tekjubókhald ríkisins)til að skoða raunstöðu ríkissjóðs sem nefndin ber ábyrgð á með eftirliti sínu en of viðkvæmar upplýsingar er þar að finna og ég held að eina ráðið við því sé að neita að mæta á fundi fáist þessi aðgangur ekki.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 21:53

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Þór það er velkomið að setja landamærastöð í Hvalfjarðargöngin og á Hellisheiðina og svo fáið þið Icesave því góðærið kom ekki við á landsbyggðinni en mundu að fiskurinn og orkan er að mestu fyrir utan þetta svæði.

Einar Þór Strand, 16.1.2010 kl. 22:25

8 Smámynd: Dexter Morgan

Þessi fjandans Héðinsfjarðargöng, mestu og verstu framkvæmdir íslandssögunar í hægkvæmi talið,eru bara bull og peningasóun fyrir þá öfáu útvalda sem þar búa og vilja búa. Ætli greiðari samgöngur þarna í gegn verði ekki til þess að þeim á eftir að fækka til muna eins og dæmin sýndu að vestan. Allavega getum við gefið okkur það að það væri ekki verið að reisa þessi göng þarna ef samgönguráðherra ætti ekki beinum hagsmunum að gæta. Svo mikið er víst. Hann er opinber framapotari og til að ná endurkjöri lemur hann á að þessi framkvæmd skuli gerð. Heimskan var nú svo mikill við þetta mál að ekki var einisinni búið að semja við þá sem áttu landið inn ´HÉÐINSFIRÐI um lagningu vegarinns, samt var komið gat í gegn, beggja megins. þETTA er íslensk stjórnkænska í hnotskurn og skal enginn undra að við séum stödd þar sem ivð erum í dag, með þessa eiginhagsmunapotara á hverju strái.

Dexter Morgan, 17.1.2010 kl. 01:57

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki slóstu keilur hér Þór minn.  Nú ertu kominn í sama rassfarið og allt hitt hyskið á þingi. Það tók ekki langan tíma.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 08:42

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Reyndu bara að hafa forgangsatriðin á hreinu. Stattu þig í að stöðva Icesave. Fyrir þann pening má leggja allan hringveginn í jarðgöng og byggja eins og tvær kárahnúkavirkjanir fyrir afganginn.  Ef þú villt fórna mannréttindum og jöfnuði fyrir svona baunatalningu, þá þú um það. Þessir peningar í héðinsfjarðargöng  til að treysta byggð og aðgang að auðlindum, spara orku og auka öryggi er eitthvað um 3ja mánaða vextir á Icesave eins og það stendur í dag.  Þetta eru engin blóðlát og borga sig upp á skömmum tíma. 

Vonandi gengur vel með tónlistarhúsið. hjá blessaðri borginni. Það er nú ekki nema um Héðinsfjarðargöng, svo hvað er slíkt milli vina?  Var einhver lobbyistinn að reka þig til að blása út um þessi málefni?  

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 08:55

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tónlistarhús=6 Héðinsfjarðargöng, átti að standa... 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 09:05

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Talandi um kjördæmapot. Fyrir hvaða kjördæmi ert þú að potast hér?

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 09:11

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég ætla ekki að nefna þau rök sem mæla með áframhaldandi  veru flugvallarins í Reykjavík en þau eru mörg. En ég get ekki stillt mig um að minnast á eitt atriði. Ég, eins og þúsundir annarra Reykvíkinga sem alist hafa upp í Reykjavík, hugsa með hryllingi til þess ef flugvöllurinn færi og það svæði sem hann er á yrði byggður akbrautum og stórum húsum, kannski trunum og alls konar dóti. Það myndi rústa þeirri mynd sem hver maður hafur af heimabyggð sinni. Manni er ekki sama um umturningu á heimabyggð sinni. Það má vera að ýmis rök mæli gegn brottnámi flugvallarnins (en mörg líka á móti) en ég vona að ég lifi það ekki að sjá þann bæ sem ég hef alist upp í og þykir væntum verða að einhverjum allt öðrum bæ.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.1.2010 kl. 10:31

14 Smámynd: Billi bilaði

Ekki ætla ég að flytja mig úr úthverfi í Vatnsmýrina þó ykkur takist að hrekja burtu flugvöllinn.

Billi bilaði, 17.1.2010 kl. 11:13

15 identicon

Þor ekki ertu nu har i lotinu en nu minkaðir þu um heilan helling með þessum skrifum þinum eg held að þu ættir að skammast þin.

sigurjon palsson (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 12:26

16 Smámynd: Brattur

Þór þú hefur líklega ekki mikið farið út fyrir Reykjavík miðað við þessi skrif... og ekki ertu heldur vel að þér í sögu landsins. sbr. það sem Óskar Helgi segir í sinni athugasemd... landsbyggðin var einu sinni nógu góð fyrir Reykjavík... en nú má hún alveg eiga sig...

Brattur, 17.1.2010 kl. 14:18

17 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Þór ég er sammála þér í þessu öllu en flugvöllurinn má standa enn um sinn til hagræðis fyrir landsbyggðina og okkur á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem notum innanlandsflugið. Dexter ( maður fær hroll vegna nafnsins :) er líka með rétta sýn á þessar framkvæmdir. Grátlegast er að verið er að setja niður Háskólasjúkrahúsið nýja og þessa fjárans atvinnubótavinnu- samgöngumiðstöð með þeirri gríðarlegu þörf sem skapast fyrir bílastæði fyrir hvorttveggja(sjá bloggið mitt) Á þessu svæði við norðanverðan og austanverðan flugvöllinn verða örfá hús og síðan bílastæði. ( Háskólinn í Rvk,"samgöngumiðstöðin" hans Kristjáns Möllers. Hugsuð sem sárabót fyrir Reykvíkinga í stað gangnanna fyrir norðan. Og svo Loftleiðahótelið sem dugði bara vel sem samgöngumiðstöð ásamt BSÍ rútustöðinni í áratugi og þurfti ekki marga fermetra undir starfsemina. Ekki mæli ég tónlistarhúsinu bót sem eykur enn áskuldaklafann.

Sigurður Ingólfsson, 17.1.2010 kl. 18:01

18 identicon

Góð rök fyrir brottflutningi flugvallar á þessari slóð

http://simnet.is/gunnarhjortur/

Gulli (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband