Fjárlagagerðin, ræðan

Ræðan sem ég flutti við umræðuna um fjárlögin lenti í bilun og er komin í lag. Ákvað að setja hana hér inn  enda um athyglisvert mál að ræða, s.s. jólasveina, skrímsli og spákonur.  Og þetta er allt satt.  Góðar stundir.

Það er brjálað að gera á þinginu og hver lögin á fætur öðrum verða til. Lög sem fjöldi þingmanna hefur ekkert vit á en greiðir samt atkvæði um eins og ekkert sé.  Sjálfur lendi ég í þessum sporum að hafa ekki haft tíma til að kynna mér löggjöfina sem er til umfjöllunar en sit þá hjá við atkvæðagreiðsluna, það er hins vegar frekar sjaldgæft að menn geri það.

Framundan eru fráleit fjárlög, lög um þingmannanefndina vegna skýrslu rannsóknarnefndarinnar (hin svokallaða hvítþvottanefd þingsins), lög um gríðarlega fyrirgreiðslu skattborgara til Björgólfs Thor Björgólfssonar (Verne Holdings) vegna gagnavers á Keflavíkurflugvelli (já þetta er satt) og svo Icesave sem sennilega verður á mili jóla og nýárs.   

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég er alveg gjörsamlega týndur í þessum skattamálum og þeim hugmyndum sem komið hafa fram. Alltaf þegar mér finnst þetta vera afgreitt og búið kemur eitthvað nýtt inn og eina sem ég sé og les úr þessu er hækkun, hækkun, hækkun á verði og verðlægi. Þetta er orðin svo mikil hringavitleysa að ég er bara hættur að nenna að fylgjast með þessu þótt ég enda reyndar alltaf með að gera það óbeint og undrast á þessu.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 19.12.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er sorglegt að fylgjast með stjórnarþingmönnunum hunsa vilja almennings dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð.  Vonandi fer eitthvað að gerast fyrir okkur almenninginn fljótlega, við erum ekki borgunarmenn fyrir ævintýramennsku útrásarbarónanna.  Ég vil líka þakka ykkur Hreyfingarþingmönnum fyrir baráttuna á Alþingi, þið eruð að standa ykkur vel. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.12.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband