"Niðurstaða" um Icesave

Fjölmiðlar eru enn einu sinni algerlega að bregðast almenningi en þessi fyrirsögni blasir nú við á öllum vefmiðlum.  Niðurstaða er löngu fengin í Icesave þar sem staðreyndin er sú að málið kláraðist með lagasetningu Alþingis í ágúst síðastliðinn.  Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar kosið að leyfa Bretum og Hollendingum að hafa umsagnarrétt um íslenska lagasetningu og hafa nú ákveðið að breyta henni að kröfu þeirra.

Aldrei hefur þetta gerst áður í lýðveldissögunni að löggjöf þingsins er borin undir ríkisstjórnir erlendra ríkja til samþykkis.

Á mannamáli heitir þetta einfaldlega afsal á sjálfstæði þjóðar.  Það er að vísu gert hiklaust og fyrir opnum tjöldum og því e.t.v. ekki glæpsamlegt en það stendur þó hvergi í stefnuskrám Samfylkingar og VG að þau muni afsala sjálfstæði Íslands né stendur neitt um slíkt í stjórnarsáttmálanum.  Þetta eru því alger svik við kjósendur þessara flokka og almenning á Íslandi sem fyrst nú veit að ríkisstjórnin var tilbúin að afsala sjálfstæðinu.

Fjölmiðlar ættu náttúrulega einfaldlega að hætta að birta "spin" ríkisstjórnarinnar um málið og segja sannleikann en hafa kosið að gera það ekki heldur gengið í lið með ríkisstjórninni.

Hvað gerir þjóðin nú?

 


mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Jæja Þór ætlar þú að láta Jóhönnu kúga þig til að samþykkja þessa svífirðu gegn Íslensku þjóðinni eða ætlar þú að hafna þessu og þá meina ég líka ekki að sitja hjá???

Marteinn Unnar Heiðarsson, 18.10.2009 kl. 10:24

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Þór Saari

Alþingi stjórnar ekki heiminum, og ekki einu sinni öllu Íslandi, með setningu laga um hin ýmsu málefni. Lög eru oft þannig að þeim þarf að breyta, m.a. vegna þess að sum lög standast ekki þegar út í raunheima er komið. Sum lög, t.d. fjölmiðlalög Davíðs Oddssonar, voru brot á stjórnaskrárvörðum réttindum. Lögin um Icesave fjalla um mál sem skiptir fleiri en Íslendinga máli. T.d. Breta og Hollendinga. Þú skrifar eins og að hið „háa Alþing“ hafi lokaorðið punktur og basta! Svona er heimurinn því miður ekki - málsaðilar hafa rétt til þess að gera athugasemdir um það sem að þeim snýr. Þú mannst eftir eftirlaunalögunum margfrægu. Hvers vegna var þeim breytt? Vegna þess að þau voru blaut tuska framan í alla alþýðu þessa lands. Þeim var mótmælt á sínum tíma, en hið „háa Alþingi“ tók ekki sönsum fyrr eftir mikð stríð og stjórnarskipti.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.10.2009 kl. 10:32

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Þór gildandi lög ykkar frá því í sumar leyfa þetta ekki. Ríkisstjórnin tekur því séns á því að hún megi brjóta lögin og „lagfæra“ þau svo að brotinu eftirá! Umboð stjórnarinnar gekk út á það að kynna niðurstöðu Alþingis, ekki að ráðast gegn valdastoðum ríkisins, Alþingi og Hæstarétti.

Hvaðan heldur ríkisstjórnin að vald hennar sé sprottið, ef ekki frá fólkinu? Kjósendur Vinstri grænna kusu þetta ekki yfir sig. Samt treysta þau Steingrími J. manna best til þessara afargjörninga.

Ívar Pálsson, 18.10.2009 kl. 10:39

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Minn tími mun koma, því miður rættist sú hótun!  Verkstjórn Heilögu Jóhönnu hefur því miður frá byrjun verið til skammar.  Guð blessi alheiminn.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 18.10.2009 kl. 10:42

5 identicon

Þór.  Þú ert bara snillingur.  Þáð verður bara að segjast eins og er.

Ég er viss um að þú getur ekki haft það á samviskunni að ljá þessum skelfingum þitt atkvæði!

bestu kveðjur!

jón á skeri (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 10:48

6 Smámynd: Þór Saari

Sælir.

Eins og fram kom við atkvæðagreiðsluna þá greiddi ég atkvæði með breytignartillögunum anda átti ég þátt í þeim.  Að greiða svo atkvæði gegn þeim í atkvæðagreiðslu um frumvarpið í heild hefði verið þversögn.  Ef þetta sem nú liggur fyri er eitthvað í samræmi við það sem ég held mun ég að sjálfsögðu hafna því.

Hvað Hjálmtý varðar þá er það nýmæli að lög frá Alþingi íslendinga séu borin undir erlendar þjóðir til samþykkis. Það þýðir ekkert að vera með útúrsnúninga hvað það varðar.  Samningunum var hafnað eins og þeir komu fyrir og Alþingi hefur lokaorðið, eða ætti að hafa það ef eitthvað væri að marka þingræðisregluna.

Þór Saari, 18.10.2009 kl. 10:49

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Misskilningurinn var fólginn í meðferð Alþingis á samningnum. Alþingi er ekki aðili að samningnum og getur ekki sett fyrirvara. Alþingi á bara að samþykkja eða synja.  En stjórnarandstöðunni var leyft að vera í sandkassaleik í sumar og þessvegna halda sumir enn, sérstaklega þeir ungu og óreyndu að Alþingi hafi einhverja samningsstöðu.

Þór, wake up!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2009 kl. 10:51

8 identicon

Að því gefnu að það sé rétt að þau hafi þingmeirihluta fyrir þessu þá tekur ekki betra við fyrir Jóhönnu.

Þá þarf hún að sýna fram á hvaða drifkraftar leysast úr læðingi sem snúa hjólum efnahagslífsins í gang, auka tiltrú á fyrirtækjum svo þau geti endurfjármagnað sig og forsendur skapast fyrir traustari gjaldmiðli.

Ég held - og þar er bara mín skoðun sem þolir eflaust gagnrýni - að öll vinna við að ná þeim árangri sé eftir. Ríkisstjórnin hefur sameinast um að líta undan til að fallast ekki hendur. 

arni v (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 10:51

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll aftur

Ég taldi mig mig ekki vera með útúrsnúninga, var bara að reyna að fóta mig í þeirr veröld sem við lifum í. Alþingi er ekki í stöðu til að hundsa heiminn - ef erlendir aðilar eiga hagsmuni hér þá getur lagasetning hér heima verið þeim viðkomandi. Auðvitað er ég ekki að segja að þið eigið að sitja og standa eins og einhver segir - jafnvel þótt gömul nýlenduveldi eigi hlut að máli. En þingið verður að sjá heiminn eins og hann er og Icesave lögin standast greinilega ekki væntingar allra aðila málsins. Ríkisstjórnin lifir í raunheimi sem sýnir þeim að það þarf að laga lögin aðeins til svo að flestir geti samþykkt niðurstöðuna. Það er öllum ljóst að Ísland þarf að komast upp úr Icesave-hjólfarinu. Stjórnarandstaða má aldrei snúast f.o.f. um að klekkja á pólitískum andstæðingum, það er ónýt andstaða. Því miður virðist margt sem nú gengur á í stjórnmálum vera af því taginu.

Þjóð í vanda sýnir oft skrítin viðbrögð, og þegar þingmenn sýna ekki fulla sansa þá er illt í efni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.10.2009 kl. 11:13

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður vinkill hjá þér Þór.

Þetta er þýlynd ríkisstjórn og vel á minnst Hjálmtýr eftirlaunalögin voru siðspilling sem var dyggilega studd ma af Steingrími.

Sigurður Þórðarson, 18.10.2009 kl. 11:18

11 identicon

Ég vildi fá að skjóta inn atriði í umræðu Hjálmtýs og Þórs, en það varðar það sem Hjálmtýr segir:

"Ríkisstjórnin lifir í raunheimi sem sýnir þeim að það þarf að laga lögin aðeins til ..."

Þetta snýst bara um að ríkisstjórnin lagar ekki til nein lög. Ríkisstjórn starfar í umboði þings og hafi Alþingi sett lög þá er það innan þeirra sem ríkisstjórn starfar. Manni varð hálfóglatt við þetta tal um að málið ætti ekki að fara aftur fyrir þingið nema til stimpunar af dyggum meirihluta.

Hvað hefur orðið um allt tal undanfarinna ára um að nýja Ísland byggði á öðrum sjónarmiðum en þeim gömlu þar sem þingið er valdalaust og framkvæmdavaldið drottnar yfir öllu í krafti flokksaga.

Ég skil alveg hvað þú átt við Hjálmtýr um að lögin kunni að vera óaðgengileg fyrir viðsemjendurna en ríkisstjórnin er ekki aðilinn sem beygir lögin.

arni v (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 11:37

12 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Það verður fróðlegt að sjá hvað Steingrímur sýnir þjóðinni í dag og enn fróðlegra verður að sjá hvort að Ögmundur og Co láta undan þrýstingi Joðanna...

Birgir Viðar Halldórsson, 18.10.2009 kl. 11:48

13 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

arni v

Að sjálfsögðu getur stjórnin ekki gert neitt nema að meirihluti þingsins (sem á góðum degi gæti endurspeglað þjóðarviljann) samþykki. Ógleði þín er of mikil ef það má lesa það út úr orðum þínum að meirihluti þings ákveði („stimpli“) að samþykkja breytingar. Það er ferli lýðræðisins sem við búum við í dag - þú ættir frekar að gubba strax á kjördegi ef stjórnmálasviptingar hafa svona mikil áhrif á iðrastrafið.

Hið nýja Ísland verður að byrja á umræðu um nýja stjórnarskrá - stjórnarskrá fólksins - fyrir fólkið. Þingið er stran í því máli, það er staðreynd.

Stjórnarskrá frá stjórnlagaþingi sem fer til umræðu á öllum vinnustöðum, öllum skólastofum og heimilum þessa lands. Það er engin önnur fær leið.

Það er mikið talað um „fjórflokkana“ s.k. (t.d. á útvarpi Sögu) og þeim eignað allt illt. En menn geta ekki litið framhjá því að tugþúsundir taka þátt í starfi þeirra og Íslendingar flykkjast á kjörstað hverju sinni. Hins vegar tel ég að þeirra hlutverk sé að sitja hjá þegar stjórnlagaþingi verður komið á koppinn. Betra er að virkja fólkið beint - þannig verður ný stjórnarskrá þjóðareign.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.10.2009 kl. 11:51

14 identicon

Ég hef hvorki trú á þingi - stjórnarmeirihluta eða stjórnarandstöðu - eða þjóð. Stjórnmál skipta ENGU máli í dag; stjórnmálamenn eru allir sömu hórurnar í mínum huga. Mér þykir það leitt, Þór Saari, því ég studdi þig og þitt framboð á sínum tíma. En, því miður, hafið þið öll - nýir og eldri "þingmenn" - sannað bölsýni mína gegnum árin. Það er sorglegt...

Þess vegna vil ég losa samfélag mitt við ykkur ÖLL! Það eitt mun bjarga framtíð okkar. Við þurfum ekki "fulltrúalýðræði" - það býður aðeins upp á spillingu, hagsmunapot og eiginhagsmunasemi, eins og greinilega hefur sýnt sig síðustu mánuði.

Lesið póstinn þinn? Eða þjónar þú kannski öðrum en "lýðræðinu"? URG!

Skorrdal (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 13:01

15 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Þetta sannfærir mig enn betur um að við þurfum bæði að aðskilja löggjafar- og dómsvaldið, og setja þak á þingsetu manna (og kvenna).  Ráðherrar eiga ekki að sitja á þingi, og enginn ætti að sitja lengur en tvö kjörtímabil í einu.  Þetta myndi laga mikið.

Sigríður Jósefsdóttir, 18.10.2009 kl. 22:19

16 Smámynd: A.L.F

Vel orðað Sigríður.

Ég hafi ekki mikið álit á stjórnin en núna er allt álit mitt farið. Hvað kemur að sjálfstæði okkar þá misstum við það fyrir löngu síðan, það er bara að koma í ljós núna.

A.L.F, 19.10.2009 kl. 00:33

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þór. Ég hvet þig til að fylgja þeirri sannfæringu sem þú boðar í þessum fína pistli þínum. Við þurfum á fólki eins og þér að halda í baráttunni um Ísland sem framundan er.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2009 kl. 01:59

18 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

IceSave málið var í aðalatriðum afgreitt um miðjan nóvember í fyrra með yfirlýsingu þáverandi fjármálaráðherra Árna Matt og Geir Haarde um að Ísland bæri ábyrgð og myndi standa við greiðslu á erlendum tryggingum sparífjáreigenda Landsbankans.

Vegna sérstæðra aðstæðna á Íslandi gáfu Bretar og Hollendingar svigrúm á að ræða greiðslutilhögun. Gríarleg vinna hefur verið lögð í þann þátt. Meðal annars gott innlegg úr vinnu Alþingis. Hinsvegar var ekki hægt að búast við því að mótaðilar gætu samþykkt sumt t.d að skuldin gufaði upp eitthvað tiltekið ár.

Nú er niðurstaða fengin. Því geta allir fagnað. Ekki síst sjálfstæðismenn sem voru búnir að gefa loforð um slíkt bæði úr stjórnarráði og seðlabanka.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.10.2009 kl. 08:39

19 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Voðalegt bull er þetta.

Árni Björn Guðjónsson, 19.10.2009 kl. 08:42

20 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gunnlaugur, þú gengur ekki heill í skónum og ættir að leita þér aðstoðar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.10.2009 kl. 09:21

21 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég held því miður Þór Saari að þú standir ekki við orð þín í inngangi þínum

Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Í ágirnd þá gleymir þú náunganum

Jón Snæbjörnsson, 19.10.2009 kl. 09:55

22 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég tek ofan húfuna fyrir Högna Jóhanni. Innlegg dagsins.

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.10.2009 kl. 10:12

23 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sama segi ég, þetta virðist kjarnyrtur og viðkunnanlegur maður, sem ef til vill getur aðstoðað mig. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.10.2009 kl. 10:42

24 identicon

"Aldrei hefur þetta gerst áður í lýðveldissögunni að löggjöf þingsins er borin undir ríkisstjórnir erlendra ríkja til samþykkis."

Hvað með öll lögin sem við samþykjum og þurfum að breyta vegna EES samningsins? 

Pétur (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 11:01

25 identicon

Er ekki þjóðin að sjá, hversu lýðræðið hér er bjagað. 

Hver ríkisstjórnin (framkvæmdavaldið) á fætur annarri, kemur hér og heimtar lagasetningar eftir sinni pólitísku sannfæringu. Frá Alþingi (löggjafarvaldinu). Og með hjálp ráðherra sinna sem sitja allir báðum megin við borðið skal bullinu hrundið í gegn. Til hvers erum við með Alþingi ef þetta viðgengst. Við gætum alt eins kosið yfir okkur Einræðisstjórn og Einræðisherra, og sparað okkur spjátrungs embættið Forsetans og sent Alþingi heim.

Hér verður lýðræðið bara brandari þar til að alvöru stjórnlagaþing fólksins (án aðkomu flokkakerfisins)  verður að veruleika. Og að framkvæmdavaldið verður algjörlega aðskilið frá löggjafar samkundunni.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 11:20

26 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei Gunnlaugur það þarf mann með mun meiri þekkingu en ég hef, reyndar þurfti ég ekki hjálp þegar ég hætti að snúa mér að Valhöll þegar ég fór með bænirnar mínar, en mér sýnist og nú ber mér skylda til að viðurkenna að ég er ekki alveg hlutlaus, að þú sért verr á þig kominn en ég var, en líklega áttu enn eitthvað í að toppa Steingarm Joð hann ku hafa farið til Tyrklands í fyrsta stigið á kynskiptaaðgerð, fyrir Jóku, en og þó - hvað veit ég, á hvaða stigi þú ert.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.10.2009 kl. 11:40

27 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Þór það sem þú kallar "spinn ríkistjórnarinnar" er hárrétt.

Ég get ekki betur séð enn að með þessu nýja samkomulagi eigi nánast að kollvarpa lögum 96/2009.

Lagalegu fyrirvararnir eru verulega takmarkaðir. Lokadagsetning er afnuminn. Efnahagslegu fyrirvararnir eru fjarlægðir af vaxtagreiðslum sem verða uppistaðan í greiðslubyrðinni.

þetta er því nokkurs konar "light" útgáfa af upphaflega samningnum sem nú á að samþykkja skilyrðislaust! Fyrirlitningin á þingræðinu sem felst í þessu spinni er alveg ótrúleg. Það skín út úr hverju orði stjórnarherrana að alþingi og almenningur hafi ekkert um þessi mál að segja. Menn leifa sér að hundsa nánast fullkomlega þau skilyrði sem alþingi setti fyrir ríkisábyrgðinni og fela það með einhverjum orðaleik.

Enn upp úr stendur að þetta mál kemur almenningi og alþingi ekkert við. Menn virðast líta á þetta sem einhvers konar einkamál milli stjórnvalda í Hollandi og Bretlandi annars vegar og hins vegar örfárra óligarka á Íslandi sem njóta fulltingis stjórnvalda og AGS. Er ekki orðið tímabært að fara koma á lýðræði í þessu landi?

Haltu áfram að láta í þér heyra Þór.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 19.10.2009 kl. 13:06

28 identicon

Ef að Einræðisstjórn Jóhönnu nær að berja þetta í gegn um þingið, þá er það full ljóst að það er búið að berja þá þingmenn (og konur) til hlýðni sem voguðu sér að vera á móti síðast. Samkvæmt sannfæringu sinni.

Enda hefur henni síðan tekist að hrekja Ögmund úr Stjórn.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þau atkvæði falla. Og hvort fjölmiðlar þori að birta það. Því það verða stórfréttir, og enn ein atlaga Jóhönnu og có. Gegn lýðræði Íslands.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 13:22

29 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jóhanna og Steingrímur Joð eru búin að snúa upp á hendur þeirra sem höfðu eigin skoðanir og sannfæringu og vitiði til þau greiða öll og Ömmi líka, eins og Joðin segja þeim að gera, um samfylkingarfólkið þarf ekki að fjölyrða innganga í ESB má kosta hvað sem er og þetta er allt saman Davíði Oddssyni að kenna hvort eð er.

Ég skil ekki hvað kjósendur VG eru að hugsa, líklega eru þau ekki að hugsa neitt og hafa kannski bara aldrei gert.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.10.2009 kl. 13:59

30 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þetta mál er og hefur verið ömurlegt. Fyrir mér er þetta samt farið að nálgast æði hratt spurninguna um hvað kostar það okkur að hafa þetta hangandi yfir okkur áfram? Ágætis vangaveltur hér líka hjá honum Ögmundi: http://ogmundur.is/annad/nr/4832/

Ég er farinn að tala af ótta, veit það vel, en verður eitthvað eftir hér til að endurreisa ef við klárum ekki þennan þrælasamning sem fyrst?

Baldvin Jónsson, 19.10.2009 kl. 14:09

31 Smámynd: Offari

Þessi samningur verður alltaf umdeildur, hvort sem þú samþykkir eður ei treysti ég því að þú gerir það samkvæmt eigin sannfæringu.  Hitt er svo annað mál að reynist þessi samningur mistök en samt samþykktur verður þeirra sem samþykktu minnst svipað og nú er talað um sjálfstæðis og framsóknarmenn.

Offari, 19.10.2009 kl. 18:33

32 Smámynd: Baldvin Jónsson

Er búinn að velta þessum málum mikið fyrir mér í dag og snúast í marga hringi. Það er ljóst að samfélagið þolir ekki status quo mikið lengur og þar er stærsta meinið efnahagsstjórn AGS hér á landi í stað ríkisstjórnarinnar. Því verður að breyta í hvelli.

Í dag er líka búið að vitna ítreka til orða Gunnars Tómassonar Hagfræðings, greiðsluþrot er að hans mati besta lausnin. Miðað við þau drög sem liggja fyrir núna að nýjum samningi um Icesave, þar sem að virðist efnahagsfyrirvarar Péturs Blöndal, Þórs Saari, Lilju Mósesdóttur o.fl. eru að engu gerðir, virðist ljóst að þessi samningur er mun verri niðurstaða en stjórnvöld vilja láta í veðri vaka.

Við verðum öll að halda vöku okkar og berjast áfram. Ég var orðinn afar baráttulatur í dag verð ég að viðurkenna, en við megum ekki gefast upp. Allt þetta langloku þvaður ráðamanna virðist einmitt helst til þess gert, að draga úr okkur móðinn.

Baldvin Jónsson, 19.10.2009 kl. 19:06

33 identicon

Þetta er skelfilegur samningur. Ekki einu sinni þó að dómstólar skæru úr um það að Íslendingum bæri ekki að borga þetta mundi greiðsluskylda falla niður.  Hvaða rugl er þetta? Og ef hagvöxturinn er ekki nógu mikill þá borgum við bara vextina sem eru ekkert tengdir stöðu þjóðarbúsins og geta orðið fleiri milljarðar á ári!

Ríkisstjórnin nær örugglega að keyra þessa helv... samningsónefnu í gegnum þingið því Íslendingar og alþingismenn eru orðnir dauðleiðir á Icesave og vilja bara klára það og nenna ekki að spá í þetta. Við erum orðin, eins og Pétur Blöndal orðaði það í útvarpinu í dag, eins og lax sem veiðimaðurinn er búinn að þreyta svo auðveldara verði að háfa hann, rota og blóðga.

Kjellingin (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband