8.10.2009 | 23:21
Þingsetningin
Þingið var sett á hefðbundinn hátt á fimmtudag í síðustu viku. Við í Hreyfingunni kusum að fara út á Austurvöll í stað messu hjá ríkiskirkjunni og enduðum á smá fyrirlestri um gagnrýna hugsun hjá Siðmennt á Hótel Borg með Guðfríði Lilju úr VG. Við vissum að Lilja Mósesdóttir hefði verið með okkur líka en hún var erlendis þannig að okkur jarðbundnum hefur fjölgað um einn. Eins höfðum við pata af einum jarðbundunum Samfylkingarmanni sem ætlaði með okkur en hann kom ekki í þingsetninguna þannig að okkur fer fjölgandi.
Á þingfundinum síðar um daginn var hlutað um sæti, en þingmenn og ráðherrar draga um nýja sætaskipan í upphafi hvers þings og hef ég þá Árna Johnsen og Birki Jón Jónson mér til sitt hvorrar handar.
Á mánudaginn flutti svo forsætisráðherra stefnuræðuna og svo var umræða um hana í þrem umferðum, þ.e. hver flokkur fær að flytja þrjár ræður sem skiptast í 12, 6 og 5 mínútur. Í þetta sinn talaði ég síðast, en ég talaði fyrstur við stefnuræðuna á vorþinginu. Leiðtogastjórnmálin í hinum flokkunum stilla hins vegar alltaf upp foringjunum sínum í lengsta ræðutímann.
Ræðurnar hjá hinum voru mjög hefðbundnar og ekki að sjá að neitt væri öðruvísi en áður og hrunið og sá pólitíski skandall sem það er virðist nánast hafa gleymst. Eitthvað fór það fyrir brjóstið á þingflokkum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að ég skyldi rifja upp sannleikann því kvartað var yfir ræðunni minni við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur forseta þingsins.
Hvað um það, hér eru ræðurnar okkar í stafrófsröð: Birgitta, Margrét, og ég,
Góða skemmtun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.10.2009 kl. 00:29 | Facebook
Athugasemdir
Gott að heyra að þingmönnum með stórfelldar ranghugmyndir fer fækkandi. Það er kannski einhver von fyrir þetta land ennþá...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.10.2009 kl. 23:27
Leidinlegt ad thid minnist ekki einu ordi á kvótakerfid. Finnst ykkur kannski ekki skipta neinu máli ad á Íslandi sé fáránlegt og sidspillandi sérréttindakerfi, sem grefur undan efnahag og sidferdi thjódarinnar?
Orri (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 00:08
Sæll Orri.
Stefna Hreyfingarinnar er að allar auðlindir, þ.m.t. kvótinn, verði í þjóðareigu og munum við útfæra það mál frekar þegar líður á þingið. Ég minntist aðeins á þetta í ræðunni minni um fjárlögin í dag (fimmtudag) og set það á bloggið fljótlega.
Þór Saari, 9.10.2009 kl. 00:32
Thakka kaerlega fyrir svarid. Gott og gaman ad heyra ad thid aetlid ad gera eitthvad í málinu. Ég bind miklar vonir vid ykkur. En thad er fyrst og fremst af verkum ykkar sem thid verdid daemd.
Ég óska ykkur góds gengis á thingi í göfugri baráttu fyrir hag allra íslendinga.
Orri (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 00:36
Ræðurnar ykkar þriggja voru góðar, þið eruð að standa ykkur mjög vel. Takk fyrir mig í dag.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.10.2009 kl. 01:54
Ekki öfunda ég ykkur þingmenn sem hafið vit á málum og viljið vinna vel að þurfa að eiga orðastað við hinar bullurnar. Gangi þér vel Þór
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.10.2009 kl. 07:54
Er ekki stefna þín Þór varðandi fiskveiðistjórnun að það eigi að bjóða veiðileyfi út á alþjóða markaði, til áratuga fram í tímann og leyfa hverjum sem er að kaupa þau?
Jón Kristófer Arnarson, 9.10.2009 kl. 10:44
Klanið burt;Ísland er mjög illa statt eftir óstjórn fjórflokksins undanfarin ár. Yfirvöld hlýða ekki vilja almennings og almenningur mun ekki hlýða yfirvöldum í framtíðinni. Stjórnvöld eru eins og köngulóarvefur, ætlar sér að láta AGS

rífa vefinn í sundur, en einungis almenningur mun festast í honum til fátæktar. Fjármálaelítan á Íslandi sem eru hrungerendur standa þar fyrir utan. Fjórflokkurinn stendur fyrir ójöfnuð almennings, hann hefur slegið gjaldborg utan um fjármagnseigendur og ákveðið að setja Ísland í hendur AGS og Evrópusambandsins. Skósveinum fjórflokksins er komið fyrir í gervistörfin í kerfinu.Sök bítur sekan.
Þegar kemur að stjórnmálamönnum og bankaeigendum að axla ábyrgð gerða sinna, fer hin ósýnilega vörn fjórflokksins af stað. Á Íslandi felst smánin í afbrotunum, en ekki í refsingu frá löggjafanum. Í Miklahvelli, (bankahrunið), var það ákveðið og tryggt af fjórflokknum að slá skjaldborg utan um bankaeigendur og gerendur hrunsins. Við almenningur, eigum að refsa vel og lengi svona mönnum sem hafa svikið okkur, óaðvitandi og vitandi. Almenningur verður að rísa upp og vísa fjórflokknum burt.
Fjórflokkurinn hefur stjórnað Íslandi með sameiginlegu ábyrgðarleysi og eyðilagt allt. Því væri réttast að almenningur myndi byrja á viðamesta vandamáli Íslands. Að brjóta niður fjórflokksmúrinn. Fjórflokkurinn er helsjúkur, hann tryggir alltaf vinagreiða og greiðasemi flokksmanna sín á milli. Nú á erfiðum tímum, gengur fjórflokkurinn laus með einhverja lægstu greindarvísitölu í manna minnum. Því ríður á að gera viðamiklar breytingar á stjórnháttum á Íslandi. Það yrði gert með því að brjóta fjórflokksmúrinn niður, helst fyrir ársbyrjun 2010. Stórt fallegt land með fáa íbúa hefur ekki efni á fjórflokknum lengur. Við þurfum sanngjarna aðila við stjórn, lausir við vinapot fjórflokksins. Því þarf fjórflokkurinn að fara niður í heilu lagi, fyrir ársbyrjun 2010.
Byltingu strax.
Sveinbjörn Ragnar Árnason, 9.10.2009 kl. 11:42
Sæll Jón Kr.
Nei, það er ekki stefna mín.
Þór Saari, 9.10.2009 kl. 14:22
Nú jæja, þú ert þá búinn að skipta um skoðun í þessu máli. Það er ágætt því stefna þín í þessum auðlinda málum, eins og þú lýstir henni í þættinum Sprengisandi, var afleit.
En það væri áhugavert að þú útskýrðir þína skoðun á þessum málum eins og hún er í dag, svona áður en þú skiptir næst um skoðun.
Jón Kristófer Arnarson, 11.10.2009 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.