19.9.2009 | 00:34
Hreyfingin - yfirlýsing
Með þessu telur hópurinn sátt tryggða í baklandinu, enda ekkert til fyrirstöðu að Borgarahreyfingin í núverandi mynd geti ekki verið hluti af þessari hreyfingu eins og önnur grasrótarsamtök.
Það er trú hópsins að hreyfingin geti ekki verið þverpólitískt bandalag almennings sem vill uppræta flokkseigendaklíkur á sama tíma og hún útiloki samstarf við fólk og hópa vegna strangra inntökuskilyrða. Þá er vænlegra að vinna þverpólitískt innan þings sem utan með áherslu á hin upprunalegu stefnumál. Stefnuskráin er verkefnalisti, og þegar hann er tæmdur mun hreyfingin, eins og lofað var, vera lögð niður.
Það er því hryggðarefni að sú stefnuskrá sem lagt var af stað með í upphafi hefur í undangenginni orrahríð orðið að aukaatriði og gerðar tilraunir til að taka inn fjöldi annarra málefna sem aldrei var sammæli um né ætlunin að sinna. Markmiðin eru þar með orðin óljós, og hugmyndin um skyndiframboð í takmarkaðan tíma með fá málefni er að engu orðin. Skærasta birtingarmynd þess, hin nýsamþykktu lög Borgarahreyfingarinnar, snúast þess í stað um völd, valdheimildir, valdboð, refsingar, brottvikningu, hljóðritanir og það að stofna stjórnmálaflokk með stjórnmálamönnum; enn einn flokkinn.
Það stóð aldrei til að Borgarahreyfingin ílengdist á Alþingi. Í því fólst styrkur hennar ekki síst, enda líta þeir þingmenn hennar sem hér eiga hlut á það sem lýðræðisleg forréttindi að geta starfað á þingi án þess að binda hugi sína og hjörtu við næstu kosningar. Geta fylgt sannfæringu sinni sem fulltrúar kjósenda, óháð sýndarárangri og atkvæðaveiðum.
Hreyfingin ætlar að vera sameiningartákn þeirra sem sjá enga von í flokkakerfinu, og trúir því að saman getum við rutt úr vegi þeim hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir raunverulegu lýðræði á Íslandi.
Hreyfingin - fyrir fólkið í landinu.
Talsmaður Hreyfingarinnar uns ráðin hefur verið framkvæmdarstjóri er:
Daði Ingólfsson, s. 822-9046 - dadi@1984.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook