9.6.2009 | 00:15
Þinghúsbréf 8
Fyrsti alvöru ICESAVE dagurinn í þinginu þar sem fjármálaráðherra gaf okkur skýrslu um tilurð og gæði hins s.k. ICESAVE samnings. ÚFF!! Umræðan í kjölfarið samanstóð að mestu af gamaldags fjórflokkapólitík þar sem hver kenndi öðrum um og var vitnað í bréf, minnisblöð, greinargerðir og álit hinna og þessara út og suður. Sigmundur Davíð hjá Framsókn stóð upp úr þeirri umræðu enda ekki hluti af þeirri fortíð sem verið var að karpa um.
Það var einkennileg tilfinning sem greip mig þegar ég heyrði í fólkinu úti á Austurvelli. Órói greip um sig í þingsalnum, þingmenn hópuðust að gluggunum og þingheimur kipptist við þegar peningum rigndi á rúðurnar. Hér voru þeir sem raunverulega stóð ekki á sama, sem voru tilbúin að leggja þó ekki væri nema tvo klukkutíma af mörkum. Þakka ykkur fyrir að mæta, við erum aðeins fjögur á þingi og náum þessu ekki ein. Hér eru ræðurnar sem ég og Birgitta fluttum í dag, við taktfastann slátt almennings á Austurvelli sem barst inn um glugga einn sem Birgitta opnaði. Þetta var sko flott undirspil við umræðurnar, takk.
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090608T161453&horfa=1
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090608T164518&horfa=1
Það er að mörgu leiti dapurlegt að það skuli vera Vinstri Græn sem lenda í óvinsæla liðinu í dag því sannarlega voru það þau sem börðust einarðlega og ein gegn þessu fjármálabrjálæði sem setti svo á endanum þjóðina á hausinn. Vonandi gleymist það seint hvað ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar gerði, byggt á vinnuteikningum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Foringjadýrkunin sem þessir flokkar sýndu var svo seinasti naglinn í líkistuna þar sem meintir óskeikulir leiðtogar, Davíð Oddson, Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og áður Halldór Ásgrímsson höfðu haft sitt fram með hroka og frekju. Enn búum við að þessari foringjadýrkun í tilfellum nær heilagrar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar og það er í raun pínlegt að heyra suma flokksmenn þeirra mæra leiðtogana sína. Við hjá Borgarhreyfingunni vorum svo lánsöm á ögurstund í kosningabaráttunni að breyta uppbyggingu stjórnarinnar þannig að formaðurinn sem embætti var lagður af og stjórnin tilnefndi sér einfaldlega talsmenn hverju sinni. Þetta gerbreytti öllum vinnubrögðum og leiddi til mun skilvirkari og dýnamískari funda þar sem allir voru algerlega jafnir þáttakendur.
ICESAVE samningurinn verður borin undir þingið. Hvenær það verður hefur ekki verið ákveðið enn, en sú atkvæðagreiðsla mun verða meitluð í stein til frambúðar og í hjörtu barna okkar og barna-barna kynslóð fram af kynslóð. Því miður mun Samfylkingarfólkið sennilega allt greiða atkvæði eins og flokkurinn segir til um og við munum því þurfa að skrá nöfn þeirra í Íslandssöguna. Vinstri Græn eru hollari hjarta sínu og hafa vonandi kjark til þess að fylgja því. Ef allir Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn ásamt okkur greiða atkvæði gegn ICESAVE þá þarf ekki nema þrjá til viðbótar úr Samfó eða VG til að bjarga þjóðinni frá þessum skuldaklafa. Þrír þingmenn, hvar finnast þeir?
Að þessum degi loknum og þessum gjörningi undirskrifuðum er það orðin bjargföst skoðun mín að þessi ríkisstjórn er ekki vandanum vaxin. Hún mun ekki ná að leiða Ísland farsællega út úr þeim hremmingum sem við erum í. Því hljótum við að velta fyrir okkur hvort ekki væri vænlegar að hafa þjóðstjórn eða utanþingsstjórn. Kosningar eru svo líka valkostur, það þarf virkilega að hreinsa út þar sem líkin í lestinni íþyngja fleyinu um of. Hmmm... áhugavert, hugsum málið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er hálfgildings stuðningsmaður BH þó ég hafi ekki kosið hana.
En þið eigið ekki endalaust inni kæri Þór.
Þú talar um alla flokka sem fjórflokkinn og að þeir kenni hver öðrum um.
En þú kennir þeim öllum um, hver er munurinn?
Það var sorglegt að hlusta á upphrópanirnar í þinginu í dag.
Birgitta hins vegar, stóð sig frábærlega enda talar hún frá hjartanu konan sú.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2009 kl. 00:20
Ekki vandanum vaxin segir þú! Viltu Sjalfstæðismenn og Framsókn í valdastólanna kannski með ykkur til uppfyllingar? Guð hjálpi þjóðinni ef svo verður. Ég hef ekkert á móti ykkur í Borgarahreyfingunni en ég treysti best Steingrími og Jóhönnu til að stjórna landinu núna. Stjórnarandstaðan hefur ekki komið með neina lausn á þessu máli nema upphrópanir og læti sem hjálpar ekkert til heldur sundrar þjóðinni enn frekar. Endilega komið með raunhæfa lausn ef þið eigið hana til því það þarf að afgreiða þetta Icesave mál hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þú manst væntanlegaað engin þjóð vildi lána Íslandi nema gengið væri frá þessu máli.
Ég vona að þið krefjist þess að þeir sem báru ábyrð á þessu hruni verði handteknir og eigur þeirra frystar. Það myndi lægja einhverjar öldur í þjóðfélaginu því ef ekkert réttlæti er í sjónmáli þá verða óeirðir og mótmæli endalaus. Kannski viljið þið það frekar en að vinna að lausn þessa hræðilega máls?
Ína (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 00:31
Mér fannst ræður ykkar beggja frábærar, ef þið haldið áfram á sömu braut mun stuðningur við Borgarahreyfinguna aukast dag frá degi. Það er mín trú.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.6.2009 kl. 00:44
Það má ekki gerast að þessir samningar verða samþykktir...
Ég hef aldrei... aldrei verið svona óttaslegin um hag minnar eigin þjóðar og nú...
Ég sá nokkra stuðningsmenn VG í dag, það gladdi mig... þeir verða vonandi fleiri á morgun. Ég stóla á þá og krossa fingur.
Ég kaus ykkur ekki Þór, en ég verð ætíð þakklát nú fyrir að þið séuð þarna inni..
Það var æðislegt að sjá Birgittu opna gluggann í dag á þinghúsinu...
Við megum ekki láta kúga okkur, við erum frjálst land, við erum kjörkuð!
Björg F (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 01:52
Þið Birgitta eruð heldur betur að sanna ykkur! Ég tek ofan fyrir ykkur. Áfram Borgarahreyfing!
PS. Ekki gleyma að vekja Þráinn Bertelsson rétt fyrir atkvæðagreiðslu.
GéTé (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 02:40
Sæll Þór
Mig langar til að biðja þig um að útlista hugmyndir þínar um hvernig hægt sé að ná í skottið á eyðsluseggjunum sem rústuðu Íslandi. Það sem ég sé þó sem mestu hindrunina við það er að A) Alþingi er löggjafavald og B) þau lög sem nú eru í gildi virðast ekki ná yfir eða gilda um þá viðskiptagjörninga sem framkvæmdir voru.
Halldór (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 06:34
Heill og sæll þór . Ég ætla að taka undir með þeim sem sagðist vera hrædd um hag síns og sinnar þjóðar ef þetta verður samþykkt, Ég vona frá hjarta mínu að það verði farin önnur leið enn sú sem talað er um að fara. Það er algjörlega óþolandi líka að þeir sem bera á þessu ábyrgð eru einhvernvegin alltaf stikkfrí.Ég held að Ef þetta verður að veruleika að við samþykkjum þá munu mjög margir missa virðinguna fyrir kerfinu , reyna kreista allt út það er byrjað. Ég er pípari er í vinnu sem betur fer. Á Austurvelli í gær hitti ég húsasmið sem sagði mér að hann væri enn með 2 í vinnu héldi þeim varla það væri samt nóg að verkefnum enn hann væri ekki samkeppnisfær vegna þeirra iðnaðarmanna sem vinna svart á niðursoðnum prísum og hirða atvinnuleysisbætur í leiðinni. Þetta er frekar súr veruleiki.
Annars vona ég að þér gangi sem allra best í því sem þú ert að gera fyrir okkur ,mér finnst þú tala að miklu viti á þingi
þið eruð okkar fólk að mínu áliti ,vinnið í þágu almennings , Set mitt athvæði örugglega aftur á ykkar lista
Kv. Himir Auðunsson
Hilmir B Auðunsson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 08:33
Sæll Þór,
Mikið er rætt um þetta minnisblað sem á að vera örlagavaldur okkar í Icesave málinu. Össur staðhæfir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið einn að þessu skjali og undirritað. Árni Matt staðhæfir að þetta hafi verið á vegum nefndar sem var undir forræði Utanríkisráðuneytisins (Össur).
Ég tel það hið eðlilegasta mál að íslenska þjóðin fái að sjá þetta skjal, hverjir undirrituðu, hvert var innihald og undir hvers forræði þeir/þau voru sem undirrituðu. Það er engan veginn á treystandi að taka orðum eins eða neins í þessu máli. Ég vil fá að lesa þetta skjal sjálfur.
Getur þú vinsamlegast séð til þess að skjalið verði birt, annaðhvort á vegum Alþingis eða bara þinnar hreyfingar ef ekki vill betur,
Með kærri þökk,
Örn.
Örn (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 08:45
A. Mér finnst þetta allt saman auðvitað jafnskítt og öllum öðrum. Raunveruleikin er hins vegar að við höfðum skrifað undir það að í Evróputilskipun að ef banki færi á hausinn þá bæri tryggingarsjóði viðkomandi lands að greiða 20 þúsund Evrur á haus upp í innistæðurnar. Þannig hefði það verið ef erlendur banki á Íslandi hefði farið á hausinn og þannig var það þegar íslenskur banki erlendis fór á hausinn.
Ég hef því satt að segja ekki heyrt skýr rök þess eðlis af hverju við ættum ekki að þurfa að greiða þetta. Okkar samningsaðilar segja einfaldlega: "Þetta eru lögin sem þið eruð aðilar að og samþykktuð. Punktur." Ef erlendur banki hefði farið á hausinn á Íslandi af hverju hefðum við átt að taka á okkur 20 þúsund Evrurnar sem eitthvað annað ríki hefði átt að greiða?
B. Í öðru lagi var þetta spurning um það hvort sú mismunun stæðist sem fólst í neyðarlögunum að greiða 100% af innstæðum Íslendinga en ekki viðskiptavina Londonútibús Landsbankans. Það var auðvitað svolítið eins og að segjast munu greiða innstæður allra nema viðskiptavina Breiðholtsútibús sem hefði líklega verið talið frekar hæpið á grundvelli jafnræðisreglu. Þetta virðist þó hafa verið viðurkennt í þessum samningum líklega á grundvelli ákvæðis sem rætt var um í haust og leyfði ríkjum að hygla sínum borgurum í neyð.
C. Verður landið óbyggilegt og á hausnum ef við samþykkjum þetta? Lánið er auðvitað skelfilega hátt en mér finnst augljóst að eftir 6-7 ár þegar kemur að skuldadögum þá hljótum við einfaldlega að fara yfir málið og sjá hvað raunverulega eftir stendur. Ef það er einhver skelfileg upphæð sem er of há til að við getum greitt hana upp á 8 árum þá hljótum við að endurfjármagna og taka t.d. 50-100 ára lán sem tryggði að greiðslubyrðin væri innan skikkanlegra marka fyrir íslenskt samfélag. Mér finnst nú Sigmundur, eins ágætur og hann er, mála svolítið skrattann á vegginn í þessu máli.
D. Það er hins vegar gríðarlega mikilvægt að öll samskipti stjórnvalda og allir pappírar og gögn tengd þessu máli komi upp á yfirborðið og verði gerð opinber. Þetta er einfaldlega of stórt mál til að hægt sé að réttlæta trúnað við einhvern annan en þjóðina hvað snertir upplýsingar, þegar búið er að samþykkja samninginn. Á meðan á viðræðunum stendur er hins vegar eðlilegt að ekki sé hægt að segja frá öllu. Því ástandi lýkur hins vegar við undirskrift.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 9.6.2009 kl. 10:57
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ !!!!!!!!!!!!!!
Anna B. Saari (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 12:32
Vinnaþjóðir okkar á Norðurlöndum benda réttilega á að það gengur ekki upp að íslenska ríkið hlaupi undan ábyrgðum á t.d. 20.363 evrum eins og illa samin lög & reglur Evrópubandsins vildu gera ráð fyrirr - eflaust geta 80% þjóðarinnar verið sammála þeirri skoðun, enda voru þetta okkar "útrásar skúrkar sem STÁLU fé erlendra aðila með fullu leyfi íslenskra stjórnvalda sem ÁVALT lýstu yfir að stjórnvöld myndu axla ábyrgð...!" Það voru íslensk stjórnvöld og eftirlitstofnanir eins og FME sem gáfu grænt ljós á að Landsbankinn fengi að stofna þessa "IceSLAVE reikninga" - ótrúlegt að leyfa slíkt - sérstaklega er kom að Hollandi.
Því miður eru íslenskir fjölmiðlar vægast sagt MJÖG hliðholir núverandi ríkisstjórn FORÐAST að ræða er hvort þetta séu eðlileg vaxtakjör 5,5%? Ég er í hópi þess fólks sem tel þessa vexti algjöra BILUN og minni á að Seðlabanki Englands hefur verið að ávaxta yfir 50 milljarða ísl. króna á reiknum sínum VAXTARLAUST og lánar svo sínum eigin bönkum á 0,5-0,7% vöxtum - þannig að góðir samningarmenn hefðu náð að lenda álíka samning og nú er með síðan aðeins 0,75% vöxtum - það er kjarni málsins. Ég treysti á að Borgarhreyfingin, Sigmundur Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn standi vaktina og nái að sannfæra nógu marga stjórnarþingmenn um að þessi samningur sé ekki nógu góður - hann sé í raun STÓR HÆTTULEGUR, landi & þjóð..!
Hefur einhver trú á að hægt sé að skera íslensk ríkisútgjöld niður um 137 milljarða á 3 árum? Er okkar stjórnmálamenn eitthvað klikk? Svarið liggur því miður í augum upp, þ.e.a.s. "flestir þerra eru arfalélegir & spiltir" - EF Alþingi íslendinga gerir þau mistök að samþykkja þennan samning þá upplifir maður það eins og verið sé að slökkva ljósin hjá þjóðinni. IMF mun svo sjá um að við verðum skattpínd áfram næstu 1-5 árin og gjaldmiðil okkar mun aldrei ná sér meðan þetta lið segist vera að rétta okkur hjálparhönd. Mér lýst rosalega illa á þetta allt saman. Í viðtali í gær gagnrýndi ég í sjónvarpinu að t.d. "fjölmiðlar hérlendis hefðu algjörlega brugðist sem 4 valdið - sú athugasemd var auðvitað klippt út eins og gagnrýni mín á þessa 5,5% vexti. Enn og aftur eru íslenskir fjölmiðlar að ganga erinda stjórnvalda og BLEKKJA þjóð sýna. Ömurleg upplifun, vægast sagt.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 9.6.2009 kl. 13:00
Blessaður Þórir og takk fyrir ykkar trausta málflutning í þessari deilu. Ég hef fram yfir marga aðra hér á síðunni að ég kaus BH vegna þess að í málflutningi ykkar sá ég neista sem á eftir að verða að miklu báli.
Nýtt Ísland.
En vegna þess sem Sigurður segir hér að framan þá vil ég vekja athygli á helstu staðleysu borgunarsinna sem kemur svo vel fram hjá Sigurði. En Sigurður segir réttilega að " við höfðum skrifað undir það að í Evróputilskipun að ef banki færi á hausinn þá bæri tryggingarsjóði viðkomandi lands að greiða 20 þúsund Evrur á haus upp í innistæðurnar". Það er einmitt það sem lögin um íslenska tryggingasjóðinn kveða á um.
En það er röng ályktun að íslenska ríkið sé í bakábyrgð fyrir þennan sjóð. Það stendur hvergi í lögunum um sjóðinn og lögin um sjóðinn eru á grundvelli 94/19/EB um innlánatryggingarkerfi. Og ef okkar lög væru göluð (þau voru sett árið 1999) þá var eftirlitsstofnunum ESB skylt að gera athugasemdir og krefjast úrbóta. Og það stendur hvergi í tilskipun ESB að viðkomandi ríki eigi að greiða það sem uppá vantar.
Þegar borgunarsinnar eins og Sigurður fullyrða að við eigum að borga samkvæmt einhverri Evróputilskipun, þá er lágmarkið að þeir vísa í þá tilskipun og hvað í henni stendur. Auðvita getur Sigurður það ekki því þetta stendur hvergi.
Og það er meginskýring þess að ESB vill ekki með málið fyrir dóm.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.6.2009 kl. 13:08
Til Hamingju með daginn Þór .
Gaman að sjá yður í gær utandyra að tala við lýðinn.
Halldór Sigurðsson, 9.6.2009 kl. 13:10
Vaðandi vaxtakjör verða menn að gera mun á langtima og skammtíma vöxtum. Að gera samninga til langs tíma á breytilegum vöxtum er ennþá skelfilegra. Svo verða menn einsog hinn ágæti Þór sem er vel að því kominn að sitja á Alþingi að gera sér grein fyrir því að það er ekki til nein 'sér-íslensk leið' útúr þessum efnahagsvanda frekar en öðrum. Ef við 'borgum ekki' missum við fullveldið. Það verður einfaldlega ekki liðið.
Alveg sama hvað menn tala stórkarlalega í sölum alþingis þá eru til takmörk sem við verðum að beygja okkur undir. Að horfast ekki í augun á þeim veruleika og tala tungum úrfrá hjartanu getur verið sætt en ekki málefnalegt. Steingrímur hefur sýnt það að hann er oddviti þjóðarinnar núna og við verðum að treysta leiðsögn hans. Þór Saaari og Sigmundur Davíð hefðu áreiðanlega ekki verið verri ef þeir hefðu þurt að axla þennan vanda en það kemur bara óbeint í þeirra hlut núna. Það er betra að vera í stjórnaandstöðu þegar erfiðar ákvarðanir eru teknar.
Hefur einhver trú á að hægt sé að skera íslensk ríkisútgjöld niður um 137 milljarða á 3 árum? er spurt hér að ofan. Þetta er alveg óháð IceSafe sem slíku og hefði orðið að gera þó að við hefðum ekki skuldað krónu vegna IceSafe. Svona ömurleg er staðan þrátt fyrir allt.
Gísli Ingvarsson, 9.6.2009 kl. 13:24
Eru menn ekkert reiðir yfir því að menn eru að kíla einhverja samninga um Icesave á meðan við sitjum á hriðjuverkalista í bretlandi. Svo ekki sé nú mynnst á að ef neyðarlögin halda ekki þá verður landið örugglega gjaldþrota sjá hér. Ég skil ekki að menn skulu almennt samþykkja að okkur hafi beinlínis verið ítt út úr alþjóðasamfélaginu eins og ótíndum glæpamönnum.
Hörður Valdimarsson, 9.6.2009 kl. 14:38
Reiði er vondur vegvísir og ráðgjafi. Nei ég er ekkert reiður þó ég sé vonsvikinn.
Gísli Ingvarsson, 9.6.2009 kl. 14:59
Þá ert þú bara ánægður en vonsvikinn hryðjuverkamaður eða hvað.
Tveimur dögum (nenni ekki að fletta upp en nálægt lagi) eftir að hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga mættu allir stærstu leiðtogar heims á ráðstefnu til að ræða viðbrögð við fjármálakreppunni. Niðurstöður ráðstefnunnar ollu reyndar viðsnúningi í kreppunni. Ein af niðurstöðum ráðstefnunnar var að ekkert ríki mætti gera neitt sem ylli því að kreppan myndi dýpka í öðru landi og kepptust allir þessir miklu menn við að segja það þ.á.m. að ég held sá brúnaþungi frá bretlandi. Beiting hryðjuverkalaganna olli svo um munar dýpkun á kreppunni hér á landi. Menn meina jafnvel að Kaupþing hefði ekki átt að falla, en hann var stærsti banki Íslands.
Mér finnst það með einsdæmum að stjórnmálamenn og þeir sem stjórna þessu landi, hafi ekki lagt meiri áheyrslu á að fá þessum lögum aflétt. Ekki hefur verið leitað eftir stuðningi frá frændþjóðum eða á annan hátt reynt að kynna þessa misbeitingu valds enda er raunin sú að fæstir í heiminum vita um þessa beitingu valdsins. Þetta hefur ekkert að gera með Icesave eða ekki. Við verðum einfaldlega að koma á framfæri því að svona leysum við ekki málin á meðal siðmenntaðra þjóða. Þá hef ég ekki vitað til þess að Íslendingar hafi hlaupið frá skuldbindingum sínum á liðnum árum. Ekkert getur því réttlætt þessa misbeitingu valds "vina okkar".
Undirlægjuhátturinn er með einsdæmum. Það var verið að íhuga andrýmisflug breta fram á seinasta dag, á sama tíma og undirlægjurnar bukka sig á meðal "vina sinna". Þá hafa menn beygt höfuðið í sandinn fyrir "vinum" okkar í nato og ekki hefur verið íhugað að slíta sambandinu við breta, en íslenskur fiskur veitir mörgum vinnu í bretlandi. Ég verð að viðurkenna að þegar ég telst vera hryðjuverkamaður af alþjóðasamfélaginu get ég alveg eins gengið úr því, þar sem ég get ekki átt neitt sameiginlegt með því.
Það sem verra er, er að með því að fara í þessar viðræður um Icesave án þess að fá þessum lögum aflétt, eru Íslenskir ráðamenn að viðurkenna að við séum hryðjuverkamenn sem eigum að standa fyrir utan alþjóðasamfélagið samanber fyrsta hluta þessara greinar. Enda Íslendingar vanir að hlaupa frá sínum skuldbindingum.
Mér er einungis sorg í huga þegar ég hugsa um þessar undirlægjur, og að ég hafi verið seldur fyrir þau réttindi að fá aðgang að alþjóðasamfélaginu og ekki vera skilgreindur hryðjuverkamaður. Þessir menn eru í raun og veru verri en útrásarvíkingarnir. Útrásarvíkingarnir seldu efnisleg gæði þessir aumingjar seldu okkur.
Hörður Valdimarsson, 9.6.2009 kl. 15:02
Hörður andaðu hægt með nefinu og djúpt niður í kviðinn. 10 sinnum. Reyndu að öðlast hugarró. Það er fyrsta boðorð til þeirra sem vilja bjarga heiminum að bjarga fyst sjálfum sér. Sbr leiðbeiningar um súrefnisgrímur í flugvélum. Hættu að pæla í 'vinum okkar' það er tilgangslaust raus.
Gísli Ingvarsson, 9.6.2009 kl. 15:36
Gísli ég þarf í raun og veru engu að bjarga. Ég bý erlendis og hef því í engu borið tjón af þessu falli á klakanum. Ef eitthvað er þá hef ég stórgrætt á því. Verð þó að segja að mér finnst leiðinlegt að útlendingar hlæja að okkur og við séum stimplaðir hryðjuverkamenn. Ég veit ekki hvort þú mannst eftir þessum fundi í október. Á þessum tímapunkti var fjármálamarkaðurinn að hrynja og allir markaðir óstarfhæfir fyrir utan hlutbréfamarkað. Það var mál manna fyrir fundinn að kerfið myndi falla ef ekkért kæmi út úr fundinum. Það mikilvægasta sem kom út úr fundinum var einmitt að "Ekkert ríki ætti að gera neitt sem illi dýpkun á kreppunni í öðrum löndum" Hvers vegna á að koma fram við okkur eins og hryðjuverkamenn þegar fjöldinn allur af bönkum hefur fallið í heiminum. Bretar settu ekki lög á kana þegar lehman féll, þar voru líka fluttir margir miljarðar frá bretlandi rétt fyrir fallið. Hvers vegna á að koma öðruvísi fram við okkur. Svarið er einfalt. Vegna þess að við leyfum þeim það. Menn þora ekki að gera neitt vegna EU. Menn eyða milljónum á milljónir ofan til að komast í öryggisráðið en geta ekki séð af neinum peningum í pr. fyrir Ísland. Þessar viljayfirlísingar leiðtoga heimsins hefðu þó átt að geta hjálpað okkur
Hörður Valdimarsson, 9.6.2009 kl. 16:12
Það er að mörgu leiti dapurlegt að það skuli vera Vinstri Græn sem lenda í óvinsæla liðinu í dag því sannarlega voru það þau sem börðust einarðlega og ein gegn þessu fjármálabrjálæði sem setti svo á endanum þjóðina á hausinn.
Nei Þór Saari þeir börðust ekki einir við hlið þeirra voru Frjálslyndir, og stóðu saman þá. Til dæmis voru þeir sammála Guðjón Arnar og Steingrímur þá að best væri að gera bretum þann kostinn að þeir tækju yfir eignir bankans, fyrst þeir settu hryðjuverkalögin, þá gætu þeir tekið eignirnar upp í skuldir og Ísland væri þar með laust allra mála. Þessu hefur Steingrímur sennilega gleymt. En ekki láta fenna yfir spor Frjálslynda flokksins, þið eruð nú í sömu sporum og þeir voru, með fjóra menn á þingi og eruð rödd fólksins. Ykkar ábyrgð er því mikil og ég er afskaplega ánægð með frammistöðu ykkar Birgittu hingað til. Vonandi fáið þið líka í lið með ykkur öflugan kór úti á Austurvelli, þar myndi ég mæta ef ég væri fyrir sunnan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2009 kl. 18:05
Hvað fylgir ekki borga leiðinni Þór?
Verðum við þá Norður Kórea Evrópu?
Oddur Ólafsson, 9.6.2009 kl. 21:06
Oddur Ólafsson
Með því að skrifa undir þessa uppgjöf, og eyða næstu áratugum í að reyna að borga þetta verða lífsskilyrði hér engu skárri en í N-Koreu
Sigurður (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.