Þinghúsbréf 6

Létum aðeins heyra í okkur í dag. Fyrst vegna ICESAVE en til stóð að skrifa undir á morgun 4. júní en það verður varla gert "allra næstu daga" eins og ráðherran sagði í dag.  Heildardæmi upp á sennilega 700 milljarða.  Þetta eru skuldir óreiðumanna sem munu hugsanlega lenda á almenningi þar sem alger óvissa ríkir með hvers virði "eignirnar" á móti eru.  Mbl kom og forvitnaðist um málið:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/03/motmaela_icesave_samningi/?ref=fphelst

Í þinginu var svo umræða um stöðu heimilanna sem Framsóknarmenn hófu af stakri prýði en með heldur skuggalegum tölum. SDG hóf máls á þessum mikilvæga málaflokki og af okkar hálfu töluðu Þráinn og Margrét.  Lilja Mósesdóttir frá VG lét og í sér heyra og benti meðal annars á að leið ríkisstjórnarinnar í málum heimilanna væri algerlega á skjön við allar hugmyndir og hefðir um norræn velferðarríki og bæri frekar keim af fátæktargildrum engilsaxneskra menningaheima.  Fyrir þá sem vilja heyra frekar dapurleg móttrök forsætisráðherra og fótgönguliða hennar þá bendi ég þeim á vef þingsins.

Hér eru upphafsorð SDG:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090603T150749&horfa=1

og ræða Þráins:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090603T153439&horfa=1

og ræða Margrétar:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090603T155526&horfa=1

og ræða Lilju Mósesdóttur:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090603T155048&horfa=1

Á morgun verður svo nýr dagur í þessum einkennilega heimi sem heitir Alþingi.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þór, Margrét, Þráinn og Birgitta, þessi samningur um icesave á eftir að koma til kasta þingsins. Ég trúi því og treysti að þið 4 munuð gera allt sem í ykkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að þessi landráðasamningur verði samþykkur. Þjóðin mun aldrei fyrirgefa þeim þingmönum sem leggja blessun sína yfir þessi landráð sem samningurinn er. Með samþykkt hans verður þjóðin hneppt í áratuga fátækt, öllu því sem þjóðin hefur byggt upp á undanförnum áratugum lagt í rúst, atgerfis- og landflótti mun skella á og samfélagið mun fara á hliðina. Þið verðið að mótmæla af öllum lífs og sálarkröftum.

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.6.2009 kl. 01:04

2 identicon

Hmmm, finnst frekar lítið innihald í þessum pistli.  Mér hefur fundist mjög gott hjá ykkur í Borgarahreyfingunni að fjalla um störf Alþingis, en þá að fjalla um þau eins og þið sjáið og upplifið þau og eins og þið ætlið að svara / vinna að þeim.  Vona innilega að fallið ekki í þá gryfju að gagnrýna bara til að fá athygli!!!!  Slík athygli mun ekki endast smáflokkum eins og ykkur, meira að segja fyrrum "stórflokkur" eins og Framsókn er að ná að gera sig útdauðan á slíkri "taktík"

Að pósta linka að "he said / she said" finnst mér hafa takmarkað gildi, get haft upp á öllum þeim linkum sem vil sjálf að þeim ræðum sem vil sjálf - vil ekki að þú eða þínir veljið ræður ofan í mig.  En myndi gjarnan vilja heyra hvar þið í Borgarahreyfingunni standið í þeim málum sem nefnir.  A. Hvernig og hvað ætlið þið að gera í Icesave málinu?  B. varðandi stöðu heimilanna - hvað viljið þið gera í þeim efnum og endilega nefnið tölur í því sambandi og hvaða "ekki heimili í landinu" eiga að borga reikninginn? 

"Dapurleg móttrök forsætisráðherra og fótgönguliða hennar" - sem byggðu á nýjustu tölum frá Seðlabanka landsins????  Persónulega finnst mér tölur hafa meira vægi en "tilfinningaríkar upphrópanir" (sem hingað til þótt kvenlegur galli en hinn karllægi Framsóknarflokkur hefur tekið að sér eins með þvílíkum glans að annað eins ekki sést síðan.....)

Ég óska ykkur í Borgarahreyfingunni alls hins besta í hinum "einkennilega heimi sem heitir Alþingi" eins og þú orðar það.  Finnst samt hart ef ég sem "ekki þingmaður" ber meiri virðingu fyrir þínum vinnustað en þú sem "þingmaður" :-o  Því hvað sem hver segir þá kaus stór hópur venjulegs fólks í landinu þig og þína félaga á þing, og mér finnst niðurlægjandi fyrir það fólk að heyra ykkur ekki bera virðingu fyrir þeirri stofnun sem sama fólk kaus ykkur á!!!!  Alþingi Íslendinga er hvað sem hver segir æðsta stofnun landsins, ef hún er "not good enough" fyrir ykkur þá er sennilega ekkert "good enough", eða hvað????? 

Í fullri alvöru óska ykkur góðs gengis, bara ekki gera lítið úr fólkinu sem kaus ykkur :-o  Berið virðingu fyrir því valdi sem þetta fólk fól ykkur, takið málefnalega aðstöðu til hvers einasta máls, verið dugleg að birta málefnaleg rök með og líka á móti hverri ákvörðun ykkar á Alþingi (því hlutirnir eru aldrei bara svartir og hvítir - oftast eru þeir gráir og oftast þurfið þið alþingismenn að velja um gráa hluti - örugglega mjög sjaldan um hvíta eða svarta?)

Baráttukveðjur

ASE (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 01:25

3 identicon

Og ber mikla virðingu fyrir fólki sem hefur opið athugasemdakerfi, blogg (sérstaklega pólitísk) án þess er furðuleg einstefna!

ASE (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 01:29

4 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæll Þór, þú stendir þig vel.

Mér líst ekkert á þetta icesave dæmi og fyrir þá sem eru bjartsýnir á að það sé ekkert mál - vísa ég á nýjasta hefti peningamála seðlabankans. þar sem ágætlega er farið yfir það á rósamáli hvað staðan er vonlaus.  Hvernig er það annars, er ekki möguleiki að afhenda bretum þessar eignir sem menn eru að reikna í dag á móti skuldinni og afgreiða málið þannig. Eða er það einhver tækniflækja? 

Ólafur Eiríksson, 4.6.2009 kl. 01:35

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég mun fylgjast vel með því hverjir gerast landráðamenn og kjósa að styðja þetta frumvarp.  Mér finnst eftir að hafa hlustað á málflutninginn að Lilja ætti að vera í Borgarahreyfingunni, hún er á svipaðri línu og þið þingmenn Borgarahreyfingarinnar.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.6.2009 kl. 02:03

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir að standa með þjóðinni okkar Takk líka fyrir þessi upplýsandi þinghúsbréf!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.6.2009 kl. 03:39

7 Smámynd: Þór Saari

Smá athugasemd til ASE hins nafnlausa.  Mótrök jóhönnu voru m.a. að Íbúðalánasjóður færi beint á hausinn ef höfuðstóll lána yrði færður niður.  Þetta er einfaldlega ekki satt þar sem niðurfærslan færi í gegnum Íbúðalánasjóð og lendir á eigendum fjármögnunarbréfa sjóðsins (HFF bréfunum).  Hér er um fjármagnseigendur að ræða og að mati t.d. Borgarahreyfingarinnar er mikilvægt að skellurinn af þessu efnahagshruni dreifist sem víðast og að þeir taki líka hluta af honum.  Ríkisstjórnin heldur og frekar áfram í vegferð frá hinu s.k. norræna velferðarmódeli þar sem sértækar aðgerðir eru ekki notaðar heldur byggir módelið fyrst og fremst á almennum aðgerðum til hjálpar öllum.  Dapurlegt segi ég, jú því engilsaxneskar fátæktargildrur eru í huga ríkisstjórnarinnar skilgreindar sem norrænt velferðakerfi.  Ekki er von að vel fari.

Þór Saari, 4.6.2009 kl. 08:07

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Heldur var dapurlegt að sitja í þingsal í gær og verða vitni af þeim skotgrafahernaði sem þar ríkir. Hugmyndafræðin: "my way or the highway" mun verða okkur dýrkeypt. Getum við ekki fundið einhvern milliveg - getum við ekki unnið þetta saman burtséð hvaða flokkslínum við tilheyrum?

Birgitta Jónsdóttir, 4.6.2009 kl. 08:27

9 identicon

Sæll Þór. 

Gott hjá þér að vekja ærlega máls á því hvað fyrir ráðamönnum þjóðarinnar virðist vaka í þessu ICESAVE bulli, það á semsagt að ganga í það að skuldbinda þjóðina og komandi kynslóðir fyrir 700 milljarða útgjöldum að kröfu hinna háu herra við E S B- HÁBORÐIÐ til þess að hleypa landráða-rakkanum Össuri að því borði flaðrandi og slefandi.

Vonandi munt þú og Borgarahreyfingin standa með þjóðinni í þessum málum og hafna algerlega ESB- LANDRÁÐALEIРSamfylkingarinnar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 09:59

10 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hér er um fjármagnseigendur að ræða og að mati t.d. Borgarahreyfingarinnar er mikilvægt að skellurinn af þessu efnahagshruni dreifist sem víðast og að þeir taki líka hluta af honum.
Það væri fróðlegt ef Þór myndi benda á fjármagnseigendur sem ekki hafa þurft að taka á sig nokkurn skell af þessu efnahagshruni.

Matthías Ásgeirsson, 4.6.2009 kl. 11:49

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hér er flott myndasería af þeim og fréttaskýringar með.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.6.2009 kl. 12:17

12 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hafa þessir aðilar ekki tekið á sig nokkurn skell?

Eru eignir þeirra (sem eftir eru) ekki meira og minna í útlöndum?

Ég stórefa að þessir aðilar tapi nokkru á því þó Íbúðalánasjóður eða nýju bankarnir þurfi að afskrifa meira.  Nei, þeir "fjármagnseigendur" sem munu tapa á því eru einfaldlega almenningur, alveg eins og skuldararnir.

Matthías Ásgeirsson, 4.6.2009 kl. 15:39

13 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það er gaman að sjá að þið þingmenn gefið okkur svona skjásýn inn í þingstörfin. Þið fáið þjóðina með ykkur þegar hún finnur að hún er upplýst.  EN þið ættuð einnig að afþakka eða leggja fram frumvarp um lækkaða styrki til þingflokka.  Ég tel slíkt afar brýnt - sérstaklega nú þegar þröngt er í búi hjá fólki og fjöld gjaldþrota vofir yfir hundruðum fjölskyldna.

Afnemum eða lækkum þingflokksstyrkina.

Baldur Gautur Baldursson, 4.6.2009 kl. 18:57

14 identicon

Bestu þakkir fyrir þinghúsbréfin. Þú ert greinilega ekki búinn að gleyma erindinu.

Solveig (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband