Þinghúsbréf 3

Fyrsti "alvöru" vinnudagurinn í þinginu var í dag, þ.e.a.s. það var haldinn hefðbundinn þingfundur sem hófst með s.k. óundirbúnum fyrirspurnartíma (30 mín.) en þar mega þingmenn spyrja ráðherra um hvað sem er (held ég).  Spurningin má taka tvær mínútur og svar ráðherra tvær.  Þá má þingmaðurinn koma með andsvar við svari ráðherra sem má taka eina mínútu og ráðherra má svo svar því með einnar mínútu svari.

Ég tók að mér að spyrja fjármálaráðherra um eigendur Jöklabréfanna og svarið var nú frekar klassískt þ.e.a.s. eignarhald á Jöklabréfum fæst ekki gefið upp, en þessi samskipti má heyra hér.

 http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090519T134657&horfa=1

Eins tók ég til máls vegna frumvarps fjármálaráðherra um hið s.k. eignaumsýslufélag en þar hafði umræðan þróast út í vægast sagt undarlegan farveg yfir nánast tómum þingsal.  Mjög einkennileg umræða um mál sem er mjög mikilvægt en umræðan endaði úti á túni.  Hægt er að sjá alla umræðuna á vef Alþingis fyrir þá sem eru í sjálfsmorðshugleiðingum en hér er linkurinn á mitt innlegg.

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090519T164124&horfa=1

Svona líða nú dagarnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

athyglisverð þessi leynd hjá ríkisstjórn sem talar svo mikið um gagnsæi...

Ég er ánægður með störf ykkar í borgarahreifingunni á alþingi.

Óskar Þorkelsson, 19.5.2009 kl. 22:30

2 identicon

Hvaða störf ert þú að tala um Óskar? Borgarahreyfingin er ekki farin að vinna nein störf á Alþingi. Þeir hafa tekið þátt í einum eldhúsdagsumræðum - allir sem einn. Gefum þeim nú séns á að sýna fyrstu lagafrumvörpin áður en meira er sagt.

Ég óska ykkur Borgurum samt alls góðs í störfum ykkar. 

velviljud@hotmail.com (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 22:55

3 identicon

Jöklabréfin og eignarhaldið á þeim er það sem brennur einna heitast á fólki, dapurlegt að fá ekki málið á hreint. Mín tilfinning er að þingmenn Borgarahreyfingarinnar vinni traust almennings jafnt og þétt. Þið eruð að fara frammúr miklum væntingum, með ykkar vinnubrögðum. Munurinn á flokkabrasi og heiðarlegum málflutningi skýrist hratt þessa dagana, Þökk sé Borgarahreyfingunni.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 23:01

4 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Fannst þú nokkuð góður í dag Þór,gaman að fá þingmann sem kann að  tala mannamál!

Endilega halda áfram þessum góðu lýsingum á þingstörfum, samanber engin í þingsalnum  og fleira í þeim dúr!Áhugavert að vita hvernig þingmenn starfa!

PS. Ekki gleyma drengjunum sem bíða en eftir að sum mál klárist!

Konráð Ragnarsson, 19.5.2009 kl. 23:02

5 identicon

Það ætla ég að vona að þú Þór farir ekki að snúast á þá sveif að afsala landi okkar til Ofurstjórnarinnar í Brussel.Mér heyrist á þér að þú sért vilhallur undir það vald sem í Brussel er.GÆTTU þín,gleymdu ekki þeim loforðum á fundunum,sem þú og aðrir í Borgarahreyfingunni hélduð.Gætið ykkar að afsala ekki FULLVELDI okkar,er farin á sjá ýmsa tækisfæristakta hjá þér á Alþingi,trúi því ekki að atkvæðið mitt til ykkar hafi verið til einskis..........ÍSLANDI ALLT..............ALDREI  ESB..........

Númi (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 23:13

6 identicon

Hvað áttu við með "fæst ekki gefið upp"? Hvers konar lýðskrum er þetta?

Ef eitthvað "fæst ekki gefið upp" liggur það væntanlega í orðanna hljóðan að einhver hafi eitthvað sem hann neitar að láta af hendi, ekki satt? Ef sá hinn sami er krafinn um eitthvað sem hann hefur ekki undir höndum er fáránlegt að tala um að hann neiti, eða fáist ekki til að gefa það upp.

Hér verður því að álykta að fyrirspyrjandi hafi ekki skilið svar ráðherra eða sé beinlínis að villa um fyrir fólki. Það er hæpið að tala um slíkt sem heiðarlegan málflutning og engin ástæða til að þakka mönnum sérstaklega fyrir það.

ÞS (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 23:14

7 identicon

Gott kvöld; Þór - sem þið önnur, hér á síðu hans !

Ekki enn; hefir þú haft einurð til, að svara réttmætum kárínum mínum, ykkur gerfi ''Borgara hreyfingar'' fólki, til handa.

Svo þykist þið; geta gagnrýnt krata og Kommúnista ''stjórnina'', af yfirdreps skap einum, en styðjið samt, út í eitt.

Litilla sanda - lítilla sæva, eruð þið,, Þór minn.

Með; fremur þurrum kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 23:15

8 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég hef sjaldan haft jafn gaman af því að slá garðinn eins og í dag. Mér var hugsað til ykkar.

Sigurður Hrellir, 19.5.2009 kl. 23:36

9 identicon

Þetta er á DV.

Eins og þið sjáið þá eru þetta smáaurar sem fjárglæfralýðurinn fékk að láni og veðsetti landið og miðin. 

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var spurður af Þór Saari, alþingismanni Borgarahreyfingarinnar, í dag hverjir væru eigendur jöklabréfanna. Listi yfir eigendur jöklabréfanna samkvæmt skrá Seðlabankans er birtur hér að neðan.
Þór spurði Steingrím hvort rétt væri að þau væru að stórum hluta í eigu innlendra fjárfesta og fjármálastofnana. Sagði Steingrímur það rangt.

Samkvæmt tölum sem Seðlabankinn tók saman í desember voru eftirfarandi eigendur bréfanna:

Radobank í Hollandi 78 milljarðar
Þýski fjárfestingabankinn KFW 42 milljarðar
Evrópski fjárfestingabankinn 33 milljarðar
Ameríski þróunarbankinn 22 milljarðar
Alþjóðabankinn R&D 15,9 milljarðar
Toyota 15,9 milljarðar
Rentenbank 7 milljarðar
Aðrir 19,8 milljarðar
- - - - - - - - -
Samtals: 234 milljarðar króna

EKE (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 00:03

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Verð að segja það einhvers staðar að ég heyri oftar og oftar: „Þitt fólk stóð sig vel í dag!“ eða „Þið stóðuð ykkur nú býsna vel á þinginu í dag!“ og fleira í þessum dúr. Mér finnst þetta skrýtið og veit ekki hvort ég venst því nokkurn tímann en ég vona að þú heyrir eitthvað þessu líkt á hverjum degi og oft á dag. Þú mátt gjarnan skila þessu til hinna ef þú telur þetta skipta einhverju máli. Kveðja að norðan.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.5.2009 kl. 00:49

11 identicon

Áfram, Þór!

Guðrún (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 01:35

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir það að leyfa okkur hinum að fylgjast með þingstörfum þínum.  Það er nýbreytni..  Áfram Borgarahreyfing. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.5.2009 kl. 01:59

13 identicon

"Fjármálaráðherra sagði útgefendur bréfanna vera þekkta. Það hefðu aðallega verið  þýskir, austurrískir og japanskir bankar. Hins vegar væri ekki vitað hverjir handhafar bréfanna væru nú en þau hefðu skipt um hendur og færst á milli skuldabréfaflokka."

Er listi Seðlabanka Íslands frá í desember fullnægjandi svar við fyrirspurninni?

http://www.dv.is/frettir/2009/5/19/listinn-yfir-joklabrefaeigendur/

Rómverji (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 10:07

14 identicon

Frábært að fá fréttir beint í æð,  til þess voruð þið kosnir á þing, til að passa uppá að þetta fari ekki aftur í einhverja vitleysu.  Það sem ég hef verið að sjá frá Borgarahreyfingunni lofar góðu, lykilatriði er að hafa eyrun og augun vel opin, og auðvitað að segja frá.

Takk.

Greni (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 13:06

15 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Svona líða dagarnir seguru. Þá er bara að brjóta þá upp og gera allt vitlaust. Ekki satt? Þjóðin bíður minn kæri.

Arinbjörn Kúld, 21.5.2009 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband