16.4.2009 | 22:15
Framboð í SV kjördæmi og lýðræðið
Til vara og með gríðarlegu átaki tókst okkur að ná saman undirskriftum allra frambjóðenda á ný á tilteknu eyðublaði sem var blessað af dómsmálaráðuneytinu og náðum að leggja fram listana aftur og það tímanlega.
Freakri samskipti við yfirkjörstjórnir varðand þetta mál og hvort þeir sem framverðir lýðræðisins myndu hugsanlega beita sér fyrir því að t.d. Dómsmálaráðuneytið lagfærði þessi einföldu atriði mættu hinsvegar algerri andstöðu. "Þetta er ekki í okkar verkahring" sögðu þau og æstust heilmikið upp. "Þið getið breytt þessu ef þið komist til valda" sögðu þau líka.
Það var óþægilegt svo ekki sé meira sagt, að verða vitni að hinni hrollköldu valdapólitík þar sem meira að segja seta í yfirkjörstjórn er beinlínis notuð með því hugarfari að lýðræðisleg framganga kosninga snúist fyrst og fremst um þá sem þegar hafa völdin.
Allar flækjur í þessum málum gagnast að sjálfsögðu fjórflokknum sem þegar hefur völdin og ef þeir geta lagt stein í götu nýrra framboða með eigin afkáralegum túlkunum þá er því miður einfaldlega farið að halla ansi mikið á lýðræðið á Íslandi.
Hér er svo listinn okkar í SV kjördæmi, frábært fólk með mjög fjölbreyttan bakgrunn, og ekki vafamál að við förum langt með að slá út kúlulánadrottninguna og hennar fjármálaflæktu félaga, með sín bellibrögð.
1 | Þór Saari | Hagfræðingur | Álftanesi |
2 | Valgeir Skagfjörð | Leikari | Kópavogi |
3 | Ingifríður R. Skúladóttir | Vörustjóri | Garðabæ |
4 | Ragnheiður Fossdal | Líffræðingur | Seltjarnarnesi |
5 | Sigríður Hermannsdóttir | Líffræðingur | Reykjavík |
6 | Rúnar Freyr Þorsteinsson | Bílstjóri | Hafnarfirði |
7 | Bjarki Þórir Kjartansson | Atvinnurekandi | Hafnarfirði |
8 | Guðmunda Birgisdóttir | Kennari | Reykjavík |
9 | Jónína Sólborg Þórisdóttir | Fulltrúi | Kópavogi |
10 | Margrét Rósa Sigurðardóttir | Kennari | Kópavogi |
11 | Sigurður Karl Jóhannesson | Verslunarstjóri | Kópavogi |
12 | Helga Dís Sigurðardóttir | Matsfræðingur | Mosfellsbæ |
13 | Friðrik Tryggvason | Ljósmyndari | Reykjavík |
14 | Baldur Már Guðmundsson | Nemandi | Reykjavík |
15 | Ásthildur Jónsdóttir |
| Hafnarfirði |
16 | Rannveig Konráðsdóttir | Þroskaþjálfi | Kópavogi |
17 | Konráð Ragnarsson | Rafverktaki | Reykjavík |
18 | Magnús Símonarson | Vefhönnuður | Mosfellsbæ |
19 | Ingvi Hraunfjörð Ingvason | Ellilífeyrisþegi | Hafnarfirði |
20 | Sólveig Jóhannesdóttir | Hjúkrunarfræðingur | Álftanesi |
21 | Magnús Líndal Sigurgeirsson |
| Hafnarfirði |
22 | Þórhildur Sunna Ævarsdóttir |
| Mosfellsbæ |
23 | Sigurður Ingi Kjartansson | Kerfisstjóri | Reykjavík |
24 | Hörður Ingvaldsson | Verslunarmaður | Reykjavík |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ljótt að heyra.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.4.2009 kl. 00:42
Flottur listi!
Málið er að sýna bara tennurnar og berjast, berjast og berjast!
Aldrei að gefast upp, aldrei!
sandkassi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 02:29
Æi, Þór hvað getur maður sagt! Það er furðulegt að berjast við alla þessa kerfisbundnu en sérhæfðu vanhæfingu sem kemur ekki síst fram þeim í stjórnunarhætti að hver vísar á annan og enginn þykist ráða neinu! Það eru æpandi skilaboð í þessu framferð sem hljóma einhvern veginn á þessa leið: „Gefstu bara upp strax! Það er þér fyrir bestu.“ Það eru bara færustu einbeitingar- og rökræðuhundar sem ná að brjóta sér leið í gegnum þessa rammgerðu kerfisblokkir allar! Einlæga virðingu mína fyrir að vera einn af þeim
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.4.2009 kl. 03:28
Þetta er bara atlaga gerð að lýðræðinu með orðhengilshátt um formgalla sem vopn. Lítilla sanda, lítilla sanda eru slíkir aðilar. Gangi ykkur vel og ég vona að þið fáið tækifæri til að láta rödd ykkar heyrast á Alþingi.
Marinó G. Njálsson, 17.4.2009 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.